Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 3 fréttir Eggert Haukdal, alþingismadur, lætur af stuðningi sínum við ríkisstjórnina: „Akveðw að ég styd ekki ÞESSA RÍKISSTJÓRN LENGUR” ■ „Það er ákveðið að ég styð ekki þessa ríkisstjóm lengur,“ sagði Eggert Haukdal alþingismaður f viðtali við Tímann. - { hverju hefur þessi ríkisstjórn helst brugðist vonum þínum? „Það kemur fram í bréfi sem ég sendi ríkisstjórninni fyrir einum og hálfum mánuði, þar sem ég lýsti í örstuttu máli að efnahagsmálin öll og atvinnuástandið í landinu eru á hvolfi, og eru búin að vera lengi. Þessi ríkisstjórn hefur ekki tekið á efnahags- málum frá því hún kom til valda, örðuvísi en með góðum áformum í stjórnarsáttmála. En þeim hefur ekkert verið fylgt á eftir í framkvæmd. Að vísu mátti segja að efnahags- ráðstafanirnar um áramótin '80/81 hafi verið spor í áttina en mörg áform sem átti að framkvæma í framhaldi af þeim hafa ekki verið gerð. Allir vita að síðast liðinn vetur var vandanum bara ýtt á undan sér, og enn er það gert, þannig að verðbólgan, sem ríkisstjórnin tók við Bandarísk orkusýning á Heimilid ’82 ■ „Tiigangur sýningarinnar er einkum sá að sýna frammá að Bandaríkjamenn séu ekki aðeins orkuneytendur heldur vinni þeir einnig nokkurt verk á sviði orkusparnaðar" sagði Steve Barkanic forstöðumaður bandarískrar orkusýn- ingar sem er hluti af Heimilinu '82 í Laugardalshöll, er blaðamönnum var boðið að skoða hana. Sýningin er farandsýning sem farið hefur víða um heiminn en hún er kostuð af Bandaríkja- stjórn. Á þessari sýningu eru ýmsir athyglis- verðir hiutir eins og t.d. sólarrafhlöður sem knýja litla dælu og útvarp, líkan af vindmyllu sem eflaust gæti reynst vel hér á landi, og fleira. í ávarpi Bandaríkjaforseta vegna sýningarinnar segir m.a.: „Bandaríkin hafa endurnýjað skuld- bindingar sínar um að vera sjálfum sér nógir í orkumálum eins og kostur er á og að vinna náið með öðrum þjóðum við lausn á sameiginlegum orkuvandamál- um. Hinum miklu tækni- og efnahags- hæfileikum þjóðarinnar hefur verið breytt til nýtingar á stórum birgðum steingerðs eldsneytis og til að finna upp nýjar orkulindir. Uppbygging íslands á einstæðu jarðorkukerfi sínu veitir öðr- um þjóðum hvatningu til að öðlast sjálfstæði á sviði orkuöflunar." - FRI hefur stórfeldlega magnast. Þrátt fyrir að nú eigi að skerða verðbætur um helming er stórfelld verðbólguaukning. Þetta er auðvitað vegna þess að ekki hefur verið á vandanum tekið. Hefði það verið gert þegar þessi ríkisstjórn hafði byr, í upphafi vega væri vandinn nú miklu minni. Það er agalegt til þess að hugsa að þjóðin skuli þurfa að standa frammi fyrir meiri kjaraskerðingu heldur en þörf er á, vegna þess að mennirnir stjórnuðu ekki þegar þess var virkilega þörf;.“ - Sérðu aðrar leiðir til úrbóta en þær sem farnar eru í bráðabirgðalögunum, eins og málin standa nú? „Bráðabirgðalögin eru aðeins hluti af dæminu. Ef á að taka á þessum efnahagsvanda verður að gera það markvisst og í mörgum liðum. Þarna fylgir reyndar óljóst orðalag í tuttugu og einum punkti til viðbótar við gengisfell- ingu, verðbótaskerðingu og skatta- hækkanir. Það er óljóst orðalag á hver framkvæmd verður á því. Þetta er ekkert fast í hendi og framkvæmdin á því getur farið eins og fyrirheitin áður, að allt rennur út í sandinn. Ríkisstjórn sem hefur ekki tekið á verðbólgunni þótt hún hafi setið í hátt á þriðja ár, hún leysir ekki vandann rétt fyrir kosning- ar.“ -Vantreystir þú því að þessi ríkis- stjórn geri það til lausnar vandanum, sem hún boðar nú? „Fyrst hún hefur ekki leyst neinn vanda til þessa, þá leysir hún hann ekki á síðustu dögum sínum, rétt fyrir kosningar." -Eru að koma kosningar? „Það er ekki nema hálft ár til vors og enganveginn meira en ár til næstu kosninga. Ég kalla að þær séu rétt að koma, þótt þær verði ekki fyrr en í vor.