Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 19*2 ' Helgarpakkinn Kvikmyndir Þrjár frábærar ■ Hafin hefur verið sýning á þremur frábærum kvikmyndum í kvikmynda- húsum borgarinnar nú skömmu fyrir helgina. Þetta eru myndimar Breaker Morant í Háskólabíó, The Stunt Man í Bíóhöllinni og Divine Madness í Austurbæjarbíó. Breaker Morant er dæmi um hið besta í ástralskri kvikmyndagerð en hún fjallar um Ástrali er tóku þátt Búastrfðinu í Afrfku. Myndin er gerð af Bruce Beresford. The Stunt Man hefur verið útnefnd til fjölda verðlauna en þar fer Peter O’Toole á kostum í hlutverki stað- gengils í kvikmyndum. Hún er gerð af Richard Rush. Divine Madness skartar söngkon- unni Bette Midler sem íslendingar hafa áður barið augum í myndinni Ilie Rose þar sem hún fór á kostum. Myndin fjallar um tónleika þessarar einstæðu söngkonu. Regnbogínn: Síðsumar „Síðsumar er falleg mynd, sam- bland af fyndni og trega um vandamál æsku og elli, um óttann við dauðann, og um þær hömlur sem svo oft hindra fólk í að láta ást sína í ljós þar til það er orðið of seint eða næstum því.“ Myndin greinir frá lífi fjölskyldu einnar síðla sumar við Gullnu tjömina en í henni leiða saman hesta sína í fyrsta sinn í kvikmynd tveir af risum bandaríska kvikmyndaheimsins þau Henry Fonda og Katharine Hepbum. Bíóhöllin: Hvellurinn irk Mynd þessi verður vfst seint talin sú „endurkoma" sem John Travolta vonaði að hún yrði á ferli sfnum en hér leikur hann hljóðupptökumann sem tekur upp morð á háttsettum manni á segulband sitt og lendir í ýmsum ævintýmm vegna þess. Eins og flestar aðrar myndir De Palma er Hvellurinn tæknilega vel unninn þriller en með honum að gerð myndarinnar stendur einvalalið tækni- manna sem öðm fremur gerir myndina að ágætis afþreyingu. Bíóhöllin: Amerískur varúlfur í London kk Nokkuð smellin blanda af fyndni og hryllingi sem leikstjóranum John Landis hefur tekist að berja saman hér en myndin fjallar um tvo unga skólapilta á ferðalagi um England. Þeir verða fyrir árás varúlfs og lifir aðeins annar þeirra árásina af en breytist um leið í þetta óargadýr. Leikarar em mikið til óþekktir, fyrir utan Jenny Agutter, en þeir skila allir hlutverkum sínum með mikilli prýði. Regnboginn: Sólin ein var vitni ★★ Stór hluti rjómans af breskum leikumm skemmtir sér hér ágætlega við að fara í gegnum eina af sögum Agötu Christie í hlutverkum sem þeir allir þekkja frá A til ö. Myndin gerist á eyju í Adríahafinu, morð er framið og Poirot er á staðnum og tekur að sér að leysa málið. Gmnur fellur á marga en endirinn kemur á óvart eins og vera ber. Stjörnubíó: Einvígi Köngulóarmannsins O Léleg meðferð á einni vinsælustu teiknimyndahetju vestan hafs Köngu- lóarmanninum. Að þessu sinni á hann í höggi við óprúttna náunga í Hong Kong sem vilja koma kínverskum ráðherra undir græna torfu og fá þar með stóran byggingarsamning. Útvarpskyrming I viðbragðsstödu ■ Á sunnudaginn kl. 14.00 er á dagskrá útvarpsþátturinn „í viðbragðs- stöðu“ í umsjón Baldurs Kristjánsson- ar. Þetta er þáttur um björgunar- og slysavamarstarf, og verður rætt við forsvarsmenn landssamtaka björgun- arfólks, þá Ingvar F. Vilhjálmsson formann landssambands flugbjörgun- arsveita, Harald Henrysson og Reyni Agnarsson frá Slysavamarfélagi ís- lands og Tryggva Pál Friðriksson formann landssambands Hjálpar- sveita skáta. Þá verður rættvið einhverja sem eiga líf sitt að þakka fómfúsum aðgerðum björgunar- manna. Einnig verður rætt við Sigurjón Heiðarsson framkvæmdastjóra Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, en