Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 22__________ eftir helgina Undanrennumusterið ■ Þetta var spennandi hclgi, en þó eru Sunnlendingar líklega margir hálf fúlir yfir ástandinu. Veðurstofan brást hrapalega, spáði sudda og við hérna hímdum í bænum með krakkana í snarvitlausu sólskini og marandi logni, og maður hefur nú bara grun um að Veðurstofan sé farin að láta „annast" um helgarveðr- ið, eins og veðurathugunarmaðurinn á Eyrarbakka, sem fór í leyfi fyrir nokkrum áratugum.gerði, eða um það leyti sem byrjað var að mæla veður og spá með kúrfum, í stað þetta að slá fínlega á barómetið og gá til veðurs. Allar sveitir og útræði landsins áttu sín óveðurs- og góðviðrisein- kenni, sem ásamt loftvog, nægðu til lendinga og til að ná saman heyi. Veðurglasafræði Veðurstofunnar brást sumsé þessa helgina, í hana vantaði alla sudda og þctta ískalda regn, er gjarnan fellur með sársauka á jörðina á haustin. Að vísu getur maður skilið, að það hlýtur að ganga brjálæði næst fyrir veðurfræðing, að spá sólskini og bjartviðri á Suðurlandi um helgar, og hin veðurfræðilega æra hlýtur að vera í talsverðri hættu með svoleiðis sólskin í spánni, eins og almættið hefur hagað sér undanfarið með rigninguna hér um hclgar. En ef spáð er rigningu, þá vil ég sko fá mína rigningu, hvað sem hver segir. En þetta með að „annast" um veðrið kom upp í huga mér núna, þegar ég kom út á sunnudagsmorgun og sólin baðaði borgina og fjöll stóðu í vatni. Þá kom upp sagan frá Eyrarbakka um veöurathugunar- manninn, sem þrufti að fara í frí, og fékk stúlku úr næsta húsi til þcss að „annast um veðrið" á Eyrarbakka, meðan hann var í burtu. Þetta var ósköp einfalt. Hann samdi veður- skeyti til heillar viku og afhcnti henni svo bunka af veðri. Hún átti að afhenda skeytin á símann, blað fyrir blað. Og svo fór hann í fríið og stúlkan, sem var ábyggileg. fór með skeytin á réttum tíma. Fyrstu dagana gekk þetta nú bara vel, en þá gjörði hann mikiö hret og það var frost og snjór á Þingvöllum, Hellu og á Kirkjubæjarklaustri, að ekki sé nú talað um Stórhöfða, sem auðvitað var með norðaustan fjórtán og grimmdar gadd. A Eyrarbakka var á hinn bóginn suddi og fremur hlýtt, og svo voru víst lágþokubakkar líka og menn á Suðurlandi mokuðu snjóinn frá dyrum sínum í úrhellis rigningu á Eyrarbakka og reyndu að þíða frostrósirnar af gluggunum til að sjá út úr húsunum. Og svona gekk það nokkra daga, þartilallt komst upp. Já, er það nema von að maður haldi að Veðurstofan hafi farið í berjaferð um helgina, og fengið einhvern til þess að „annast" um veðrið um þessa helgi. En það skipuðust víðar veður í lofti en í glasaveðri Veðurstofunnar. Storminn í stjórnmálunum lægði skyndilega og þjóðarskútan fékk sína kjölfestu. Það blý nefnist „ráðstafanir í efnahagsmálum". Mál- ið er einfalt. Veislunni er lokið. Þjóðin sleppur þó betur en sauðkind- in, því hana á hreinlega að drepa og eins kýrnar. Við eigum að fá að lifa a.m.k. að níu tíundu hlutum. Ég held að allir hljóti að sjá, að við höfum lifað um efni fram, líka sauðkindin, og nú er veislunni lokið. Það sem vakti athygli mína í málflutningi forsætisráðherra, var tal hans um landbúnaðinn. Hinn pen- ingalega vanda, er það skapar þjóðinni að þurfa að framleiða búvöru, og svo hitt að þjóðin skuli þurfa að borða þetta líka. En maður spyr sig í hjartans einlægni. Þarf