Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 ■ Bjöm Þórhallsson ASÍ mót- mælir harðlega vísitölu- skerðing- unni ■ „Ég stóð að þessari ályktun eins og allir aðrir miðstjórnarmenn ASI, hún var samþykkt þar af öllum miðstjómar- mönnum og ég held að það sé ástæðulaust að segja meira um það að sinni,“ sagði Bjöm Þórhallsson varafor- maður Alþýðusambands Islands, þegar Tíminn bað um hans álit á efnahags- ráðstöfununum. Asmundur Stefánsson fór hins vegar til útlanda í gærmorgun, svo ekki náðist til hans. Ályktunin, sem miðstjórn ASl gerði er svohljóðandi: „Nú hafa stjómvöld ákveðið umfangs- miklar aðgerðir í efnahagsmálum. Að- gerðirnar era rökstuddar með tilvísun til vaxandi verðbólgu, viðskiptahalla og hættu á atvinnuleysi. Minnkandi þorskafli, aflabrestur á loðnu og söluerfiðleikar á mikilvægum mörknðum valda vanda í íslensku efnahagslífl. Það blasir ekki síður við að margra ára óstjórn í efnahagsmálum gerir okkur erflðara en eðlilegt væri að mæta þeim áföllum sem að steðja. Skipulagsleysi í fjárfestingum og rekstri er að sliga framleiðsluna. Verðbólguholskefla ríð- ur nú yfir og atvinnuöryggi er í hættu. Oheft verðbólga felur í sér kjaraskerð- ingu, og atvinnuleysi er alvarlegasta ógnunin við afkomu og lífshamingju verkafólks. I aðgerðum stjórnvalda felst ótvíræð kjaraskerðing, þó þar séu einnig jákvæð atriði, sem gætu gefið meiri festu og betra skipulag í íslensku atvinnulífi. Það er hins vegar ekki Ijóst að aðgerðimar tryggi atvinnuöryggi eða hemji verð- bólguna. Framkvæmdin mun skera þar úr. Miðstjóm Alþýðusambands íslands mótmælir þvi harðlega að nú skuli enn einu sinni gripið til vísitöluskerðingar á kaupi almenns verkafólks. Það er hættulegt fýrir íslenskt þjóðfélag, hve stjómvöld sækja í sífellu að umsömdum verðbótum og spilla með því trausti á gerðum samningum. Þó það sé mat miðstjórnar að ekki sé rétt að svo stöddu að efna til gagnaðgerða hlýtur verkalýðshreyfingin að hafa á fyllsta fyrirvara og áskilja sér allan rétt til þeirra aðgerða er þurfa þykir.“ -SV. Útgerdarmenn svartsýnir eftir rádstafanir ríkistjórnarinnar: „Engin töfrabrögd til ad halda útgerdinni áfram” — segir Kristján Ragnarsson, LIU ■ „Þessar ráðstafanir ríkisstjómar- innar breyta sára litlu um rekstrar- skilyrði útgerðarinnar,“ vom fyrstu orð Kristjáns Ragnarssonar hjá LÍÚ, þegar Tíminn ræddi við hann um bráðabirgða- lögin. „Með gengisbreytingu hækka öll aðföng útgerðarinnar, olía og veiðarfæri fylgja erlendu verðlagi, fjárskuldbind- ingar eru verðtryggðar þannig að gengisbreyting eins og sú sem nú hefur verið gerð kemur útgerðinni að litlu gagni. Mest vonbrigði með þessar aðgerðir eru þó að tillögur sjávarútvegsráðherra um 20% lækkun á olíukostnaði, sem hann hafði gert í ríkisstjórninni og skýrt okkur frá og við höfðum treyst að mundu ná fram að ganga, bregðast með öllu. Þessum bráðabirgðalögum fylgja eng- ar hliðarráðstafanir varðandi útgerðina og það virðist vera, að til viðbótar olíuhækkuninni sem kom fyrir nokkrum dögum, andstætt við tillöguna um lækkun olíuverðs, kemur ný hækkun vegna gengisbreytingarinnar. Vegna þess hve útgjöldin eru mikil af gengis- breytingunni verður bati á