Hjálpar- stofnunin mun í byrjun september hrinda af stað í samvinnu við ofangreind samtök fjársöfnun til kaupa á fjarskiptabúnaði fyrir allar björgun- arsveitimar. Það er nauðsynleg en dýr fjárfesting, og verður rætt við Sigurjón um skipulag söfnunarinnar og fleira. Þátturinn er 45 mínútna Iangur. -SVJ ■ Þúsundir raanna um land allt eru í björgunarsveitum, og ef eitthvað bregður út af eru þeir komnir af stað. LOKSINS, LOKSINS! Nýja 33 sn. breiöskífan meö Tíbrá er komin í næstu hljómplötuverslun. Ath.: Platan kostar aöeins 165 kr. ] i i Heildsala — dreifing: Dolbít sf., Akranesi. Sími 93- 2735 OLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJ AN Íd H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Þú kemur með bflinn yið smyrjum hann og geymum meðan þú útréttar í miðbænum. Þjónusta í hjarta borgarinnar. Smurstöðin Hafnarstræti 23. S. 11968. útvarp Fimmtudagur 2. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bœn 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunori: Sig- ríður Jóhannesdóttir talar. 8.15 Veðurtregnir. Fomstugr. dagb. (útdr.) Tónleikar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Sumar er I sveltum" ettlr Guðrúnu Svelnsdóttur Amhildur Jónsdóttir lýkur lestrlnum (9). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurlregnir. 10.30 Morguntónleikar 11.00 Verslun og viðskipti Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 11.15 Létt tónlist 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fróttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Hljóð úr homl Þáttur í umsjá Stefáns Jökulssonar. 15.10 „Myndlr daganna", mlnnlngar séra Svelns Vlklngs Slgriður Schiðth les (11) 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurtregnir. 16.20 Laglð mltt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög bama fimmtudagur ■ Þátturinn „Svipmyndir frá Norð- firði“ er á dagskrá útvarps kl. 2235 á fimmtudaginn, og nefnist þessi þáttur Vetumóttakyrrur. Jónas Amason les úr samnefndri bók sinni. 17.00 Slðdeglstónlalkar 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldslns. 19.00 Fréttlr. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Ólalur Oddsson flytur þáttinn. 19.40 Á vettvangl 20.05 Elnsðngur I útvarpssal: Ragn- helður Guðmundsdóttlr syngur 20.30 Leikrit: „AldlnmaV eftlr Sigurð Róbertsson -1. þáttur Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir. Leikendur: Bessi Bjama- son, Þóra Friðriksdóttir og Andrés Sigurvinsson. 21.05 Pfanóetýður op. 25 eltir Frederic Chopin. 21.35 Á áttrœðlsafmœll Karla Póppera Hannes H. Gissurarson flytur síðara erindi sitt. 22.00 Tónlelkar 22.15 Veðurtregnir. Fróttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldslns 22.35 Svlpmyndlr frá Norðfirðl: „Vetur- nóttakyrruT Jónas Ámason les úr samnelndrl bók slnni. 23.00 Kvðldnótur Jón örn Marinósson kynnir tónlist. / 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. VIDEOBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 IvtoÉtoft1 einn MEÐ ÖLLIJ ★ Vídeómyndir ★ Vídeótæki ★ Vídeókasettur (óáteknar) ★ Vídeómynda vélar 1-3 túbu vélar. ★ Kasettuhylki. \ÍDEÓMNMNN ★ Sjónvörp ★ Kvikmyndavélar 16 mm ★ Allar myndir með réttindum ★ Yfírfærum 16 mm fílmur lit eða svart hvítar á vídeóka- settu. ★ Tiskusýningar - ★ Mannfagnaðir. Tök- um að okkur að mynda samkvæmið. Erum með öll tæki. \ÍD1ÓBXNÖNN bíídvr ★ ÖL ★ GOS ★ tóbak ★ SÆLGÆTI HJÁ OKKUR SÉRÐU HJÁ OKKUR FÆRÐU VIDEOBANKINN Laugaveg 134 sími 23479 i**-K“K-K+c-K

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.