Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 ■ Sæbjöm Guðmundsson er þama á fullri ferð og Breiðabliksmenn virðast engin ráð hafa til að stöðva hann. Dómarinn var í aðalhlutverkinu - þegar KR og Breiðablik gerðu jafntefli í Laugardal í gær ■ í gærkvöldi léku KR og Breiðablik í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Leiknum lauk með jafntefli, bæði liðin skoruðu eitt mark. Leikurinn var fjörugur og allvel leikinn miðað við aðstæður á rennblaut- um vellinum. í síðari hálfleik færðist töluverð harka í leikinn og fengu þrír leikmenn að sjá gul spjöld, líkast til fyrir kjaftbrúk. Helgi Bentson fékk það reyndar fyrir brot á Jakob Péturssyni. Fyrsta færi leiksins kom eftir sending- una Elíasar Guðmundssonar á Sæbjörn, sem skallaði hárfínt yfir. Á 15. mínútu þurfti Guðmundur Blikamarkvörður að taka á honum stóra sínum til að verja skot Ágústs Más Jónssonar. Áfram sóttur KR-ingar og á 20. mínútu nötraði þverslá Blikanna eftir skot frá Sæbirni. Á 42. mínútu skaut Sæbjörn framhjá af stuttu færi eftir hornspyrnu. Vilhjálmur Þór dómari sleppti að margra mati vítaspyrnum bæði á DR og Breiðablik, þannig að það jafnaðist upp. Á 3. mín. síðari hálfleiks náði Sigurjón Kristjánsson knettinum eftir mistök í KR-vörninni og skoraði óverjandi fyrir Halldór markvörð. 1-0 fyrir Breiðablik og var það talsvert gegn gangi leiksins. Stuttu seinna átti svo Sigurður Grétarsson gott skot rétt framhjá KR-markinu. Ekki var svo mikið um færi fyrr en á 32. mínútu. Þá fengu KR-ingar aukaspyrnu á miðjum vallar- helmingi Breiðabliks og sendi Sæbjörn knöttinn hárfínt á Jóstein sem skallaði í netið og er þetta þriðja mark þessa tvítuga miðvarðar KR í sumar. Liðin skiptust á að sækja það sem eftir lifði leiksins cn sköpuðu sér engin færi. Dómgæsla Vilhjálms Vilhjálmssonar var oft á tíðum í litlu samræmi við hefðbundnar reglur og má í því sambandi nefna að hann sleppti vítunum sem fyrr er minnst á. Bestu leikmenn Breiðabliks voru Ólafur Björnsson og Vignir, og í sókninni var Sigurjón Kristjánsson mest afgerandi. Lið KR er mjög jafnt, en þó má nefna Sæbjörn Guðmundsson sem hefur farið mjög vaxandi í sumar. Einnig var Jósteinn Einarsson traustur í vörninni og Ágúst Már stendur alltaf fyrir sínu á miðjunni. Fyrr hefur verið greint frá þætti dómarans í þessum leik og var hann ekki ýkja glæsilegur. BH/sh Staðan Staðan eftir leikinn í gærkvöldi: Víkingur......... 15 6 8 1 22:15 20 KR ............... 16 4 10 2 13:12 18 ÍA ............... 16 6 5 5 21:18 17 ÍBV .............. 15 6 4 5 18:15 16 Valur ............ 16 5 5 6 16:14 15 Breiðablik....... 16 5 5 6 16:19 15 KA................ 16 4 6 6 16:18 14 ÍBK .............. 15 5 4 6 14:18 14 ÍBÍ .............. 16 5 4 7 23:29 14 Fram.............. 15 3 7 5 15:16 13 Næst verður leikið í 1. deildinni á fimmtudag og mætast þá ÍBK og ÍBV í Keflavík og á Laugardalsvelli leika Fram og Víkingur og hefjast báðir þessir leikir klukkan 19.00. Siglmgar eru ört vax andi íþróttagrein ■ Mikið hefur verið um að vera hjá íslenskum siglingamönnum í sumar og greinilegt er, að siglingar eiga vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. Á síðasta mánuðinum hafa til dæmis verið haldin íslandsmót í sex flokkum. 17. og 18. júlí var haldið íslandsmót í Optimist-flokki. Optimist er unglinga- bátur sem er aðeins 8 fet á lengd og skringilegur í lögun. Úrslit urðu þau, að Baldvin Björgvinsson sigraði með nokkrum yfirburðum. Annar varð Sæv- ar M. Magnússon og í þriðja sæti Gísli Þorgeirsson. Næstu helgi þar á eftir var haldið fslandsmót í Mirrorflokki. Mirror er tveggja manna unglingabátur og sigruðu þeir Baldvin Björgvinsson og Ottarr Hrafnkelsson með yfirburðum, í öðru sæti varð Einar B. Birgisson og þriðju urðu Gísli Þorgeirsson og Sævar M. Magnússon. Dagana 13., 14. og 15. ágúst var haldið íslandsmót í Fireball og Flipper- flokki á Skerjafirði. í Fireball urðu úrslit þau, að í 1. sæti lentuþeirPáll Hreinsson og Ólafur Bjamason og höfðu þeir mikla yfírburði. f öðru sæti urðu Þór Oddsson og Sigurður Ragnarsson og í þriðja sæti Gunnlaugur Jónasson og Rúnar Steins- son. í Flipper-flokki sigruðu Baldvin Björgvinsson og Ottarr Hrafnkelsson þá Jón Gunnar Aðils og Guðmund Kjærnested eftir jafna og spennandi keppni. í þriðja sætinu urðu Guðmund- ur Guðmundsson og Einar B. Birgisson. 