Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 8
& ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 ■ÍV Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastióri: Gisll Sigur&sson. Auglýslngastjóri: Steingrimur Glslason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. AfgreiSslustjóri: Slguróur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrlmsson. UmsjónarmaSur Helgar- Tlmans: lllugl JSkulsson. BlaSamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghlldur Stefénsdóttlr, FrlSrik IndrlSason, HeiSur Helgadóttlr.lngólfur Hannes- son (iþróttlr), Jónas GuSmundsson, Kristln Lelfsdóttlr, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Utlltstelknun: Gunnar Traustl GuSbjörnsson. Ljósmyndir: GuSjón Elnarsson, GuSjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Arl Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stofánsdóttlr. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Kristin Þorbjarnardóttlr, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: SlSumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýsingaslml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. VerS I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrlft á mánu&l: kr. 120.00. Setnlng: Tæknidelld Tlmans. Prentun: BlaSaprent hf. Afstýrt öðru verra ■ Enginn fagnar ráðstöfunum eins og þeim að fella gengið og að víkja frá umsömdum kjarasamningum. Eigi að síður hafa slíkar ráðstafanir oft reynzt óhjákvæmilegar og allajafnan gerðar í þeim tilgangi að afstýra öðru verra, eins og atvinnuleysi og meiri skerðingu á kjarasamningum síðar. Sá tilgangur nýju bráðabirgðalaganna að afstýra öðru verra ætti að vera mönnum enn ljósari nú en oft áður. Eins og svo greinilega var lýst í nýbirtri greinargerð Verzlunarráðs íslands, er efnahagsástand- ið nú vegna margvíslegra óviðráðanlegra áfalla svipað því og þegar síldin brást 1967. Efnahagserfiðleikarnir þá leiddu til stórfellds atvinnuleysis og mestu verkfalla Islandssögunnar. Peir, sem eitthvað þekkja til efnahagsmála og atvinnumála gera sér vafalaust ljóst, að meiriháttar gengisfelling var óhjákvæmileg, ef atvinnuvegirnir áttu ekki að stöðvast. Ef krónan hefði verið felld og verðhækkanir, sem fylgdu því, farið strax út í verðlagið, hefði það ásamt öðru leitt til þess, að kaupgjaldsvísitalan hefði hækkað um 16-20% 1. desember næstkomandi og tekið svo annað eins eða meira stökk eftir þrjá eða fjóra mánuði. Það ætti að vera ljóst, að slíkt hefði reynzt atvinnuvegunum ofvaxið. Mörg atvinnufyrirtæki hefðu stöðvast, framleiðslan dregizt saman og í kjölfar þess fylgt mikið atvinnuleysi og stórfelld kjara- skerðing. Með þeirri skerðingu verðbóta, sem verður 1. desember samkvæmt bráðabirgðalögunum, er reynt að koma í veg fyrir þessar afleiðingar, sem hefðu haft í för með sér margfalt meiri kjaraskerðingu en þá, sem menn verða að þola 1. desember. Til eru þeir, sem telja þessa aðgerð 1. desember, ekki nægjanlega. Samt muni verðbólgan haldast alltof mikil og afkoma atvinnuveganna reynast ótrygg. Þetta er rétt. Þess er hins vegar að gæta, að meiri skerðing nú hefði reynzt mörgum ofvaxin og getað leitt til svo mikils samdráttar í viðskiptum og framkvæmdum, að hér hefði skapazt svipað atvinnuleysi og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Enginn heldur því fram, að með þessum ráðstöfunum, sem nú hafa verið gerðar, sé fengin einhver varanleg lausn. Því takmarki verður seint náð. Hér hafa hins vegar verið gerðar viðnámsráðstafanir, sem skapa ráðrúm til að halda í horfinu um stund og undirbúa frekari ráðstafanir síðar. Út úr ógöngum verðbólgu og efnahagsáfalla verður ekki komizt nema í áföngum. Hörmulegt er að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstæðinga í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Þeir reyna eftir megni að gera lítið úr þeim