Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 8
8 ' MIDVIKUDAGUR 25. ÁGÚSt 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Giall Sigurðsson. Auglýslngastjórl: Steingrlmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrel&slustjóri: Slgur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Ellas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaður Helgar- Tlmans: lllugi Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atll Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Frl&rlk Indri&ason, Hel&ur Helgadóttir.lngólfur Hannes- -son (Iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristin Lelfsdóttir, Slgurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttlr. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sl&umúla 15, Reykjavlk. Slmi: 86300. Auglýsingaslml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Ver& I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setnlng: Tæknideild Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Aumasta stjórn- arandstaðan ■ Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins komu saman til fundar í fyrradag. Á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins var samþykkt að krefjast þess, að Alþingi kæmi tafarlaust saman. Þingflokkur Alþýðuflokksins krafðist hins vegar þess, að ríkisstjórnin segði strax af sér, en tók ekki undir þá kröfu Sjálfstæðisflokksins, að Alþingi yrði kvatt saman þegar í stað. Þessar kröfur umræddra þingflokka sýna, að þeir reyna að bera sig mannalega. En minna verður úr, þegar málið er krufið til mergjar. Krafa þingflokks Sjálfstæðisflokksins missir strax marks, þegar þess er gætt, að þrír þingmenn flokksins, þeir Gunnar Thoroddsen, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson standa ekki að henni. Pað er því ekki flokkurinn í heild sem ber hana fram, heldur meirihluti þingmanna flokksins. í raun er ályktunin því yfirlýsing um áframhaldandi klofning í flokknum. Krafan um að Alþingi verði kvatt saman rúmum mánuði fyrr en ákveðið hefur verið, er ekki studd neinum frambærilegum rökum. Einu rökin, sem hægt væri að færa fyrir slíkri kröfu væru þau, að nú þegar þyrfti að afgreiða eitthvert brýnt málefni eða ráðstafanir, sem ekki þyldu bið þangað til í byrjun október, þegar þing á að koma saman. Meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur ekki neitt slíkt mál fram að færa. Vegna bráðabirgðalaganna þarf þingið ekki að koma saman, því að höfuðatriði þeirra taka ekki gildi fyrr en 1. desember. Alþingi sem kemur saman 10. október, gefst nægur tími til að fjalla um þau áður en til framkvæmda kemur. Krafa þingmanna Alþýðuflokksins um að ríkis- stjórnin segi af sér, er á álíka sandi byggð og krafa meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins um tafar- laust þinghald. Þessi krafa væri því aðeins eðlileg, að fyrir lægi möguleiki til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, sem gæti tekið fastar á málum en núverandi ríkistjórn. Enginn slíkur möguleiki virðist sjáanlegurogenginrök éru heldur færð fyrir því af hálfu Alþýðuflokksins. Bersýnilegt er af því, sem nú er rakið, að umræddar kröfur þingflokks Alþýðuflokksins og meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru eingöngu manna- læti, sem höfð eru í frammi til að draga athygli frá þeirri staðreynd, að þessir stjórnmálahópar hafa engar tillögur fram að færa til lausnar efnahagsvandanum. Þeir þykjast hins vegar þurfa að bera eitthvað fram til að blekkja almenning og leiða athyglina frá ráðaleysi og getuleysi þeirra sjálfra til að bregðast við vandanum á raunhæfan hátt. Menn skulu líka veita því athygli, þegar leiðtogar umræddra stjórnmálahópa reyna að svara spurningum um, hvað þeir vilji gera til að mæta vandanum, sem fengizt er við. Svörin eru undantekningarlaust marklaust bull, þar sem forðast er að minnast á nokkrar beinar aðgerðir en rætt óljóst um ýmsar breytingar, sem gætu verið til bóta en eru margra ára verkefni og leysa því ekki á neinn hátt þann vanda, sem bregðast verður við tafarlaust. Svpna aum hefur stjórnarandstaða ekki verið fyrr á íslandi. P.P ■ Rósa, dóttir Stephans G. Stephanssonar flutti skörulega ræðu bæði á ensku og íslensku á hátíðinni við hús Stephans G. Menntamálaráðherra Ingvar Gíslason ávarpaði fólk einnig á báðum tungumálum. Myndir Stjas ■ I garðinum hjá Sæmundi og Auði, sem með aðstoð nágrannanna létu sig ekki muna um að taka á móti 160 gestum að „heiman“ og veita þeim af rausn. ■ „Þessi ferð er í einu orði sagt ógleymanleg", sagði Stefán Jasonar- son í Vorsabæ. En hann vareinn af þeim 160 manna hópi íslensks bændafólks, er kom heim