rekstrar- skilyrðum sáralítill. Endanlega kemur þó ekki í ljós hver rekstrarskilyrðin verða fyrr en fiskverð, sem taka á gildi 1. september, verður ákveðið". - Hver verða áhrif þessara aðgerða á frið milli útgerðarmanna og sjómanna, sem nýlega sögðu samningum sínum lausum? „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin hefur gefist upp við þá hugmynd sína að einhver hluti fiskverðshækkunar fari ■ Kristján Ragnarsson beint til útgerðarinnar til þess að mæta hækkunum af gengisbreytingunni og tillögum sjávarútvegsráðherra hefur ver- ið hafnað, um lækkun olíuverðs. Ég get svosem ekki kallað að sjávarútvegsráð- herra geri tillögu um lækkun olíuverðs, þegar hann fellur frá henni í umræðun- um, sem fram hafa farið, því það virðist svo að ekkert hafi verið meint með þessari tillögugerð. Sjómennirnir verða sjálfir að svara fyrir sig, en það er ekki friðvænlegt frá okkar hendi. Nú haustar að og afli fer minnkandi. Togararnir verða að byrja hvem dag á að veiða fimm tonn fyrir olíukostnaði og það gengur ekki, og engin þau töfrabrögð eru til sem gera mönnum mögulegt að halda slíkri útgerð áfram,“ sagöi Kristján Ragnarsson. ,,Kjaraskerdingin kemur illa við bændur sem adra" — segir Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda -■ „Við núverandi aðstæður er ekki við að búast að eingöngu verði breytingar, sem horfa til bættrar afkomu,“ sagði Ingi Tryggvason formaður Stéttarsam- bands bænda í upphafi viðtals við Tímann um bráðabirgðalögin. Hann bætti því við að ráðstafanimar væra ekki með öllu án kosta og menn verði að meta hvað horfi til hins betra og hvað til þess lakara, en ekki hafi gefist færi á að kanna til hlítar hver áhrifin verða. „Kjaraskerðing kemur illa við bændur sem aðra,“ sagði Ingi. „En spumingin hlýtur að vera um á hvern hátt versnandi fjárhag er skipt á milli þegnanna. Landbúnaðurinn hefur átt við erfiðleika að stríða að undanförnu og núna standa yfir umfangsmiklar aðgerðir til að aðlaga landbúnaðarfram- leiðsluna mörkuðum heima og erlendis. Það hefui verið stefna Stéttarsam- bandsins að undanförnu að gera ekki athugasemdir við breytingar á vísitölu, sem ganga jafnt yfir alla. Okkar meginmarkmið er að reyna að koma í veg fyrir að efnahagsráðstafanir, sem gerðar eru, komi harðar niður á bændum heldur en öðrum stéttum. Við teljum að í hliðarráðstöfunum sem eru boðaðar, séu nokkur atriði, sem séu jákvæð fyrir bændastéttina, í þeirri stöðu, sem hún er nú. Ég minni á að sá samdráttur í framleiðslu, sem stefnt er að, er í sjálfu sér kjaraskerðing, þar sem ekki fæst fullt verð fyrir þá vöru, sem framleidd er. í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar er boðað að þeir sem lægst laun hafa fái nokkrar bætur og mikill þorri bænda er meðal þeirra. Það er einnig boðað að jafna skuli lífsafkomu manna m.a. með •jöfnun á orkukostnaði. Það er mjög mikilvægt mál fyrir bændastéttina. Það er boðuð lenging orlofs, sem ætti að koma bændum til góða í kaupgjaldslið verðlagsgrundvallarins. Síðan er gert ráð fyrir endurskoðun útflutningsbóta- kerfisins. Við leggjum mikla áherslu á að ekki verði gerðar róttækar aðgerðir þar meðan verið er að ná tökum á framleiðslunni. Það