Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 1
Droplaugarstadir - vidtöl bls. 8 og 9 Blað 1 Tvö blöð í dag Helgin 28.-29. ágúst 1982 194. tbl. - 66. árgangur Síöumúla 15—Pósthólf 370 Reykjavik—Ritstjórn 86300 — Auglýsingar 18300 — Afgreiðsla og áskrift 86300 — Kvöldsímar 86387 og 86392 kvikmynda- hornid: Vídeó- myndir — bls. 15 Framvinda efnahags- e álanna bls.6-7 Barbra fékk sér 2 ■fosid iá ýskum — bls. 5 Ríki og Reykjavíkurborg með glaðning til opinberra starfsmanna: EINHUÐA AÐ ■ Eldur kom upp í Kúbu, einni af verbúðum Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri skömmu eftir miðnættið aðfaranótt föstudagsins. Tveir menn voru í húsinu, þegar eldurinn kom upp, hvor í sínu herbergi, en aðrir íbúar hússins voru að heiman. Annar mannanna, sem voru heima, hafði sofnað mjög fast og töldu slökkviliðsmenn að hann hefði haft mikil samskipti við Bakkus fyrr um kvöldið. Eldurinn kom upp í herbergi hans, en varð ekki mjög mikill, en aftur á móti varð mikill reykur. Marianna Jensen, húsmóðir á Suð- ureyri var á leið heim til sín, þegar hún fann mikla brunalykt, en hún býr skammt frá Kúbu. Hún hélt fyrst að eldur væri í hennar húsi, og vakti son sinn. Hann varð þess fljótt var að eldurinn var í Kúbu og setti bruna- lúðurinn í gang. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og reykkafarar fóru inn í herbergið þar sem eldurinn kom upp. Þeir vöktu manninn og komu honum út og tókst að slökkva eldinn með handslökkvitækjum. Þegar íbú- inn var vel vaknaður í hreina loftinu fyrir utan, vildi hann fara aftur inn til að sækja eigur sínar. Hinn maðurinn bjó á efri hæðinni og var að gista sína fyrstu nótt á Suðureyri, hafði komið til starfa hjá Freyju þann sama dag. Hann leit fram á ganginn þegar hann varð var við umganginn og sá að mikill reykur var í stiganum. Hann varð þá felmtri sleginn, braut rúðu í herberginu, fór út um gluggann og klifraði upp á þak, þaðan sem honum var síðan bjargað af slökkviliðsmönnum. Hann hafði þá ekki enn jafnað sig af óttanum sem greip hann. Hann skarst nokkuð á höndum, við gluggabrotið. Báðir mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á ísafirði. SV. ■ Herbergið þar sem eldurinn kom upp var mikið skammt af eldi og reyk. Tímamynd Þorkell Diego GREIÐA LAUNAUPPBOT ■ Ríkið og Reykjavíkurborg hafa einhliða ákveðið að veita starfs- mönnum BSRB 2,9% uppbót á laun nú um mánaðamótin svo vísitöiu- skerðingin sem þessu nemur kemur ekki til með að hafa áhrif hjá BSRB mönnum. Þetta kom fyrst upp hjá fjár- málaráðuneytinu fyrir um hálfum mánuði en aftur á móti var gengið frá þessu af hálfu Reykjavíkurborgar á borgarráðsfundi í gær. Þröstur Ólafs- son aðstoðarmaður fjármálaráðherra hafði þetta að segja um ákvöröunina: „Þetta er ekki launauppbót. Þannig er að þegar ákveðið var að gera þessar breytingar sem felast í bráða- birgðalögunum, setja það í lög að 2,9% verða tekin af vísitölunni í samræmi við samninga ASf og VSÍ voru þau rök færð að allir yrðu að sitja við sama borð hvað snertir vísitölu í landinu . Hinsvegar hefur ekki nema hluti af starfsmönnum innan BSRB fengið þessa 4% grunnkaupshækkun sem ASÍ samdi um og var hluti af þeirra samningi sem leiddi af sér þessa vísitöluskerðingu l.sept. Nú hafa hvorki starfsmenn ríkis né bæja fengið þetta og til þess að þeir sitji við sama borð og ASÍ þótti rétt, þótt ekki væru komnir fram samning- ar, að borga upp í væntanlega kjarasamninga 2,9%. Þannig hafa þeir fengið af þessari 4% hækkun sem ASÍ samdi um, 2,9% og þá er talið að þeir sitji við sama borð. -FRI Eldur í verbúd á Sudureyri: Tveimur mönnum bjargað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.