s.I. fimmtudag, eftir að hafa þá ferðast um vesturfylki Kanada s.l. tvær vikur. Hópurinn hafði í ferðinni ekið milli 4 og 5 þúsund kílómetra skoðað kanadískan landbúnað og borgir auk þess að koma við á hátíðarsamkom- unni sem haldin var við hús Stephans G. Stephinssonar í Ma.kerville laugardag- inn 7. ágúst s.l. - Við héldum héðan 160 bændur og bændakonur þann 5. ágúst og flugum í einum áfanga frá Keflavík til Calgary í Albertafylki. Þaðan var farið með bifreiðum til Olds, hvar við gistum 6 fyrstu næturnar í ágætum fjölbrauta- skóla. Þar höfðum við góða aðstöðu, gátum m.a. haldið samkomur og kvöldvökur í íþróttahúsinu þar sem við sungum, sögðum sögur og skemmtum okkur á ýmsan hátt. Þar svífur nú andi skáldsins yfir vötnunum Frá Olds fórum við í margar heimsóknir út um sveitirnar, skoðuðum bændabýli og fyrirtæki. Þann 7. ágúst fórum við á samkomuna við hús Stephans G. í Markerville, sem haldin var í tilefni af því að húsið var formlega tekið í notkun sem minjasafn. Ég sá þetta hús fyrir 7 árum - þá var þar einnig hátíð og þar m.a. ákveðið að endur- byggja húsið og gera það að minjasafni. Gunnar Guðbjartsson, þáverandi form. Stéttarsambands bænda afhenti þar þá 10.000 dollara gjöf frá bændasamtökum á íslandi til þess að endurbyggja húsið. Síðan hefur verið vel að verki staðið og húsið nú fullbúið í sinni upphaflegu mynd, með öllum húsbúnaði, m.a. skrifborði, skriffærum og bókum skálds- ins. Má segja að þar svífi nú andi skáldsins yfir vötnum. Samkoman var mjög fjölmenn, haldin í skemmtilegu rjóðri umgirtu háum trjám. Meðal gesta voru hópar Vestur- íslendinga úr nærliggjandi byggðarlög- um, en einnig margir langt að komnir, t.d. 30 manna hópur sem kominn var alla leið austan úr Manitóbafylki, sem hafði verið 3 daga á leiðinni. Höfðu þau verið svo ákveðin að koma, að hótelherbergin höfðu þau pantað strax á $1. vetri. Ýmsir úr okkar hópi hittu þarna fyrir fyrri gestgjafa frá ferðinni vestur 1975. Á samkomunni var fjölbreytt dag- skrá. Þar var m.a. kór úr byggðarlaginu sem söng íslensk ættjarðarlög. Formað- ur Búnaðarsambands íslands, Ásgeir Bjarnason í Ásgarði flutti ávarp og afhenti gjöf frá bændasamtökunum á íslandi, málverk úr Skagafirði, æsku- stöðvum Stephans G. Menntamálaráð- herra Ingvar Gíslason flutti ávarp, bæði á ensku og íslensku og Rósa, dóttir skáldsins, flutti þarna skörulega ræðu, einnig á báðum málunum. Allir lentu hjá besta fólkinu Við fengum mörg heimboð. Dreifðum okkur á bændabýlin í 4, til 10 og allt upp í 28 manna hópum. Allir lentu auðvitað hjá besta fólkinu, allir fengu besta matinn og allir voru mjög ánægðir er þeir komu til baka. Var mikið rætt um þá íslensku gestrisni er við mættum þennan dag. Skólinn sem við dvöldumst í í Olds og skólabúið er mjög merkileg stofnun. Nemendurnir eru um 800 þar af um 40 frá öðrum löndum. Vil ég gjarnan koma því hér að, að það væri full ástæða til að 1-2 nemendur frá íslandi settust í þennan skóla. Þar er margt að læra, bæði verklegt og bóklegt og mikið valfrelsi í námi. •Að þessum 6 dögum liðnum fengum við enn fullkomnari ferðabíla 4 „Grey hound“, í hverjum við ókum vestur Klettafjöllin og aðra hrikafagra fjall- garða á vesturströndinni. Vegagerðin um Klettafjöllin er algjört þrekvirki. Við hraðbrautina sáum við á einum stað minnismerki sem gert var til heiðurs þeim manni sem fyrstur fann leiðina yftr fjöllin. Þetta var ofurhugi mikill, sem vann hjá því opinbera. Þótti í þá daga lítið vit í þeirri fádæma þrautseigju sem hann lagði í að finna færa leið. En hann sigraðist á öllum erfiðleikum að lokum og fann þá leið sem fær var með tækni þeirra tíma. Allt upp í 8 kossa göng Fyrst kom þarna kerruvegur, sem aðallega var hlaðinn úr viðarbolum meðfram klettum og klungum, síðar kom járnbrautin nokkru fyrir aldamót, snemma á þessari öld var síðan gerður bílvegur og nú er komin þarna hraðbraut. Sums staðar verður að byggja yfir hraðbrautina og jámbrautina og annars staðar eru jarðgöng. Þeir léttlyndu mældu lengd þeirra á nokkuð skemmtilegan hátt. Það voru fjögurra kossa göng, sex kossa göng og allt upp í átta kossa göng þau lengstu. Gróðurinn á þessum hrikalegu fjall- görðum er ákaflega eftirminnilegur. Allt er skógi vaxið upp í hæstu fjallshlíðar, þar til snjórinn tekur við og þótti okkur það stórfurðulegt. Til marks um umfang þessara fjallgarða er að skarð eitt sem við ókum gegnum var álíka hátt yfir sjávarmáli eins og hæsti tindur Öræfa- jökuls. Við það bættust svo allir fjallatopparnir þar fyrir ofan. Þetta er því engin smásmíð sem almættið hefur skapað þarna á vesturströnd Ameríku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.