Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 1
ftnmg Helgarpakki og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 28. ágúst - 3. sept. ¦ Stjónvarpið síðustu viku hefur sjálfsagt hvorki verið verra né betra en flestar víkur aðrar, og hljóðvarpið heldur sínu striki, að stytta landsmönnum stundirnar 16-20 tíma á sólarhring. Kennir þar margra grasa, þar sem fjólur skjóta upp kollin- um úr iÖgresinu. Miðað við hinn langa vinnudag hljóðvarps er tæpast við öðru að búast en að dagskráin þynnist út. En þar sem alhr eru jafnir og ekki má viðurkenna að neinn geri neitt verr en aðrir, kemur náttúrlega ekki tíl mála að vekja sérstaklega athygU á til- teknu útvarpsefni, sem telja má að sé athyglis- verðara en annað sem boðið er upp á í nærfellt sólarhringslangri dag- skrá. En sarat sem áður væri kannski vel þegið af einhverjum ef dagskrárstjórn hljóðvarpsins auglýsti betur en gert er það dagskrárefni, sem þar á bæ er talið bitastæðara en annað. Dagskráin er þulin nokkrum sinnum á dag, og er hætt við að sá langi lestur fari fyrir ofan garð og neðan hjá fiestum þeim sem ávallt hafa hljóðvarpið hjá sér opið af vana. Sjónvarpið hefur þann hátt á, að kynna það helsta sem sýnt verður þar í vikubyrjun. Þetta er vel til fundið, en síður nauðsynlegt í hinni stuttu dagskrá sjónvarps en hjá hljóðvarpi. I byrjun þessarar viku voru m.a. kynntir tveir þættir um norska rit- höfundinn Knud Hamsun. Sá bútur, sem vahnn var sem sýnishorn af myndinni, var fáránlegur. Að sjálf- sögðu var hann endursýndur þegar fyrri hluti myndarinnar var sýndur. Pað eru einhverjir sænskir sjónvarps- menn sem tekið hafa sér það fyrir hendur að taka saman yfirborðskennd sýnishorn úr ævi Hamsuns. Norðmenn hafa aldrei mannað sig upp í að fjalla um þetta höfuðskáld sitt SÆNSK SKALDARYNII ÍSLENSKU SJÓNVARPI ar götur" og þakkaði fyrir samveruna. Sænsku sjónvarpsmönnunum þótti við hæfi að hefja kynningu sína á Hamsun með réttarhöldunum yfir Vidkun Quisling og létu þess getið að hann hafi verið dæmdur til dauða ásamt 23 Norðmönnum öðrum fyrir samvinnu við þýska hernámsliðið. Á þriðja tug þúsunda voru dæmdir og hirt af þeim mannorð og eignir. Fjöldi annarra voru hraktir og hrjáðir í þessu mikla uppgjöri. Svíarnir voru fundvísir á sekt Hamsuns. Staðhæft var í kassanum, að hann hafi verið meðlimur í National Samling (svo). Það var tíundað að hann hafi gefið Göbbels nóbelsverð- launapening. sinn og hin forkostulega minningargrein, sem skáldið skrifaði um Adolf sáluga, fór ekki fram hjá þeim. Hins vegar þótti ekki taka að minnast á hvernig Hamsun talaði yfir hausamótunum á Hitler í eina skiptið sem leiðir þeirra lágu saman né hvers hann krafðist af yfirmönnum hérnáms- liðsins í Noregi. Hamsun var kynntur sem iftilmót- legur leppur nasista, og annað ekki, Vera má að þessi útgáfa sé gömul, en nokkuð er umliðið síðan ritverkið mikla um réttarhöldin yfir Hamsun var gefið út. Það var tekið saman af dönskum manni, Thorkild Hansen. Norðmenn kunnu honum litlar þakkir fyrir athafnasemina. Vera