áföllum, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir að undanförnu. Það eru smámunir að þeirra dómi, að þjóðartekjurnar hafa á örfáum mánuðum dregizt samán um 6-7%. Slík blekkingastarfsemi er sem betur fer einsdæmi í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Eitt forðast svo stjórnarandstæðingarnir. Þeir láta ekkert uppi um það, hvernig þeir hafi viljað bregðast við þeim vanda, sem við er fengizt. Þeir st^nda uppi berstrípaðir sem ósannindamenn og úrræðaleysingjar. Rétt er svo að leggja áherzlu á, að því aðeins muni bráðabirgðalögin afstýra öðru verra, að þjóðin taki þeim með skilningi og láti ekki blekkjast af þeim áróðri stjórnarandstæðinga, að hún hafi aðeins orðið fyrir óverulegum áföllum. Þ.Þ. efnahagsrádstaf anirnar BRAÐABIRGÐALÖG ■ Forseti íslands gjörir kunnugt: Forsætisráðherra hefur tjáð mér, að brýna nauðsyn beri til að gera nú þegar ýmsar ráðstafanir í efnahagsmálum, vegna þeirra þungu áfalla, sem þjóðar- búið hefur orðið fyrir á undanfömum mánuðum. Aflabrestur, verðfall og sölutregða á íslenskum afurðum hafa valdið vaxandi viðskiptahalla gagnvart útlöndum, þrengt að atvinnuvcgunum, aukið verðbólgu og dregið úr þjóðar- tekjum. Af þessum ástæðum ber brýna nauðsyn til þess að draga úr víxlgangi verðlags og launa,minnka viðskiptahalla og styrkja stöðu atvinnuveganna. Sú 13% lækkun á gengi íslenskrar krónu, sem Seðlabanki íslands hefur ákveðið með samþykki ríkisstjórnarinnar, kallar einnig á setningu bráðabirgðalaga um gengismun af útflutningsbirgðum og ráðstöfun hans. Fyrir því eru sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjómarskrárinnar á þessa leið: l.gr. Vegna samdráttar þjóðartekna og í þeim tilgangi að draga úr víxlgangi kaupgjalds og verðlags skal frá 1. desember 1982 fella niður helming af þeirri verðbótahækkun launa er ella hefði orðið vegna ákvæða í 48.-52. gr. laga. nr. 13/1979, sbr. 5. gr. laga nr. 10/1981. Ákvæði 1. mgr. skal einnig taka til launa í verðlagsgrundvelli landbúnaðar- ins og í vinnslu - og dreifingarkostnaði búvara, sbr. lög nr. 95/1981. Þegar verð á þeim fisktegundum, sem tilgreind em í tilkynningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins nr. 11/1982, er ákveðið í fyrsta skipti eftir 1. september 1982, skal meðalhækkun á verði þeirra fisktegunda ekki vera meiri en nemur hækkun verðbóta á laun eftir 1. september til þess tíma, er fiskverðs- ákvörðun tekur gildi, að teknu tilliti til 1. mgr. þessarar greinar. 2. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða að sérstakar bætur, allt að 50 millj. króna, verði greiddar úr ríkissjóði láglaunafólks á árinu 1982. Tilhögun Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna aðgerða í efnahagsmálum ■ íslenskt efnahagslíf hefur átt við ört vaxandi erfiðleika að etja á síðustu mánuðum. Þegar efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 1982 var sett fram í þjóðhagsáætlun í október á liðnu ári, var miðið við ákveðnar forsendur um þróun helstu hagstærða hér á landi og í umheiminum. Þjóðhagsspáin var samkvæmt venju að mestu leyti áætlun um tekjur þjóðarbúsins og ráðstöfun þeirra. Þar var m.a. gengið út frá að þjóðarframleiðslan ykist um 1%, við- skipti við önnur lönd yrðu hallalaus og verðbólga færi minnkandi. Á þeim tíma var fastlega búist við jafnvægi í þjóðarbúskapnum á þessu ári. Nokkru eftir að gengið var frá þjóðhagsspá varð ljóst, að ýmsar meginforsendur hennar, stóðust ekki, af ófyrirsjáanlegum ástæðum. Loðnu- veiðar brugðust og vonir manna um batnandi ástand í efnahagsmálum um- heimsins reyndust ekki á rökum reistar. Því var nauðsynlegt að grípa til ráðstafana í efnahagsmálum snemma á þessu ári. Jafnframt var tilkynnt að frekari ráðstafana yrði þörf, þegar líða tæki á árið, ef ekki yrðu umskipti til hins betra. Frá því í ársbyrjun hefur enn sigið á ógæfuhlið í þróun efnahagsmála, bæði her á landi og annars staðar. Nú eru