Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 12
f'~~ f-*: S „Eg stóð fremst á steininum og þegar ég var að detta reyndi Jökull að grípa í mig ...það varð bara til þess að hann fvlsdi með.... Eg fór á bólakaf..........en Jökull slapp aðeins betur VIÐKOMU EINSOG GIÍMMÍ” segir Goði Tómas- son, strákhnokki frá Ólafsvík, sem datt oní grindhvala- vöðuna í Rifshöfn Nei, ég varð ekkert hræddur, brá bara þegar ég kom í kaldan sjóinn.“ ■ „Ég var að skoða hvalina og gekk eins langt út á steininn og ég komst. Allt í einu rann ég í bleytunni og út í sjó. Jökull reyndi að grípa í mig, en það varð bara til þess að hann fylgdi með. Ég fór alveg á bólakaf í miðri hvalaþvögunni. Jökull slapp aðeins bet- ur, hausinn á honum stóð upp úr allan tímann.“ Það er Goði Tómas- son, strákhnokki frá Ól- afsvík, sem segir frá því þegar hann datt í sjóinn mitt í grindhvala- vöðuna sem kom inn á Rifshöfn á föstudaginn. „Auðvitað kom ég við hvalina. Þeir voru við- komu eins og gúmmí. Ég var svolítið hræddur fyrst, brá þegar ég datt í kaldan sjóinn, en svo fannst mér þetta bara skemmtilegt. Enda vissi ég það fyrir að hvalirnir eru ekkert hættulegir. Þeir gera engum mein,“ sagði Goði. „Ég datt utan í einn hvalinn en kom ekkert við hann með höndun- um. Nei, ég varð ekkert hræddur að ráði. Það var búið að segja okkur að hvalirnir gerðu engum mein. Við vissum líka að það höfðu menn vaðið út til þeirra fyrr um dag- inn,“ sagði Jökull Sig- urðsson, vinur Goða. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.