má að nú sé sú tíð, að það þyki ekki sérstakur sómi að því, að minnsta kosti ekki á Norðurlöndum, að loka rithöfunda inni á geðveikrahælum fyrir þær sakir einar að segja skoðun sfna umbúða- laust. ¦ Knud Hamsun. Einhverjir sænskir sjónvarpsmenn hafa tekið sér fyrir hendur að taka saman yfirborðskennd sýnishorn úr ævi hans. síðan hann sendi þeim kveðju sína af geðveikrahæli, eftir að þeir dæmdu hann þangað fyrir föðurlandssvik eftir stríð. Þar skrifaði öldungurinn „Grón- Oddur Ólafsson, ritstjórnarfulltrúi, skrifar En gaman var að í þættinum um Hamsun, að kynnast því að hann hafði áður gefið nóbelsverðlaunin. Hann drakk sig fullan á nóbelshátíðinni 10. des. 1920 og rétti þjóni verðlaunaféð ásamt öðrum eigum síiiuin fyrir rausnarlegar veitingar. Þjónninn var kurteis maður og skilaði ávísuninni síðar. Hvað gerði þá til þótt Göbbels fengi orðuna. Þýskur reyfari umlögreglumanninn Derrik ríður enn húsum, og eru þættir þessir með þeim ósköpum gerðir að áhorfendur finna morðingjann áðuren myndirnar eru hálfnaðar, en vesalings Derrik kemur ekki upp um þá fyrr en í lokin. Morðingjarnir og aðrir skúrkar eru alltaf sæmilega stæðir karlmenn á miðjum aldri. Það var sama tegundin, sem var orsök og afleiðing allrar óhamingju saklausu sveitastúlknanna sem áttu við óskapleg vandamál að stríða í finnskri vandamálasúpu, sem sjónvarpið var svo heppið að riá í og sendi út eitthvert kvöld vikunnar. Þar ¦ gaf að líta eitthvert ókræsilegasta samansafn vesalmenna sem áttu það sameiginlegt að vera á þessum ömur- lega aldri karlrembunnar, og að manni skildist að græða peninga. Einn þeirra var svo mikið djöfuls svín að hann hafði verið major í finnska hernum. Von var að vandamálin hlæðust að vesalings stúlkutetrunum. f mynd þessari var fátt um fína drætti og hún átti það sameiginlegt með margri íslenskri framleiðslu að lands- lagið var best. Talsverðar sviptingar voru í stjórn- málalffinu í vikunni sem leið og fram í þá sem iiii er senn á enda. Ríkisfjölmiðlarnir lctu málin mikið til sín taka og voru fréttamenn svo röskir og ákveðnir í að fylgjast með málum og spá um úrslit, að oft var þetta allt eins gaman og heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. En hvort þeir sem á hlýddu eða á horfðu voru mikið nær um raunverulegan gang mála á meðan á sportinu stóð er öniiur saga. -O.Ó. Akureyn, sími 22770-22970 if Föstudag: Hijómsveitin Lexía ásamt besta diskótekinu i bænum. -^- Laugardag: Hljómsveitin Jamaica ásamt besta diskótekinu í bænum. ic Sunnudagur: Prófessorinn - Kabarett Aðalsteinn Bergdal - Lilja Þorvaldsdóttir Kl. 21. Síðasta sýning. Veislumaður framreiddur úr velslueldúsinu frá kl. 20.00-22.00 Borðapantanir (sima 2 29 70. HM3 » VELKOMIN « OPIÐ ALLAVIHKADAGA KL. 14-11 LAUGARDAGA1211 VHSVIOEOMVNDIR VIDtO KLÚIiUUHINN HF. E'rtt Qlæsileoasta samkomuhús á landinu er á Akurevri TRULOFUNARHINGAR margar gerðir. Skartgripir við öll tækifæri. SIGMAR Ö. MARÍUSSON Hvwftoofttu 16A - Sfcnl 21366.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.