Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.08.1982, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið mm WM ■ . 'íí J- ■ Svipmynd úr kvikmyndinni Hjartaland sem fjallar um gamla vcstriö séö meö augum konu. Seinni hluti amerísku kvik- myndavikunnar: S|ö ffrá Secaucus ■ Á morgun fimmtudag hefjast að nýju sýningar á amerísku kvik- myndavikunni en sem kunnugt er af fréttum hér þá tafðist helmingur myndanna erlendis og varð því að fresta seinni hluta kvikmyndavikunn- ar. Á morgun verða því sýndar myndirnar „Yfir-Undir, Skáhallt, niður", Hinir sjö frá Secaucus snúa Aftur“'og „Clarence og Angel“ en dagskrá þessa seinni helmings amer- ísku kvikmyndavikunnar er birt í heild sinni hér að neðan. „Yfir-Undir...“ er kvikmynd sem hinn pólitíski starfshópur Cinemani- fest í San Francisco hefur staðið að. Myndin er sannfærandi lýsing á lífi og umhverfi verkamannafjölskyldu á vesturströnd Bandaríkjanna. Söguhetjan Ray er verkamaður, giftur og á barn. Hann er óánægður með sjálfan sig og starf sitt og hið eina sem heldur honum gangandi er draumur um atvinnumennsku í hornabolta. Sá draumur verður stöðugt óraun- verulegri og það tekur að halla undan fæti hjá Ray. „Hinir sjö frá Secaucus...“ er leikstýrt af John Sayles og fjallar um endurfundi bandarískra róttæklinga frá sjöunda áratugnum. Hópurinn hefur ekki sést í 10 ár og hefur á þeim tíma verið að fóta sig innan kerfisins. Þar sem undirritaður hefur séð þessa mynd mælir hann eindregið með henni hér. Umfjöllun Sayles á þessu efni er mjög nett og skemmti- leg. Flestar persónur eru mjög trúverðugar og eflaust ættu margir sem hvað róttækastir voru á sjöunda áratugnum (Víetnam, frjálsar ástir, friður o.n.) en hafa nú tekið við stöðum innan kerfisins, auðvelt með að sjá hliðstæður með sér og sumum persónum myndarinnar. „Clarence og Angel“ er fyrsta langa mynd Robert Gardner og þykir óvenjugott byrjendaverk. Hún fjallar um heim og umhverfi hörunds- dökkra barna í Harlem hverfinu í New York. Clarence er 12 ára gamall svertingi sem hefur skólagöngu í fyrsta sinn á ævinni. Hann hittir í skólanum strák á svipuðu reki og hann frá Puerto Rico er heitir Angel og með þeim tekst náin vinátta. ,-FRI ■ Hér fylgir dagskrá seinni hluta amerísku kvikmyndavikunnar: Fimmtudagur 26. ágúst: kl. 5 Yfir-Undir, Skáhallt, Niður. kl. 9 Hinir sjö frá Secaucus snúa aftur. kl. 11 Clarence og Angel. Föstudagur 27. ágúst: kl. 5 Hinir sjö frá Secaucus snúa aftur. kl. 7 Kaffistofa kjarnorkunnar. kl. 9 Hjartaland. kl. 11 Tylftirnar. Laugardagur 28. ágúst: kl. 3 Hjartaland. kl. 5 Yfir-Undir, Skáhallt Niður. kl. 7 Clarence og Angel. kl. 9 Kaffistofa kjarnorkunnar. kl. 11 Neðanjarðarknaparnir. Sunnudagur 29. ágúst: kl. 3 Kaffistofa kjarnorkunnar. kl. 5 Hjartaland. kl. 7 Tylftirnar. kl. 9 Kaffistofa kjarnorkunnar kl. 11 Hinir sjö frá Secaucus snúa aftur. Friörik Indriöason skrifar Glímuskjálfti í gaggó Okkar á milli í hita og þunga dagsins Justyouandme,kid Flóttinn frá New York Síðsumar Einvígi kóngulóarmannsins Sólinein var vitni Amerískur varúlfur í London Fram í sviðsljósið Hvellurinn Stjörnugjöf Tfmans * * * * frábær • « « * mjög góö • « « góö • * sæmlleg ■ O (éleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.