“ -Sérðu önnur ráð núna, án tillits til hvort þessum mönnum er treystandi til að framkvæmda þau? „Það þarf miklu meira að gera í einu. Ég legg áherslu á að það þarf að skera þessa hluti upp, og kerfisbreytingu. Öðruvísi verður ekki tekið á þessum málum að neinu gagni . Það verður ekki gert nema í kjölfar kosninga, með sterkri stjórn, sem vill taka á vandanum, en ekki rétt fyrir kosningar. Þjóðin vonaði, þegar þessi stjórn tók við, að nú yrði tekið á málunum. Það sýndi hinn mikli byr, en það brást. Vonandi verður gæfa þjóðarinnar nú að næsta stjórn, hver sem hún verður, leysi þetta hlutverk. - Verður Framkvæmdastofnunin lögð niður? „Það kom einhvern tíma fram hjá Svavari Gestssyni að ef hún verði lögð niður, þá væri allur vandi leystur. Ef svo er, átti ekki að draga það um eina mínútu að leggja hana niður. Ef allt sem gera þaf er að leggja Framkvæmdastofn- un niður og taka smá hagnað af nokkrum kaupmönnum og kaupfélög- ■ „Þetta er raunar sára lítil breyting. Eggert Haukdal hefur iðulega staðið með þessari ríkisstjórn í atkvæðagreiðsl- um, en oft hefur það nú ekki verið umyrðalaust og allan tímann hefur hann verið með sérþarfir. Það scm málið snýst um er það, að ríkisstjórnin nýtur enn stuðnings meirihluta þingmanna, þar sem erum við 17 framsóknarmenn, 11 alþýðubandalagsmenn og 3 ráðherrar úr Sjálfstæðisflokknum", sagði Páll Péturs- son þingflokksform. Framsóknarflokks- ins er hann var spurður álits á þvi hvort efnahagsaðgerðirnar nái nú ekki fram að ganga, og stjórnin jafnvel fallin. „Við höfum meirihluta í sameinuðu þingi og getum komið fram fjárlögum. Hvað varðar bráðabirgðalögin sem nú voru sett verða þau að sjálfsögðu lögð fyrir Alþingi þegar það kemur saman og það tekur afstöðu til þeirra. Ég sé enga ástæðu til að ætla stjórnarandstöðunni það að hún stöðvi aðgerðir sem eru lífsnauðsynlegar fyrir um, til þess að leysa allan efnahags- vanda, á ekki að draga það um mínútu.“ - Hver er þín skoðun á að leysa vandann á þann hátt? „Ef maður talar út í vindinn, er hægt að tala svona, en ekki ef maður vill tala í alvöru, held ég. Hinsvegar má mörgu breyta og bæta í Framkvæmdastofnuninni, eins og víðar. Það vantar holskurð á þessu ríkiskerfi líka.“ -Heldur þú að Framkvæmdastofnun- inni verði sett ný stjórn, núna þegar þú hættir að styðja ríkisstjórnina? „Mér er engin eftirsjá í að fara út úr Framkvæmdastofnuninni, það er engin heilög kýr fyrir mér að vera þar. Byggðastefna er réttlát og sjálfsögð, en eitt og annað skítamál, sem komið hafa upp og farið í gegnum kerfið, svo sem óþarflega margir togarar, hafa sett blett á hana. En margt hefur í skjóli hennar verið gert rétt og gott,“ sagði Eggert Haukdal. SV þjóðina. Jafnvel þótt að flokkar eldi grátt silfur þá ség ég ekki efni til þess að þeir vilji leika sér með eldinn á þann hátt sem það væri ef stjórnarandstaðan kæmi í veg fyrir það að nauðsynlegar efnahagsráðstafanir yrðu gerðar." Undir Pál voru jafnframt borin orð þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins í útvarpsfréttum í gærkvöldi, um að hann gæti ekki dregið aðra ályktun, en að Forseti íslands hafi verið blekktur við undirritun bráðabirgðalaganna. „Ég skil nú ekki í Olafi G. Einarssyni að láta þetta út úr sér og reikna með því að hann hafi sagt þetta að lítið athuguðu máli. Út af fyrir sig er það ríkisstjórnar sem nýtur þingmeirihluta að leggja til bráðabirgðalög, sem forseti að sjálfsögðu staðfestir. Það er enginn bilbugur á þessum hinum þrem ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins að því ég best veit og þar með hefur stjórnin meirihluta", sagði Páll. -HEI Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna: alltaf haft sérþarfir” Líkan af vindmylluð orkusýningunni. í baksýn má sýá sólarrafhlöður. Tímamynd Ella. Atkvæðagreiðsla um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar: „FER FRAM A ALÞINGI EN EKKI í FJÖLMIÐLUM” — segir Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, eftir að Eggert Haukdal hefur látið af stuðningi við ríkisstjórnina ■ „Atkvæðagreiðsla um þessi bráða- birgðalög fer nú ekki fram í fjölmiðlum heldur á Alþingi, sem koma mun saman 11. október. Það tekur alltaf tíma að skoða stór mál. En mér dettur ekki í hug að halda - þótt ýmsir stjórnarandstæð- ingar blási nú - að þessar aðgerðir verði felldar á þingi og menn þar með kalla yfir sig það ástand sem þá myndi skapast. Það væri auðvitað algert ábyrgðarleysi og ekki sérlega gott veganesti fyrir þá aðila sem að því stæðu í þær kosningar sem þá færu í hönd. Þrátt fyrir allt hygg ég að allir viðurkenni að þessar aðgerðir hafi verið algerlega óhjákvæmilegar og að meirihluti Alþing- is muni samþykkja þær“, svaraði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra spurningu Tímans um það hvort hinar nýju efnahagsaðgerðir og þar með ríkis- stjórnin væri ekki foknar út í veður og vind með því að Eggert Haukdal hætti stuðningi við ríkisstjórnina. - HEI VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið magn af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.