Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 Áastíun Akraborgar tvö skip í ferðum Gildir frá 22.júlí 1982 MANUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR OG Frá Ak -Frá Rvik 08,30 08,30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 20.30 19.00 22.00 FIMMTUDAGUR Frá Ak. Fra Rvik 08,30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 19,00 20.30 22,00 LAUGARDAGUR Frá Ak. FráRvik 08,30 08.30 10,00 10,00 11,30 11,30 13,00 13,00 14,30 14,30 17,30 16,00 19,00 Simar.Reykjavik 91-16 Ákranes: 93-2275 MIÐVIKUDAGUR Frá Ak. Frá Rvík 08,30 10,00 11,30 13.00 14.30 16.00 17.30 19.00 20.30 22.00 FOSTUDAGUR Fra Ak. Fra Rvik 08.30 10.00 10.00 11.30 11.30 13,00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 19.00 19.00 20.30 20.30 22.00 22,00 SUNNUDAGUR Fra Ak. Frá Rvík 08,30 10,00 11,30 13,00 16.00 16.00 17,30 17,30 19,00 19,00 20.30 20,30 22.00 22,00 150- Simsvan 91-16420 Skrilslola: 93-1095 hf; 'KAUAGRIMUR. Akroborx þjonusfu milli hafna ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun I Bókband PRENTSMIÐJAN ddddíX HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 fréttirl ■ Við upphaf fundar forsætisráðherranna. Með þeim á fundinum sat Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra. Tímamynd GE Anker Jörgensen forsætisráð- herra Dana f heimsókn: Ferðast um Norður- land — í dag en til Eyja á morgun ■ Anker Jörgensen forsætisráðherra Danmerkur og kona hans Ingrid dvelja nú hérlendis í opinberri heimsókn sem hófst s.l. sunnudag. Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra íslands tók á móti Anker við komuna til landsins en í gær áttu þeir svo viðræður saman. í dag mun Anker og kona hans halda norður í land, fyrst til Akureyrar þar sem þau sitja hádegisverð í boði bæjarstjórnar að lokinni skoðunarför, en að honum loknum verður ekið til Mývatns, Krafla skoðuð og að þvf loknu „ENGIN VANDAMALI SAMSKIPTUM ÞJÓDANNA” — sagði Anker Jörgensen forsætisráðherra Danmerkur ■ „Það er mjög ánægjulegt að hafa fengið tækifæri tiJ að koma í þessa opinberu heimsókn" sagði Anker Jörg- cnsen forsætisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum síðdegis í gær en þá hafði hann m.a. hcimsótt stofnun Arna Magnússonar, Listasafn Islands, Listasafn Einars Jónssonar og verkamannabústaði. Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra setti fundinn, bauð gesti velkomna og sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Danmerkur kæmi hér í opinbera heimsókn. Anker Jörgensen sagði það rétt að þetta væri í fyrsta sinn sem forsætis- ráðherra Dana kæmi hingað opinberlega hins vegar hefðu ráðherrarnir ávallt átt mikil og góð samskipti. „Það eru engin vandamál til staðar í samskiptum þjóðanna en hins vegar hefði hver þjóð um sig við stórvandamál að glíma og ræddum við Gunnar Thoroddsen og ég um þau á fundi okkar í dag,“ sagði Anker Jörgensen. Fundinn með þeim sat Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra. ■ Anker Jörgensen kemur til Stjómai ráðsihs, til fundar við dr.. Gunnar Thoroddsen. GE miWm *Í2! mk m j Jfcr. f ■fl \ 'wryj : í Kv/Mv cil í :æ 1 f L jJ nfiwÍB : iÚ jf \ ' ?j 4» ■ Tískusýning var haldin fyrir Ingrid Jörgensen eiginkonu Anker Jörgensen í íslenskum Heimilisiðnaði. Með henni á sýningunni var frú Vala Thoroddsen eiginkona dr. Gunnars Thoroddsen. Tímamynd GE haldið til Húsavíkur þar sem Jörgensen dvelst í nótt. Á morgun heldur Jörgensen síðan til Vestmannaeyja með flugvél Landhelgis- gæslunnar og að lokinni skoðunarför um Vestmannaeyjar og hádegisverð í boði bæjarstjórnar verður haldið aftur til Reykjavíkur. Heimsókn Jörgensen lýkur svo á fimmtudag. Anker kom hingað til Iands á sunnudag og þá hélt hann í skoðunar- ferð að Þingvöllum. - FRI í máli hans kom ennfremur fram að margvísleg. málefni hefði borið á góma á fundi þeirra í gær. Rædd voru efnahags- og stjórnmál, alþjóðamál þar sem m.a. var komið inn á hávaxtastefnu Bandaríkjanna, málefni EBE, gasleiðsl- una til Síberíu, Mið-Austurlönd, Pól- land og Afganistan svo dæmi séu tekin. Anker kvaðst vera svartsýnn á að drægi úr spennu milli stórveldanna eins og staðan væri í dag, sérstaklega hvað varðaði kjamorkuvopnamál. Er hann var spurður um innanríkis- mál Danmerkur og stjómarkreppu í pólitíkinni þar sagði Anker að Danir hefðu ekki hefð fyrir meirihlutastjórn- um allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar. Yfirleitt hefði verið um minni- hlutastjórnir að ræða. „Það er því ekkert nýtt vandamál sem við horfumst í augu við á þessu sviði nú og ég vonast til að lausn finnist á því“ sagði Anker. Hann sagði ennfremur að stærsta vandamálið í efnahagslífi Dana nú væri hið mikla atvinnuleysi sem ríkti þar en unnið væri að því að draga úr því með ýmsum ráðum. Hvað dvölina á íslandi hingað til varðaði sagði Anker að það hefði verið mjög ánægjulegt að koma til Þingvalla, þetta væri fagur staður með sinn sess í sögunni. Hann sagði ennfremur að heimsóknin í stofnun Árna Magnússonar hefði verið ánægjuleg þar sem handritin væru notuð og rannsökuð gaumgæfilega, hann talaði við nokkra unga menn sem unnu að þessu og heimsóknin á þennan stað hefði sannfært sig um hve mikið happaverk það hefði verið að handritin voru send hingað á sínum tíma. Að lokum þakkaði Anker Gunnari fyrir frábærar móttökur. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.