ekki að gera fleira? Ég veit til dæmis ekki betur en verið sé að reisa nýja mjólkurstöð í Reykjavík núna. Hún mun verða stærri en teiknaða flugstöðin á Keflavíkurflugvelli og stærri en flugstöðin í París og í Helsinki, en þær flugstöðvar hefur Ólafur Ragnar mælt alveg nýverið, sem kunnugt er. Nú vita allir skynsamir menn, að þetta er gjörsamlega óþörf fram- kvæmd. Kemur aðeins niður á verði á mjólk til bænda og til neytenda um leið. Til eru stórar verkefnalitlar mjólkurstöðvar, bæði á Selfossi og eins í Borgarnesi, sem annað geta allri þeirri viðbótarþörf á pakkaðri, gerilsneyddri mjólk. Auðvitað á að flytja pakkaða mjólk frá Borgarnesi og frá Selfossi í stað þess að fara að reisa cnn eitt undanrennumusterið, og það í Reykjavík. Það væri nær að Mjólkursamsalan beitti sér fyrir því að endurreistur væri kúabúskapur á höfuðborgarsvæðinu, t.d. á Blika- stöðum, Korpúlfsstöðum, Vífilsstöð- um og Béssastöðum. Það væri þó arðbært. En musterið á Ártúnshöfða er brjálæði. Forsælisráðherra og ríkisstjórnin boðar, að opinberum framkvæmdum verði frestað í 18 mánuði, skólabygg- ingurn meðal annars. Ekki fer nú þjóðin á fjósbitann með kverið vegna þess arna. Enda nóg af latínu í Iandinu í bili. Ég held að landbúnaðarráðherra ætti nú líka að fresta undanrennumusterinu í Ártúnshöfða, svona í bili og láta efnahagssérfræðingana, sem nú eru lausir af þjóðarskútunni um sinn að kanna, hvar hægt er að pakka mjólk, og tryggja hagsmuni neytenda og mjólkurframleiðenda. Það er ekki nóg að binda skútuna, ef hún heldur áfram að leka. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson rithöfundur skrifar flokksstarf Héraðsmót í Skagafirði Hið árlega héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 28. ágúst og hefst kl. 21.00. Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra flytur ávarp. Listafólkið Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Garðar Cortes syngja við undirleik Jóns Stefánssonar. Jóhannes Kristjánsson fer með qamanmál. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Nefndin. Vestfjarðakjördæmi Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi verður haldið að Núpi 28. og 29. ágúst n.k. og hefst kl. 14.00 laugardaginn 28. ágúst. Áhersla er lögð á að fulltrúar fjölmenni á þingið. Stjórn kjördæmissambandsins. Sumarhátíð Hin árlega sumarhátíð Félags ungra Framsóknarmanna í Árnessýslu verður haldin í Árnesi laugardaginn 28. ágúst n.k. og hefst kl. 21.30 Ávarp flytur Arnþrúður Karlsdóttir. Skemmtiatriði. Hljómsveitin Rætur leikur fyrir dansi. Stjórnin. Héraðsmót Héraðsmót Framsóknarmanna V-Skaftafellssýslu verður haldið í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli Kirkjubæjarklaustri, laugardagskvöldið 28. ágúst n.k. Nánar auglýst síðar. Nefndin DAGSKRÁ 19. þings S.U.F. að Húnavöllum 3.-5. september 1982 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER: Kl. 14.00 1. Þingsetning: Formaður S.U.F Guðni Agústsson 2. Ávarp: Formaður Framsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson 3. Ávarp: Grímur Gíslason, Blönduósi. Kl. 14.30 Kjör starfsmanna þingsins: 1. Forseti 2. Tveirvaraforsetar 3. Þrír ritarar Kjörnefnda: 1. Kjörbréfanefnd 2. Uppstillinganefnd Kl. 14.45 Skýrslastjórnar: 1. Guðni Ágústsson, formaður S.U.F. 2. Ásmundur Jónsson, gjaldkeri S.U.F. 3. Fyrirspurnir og umræður um skýrslu stjórnar 