20. og 21. ágúst var haldið íslandsmót á Wayfarer og Microbátum í Hafnar- firði. Wayfarer er 17 feta fjölskyldu- bátur og til marks um það er, að í efsta sæti höfnuðu feðgar Kristján Óli Hjaltason og Sigurjón Kristjánsson og höfðu þeir verulega yfírburði yfir Aðalstein Loftsson og Loft Ágústsson sem urðu númer tvö og Erling Ásgeirs- son og Brynjólf Kjartansson sem urðu þriðju. íslandsmótið á Micro-bátum, sem eru 18 feta kjölbátar, þ.e. hafa kjöl sem er fylltur blýi,var einnig haldið um síðustu helgi. Þar sigruðu þeir Ari Bergmann Einarsson, Páli Hreinsson og Baldvin Einarsson. í öðru sæti hafnaði formaður Siglingasambandsins Bjarni Hannesson, ásamt Steinari Gunnarssyni og Baldri Jóhannessyni. íslenskir siglingamenn hafa ekki látið sér nægja að keppa hér heima í sumar, heldur hafa þeir keppt töluvert erlendis. Um Verslunarmannahelgina kepptu Gunnlaugur Jónasson og Jóhanncs Ævarsson á Laserbátum í Danmörku. Þar höfnuðu þeir í 13. og 19. sæti, en Evrópumeistarinn frá í fyrra Stefan Myralf, sem þjálfaði íslenska siglinga- menn í vor varð í 6. sæti. Þá tóku fjórir íslendingar þátt í Norðurlandamóti á Laserbátum sem haldið var í Noregi, en þeim gekk ekki vel. Á heimsmeistaramóti Topper-báta kepptu þrír íslendingar og urðu þeir í miðjum hópi keppenda. Nú um síðustu helgi var fimm íslenskum piltum boðin þátttaka á Topper-bátum í Noregi og kepptu þar Baldvin Björgvinsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur Kjæme- sted, Jón Aðils og Óttarr Hrafnkelsson. Þar urðu þeir í 15. til 28. sæti. Af þessu má sjá að siglingamenn hafa hreint ekki setið aðgerðalausir í sumar og greinilegt er að mikill kraftur er í þeirra starfi. sh Ásgeir ekki meö Þær fregnir berast oss að Ásgeir Sigurvinsson muni ekki geta lcikið landsleik íslands gegn Hollending- um sem leikinn verður á Laugar- dalsvellinum í Reykjavtk í næstu viku. Það sama á við urn Pétur Pétursson, en aðrir atvinnumenn sem samband hefur verið haft við hafa lýst því yfir að þeir muni geta leikið með gegn Hollandi. Þrátt fyrir að þessa tvo ágætu leikmenn komi til með að vanta, þá þurfa menn ekkert að óttast, því að íslendingar eiga nú talsvert stóran hóp göðra leikmanna sem geta áreiðanlega staðið vel fyrir sínu. Líklegt er að landslið fslands verði tilkynnt í dag. Kvenna- fótbolti á Austfjörðum ■ UÍA cfndi í suntar til móts í knattspyrnu kvenna á Austfjörðum. Fjögur lið skráðu sig til keppni, en eitt varð að hætta við þátttöku áður en mótið hófst og annað félag varð að hætta eftir að keppnin var hafin. Úrslit leikja í mótinu urðu: Leiknir-Súlan 2:3 Valur-Höttur 1:2 Súlan-Valur 2:2 Höttur-Leiknir 3:0 Höttur-Súlan 4:2 Höttur-Valur 4:1 Valur-Súlan 1:1 Súlan-Höttur 2:2 Það var lið Hattar frá Egilsstöðum sem sigraði í keppninni og þcss verður áreiðanlega ekki langt að bíða að kvenfólkið á Austfjörðum fari að lcika í íslandsmóti kvenna. Hitachi-open ■ Um helgina hélt Golfklúbbur Selfoss Hitachi-open golfkeppnina á velli sínum í landi Alviðru. Úrslit urðu sem hér scgir: Án forgjafar: 1) Ingólfur Bárðarson GOS 77högg 2) Sigurður Héðinsson GK 79 hÖgg 3) SveinnJ.SveinssonGOS 83högg Með forgjöf: 1) SveinnJ.SveinssonGOS 66högg 2) Kolbcinn I. Kristinss. GOS 67 högg 3) lngólfur Bárðarson GOS 68 högg Unglinga- , keppni FRI ■ Hin árlega unglingakeppni FRÍ verður haldin n.k. laugardag og sunnudag 28. og 29. ágúst. Keppni þessi er boðsmót, þar sem 6 bestu í hverri grcip á landinu er boðin þálttaka. Mótið hefst klukkan 14.00 á laugardag og því verður síðan framhaldið á sunnudag klukkan 10.00 árdegis. Keppt verður á Laugardalsvelli. IVIotherwell fékk Búbba ■ Jóhannes Eðvaldsson fyrrver- andi landsliðsfyrirliði gerði um helg- ina samning við skoska úrvalsdeildar- liðið Motherwell. Er sá samningur tii tvcggja ára og hentar hann Jóhann- esi vel, þar sem hann er kvæntur skoskri konu og á hús í Skotlandi. Jóhannes er ekki alveg ókunnugur skoskri knattspyrnu, því eins og flestir vita lék hann um árabil með Glasgow Celtic með góðum árangri, en því næst fór hann til Bandarikj- anna og loks lék hann á síðasta keppnistímabili með liði Hannovcr í 2. dcild í Vestur-Þýskalándi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.