Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 ■ Handprjónuðu kjolarnír hennar Aðalbjargar Jónsdóttur hafa víða vakið athygli og aðdáun. T.d. hefur forsetinn okkar borið hróður þeirra víða. Hér virða forsætisráðherrafrúmar fyrir sér tvo þeirra, en þeir hafa til skamms tíma verið seldir í verslun íslensks heimilisiðnaðar. (Tímamyndir: GE.) Forsætisráðherrafmr skoða íslenskan fatnað ■ Hér á landi eru nú stödd í opinberri heimsókn dönsku for- sætisráðherrahjónin Ingrid og Anker Jörgensen. Dagskrá heimsóknarinnar er að venju löng og ströng, en þó fann Ingrid Jörgensen tíma til að komast í Lækn- inga- arm- bönd ■ Um langan aldur hefur það tiðkast víða í heintinum að bera kopararmbönd til að fá bót á gigt. Ekki eru mörg ár liðin síðan þessi siður fór eins og eldur í sinu hér á landi, en efascmdirnar voru margar og munu nú líklega vera fáir, sem bera þessi bönd. En nó hafa nýjar sönnur verið færðar fyrir því, að armböndin eru ekki eins gagnslaus og efasemdamennimir hafa viljað vera látu! Við lyfjafræðldeild báskólans í Arkansai hefur komið i Ijós við rannsóknir, að Isekningameðferð á gigtarsjúklingum er áhrifameiri, sé beitt við hana snefilsteinefn- um, sér í lagi kopar og sbiki, og jafnvel kunni að vera unnl að koma í veg fyrir gigt á sama hátt. I’eir komust að raun um það, að hvatar, sem háðir eru málmi, eiga stóran þátt i að lækna eðlilega vefi. Gigtarsjúk- lingar sýndu greinileg batamerki, þegar þeim var séð fyrir viðbótarskömmtum af kopar og sinki. Þessar kenningar styðja athuganir ástr- alska efnafrieðingsins dr. Ray Walker við háskólann í Newcastle í New South Wales. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að kopararmband missir að meðaltali uni 13 mg. af kopar á hverjum mánuði við notkun, og að hluti af þessu kopannagni berst inn í líkamann, eftir að hafa leystst upp í svita. Þessu til sönnunar fékk hann skurðlækni til að fjarbegja smábút af fingri, sem hanu hafði borið koparhring á. Græni koparhringurinn, sem liann hafði skilið eftir sig, var dýpri en scm húðinni næmi. Dr. Walker er nú að setja saman koparáburð, sem hann vonar að geti haft skjót bætandi áhrif á gitarvcik iiðamót, sé hann borinn á þau. verslun íslensks heimilisiðnaðar í Hafnarstræti sem hafði tekið að sér að halda henni sýningu á íslenskum fatnaði. Heimsóknin átti sér stað sl. mánudagsmorgun kl. 10 og var verslunin opin öðrum viðskiptavinum á þeim tíma. Sýningarstúlkur úr Módelsam- tökunum sýndu íslenskan fatn- að, sem féll sýningargestum vel í geð. Að sögn Hjördísar Hjörleifsdóttur hjá íslenskum heimilisiðnaði sýndi danska for- sætisráðherrafrúin mikinn áhuga á því, sem fyrir augun bar, og lét þess getið, að hún hefði gjarna viljað staldra við lengur og skoða meira, en skyldan kallaði og dagskrána varð að halda svo að ekki riðlaðist allt skipulag. ■ Hér ber sýningarstúlkan glæsilegan batik-kjól úr alsilki eftir Katrínu Ágústsdóttur. Forsætisráðberrafrúrnar Vala Thoroddsen og Ingrid Jörgensen virða hann fyrir sér af athygli og áhuga. Sex ný „Græn- metis- kver,,’ frá Iðunni ■ IÐUNN hefur gefið út sex grænmet- iskver. I'au eru bresk að uppruna og fjalla uni jafnmargar algengar grænmet- istegundir. Textann samdi Caroline Francis, en Richad Fowler gerði mynd- imar. Kverin eru þessi: Höfuðkál, Laukar, Kartöflur, Tómatar, Gulrætur og Gúrkur. í hverju kveri er fyrst í stuttu máli gerð grein fyrir sögu ræktunar á viðkomandi tegund. Þá er lýst helstu afbrigðum, sagt frá ræktuninni sjálfri, sáningu, gróðursetningu, umhirðu og uppskeru. Þá er sagt frá helstu sjúkdómum sem á jurtina herja og ráð við þeim. Þá koma leiðbeiningar um gcymslu og hvernig hægt er að matbúa tegundina. í kverunum er fjöldi skýringarmynda. Leiðbeiningar hafa verið færðar til íslenskra aðstæðna eftir því sem þurfa þótti. Rósa Jónsdóttir þýddi textann. Kverin eru 32 blaðsíður hvert og eru þau gefin út í samvinnu við Ventura Publishing Limited, London. Oddi annaðist setningu, en prentun fór fram á Spáni. Sýnishorn af mataruppskriftum úr bæklingnum um GÚRKUR: Gúrkusalat með sveppum og rauðri papriku 1 stór gúrka ferskur graslaukur 100 g sveppir 2 msk/30 ml frönsk lrauðpaprika salatsósasembætterí saxaður örlitlum sykri og hvítlauk Sneiðið gúrkuna, stráið salti yfir og látið hana standa í 1/2 klst. Skerið sveppina og paprikuna í þunnar sneiðar og blandið saman við þerraðar gúrkurn- ar og graslaukinn.Hrærið salatsósunni saman við. Aftast í hverju grænmetiskveri eru ýmislegar ábendingar um hvernig hægt er að nota jurtina öðruvísi en til matar. Þar eru m.a. gefnar upplýsingar um hversu agúrkur eru góðar sem fegrunar- meðal. Þar er t.d. geft uppskrift að „Gúrkugrímu", sem er mjög hressandi fyrir húðina. Gúrkugríma: Stappið gúrkur ásamt dálitlu af hunangi, matskeið af mjólkurdufti, vatni og teskeið af muldu Nornahesli (hamamelis virginiana, Witch hazel). Berið á andlitið, látið vera á í 30 mín. og þvoið síðan af með köldu vatni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.