Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 ■ Guðrún Ingólfsdóttir var öruggur sigurvegari í kúluvarpi og kringlukasti í bikarkeppninni. ■ Það ætlar að reynast keppinautum ÍR-inga örðugt að sigra þá í bikarkeppni FRÍ. Um helgina unnu þeir sinn 11. sigur í röð og ekkert félag veitti þeim neina keppni sem vert er að minnast á. ÍR hlaut 150 stig í keppninni um helgina og næstir komu KR-ingar með 128 stig. í þriðja sæti urðu Skarphéðinsmenn og FH-ingar fjórðu. Það varð hlutskipti Ármanns og Borgfirðinga að falla í 2. deild, en í 2. deild sigruðu UÍA og hlutu 137,5 stig og í öðru sæti varð lið UMSE , sem hlaut 135 stig. Spennandi keppni þar. UBK varð í 3. sæti og HSH númer 4. í 3. deild féllu UMSS og KA og í þeirra stað koma lið Húnvetninga, bæði Vestur- og Austur-Húnvetningar færast upp í 2. deild. Austur-Húnvetningar hlutu 86 stig, en Vestur-Húnvetningar 82. Ágætur árangur náðist í mörgum greinum í bikarkeppninni. Sérstaka athygli vakti 800 metra hlaup Odds Sigurðssonar, en hann sigraði í því og einnig í 200 metra og 400 metra hlaupi. Oddný Árnadóttir jafnaði íslandsmetið í 100 metra hlaupi og hljóp á 11.8 sekúndum á móti vindi. Ætti hún því að geta bætt metið í Iogni. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu sem hér segir: 400 metra grindarhlaup Þorvaldur Þórsson ÍR 53,6 sek. Spjótkast kvenna: íris Grönfeldt UMSB......... 50.40m. Langstökk karla: Kristján Harðarson, Ármann . . 7.33m Hástökk kvenna: Þórdís Gísladóttir ÍR.......1.75m ÍR-ingar urðu bikarmeistarar í ellefta sinn — Tvö íslandsmet sett — Góður árangur í mörgum greinum Kúluvarp karla: Óskar Jakobsson ÍR..........19.41m 200 metra hlaup karla: Oddur Sigurðsson KR .... 22.0 sek 400 metra hlaup kvenna: Oddný Árnadóttir ÍR.........55.0 sek. 3000 metra hindrunarhlaup: Sigurður P. Sigmundsson FH .........................9:33,4 mín Spjótkast karla: Einar Vilhjálmsson UMSB . . 79.52m Hástökk karla: Guðmundur R. Guðmundss. FH .............................. 2.01m Kúluvarp kvenna: Guðrún Ingólfsdóttir KR . . . 14.58m 100 metra hlaup kvenna: Oddný Árnadóttir ÍR.........11.8 sek. 1500 metra hlaup kvenna: Ragnheiður Ólafsdóttir FH ..........................4:30.9 mín. 800 metra hlaup karla: Oddur Sigurðsson KR . . . 1:55.4 mín Sleggjukast: Erlendur Valdimarsson ÍR . . 50.74m 4x100 metra boðhlaup kvenna: Sveit Ármanns 48.0 mín og er það nýtt íslandsmet. í Ármannssveitinni hlupu: Jóna Grétars- dóttir, Geirlaug Geirlaugsdóttir, Aðal- heiður Hjálmarsdóttir og Sigurborg Guðmundsdóttir. 4x 100 metra boð hlaup karla: Sveit KR ....................43,4 sek. Sveitir ÍR gerðu ógilt í báðum boðhlaupunum á fyrra keppnisdeginum. Á síðari keppnisdeginum náðist ekki síður góður árangur en fyrri daginn og ber þar hæst íslandsmet sveitar ÍR í 1000 m. boðhlaupi kvenna, en það varsíðasta keppnisgreinin á sunnudag. Sigurvegarar síðari keppnisdaginn urðu: 100 metra grindahlaup kvenna: Helga Halldórsdóttir KR .... 14.5 sek. Stangarstökk: Sigurður T. Sigurðsson KR . . 5.00 m Kringlukast karla: Erlendur Valdimarsson ÍR . . 56.22m Þrístökk karla: Guðmundur Nikulásson HSK ...........................14.04 m. 110 metra grindahlaup: Þorvaldur Þórsson ÍR.......15.0 sek. 1500 metra hlaup karla: Gunnar Páll Jóakimsson ÍR .........................4:01.8 mín. 100 metra hlaup karla: Vilmundur Vilhjálmsson KR ........................... 10,8 sek 800 metra hlaup kvenna: Lilja Guðmundsdóttir ÍR .... 2:11,5 Kringlukast kvenna: Guðrún Ingólfsdóttir KR . . 46,38 m. 400 metra hlaup karla: Oddur Sigurðsson KR .... 47.5 sek Langstökk kvenna: Bryndís Hólm ÍR .............5.56m 5000 metra hlaup: SigurðurP. Sigmundss. FH ....................... 15:07,5 mín. 200 metra hlaup kvenna: Oddný Ámadóttir ÍR . . . . 24.7 sek. 1000 metra boðhlaup karla:, Sveit KR ................ 