Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 Lestunar- áætlun GOOLE: Arnarfell 6/9 Arnarfell 20/9 Arnarfell 4/10 ROTTERDAM: Arnarfell 8/9 Arnarfell 22/9 Arnarfell 6/10 ANTWERPEN: Arnarfell 26/8 Arnarfell 9/9 Arnarfell 23/9 Arnarfell 7/10 HAMBORG: Helgafell 10/9 Helgafell 1/10 Helgafell 22/10 HELSINKI: Dísarfell . 13/9 Dísarfell . 11/10 LARVIK: Hvassafell 30/8 Hvassafell 13/9 Hvassafell 27/9 Hvassafell 11/10 GAUTABORG: Hvassafell 31/8 Hvassafell 14/9 Hvassafell 28/9 Hvassafell 12/10 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 1/9 Hvassafell 15/9 Hvassafell 29/9 Hvassafell 13/10 SVENDBORG: Hvassafell 2/9 Helgafell 11/9 Helgafell 5/10 Helgafell Árhus: 25/10 Helgafell 14/9 Helgafell 6/10 Helgafell 26/10 Gloucester, Mass.: Skaftafell 1/9 Jökulfell 9/9 Skaftafell 4/10 HALIFAX, CANADA: Skaftafell 3/9 Skaftafell 6/10 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 fréttirl „OHRESS MEÐ AÐ ÞYFIÐ SKYLDI FINNAST HÉR” — segir erindreki Þjóðmálahreyfingarinnar á íslandi, þar sem hluti þýfisins úr skartgripaverslununum fannst ■ „Við erum auðvitað mjög óhress með að þýfið skyldi finnast hérna. Það lítur út eins og við eigum einhverja aðild að þessum innbrotum. Svo er alls ekki. Maðurinn sem innbrotin framdi tengist okkur aðeins óbeint,“ sagði Guttormur Sigurðsson, erindreki Þjóðmálahreyf- ingarinnar við Aðalstræti, þar sem hluti þýfisins úr skartgripaverslununum í Reykjavík fannst. „Tengsl írans við okkar hreyfingu eru þau, að hann bjó með stúlku sem fyrir nokkrum árum vann fyrir Ananda Marga og vinnur nú svolítið fyrir Þjóðmálahreyfinguna. Ég sjálfur kynntist manninum lítils háttar, hann var einn margra sem komu hingað endrum og eins. Ég get ekki sagt að hann hafi komið neitt leiðinlega fyrir, en hins vegar vissi ég að honum var vísað úr hreyfingu, skyldri okkar hreyfingu, erlendis. Ekki vissi ég til að það hefði verið fyrir glæpi, heldur mun hann hafa átt erfitt með að hlíta þeim reglum sem hreyfmgin setur þeim mönnum sem fyrir hana vinna trúnaðarstörf," sagði Gutt- ormur. - Nú var hann búsettur hér í húsinu um tíma og var með lykil að iager sem þið hafið til afnota í annarri álmu hússins? „Ég var búinn að vera erlendis í einar þrjár vikur þegar upp um þessa skartgripaþjófnaði komst. Á meðan hafði hann misst húsnæði sitt og var á götunni. Greip hann því til þess ráðs að setjast hér að og það var í sjálfu sér allt í lagi frá mínum bæjardyrum séð. Ég hafði náttúrulega ekki hugmynd um að á þeim tíma sem hann var hér framdi hann flest innbrotin. Það er auðvelt að skýra þetta með lykilinn. Hann hékk iðulega hérna uppi á vegg og þeir sem gengu um húsið áttu mjög hægt með að taka hann með sér smástund og láta smíða eftir honum.