Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 Áttræður Sturla Suðureyri Súgandafirði ■ í dag 24. ág. 1982 er Sturla Jónsson fyrrv. hreppstjóri og oddviti Suöureyri Súgandafirði - 80 ára. Af því tilefni barst blaðinu eftirfarandi ljóð. Byggðin þín kæra þig blessar og hyllir, nú bjóða þér vinir hönd, er áttunda tuginn ótrauður fyllir, á æfinnar dáðríku strönd. Þú vannst henni allt af drengskap og dáð, sú dýrust er hugsjónin enn, að fjörðurinn kæri með fjöllin sín há, eigi framsækna atorkumenn. Við biðjum að hollvætir heimabyggðar nú hugljúfan rétti þér minningasjóð og þökkum gjöf þeirrar tállausu tryggðar, sem tileinkuð jafnan var ættarslóð. Matthildur Guðmundsdóttir frá Bæ. LÖGTÖK Eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir apríl, maí og júní 1982, svo og söluskattshækkunum, álögðum 27. maí 1982 - 18. ágúst 1982, vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir apríl, maí og júní 1982. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 19. ágúst 1982. Starfsfólk óskast til fyrirtækis í miðborginni sem framleiðir matvæli. 1. Aðstoðarstúlka við framlelðslu. Góð sjón nauðsynleg. Laun skv. 6. fl. BSRB. 2. Aðstoðarmaður við flöskuþvott í vélum. BSRB 6. fl. 3. Aðstoðarmaður við framleiðslu. Stúdentspróf eða einhver innsýn í vélar æskileg. BSRB 10. fl. 4. Hraustur maður á sendibíl. BSRB 6. fl. Hreinlæti skilyrði. Góð starfsaðstaða og ódýr matur í vistlegu mötuneyti. Umsóknir eða fyrirspurnir með upplýsingum um menntun, störf og fyrri vinnustað, sendist Auglýsingadeild blaðsins sem fyrst, en fyrir 30. ágúst merkt: „Starfsfólk 1774“. Kennara vantar við Grunnskóla Bæjarhrepps, Borðeyri, Strandasýslu n.k. skólaár. Umsóknir sendist fyrir 5. sept. til Lilju Sigurðardóttur, Melum, 500 Brú, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 95-1117. „Eftir atvikum er ég ánægður’ ’ — segir Tómas Árnason, viðskiptarádherra ■ „Eftir atvikum er ég ánægður með þcssar ráðstafanir. Sérstaklega tel ég þýðingarmikið hið pólitíska samkomu- lag sem tekist hefur með þeim sem að ríkisstjóminni standa um það að breyta viðmiðun launakeriísins, þ.e. að koma á nýju skynsamlegu viðmiðunarkerfi, sem hamla mun betur gegn aukinni verðbólgu, en nú er og vinna að hjöðnun hennar þegar til lengri tima er litið,“ Tómas Áraason, viðskiptaráðherra. sagði Tómas Arnason, viðskiptaráð- herra. „önnur þýðingarmikil atriði tel ég gengislækkunina sem var óumflýjanleg til þess annars vegar að tryggja stöðu atvinnuveganna og þar með fulla atvinnu í landinu og hins vegar til að minnka viðskiptahallann við útlönd. Ráðstafanirnar um greiðslu verðbóta á laun 1. desember n.k. tel ég aftur á móti eðlilega afleiðingu þess að menn voru ■ „Mér sýnist þessar aðgerðir hvergi nærri duga til að tryggja atvinnuveg- unum örugga rekstrarafkomu. En þær koma auðvitað í veg fyrir þá stöðvun sem var yfirvofandi,“ svaraði Þorsteinn Stórkaupmenn um „sérstaka tímabundna vörugjaldid”: 7TDulbúin skattheimta” ■ „Öll reynsla genginna ára sýnir að álögð „sérstök tímabundin vörugjöld" eru ekkert annað en dulbúin skattheimta ríkissjóðs, skömmtun á tekjum launa- fólks og kostnaðarauki verslunar og iðnaðar og hefur, sem önnur skatt- heimta, tilhneigingu til langlífis," segir m.a. í ályktun Félags íslenskra stór- kaupmanna um efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinnar. Síðan er sagt frá nauðsyn á að verslunin sé frjáls að verðmyndun, til að hagur neytenda sé tryggður. Þá segir að fjárskortur um langt árabil, ásamt sívaxandi kostnaði við lánsfé hafi þrengt svo hag verslunarinnar að víða sé þjóðaröryggi stefnt í hættu. Nýjar álögur nú taki alveg fyrir að ný atvinnutækifæri skapist innan