Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 9 UM EFNAHAGSAÐG ERÐIR þessara bóta verður ákveðin í samráði við samtök launafólks. 3. gr. Þá er skilað er til banka gjaldeyri fyrir útfluttar sjávarafurðir framleiddar fyrir 23. ágúst 1982, skal hann greiddur útflytjanda á því kaupgengi, sem í gildi er, þegar útflutningsskjöl eru afgreidd í banka við gjaldeyrisskil, að frádregnum 6,5% gengismun. Ríkisstjórnin kveður nánar á um, til hvaða afurða þetta ákvæði skuli taka, og eru ákvarðanir hennar þar að lútandi fullnaðarúrskurðir Áður en umræddu fé er ráðstafað, skal greiða af því hækkanir á flutnings- kostnaði og öðrum sambærilegum kostnaði við útflutning vegna þeirra afurða sem þessi lög taka til. 4. gr. Gengismunur, sem myniast samkvæmt ákvæðum 3. gr., skal lagður í sérstakan gengismunarsjóð, sem skal varið í þágu sjávarútvegsins með eftirgreindum hætti: 1. Krónum 80 milljónum skal varið til greiðslu óafturkræfs framlags til togara til að bæta rekstarafkomu þeirra vegna aflabrests á fyrri hluta þessa árs. Skal Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins annast greiðslur þessar samkvæmt regl- um, sem sjávarútvegsráðuneytið setur. 2. Krónur 15 milljónir til loðnuvinnslu- stöðva samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. 3. Krónur 10 milljónir í Fiskimálasjóð, sem verði ráðstafað til orkusparandi aðgerða í útgerð og fiskvinnslu og til fræðslu um gæði og vöruvöndun í sjávarútvegi samkvæmt reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur. 4. Krónur 5 milljónir í lífeyrissjóði sjómanna, samkvæmt nánari reglum sem ríkisstjórnin setur, að höfðu samráði við sjómannasamtökin. 5. Eftirstöðvar, þar með taldir vextir, renni í Stofnfjársjóð fiskiskipa til lækkunar á skuldum og eða fjármagns- kostnaði fiskiskipa, samkvæmt reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur, að höfðu samráði við stjórn Fiskveiðasjóðs Islands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. 5. gr. Heimilt er sjávarútvegsráðherra að ákveða, að eftirstöðvar þess fjár, sem er í vörslu Fiskveiðasjóðs íslands, sbr. a) og b) lið 17. gr. laga nr. 79/1968, b) lið B málsliðar 3. gr. laga nr. 2/1978 og 2. tl. b) liðar 3. gr. laga nr. 22/1979, renni í Stofnfjársjóð fiskiskipa til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði fiski- skipa, samkvæmt reglum sem sjávar- útvegsráðuneytið setur að höfðu sam- ráði við stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. 6. gr. Þegar eftir gildistöku laga þessara skal lækka hundraðshluta verslunarálagning- ar sem því svarar að leyfð hefði verið álagning á 30% þeirrar hækkunar álagningarstofnsins, sem leiðir af hækk- un á verði erlends gjaldeyris frá því gengi sem gilti 11. ágúst 1982 miðað við þær álagningarreglur, sem í gildi voru samkvæmt ákvörðunum verðlagsráðs þann dag. Ekki má hækka hundraðshluta álagn- ingar á vöru í heildsölu, smásölu, eða öðrum viðskiptum frá því sem var 12. ágúst 1982 með breytingum skv. 1. mgr., nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda. 7. gr. 1. gr. laga nr. 107/1978 um sérstakt tímabundið vörugjald með áorðnum breytingum, sbr. 1. gr. laga nr. 82/1981, breytist með svofelldum hætti: a) 1. og 2. málsliður 1. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 82/1981, orðist svo: Greiða skal í ríkissjóð sérstakt vörugjald. Gjaldið skal greitt til og með 31. desember 1983 í eftirfarandi tveimur gjaldflokkum: b) Upphaf A-liðar 1. gr. laganna orðist svo: Af vörum í eftirgreindum tollskrár- númerum greiðist 24% gjald en á tímabilinu frá og með 23. ágúst 1982 til og með 28. febrúar 1983 skal þó greiða 32% gjald: c) Eftirtalin tollskránúmer bætist við A-lið 1. gr. laganna: 21. ágúst 1982. 