“ - Þýfið var falið inn á lager sem fjöldi fólks gengur um á hverjum degi? „Já. Mér finnst það furðuleg bíræfni af hans hálfu að geyma þetta í herbergi sem margir eiga greiðan aðgang að. Þar er ekki einu sinni að finna læstar hirslur. Mér finnst það sýna best hversu lítil fyrirhyggja bjó að baki þessum þjófn- uðum hans,“ sagði Guttormur. Guttormur vildi leiðrétta þann mis- skilning sem fram hefur komið, að þýfið hefði fundist í aðalstöðvum An- anda Marga hreyfingarinnar. Ananda Marga samtökin tengjast húsinu aðeins lítillega. Meðlimir þeirra hafa fengið að halda þar fundi og koma saman til að stunda hugleiðslu. - Sjó. Olíunýtingarmælar bráðnauðsynleg tæki: Olíueyðslan minnkar um 30 lítra á klukkutímann — við það að slá af hraðanum um segir skipstjórinn á Glófaxa ■ „Ég tel þessa olíunýtingarmæla alveg bráðnauðsynleg tæki og kaupin á honum einhverja þá bestu fjárfestingu sem ég hef gert. Það er stór spamaður af þessu, þar sem olíueyðslan minnkar um 20-30 lítra á klukkutímann við að slá af hraðanum um svona hálfa mílu,“ sagði Bergvin Oddsson, skipstjóri á Glófaxa -108 tonna bát með 625 ha. vél ■ „Myndin hefur gengið mjög vel það sem af er um 20 þúsund manns hafa séð hana" sagði Edda Andrésdóttir fram- kvæmdastjóri myndarinnar „Okkar á milli - í hita og þunga dagsins" í samtali við Tímann. „Síðasta sýning myndarinnar er í - sem fékk sér FC 10 olíunýtingarmæli frá Tæknibúnaði í bát sinn nú í sumar. Á þeirri ferð sem við höfum venjulega keyrt - 9,6 til 9,7 mílur - hefur báturinn farið með um 90 lítra á tímann. Eftir að við fórum að fylgjast með þessu á mælinum þykir okkur best að keyra bátinn á svona 64 lítrum og þá gengur hann í kringum 9,1 til 9,2 mílur. Á 8 Háskólabíói í dag en hún verður áfram í Laugarásbíó og á Akureyri. Fjórða eintakið verður svo á Seyðisfirði í kvöld og fer áfram um Austfirði," sagði Edda. Hvað sýningar erlendis varðar þá er þegar ákveðið að Okkar á milli verði sýnd á Scandinavian Today á Bandaríkj- hálfa mílup mílum myndi eyðslan líklega fara niður í um 50 lítra. Maður hefur bara ekki haft hugmynd um hvað þetta getur munað miklu fyrr en maður sá þetta á mælinum. Og þessi hálfa míla skiptir sjaldnast nokkru máli. Þegar við erum að keyra í netatrossun- um þá erum við kannski svona korteri lengur á leiðinni," sagði Bergvin. Hann tók fram að reynslan af þessu væri ekki mikil ennþá, aðeins 4 róðrar. En mælir unum. Sem dæmi um hve vel myndinni hefur verið tekið hérlendis nefndi Edda að myndin hefði slegið öll bíómet á Laugum í Reykjadal en þar lét fólk sig ekki muna um að sitja á gólfinu undir sýningu. - FRI ■ Guttorniur Sigurðs- son, erindreki Þjóð- niálahreyfíngarinnar á íslandi, við staðinn sem írski innbrotsþjófurinn, sem játað hefur að hafa brotist inn í sex skart- gripaverslanir í Reykja- vík, geynidi ellefu kíló af þjófstoiuum skartgrip- um. l ímamynd Ari. væri einnig kominn í annan bát í Eyjum, Valdimar Sveinsson, og þar virtist reynslan nákvæmlega sú sama. Aðspurður sagði Bergvin mælinn hafa kostað um 25.000 kr., eða álíka og gott litasjónvarpstæki, en fyrirferðin væri ekki meiri en á litlu ferðaútvarpi. Aðeins hefði tekið 1-2 klukkutíma að koma honum fyrir, en það gæti þó farið nokkuð eftir því hvemig vélar eru í bátunum. „En þetta borgar sig greini- lega á örfáum róðrum.“ Þess má geta að olíulíterinn kostar nú 4,55 krónur. _ HEI Um 20 þúsund séð „Okkar á milli”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.