Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 </«>!> Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um allt land Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 ■ Pauline Martin ásaml eiginmanni sínum Hauk Ásgeirssyni. Tímamynd Ari. VONfl AD EG HITT1 ÆTTINGJfl MÍNA HÉR segir Pauline Martin píanóleikari af íslenskum ættum ■ „Eg vona að ég hitti einhverja ættingja mína hérlendis, það hef ég ekki gert áður, þar sem þetta er fyrsta för mín til Islands,“ sagði Pauline Martin í samtali við Tímann, en hún er píanóleik- ari af íslenskum ættum, og er hér stödd ásamt manni sínum Hauk Ásgeirssyni. Pauline er fædd og uppalin í Manitoba-fylki í Kanada en þau hjónin eru nú búsett í Michigan, þar sem Pauline er að vinna að doktorsprófi við Michigan-háskóla. Ættmenni hcnnar íslensk munu vera frá Ólafsfirði og Breiðdalsvík. dropar „Við erum hér í fríi fram í september, ætlum að skoða okkur um og kynnast landinu og hitta fólk“, segir Pauline en hún mun halda hér eina tónleika í kvöld á Kjarvalsstöðum. Pauline skilur íslensku ágætlega og talar hrafl í henni, en segir að þegar komið sé í þriðja lið vestra hjá Vesturíslendingum þá sé íslenskan farin að tapast mikið. Annar liður talar og skilur íslenskuna ágætlega og hún er enn kennd í skólum vestra, að vísu ekki í grunnskóla, en hægt er að nema hana á æðri stigum menntunar þar. „Ég hóf nám á píanó 5 ára gömul og þá hjá móður minni Lilju Pálsson eða Lilju Martin eftir því hvort nafnakerfið er notað“, segir Pauline, en hún hefur víða komið fram á tónleikum og í útvarpi og sjónvarpi í Bandaríkjunum og unnið til margskonar viðurkenninga og verðlauna. Eftir námið hjá móður sinni lærði hún hjá Gordon MacPhearson, var um ársskeið búsett í London í Kanada, en sú borg mun einnig skarta á sem heitir Thames. Síðar nam hún við Indiana háskólann í Bandaríkjunum, hjá Mena- hem Pressler, en þar tók hún BM og MM gráður í píanóleik. Nú er hún sem sagt að vinna að doktorsgráðu á þessu sviði, en hefur einnig stundað kennslu- störf með náminu. Á efnisskránni í kvöld eru eftirfarandi verk: J.S.Bach: ítalski konsertinn Franz Schubert: Sónata í B-dúr, D 960 Frédéric Chopin: Andante Spianato og Grande Polonaise Brillante op. 22 Sergei Rachmaninoff: 3 prelúdíur og Etude - Tableau. - FRI. ÞRIÐJUDAGVR 24. ÁGÚST 1982 fréttir Annadagur hjá lögreglunni í Reykjavík ■ Sjötíu og eins árs gamall maður slasaðist talsvert, fótbrotnaði m.a. þegar hann varð fyrir vörubíl á Sturlugötu, skammt frá Norræna hús- inu, um hádegisbilið í gær. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarsjúkra- hússins með sjúkrabíl. Þá slasaðist ungur piltur lftillega þegar hann varð fyrir bíl á Reykjanesbraut um klukkan 16. Miklar annir voru hjá slysarannsóknadeild lög- reglunnar í gær. Árekstrar urðu alls 25 frá því klukk- an 06.00 til klukkan 18. Talsvert eignatjón varð í árekstrunum, en ekki var vitað til að fleiri slys á fólki hefðu orðið. - Sjó. Blaöburðarbörn óskast Timaii, vantar fólk til blaöburðar I eftirtalin hverfi: Kópavogur: Álfhólsveg, efri = Þverbrekku og víðsvegar í Kópa- vogi Reykjavík: Hjallavegur Skjólin Tunguvegur Winmm simi 86300 Hvar var Jakinn? _■ „Hvað í veröldinni er að“ heitir grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins um helgina. Þar greinir frá því að Frakkar hafi skellt á fjögurra mánaða frystingu launa, verð- stöðvun og fellt gengi franska frankans um 10% og „.... hafa Belgar grípið til þeirra fáheyrðu úrbóta að banna allar dýrtíðarúrbætur á lífeyri eftir- launafólks, svo og til þeirra launþega, sein fá meira en jafnvirði 6.360 ísl. króna á mánuðl.“ Guðmundur Jaki Guðmundsson var á ferðinni um þessar slóðir eins og alþjóð veit og því er rökrétt að álykta að launþegar þessara landa hefðu aldrei þurft að sætta sig við þvíumlíkt og annað eins ef hann hefði ekki verið jafnupp- tekinn af íslensku efnahagsað- gerðunum og Ijóst er orðið. Nú sitja franskir og belgískir verkalýðsforíngjar og klóra sér í hausnum og spyrja agndofa: „Hvar í veröldinni var Gvend- Óvæntur studningur krata ■ Ríkisstjórnin hefur eignast óvænta „hauka í horni“ sem eru þingmenn Alþýðuflokks- ins, ef marka má upptalningu Sighvats Björgvinssonar í sjón- varpinu í fyrrakvöld, þar sem hann taldi upp lagafrumvörp flokksbræðra sinna sem hann taldi ríkisstjómina hafa innlim- að í bráðabirgðalög sín um fyrirhugaðar efnahagsráðstaf- anir. Sjálfsagt er það fáheyrt og heyrir til undantekninga að stjórnarandstöðuflokkur kvarti sérstaklega yfir því að þingmál hans skuli tekin upp og komið í framkvæmd af pólitískum andstæðingum, enda kratar ekki vanir þvi að tekið sé mark á þeim. En nú er komið að þeim að svara fyrir sig væntanlega með því að leggja blessun sína yfir bráða- birgðalögin, eða hvernig má annað vera? Vísir hverfur smátt og smátt ■ Hægt og bítandi, en þó markvisst, er unnið að því að afmá öll þau ummerki sem minna á Vísi sáluga eftir svokallaða „sameiningu“, þeg- ar Dagblaðið gleypti Vísi s.l. vetur. Nú er fátt eitt á blaðsíðum DV sem minnir á Vísi lengur, ef undan era skildir pistlar Svarthöfða. Um helgina var ráðist að bláa litnum sem skartaði utan húss á rítstjórnarskrifstofum Vísis, og rauða Dagblaðslitnum mak- að þar yfir. Það mun því ekki líða á löngu, þar til hægt verður að tilkynna að jarðar- förín hafl faríð fram í kyrrþey, en hvort það var að ósk hins látna er hins vegar annað mál. Krummi ... ...heyrir, að nú séu uppgangs- tímar þjófavarnasala á enda...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.