4. Afgreiðsla reikninga Kl. 16.00 Kaffi Kl. 16.15 GuðmundurG. Þórarinsson alþ.m. Vigbúnaðar- kapphlaupið og afvopnunarmál Kl. 17.00 Skipt í umræðuhópa og nefndir kjörnir umræðustjórar og skrifarar Kl. 17.05 Leikir Kl. 18.00 Nefndir og umræðuhópar starfa Kl. 19.30 Kvöldverður Kl. 21.00 Kvöldvaka undir stjórn heimamanna LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER: Kl. 08.00 Morgunverður Kl. 09.30 Nefndir og umræðuhópar starfa Kl. 11.00 Leikir Kl. 12.30 Hádegisverður Kl. 13.30 Þingstörf Umræður og afgreiðsla mála Kl. 17.30 Kosningar Framkvæmdastjórn, miðstjórn, endurskoðendur Kl.18.00 Þingslit Nýkjörinn form. S.U.F. Ki. 18.30 Knattspyrnukeppni milli fráfarandi og viðtakandi stjórnar S.U.F. Kl. 20.00 Lokahóf á Blönduósi SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER: Morgunverður — Heimferð Á þinginu starfa 4 aðalnefndir: stjórnmálanefnd, f íkniefnanefnd, húsnæðis- og byggingarnefnd og skipulagsnefnd. Allir Framsóknarmenn velkomnir. Stjórnin. Kvikmyndir Sími78900 Salur 1 Frumsýnir spennumyndina When a Stranger Calls (Dularfullar simhrlnglngar) Þessi mynd er ein spenna frá upphafi til enda. Ung skólastúlka er fengin til aft passa böm á kvöldin, og lífsreynslan sem hún lendir í er ekkert grin. Blaftaummæli: Án efa mest spennandi mynd sem ég hef séft (After dark Magazine) Spennumynd ársins. (Dally Trlbute) Aöalhlutverk: Charles Durning, Carol Kane, Colleen Dewhurst Bönnuft börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Saiur 2 LÖGREGLUSTÖÐIN € Hörkuspennandi lögreglumynd eins og þær gerast bestar, og sýnir hve hættustörf lögreglunnar í New York eru mikil. Aðalhlutverk: Paul Newman, Ken Wahl og Edward Asner. Bönnui Innan 16 ára. Endursýnd kl. 5,7.10 og 9.15. Flugstjórinn ThcPILOT The Pilot er byggft á sönnum atburftum og framleidd i cinema- scope eftir metsölubók Robert P. Davls. Mike Hagan er frábær flugstjóri en áfengift gerir honum lífift leitt. Aftalhlutv.: Cliff Robertson, Diane Baker, Dana Andrews. Sýnd kl. 11.20. Salur 3 Hvellurinn (Blow out) John Travolta varft heimsfrægur fyrir myndirnar Saturday Night Fever og Grease. Núna aftur kemur Travolta fram á sjónar- sviftift í hinni heimsfrægu mynd DePalma BLOW.OUT. Myndin er tekln í Dolby og sýnd f 4 rása starscope stereo. Hækkaft miftaverft. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Píkuskrækir (Pussy-talk) Þussy Talk er mjög djörf og jafn- framt fyndin mynd sem kemur öllum á óvart. Myndin sló ðll aftsóknarmet í Frakklandi og Svíþjóft. Aftalhlutverk: Penelope Lamo- ur, Nils Hortzs. Leikstjóri: Frederic Lansac. Stranglega bönnuft börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 11.05. Salur 4 Amerískur varúlfur í London Þaft má meft sanni segja aft þetta er mynd i algjörum sérflokki, enda gerfti John Landis þessa mynd, en hann gerfti grlnmyndimar Kentucky Fried, Delta klikan, og Bluo Brothers. Einnig lagfti hann mikift vift aft skrifa handrít aft James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Myndin fékk Óskarsverftlaun fyrir förftun í mars s.l. syno kl. 5,7, og 9 Fram í svíðsljósið (Being There) 6. mánuftur. Grinmynd i algjðrum sérflokki. Aftalhlutverk: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvln Douglas og Jack Warden. Leikstjóri: Hal Ashby. fslenskur texti. Sýnd kl. 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.