1:58,2 mín. 1000 metra boðhlaup kvenna: Sveit ÍR 2:15,7 mín. Nýtt íslandsmet. Sveitina skipuðu: Bryndís Hólm, Þórdís Gísladóttir, Oddný Árnadóttir og Guð- rún Harðardóttir. Það vekur athygli að meðal keppenda í bikarkeppninni voru nokkrir „gamlir jaxlar" sem hættir eru keppni fyrir alllöngu og má þar t.d. nefna Þórð B. Sigurðsson, sem náði 2. sæti í sleggju- kasti og einnig Stefán Jóhannsson þjálfara Ármenninga, sem keppti í sleggjukasti og stangarstökki. Ólíkar greinar það. Það er ánægjuefni að áhorfendur voru nokkuð margir á bikarkeppninni og það verður að segjast eins og er, að miðað við hve mikið íslenskt frjálsíþróttafólk leggur á sig sé til skammar hversu fáir hafa látið sjá sig á stórmótum, eins og t.d. Reykjavíkurleikunum í sumar. En þetta vandamál er raunar ekkert einangrað við frjálsar íþróttir. Lítum t.d. á knattspymuna. Sh Hörku barátta á botni 2. deildar ■ Fjórir leikir voru leiknir í 2. deild í knattspyrnu á laugardaginn. Á Akureyri léku Þór og Einherji ogsigruðu Þórsarar með þremur mörkum gegn tveimur. Vopnfirðingar komust reyndar í 2-0, en Akureyringum tókst að jafna metin og sigra áður en yfir lauk. Mörk Einherja skoruðu Helgi Ásgeirsson og Gísli Davíðsson í fyrri hálfleiknum. í síðari hálfleiknum tóku Þórsarar til við að skora. Fyrstur var Hafþór Helgason á ferð og síðan jafnaði Guðjón Guð- mundsson upp úr hornspyrnu. Sigur- mark Þórs skoraði síðan Nói Björnsson er fimm mínútur voru til leiksloka. I Njarðvík léku heimamenn gegn Völsungi frá Húsavík og skildu liðin jöfn. Bæði skoruðu tvö mörk. Jón Halldórsson náði forystu fyrir Njarðvík og bætti síðan öðru marki við í byrjun síðari hálfleiks. En Norðanmenn gáfust ekki upp og fyrst skoraði Kristján Kristjánsson á 30. mínútu og rétt fyrir leikslok bætti hann um beturogjafnaði. Og það varð lokastaðan. Þróttur Ncskaupstað fékk Fylki úr Reykjavík í heimsókn. Þróttarar skor- uðu í fyrri hálfleík og var þar Magni Sigurðsson á ferð. í síðari hálfleiknum fengu Fylkismenn gott tækifæri til að jafna, er þeir fengu vítaspyrnu, en þeim brást bogalistin og skutu víðsfjarri markinu. Þar með náðu Þróttarar sér í tvö dýrmæt stig í botnbaráttunni í 2. deild, stigsein gætu forðað þeim frá falli. í Borgarnesi lék Skallagrímur gegn FH og lauk þeim Ieik með jafntefli. Bæði liðin skoruðu eitt mark. FH-ingar voru fyrri til að skora og sá Sigurþór Þórólfsson um það, en Gunnar Orrason fyrrverandi Framari jafnaði fyrir Borg- nesinga. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Staðan í 2. deild eftir leiki helgarinnar er sem hér segir: Þróttur R........ 14 9 4 1 22:7 22 Þór A............ 15 6 7 2 28:15 19 FH ............... 15 5 6 4 17:20 16 Reynir S.......... 14 6 3 5 20:14 15 Njarðvík......... 15 5 4 5 22:24 14 Einherji ........ 15 6 2 7 21:24 14 Völsungur ........ 15 4 5 6 17:19 13 Fylkir............ 15 1 10 4 12:16 12 Skallagrímur..... 15 4 4 7 16:25 12 Þróttur N........ 15 4 3 8 7:20 11 Síðasti leikur 15. umferðar verður leikinn á miðvikudagskvöld, en þá mætast Þróttur R. og Reynir Sandgerði á Laugardalsvelli. Sigri Þróttarar eða geri þeir jafntefli í þeim leik eru þeir búnir að tryggja sér sæti í 1. deild á næsta sumri. sh ■ Vilmundur Vilhjálmsson hefur forystu í 100 metra hlaupinu. Næstir á eftir honum eru Jóhann Jóhannsson ÍR og Kristjá n Harðarson Á. Björgvin bestur á lcelandic Masters ■ Icelandic Masters golfkeppnin var haldin á Grafarholtsvelli um helgina. Sigurvegari varð Björgvin Þorsteinsson GA, en í 2. sæti hafnaði Ragnar Ólafsson. íslandsmeistarinn Sigurður Pétursson varð þriðji og í 4. sæti var Óskar Sæmundsson. Þessir fjórir léku til úrslita á sunnudaginn, en aðrir keppend- ur sem keppt höfðu fyrri daginn léku höggleik á sunnudag og varð fyrrverandi íslandsmeistari Hannes Eyvindsson þar í 1. sæti.lék á 74 höggum. Annar varð Sigurður Sigurðsson og í þriðja sæti hafnaði Magnús Stefánsson. Golfklúbbur Reykjavíkur efndi til keppni sem nefnd er Fannarskeppnin og hefur Valur Fannar gullsmiður gefið öll verðlaun til þeirrar keppni. í efstu sætumurðu: 1. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 63 högg 2. Guðrún B. Matsen GK 64 högg 3. Ásgerður Sverrisdóttir GR 66 högg. Keppt var um hver slægi næst holu á 2. braut og varð Guðbjörg Sigurðardótt- ir GK hlutskörpust í þeirri keppni og hlaut að launum Quarts gullúr. Verðlaun í keppninni voru öll hand- unnir skartgripir. Glæsileg verðlaun það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.