07.05.00 18.06.03 21.05.11 16.03.00 19.02.01 21.05.19 17.01.23 19.02.02 21.05.21 17.01.24 20.02.01 21.06.01 17.01.27 21.02.11 21.06.02 17.01.29 21.02.19 21.07.01 17.02.04 21.02.20 21.07.02 17.04.02 21.03.00 33.04.01 18.05.01 21.04.01 33.04.02 18.05.09 21.04.02 33.04.03 18.06.01 21.04.09 33.04.09 18.06.02 d) Upphaf B-liðar 1. gr. laganna orðist svo: Af vörum í eftirgreindum tollskrár- númerum greiðist 30% gjald en á tímabilinu frá og með 23. ágúst 1982 til og með 28. febrúar 1983 skal þó greiða 40% gjald: 8. gr. Hið hækkaða vörugjald sem skv. 7. gr. þessara laga skal lagt á innlenda framleiðslu og innflutning frá og með 23. ágúst 1982 skal greitt af sölu eða annarri afhendingu innlendrar framleiðslu frá og með 23. ágúst 1982 og af innfluttum vörum sem teknar eru til tollmeðferðar frá og með 23. ágúst 1982. Sama gildir um innheimtu gjalds af vörum sem gjaldskyldar verða skv. c-lið 7. gr. Af birgðum, sem innlendir framleið- endur gjaldskyldra vara skv. 1. gr. laga nr. 107/1978 með síðari breytingum eiga hinn 22. ágúst 1982, skal greiða sérstakt vörugjald eins og það var ákveðið fyrir gildistöku þessara laga en undanþiggja birgðir innlendra framleiðsluvara sér- stöku vörugjaldi sem við gildistöku þessara laga verða gjaldskyldar, þrátt fyrir að sala eða afhending af vörubirgð- um þessum fari fram eftir 22. ágúst 1982, enda liggi fyrir staðfesting af hálfu tollstjóra í því umdæmi þar sem framleiðsla fer fram um stöðu birgða hinn 22. ágúst 1982. Vegna birgða- talningar skal framleiðandi gera sér- staka birgðatalningarskýrslu um vöru- magn og verksmiðjuverð birgða hinn 22. ágúst 1982, sem afhent skal tollstjóra. Birgðatalning og staðfesting hennar skal fara fram innan viku frá gildistöku laga þessara. Staðfest birgðatalningar- skýrsla skal fylgja skýrslu vegna skila á sérstöku tímabundnu vörugjaldi fyrir tímabilið 1. júlí til 30. september 1982. Við álagningu og skil á sérstöku vörugjaldi eða undanþágu frá greiðslu þess samkvæmt ákvæðum þessarar málsgreinar skal telja að fyrstar séu seldar eða afhentar vörur sem fram- leiðandi átti í birgðum hinn 22. ágúst 1982. Þannig skal draga heildarnand- virði birgða hinn 22. ágúst 1982 frá heildarandvirði seldra eða afhentra vara á tímabilinu 23. ágúst til 30. september 1982 og greiða af mismuninum sérstakt vörugjald samkvæmt ákvæðum laga nr. 107/1978 um sérstakt tímabundið vöru- gjald með síðari breytingum sbr. 7. gr. þessara laga. Sé heildarandvirði birgða 22. ágúst 1982 hærra en vörusala á tímabilinu 23. ágúst til 30. september Auk þeirra aðgerða, sem ákveðnar hafa verið með bráðabirgðalögunum, hefur ríkisstjórnin ákveðið að standa að eftirfarandi: 1. Að undangengnum frekari viðræð- um við aðila vinnumarkaðarins, verði tekið upp nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun, með hliðsjón af hugmyndum viðræðunefndar um vísitölumál, þannig að verðbætur á laun verði greiddar samkvæmt nýju viðmiðunarkerfi eftir 1. desember 1982. 2. Innflutningur fiskiskipa verði stöðv- aður í tvö ár, og við nýsmíði innanlands verði gerðar verulegar kröfur til eigin- fjárframlags. Verkefnum varðandi breytingar og viðhald flotans verði beint til innlendra skipasmíðastöðva, eftir því sem kostur er. 3. Til að hamla gegn lélegri meðferð á afla og koma í veg fyrir léleg framleiðslugæði verði strax settar hertar matsreglur og viðurlög gegn brotum. Veiðar og vinnsla verði háð opinberum leyfum sem beita má m.a. í þessu skyni. 