horfur á, að tekjur þjóðarbúsins dragist enn meira saman en þá var búist við. Fyrstu sex mánuði ársins reyndist verðmæti sjávarafla 17% minna en á sama tíma í fyrra og flest bendir til að framleiðsla sjávarafurða á þessu ári verði 13-16% minni en á síðasta ári. Á sama tíma og tekjur í sjávarútvegi hafa minnkað, er einnig við alvarlegan vanda að etja á öðrum mikilvægustu útflutningsmörkuðum. Sá öldudalur, sem efnahagslífið í heiminum er í, hefur reynst dýpri en vænta mátti, og eftirspurn eftir framleiðslu okkar minnkað. Auk þess hefur kostnaðar- þróun í útflutningsframleiðslu reynst þungur baggi og veldur verðbólgan þar mestu um. Þessi samdráttur skerðir þjóðartekjur sennilega um 5-6%, auk þeirra annarra víðtæku áhrifa sem samdrátturinn hefur á tekjur og afkomu í öðrum atvinnugreinum. Hér er um alvarlegra áfall í þjóðarbúskap okkar en um áratugaskeið. Þessi óheillavænlega þróun veldur því, að í stað jafnaðar í viðskiptum við önnur lönd og minnkandi verðbólgu, eins og spáð var í lok síðasta árs, stefnir viðskiptahallinn í 8-9% af þjóðarfram- leiðslu á þessu ári. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir nokkurri aukningu vöruútflutn- ings á næsta ári, eru engu að síður líkur á svipuðum viðskiptahalla á því ári, ef ekki verður gripið til sérstakra ráð- stafana. Verðbólgan fer einnig vaxandi og er líklegt að án aðgerða verði hún um 75-80% um þetta leyti á næsta ári. Við slíkar aðstæður verður vart komist hjá atvinnuleysi og skuldasöfnun við útlönd myndi stefna fjárhagslegu sjálf- stæði okkar í voða. Sá vandi sem við er að glíma er djúpstæðari og umfangsmeiri en um langt skeið, vegna þess hve þjóðarbúið og atvinnuvegimir eru vanbúnir að mæta ytri áföllum. Langvarandi verð- bólga hefur smám saman skekkt og grafið undan rekstrarskilyrðum fram- leiðsluatvinnuveganna. Takist ekki að draga verulega úr verðbólgu munu framleiðsluskilyrði og afkoma þjóðar- búsins fara versnandi á næstu árum. Minnkandi afli, vandkvæði á erlendum mörkuðum og langvarandi verðbólga gerir það nauðsynlegt að grípa nú til umfangsmikilla efnahagsráðstafana. Þýðingarmesta verkefnið er að draga úr viðskiptahallanum og þar með erlendri skuldasöfnun, en það verður ekki gert við núverandi aðstæður á annan hátt en með lækkun þjóðar- útgjalda, minni innflutningi og meiri sparnaði. Um leið og ráðstafanir eru gerðar til að draga úr þjóðarútgjöldum, leggur ríkisstjórnin áherslu á aðgerðir í atvinnumálum til að auka þjóðarfram- leiðslu og atvinnu á næstu árum. Aðhald í heildarútgjöldum samhliða aðgerðum til að auka framleiðslugetu þjóðar- búsins er því þungamiðja efnahags- ráðstafana ríkisstjómarinnar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar mótast af eftirfarandi fjórum meginmarkmiðum. í fýrsta lagi að draga verulega úr viðskiptahalla, þannig að á næstu tveimur árum megi í áföngum ná hallalausum viðskiptum við önnur lönd. í öðru lagi að treysta undirstöður atvinnulífsins með aðgerðum til að auka framleiðni og framleiðslugetu þjóðar- búsins og tryggja þannig öllum lands- mönnum næga atvinnu. í þriðja lagi að verja lægstu laun, eins og unnt er, fyrir þeim samdrætti, sem orðið hefur í þjóðartekjum. í fjórða lagi að veita viðnám gegn verðbólgu. Til þess að ná þessum markmiðum hefur ríkisstjórnin sett bráðabirgðalög um ráðstafanir í efnahagsmálum. Aðal- efni bráðabirgðalaganna er eftirfarandi: 1. Dregið er úr víxlgangi kaupgjalds og verðlags með helmings lækkun verðbóta á laun 1. desember n.k. 2. Aflað er tekna á þann hátt að dregið er úr viðskiptahalla. Tekjunum verður ráðstafað til jöfnunar lífskjara. 3. Um leið og gengi krónunnar er breytt til að styrkja stöðu atvinnuveg- anna og draga úr innflutningi, er helmingi gengismunar varið til sérstakra ráðstafana í þágu sjávarútvegs, einkum vegna erfiðleika í togaraútgerð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.