versl- unarinnar. Af þessum sökum mótmælir stjórn FÍS harðlega ákvæðum í nýsettum bráðabirgðalögum um vörugjaldshækk- un og reglu um 30% álagningu. Stjórn FfS telur eðlilegt að byrðum hinna erfiðu ára sé dreift á atvinnuvegi landsmanna, en ítrekar mótmæli sín við þeirri mismunun sem 6. og 7. gr. nýsettra bráðabirgðalaga hefur í för með sér. SV ■ Tómas Araason Pálsson, framkvæmdastj. Vinnuveit- endasambandsins. > „Á hinn bóginn er niðurskurður á kaupmætti - með lækkun vísitölunnar 1. desember - í sjálfu sér ekkert annað en lok á kjarasamningum. Þetta er hlutur sem átti að gera í kjarasamningum og Vinnuveitendasambandið lagði áherslu á - á sínum tíma - að aðilar tækjust á við og gerðu út um sjálfir. Alþýðusam- bandið neitaði því og vildi heldur sætta sig við það að taka við einhliða niðurskurði sem ákveðinn var af ríkisstjórninni. Að minni hyggju er þetta af þeim sökum mikið áfall fyrir frjálsa kjara- samninga. Og þessi ábyrgðarlausa af- staða Alþýðusambandsins, að vilja ■ „Þingflokkur Sjálfstæðisfiokksins krefst þess að Alþingi verði kvatt saman þegar í stað og látið á það reyna hvort efnahagsráðstafanirnar styðjist við nauðsynlegan þingmeiríhluta. í upphafi þings yrði jafnframt fjallað um brýnustu viðfangsefnin svo sem breytingar á kosningalögum og kjördæmaskipan. Síðan yrði þing rofið og efnt til nýrra kosninga," segir m.a. í ályktun þing- flokks Sjálfstæðisflokksins vegna nýrra efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þá segir að þegar þessar efnahagsað- gerðir líta loks dagsins Ijós-eftir margra vikna samningaþóf - beri þær öll merki ao semja um verulegar grunnkaups- hækkanir á sama tíma og þjóðartekjur á mann munu lækka um a.m.k. 6% ef ekki meira. En í framhaldi af þessu tel ég afar þýðingarmikið að þessum aðgerðum fylgi hækkun láglaunabóta, aðgerðir til jöfnunar húshitunarkostnaðar og aukin framlög til húsnæðismála, þ.e. til þess að gera þeim sem eru að byggja í fyrsta sinn léttara í þeim efnum,“ sagði Tómas. í sjálfu sér sagði hann þessar aðgerðir þó skammtímaaðgerðir. Minnti hann í því sambandi á að strax eftir þær efnahagsráðstafanir sem gerðar voru um áramótin 1980-81 hefði hann lýst því yfir opinberlega að þeim yrði að fylgja eftir síðar á árinu. „Um það fékkst því miður ekki samkomulag og af því erum við m.a. að súpa seyðið núna,“ sagði Tómas. - HEI. ■ Þorsteinn Pálsson heldur samþykkja einhliða ákvörðun ríkisstjórnar, en að semja um þetta upp á eigin spýtur, hlýtur að leiða til endurskoðunar á þessu samningakerfi. Því að mínu mati getur það ekki gerst, að menn haldi fullum rétti, ef þeir þora ekki að axla ábyrgðina sem réttindunum fylgja,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist jafnframt sannfærður um það, að með því að skrifa undir framlengingu á óbreyttum samningum nú í sumar hefði kaupmáttarskerðingin orðið minni en nú verður raunin á. - HEI. fyrri ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Hvergi sé tekið á neinu af festu, öllum vandamálum ýtt til hliðar og þjóðinni boðið upp á samhengislausar bráða- birgðaráðstafanir sem engan vanda leysi. Auk þess beri ráðstafanirnar það með sér að enginn árangur muni nást í baráttunni við verðbólguna. Þingflokkurinn mótmælir einnig að bráðabirgðalögum sé beitt með þeim hætti sem hérergert, þ.e. að veigamikill hluti þeirra á ekki að taka gildi fyrr en löngu eftir að regluiegir fundir Alþingis eru hafnir. - HEI Vísitöluskerðingin 1. des. nk.: ,Ekkertannað en loká kjara- samningum’ — segir Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ ÞingflokkurSjálfstædisflokksins: ,, Kref st að Alþingi verdi kvatt saman”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.