4. Á næstu mánuðum verði efnt. til stóraukinnar fræðslu um gæði og vöruvöndun í íslenskri framleiðslu. 5. Til að örva útflutning verði nýtt útflutningstryggingarkerfi tekið upp og útflutningslánakerfið eflt, þannig að Útflutningslánasjóður geti boðið sam- bærileg kjör og samsvarandi sjóðir erlendis. 6. Unnið verði að því að draga úr þörf fyrir útflutningsuppbætur með því að stuðla að samdrætti í kjötframlciðslu með aðstoð hins opinbera, þannig að framleiðslan haldist framvegis í hendur við innanlandsneyslu og nýtanlega er- lenda markaði. Viðræður verði teknar upp við samtök bænda um endurskoðun útflutningsbótakerfisins. Loðdýrarækt og aðrar nýjar búgreinar verði efldar sérstaklega með hagkvæman útflutning í huga. Stefnt verði að því að búvöruframleiðslan í einstökum byggð- arlögum verði í samræmi við landkosti jarða og markaðsstöðu. 7. Undirbúið verði sérstakt átak á markaðs- og sölumálum íslenskra afurða erlendis. 8. Verðlagning á innlendum iðnaðar- vörum sem eiga í óheftri erlendri samkeppni verði gefin frjáls. 9. Útlánareglur, lánstími og vaxtakjör fjárfestingalánasjóða atvinnuveganna verði sambærileg. 10. Undirbúin verði löggjöf um að 1982 skal mismunurinn á sama hátt dreginn frá síðari sölu eða afhendingu uns vörusala eða afhending fer fram úr verðmæti birgða 22. ágúst 1982. Nú ber vörugjaldskyldum framleiðanda að greiða á sama gjalddaga sérstakt vörugjald annars vegar vegna sölu eða afhendingar vörugjaldsskyldra vara fyrir 23. ágúst 1982 eða sölu eða afhendingar á birgðum samkvæmt þessari málsgrein og hins vegar sérstakt vörugjald skv. 7. gr. þessara laga, skal hann skila tveimur skýrslum vegna skila á sérstöku vöru- gjaldi, annarri vegna álagningar sérstaks stjórnendur ríkisstofnana, ráðuneyta og ríkisbanka verði framvegis ráðnir til fimm ára í senn. 11. Aukin áhersla verði lögð á sparnað og spornað við útþenslu í opinberum rekstri. 12. Erlendar lántökur verði takmark- aðar til samræmis við markmið um viðskiptajöfnuð. í þessu skyni verði dregið úr heildarfjárfestingu og óbein- um aðgerðum beitt til að minnka innflutning, m.a. verði athugað að takmarka lán til vörukaupa og kaupa á vélum og tækjum. 13. Ríkisstjórnin mun stofna til endur- skoðunar á skipulagi og útgjöldum til heilbrigðismála með sérstakri áherslu á þjónustu sjúkrahúsa. 14. Tekjuöflunarkerfi hins opinbera verði endurskoðað með það fyrir augum að jafna starfsskilyrði atvinnuveganna með hliðsjón af tillögum starfshóps um starfsskilyrði atvinnuveganna. 15. Unnið verði að því að samræma aðstöðugjald á atvinnurekstur með lækkun gjaldsins á iðnað og landbúnað að undangengnum viðræðum við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. 16. Ríkisstjórnin mun hefja viðræður við samtök launafólks um jöfnun lífskjara. í því skyni verði varið 175 millj. kr. á þessu og næsta á.ri til láglaunabóta og skattendurgreiðslna og 85 millj. kr. til Byggingarsjóðs ríkisins. 17. Ríkisstjórnin mun efna til við- ræðna við viðskiptabanka og sparisjóði um lengingu lána til atvinnuvega og húsbyggjenda. 18. Stefna skal að aukinni hlutdeild starfsmanna og meðábyrgð í stjórnum fyrirtækja og stofnana. 19. Ríkisstjórnin mun þar sem ástæða þykir til beita sér fyrir frestun á umfangsmiklum byggingaframkvæmd- um opinberra stofnana og fyrirtækja í allt að 18 inánuði. 20. Tryggður verði áfangi í jöfnun húshitunarkostnaðar frá 1. október næstkomandi. Jafnframt verði skipuð nefnd með fulltrúum allra þingflokka er fjalli um framtíðarfjáröflun til jöfnunar húshitunarkostnaðar. 