ersömuleiðis boðað að komið verði sérstaklega til móts við bændur vegna framleiðslubreytinganna sem nú standa yfir og ég tel það mikilvægt. Þá er boðuð jöfnun starfs- skilyrða atvinnuveganna. Við teljum að ■ Ingi Tryggvason landbúnaðurinn hafi staðið höllum fæti þar. Þrátt fyrir kjaraskerðingu vegna erfiðleika í þjóðfélaginu, er mikilvægast fyrir bændur að markaðurinn í landinu haldist, og samkeppnin á matvæla- markaðnum verði ekki gerð erfiðari heldurennú er“, sagði Ingi T ryggvason. SV „Við mótmælum að sjálfsögðu” — segir Ingólfur Falsson, formaður FFSÍ ■ „Við rnótmælum að sjálfsögðu að á þennan hátt skuli gengið inn á samninga og við emm algjörlega ósammála því að fiskverð skuli ekki hækka nema sem nemur ákveðnu hlutfalli af kaupgjaldsvísitölu,“ sagði Ingólfur Falsson formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins í viðtali við Tímann um bráðbirgðalögin. „Fiskverð á að ákvarðast í verðlags- ráði, enda þótt það verði að viður- kenna að fiskverð hafi undanfarin misseri vissulega ákvarðast með hlið- sjón af kauphækkunum, sem hafa orðið í landi. Það á m.a. rót að rekja til þess að flotinn hefur stækkað. Það verður heldur ekki séð að þær ráðstafanir sem gerðar eru, komi útgerðinni að því gagni, að tryggt sé að hún geti haldið áfram. Það er sagt að aflabresturinn í loðnunni sé ein meginorsök þess vanda, sem við stríðum við nú, en ég held að það hefði verið mikið vandamál fyrir stjórnvöld að koma á verði á loðnuafurðir nú, þar sem verðið sem nú fæst er ekki til skiptanna, það vantar svo geysilega mikið á að það hefði nægt bæði fyrir veiðum og vinnslu. Ég held því að það hafi verið lán í óláni að loðnan skuli hafa stöðvast núna.“ - Hvernig horfir fyrir samningum sjómanna og útgerðarmanna nú? „Samningar fiskimanna renna út 1. september og átti að segja þeim upp fyrir 1. ágúst. Flest félög Sjómanna- sambandsins lögðu þeim upp en ekki nema um helmingur félaga innan Farmanna- og fiskimannasambands- ins. Ég er sannfærður um að þau félög sem ekki sögðu upp þá, muni gera það núna. Samningarnir heimila það, því þar stendur að verði vemleg gengisfelling séu samningarnir uppsegjanlegirinnan tveggja mánaða,“ sagði Ingólfur Falsson. -SV. um og skipulagsleysi í fjárfestingarmál- um, svo sem undirstrikað er í ályktun Alþýðusambands íslands,“ segir í álykt- un þingflokksfundar frá í gær. Alþýðuflokkurinn segir stefnu núver- andi ríkisstjómar vera gjaldþrota,- Svokallaðar efnahagsráðsíafanir séu staðfesting þeirra staðreyndar. „1 stað þess að leggja út í stórfellda kjaraskerð- ingu á ríkisstjórnin að segja af sér,“ segir þingflokkur Alþýðuflokksins. - HEI Þingflokkur Alþýðuflokksins: Stefna ríkisstjórn- arinnar gjaldþrota ■ „Þingflokkur Alþýðuflokksins vek- nákvæmlega þær sömu og ríkisstjórn Aðgerðir þessar stafa að nokkm leyti af ur athygli á því að aðgerðir þær sem Geirs Hallgrímssonar greip til við sams ytri aðstæðum, en fyrst og fremst eru ríkisstjórnin hefur nú gripið til em konar aðstæður í febrúar og maí 1978. þær afleiðingar af óstjórn í efnahagsmál- VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið magn af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.