21. Ríkisstjórnin mun leita samráðs við aðila vinnumarkaðarins um þá brevtingu á orlofslögum að laugardög- um og frídegi verslunarmanna verði sleppt í talningu orlofsdaga. Að loknum viðræðum við aðila mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp í þessu skyni. vörugjalds samkvæmt ákvæðum 7. gr. þessara laga og hinni vegna álagningar gjaldsins samkvæmt ákvæðum laga nr. 107/1978 eins og þau voru fyrir gildistöku þessara laga, og skal sama gilda vegna lækkunar gjaldsins 1. mars 1983. Verði breytingar á verksmiðju- verði birgða frá því sem tilgreint hefur verið í birgðatalningarskýrslu, skal við álagningu sérstaks vörugjalds sam- kvæmt ákvæðum þessarar málsgreinar leggja hið nýja verksmiðjuverð til grundvallar, en gera skal innheimtu- manni ríkissjóðs skriflega grein fyrir slíkum breytingum. Af vörum, sem með leyfi tollyfirvalda hafa verið afhentar innflytjendum fyrir 23. ágúst 1982 gegn tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda, sbr. m.a. 21. gr. tollskrárlaga, skal greiða hið hækk- aða vörugjald, sem samkvæmt ákvæðum 7. gr. laga gildir frá og með 23. ágúst 1982, nema fullnaðartollafgreiðsla þeirra eigi sér stað fyrir septemberlok 1982. Sama á við um þær vörur sem gjaldskyldar verða skv. c-lið 7. gr. Hafi innflytjandi fyrir 23. ágúst 1982 afhent til tollmeðferðar aðflutnings- skjöl, sem að öllu leyti fullnægja þeim skilyrðum sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að tollafgreiða viðkomandi vöru þegar í stað, skal varan tollafgreidd gegn greiðslu þess sérstaka vörugjalds sem samkvæmt ákvæðum 7. gr. þessara laga gildir til og með 22. ágúst en þó því aðeins að tollafgreiðslu sé lokið fyrir 4. september 1982. Sömu tímamörk gilda um tollafgreiðslu vara sem gjaldskyldar verða skv. c-lið 7. gr. 9. gr. Við beitingu 3. mgr. 3. gr. laga nr. 107/1978 um sérstakt tímabundið vöru- gjald, sbr.3. gr. Iaga nr. 80/1980, skal á tímabilinu 23. ágúst 1982 til og með 28. febrúar 1983 hækka sérstakt vörugjald í 40% eða lækka í 32% í stað þess að hækka gjaldið í 30% eða lækka í 24% eins og þar greinir. 10. gr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 120 31. desember 1976 um tollskrá o.fl. með áorðnum breytingum orðist svo: Nú er tollverð vöru eða einhver hluti þess tilgreint í erlendri mynt, og skal þá því eða hluta þess við ákvörðun tollverðs breytt í innlenda fjárhæð. Skal farið eftir því sölugengi sem skráð er á hinni erlendu mynt í bönkum hér á landi þegar varan er tekin til tollmeðferðar. Fjármálaráðuneytið getur þó ákveðið með reglugerð eða öðrum fyrirmælum að sölugengi sem skráð er í bönkum hér á landi skuli við ákvörðun tollverðs gilda sem tollafgreiðslugengi fyrir ákveðinn tíma, þó eigi lengur en til eins mánaðar í senn. Fjármálaráðuneytinu er heimilt að ákveða, að breytist skráð sölugengi gjaldmiðils eða tollafgreiðslugengi eftir að vara hefur verið tekin til tollmeðferð- ar, sbr. 14. gr., skuli miða við hið nýja gengi við endanlega tollafgreiðslu vöru. 11. gr. Við ákvæði til bráðabirgða í VIII. kafla laga um efnahagsmál nr. 13/1979 bætist nýr liður tölumerktur IV. svo- hljóðandi: Draga skal sérstaklega 2.9 prósentu- stig frá þeirri verðbótahækkun launa, er skal eiga sér stað frá 1. september 1982 vegna ákvæða í 48.-52. gr., sbr. 5 gr. laga nr. 10/1981. 12. gr. Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari fyrirmæli um fram- kvæmd laga þessara. 13. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík , 21. ágúst 1982. Vigdís Finnbogadóttir Frekari ráðstafanir ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.