Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 2 í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. ■ Ncrys Hugnes og maður hennar myndalökumaðurinn Patrick Turley, uppdubbuð að fara á frumsýningu. I stóra garðnum að leik með bömunum, Ben og Marie-Claire. NERYS HUGHES ER GLOB YFIR AD VERA EKKI FEGURÐARDÍS ■ „Fagrar leikkonur festast vanalega í einhverjum fegurð- argyðjuhlutverkum.sem eru oft hálfleiðinleg, og vissulega hlýtur það að takmarka úrval- ið sem leikkonan hefur og leikreynsla hennar verður harla einhliða. Nei, þá er betra að hafa „gúmmíandlit“ eins og ég hef, þá er hægt að breyta sér í allar mögulegar persónur, meira að scgja kynbombu, eins og þegar ég lék hana „Sexí-Söndru“ í sjónvarps- þáttunum „The Liver Birds“„. Þetta era ummæii Nerys Hughes, sem er orðin vinsæl lcikkona í Bretlandi, einkum þekkt úr sjónvarpsleikritum. Nerys hefur unnið við leikhús eins og Royal Shakespeare Company, og hún hefur leikið í leikritum eftir Ibsen og Chekhov, - en flestir muna eftir henni í heimalandi hennar sem Söndru. Þættirair „The Liver Birds“ voru með vin- sælustu gamanleikjum í sjón- varpinu breska, og nú fá áhorfendur aftur að sjá fram- haldsmyndaflokk, þar sem Nerys leikur. Þar leikur hún fráskilda konu með tvö upp- kornin böra, - sem fellur svo aftur fyrir fyrrverandi eigin- manni sínum og spinnast mörg spaugileg atvik út af þvi. Nerys er nú orðin 40 ára og segist vera hamingjusöm í einkalífi sínu. Hún er gift myndatökumanni, sem hefur unnið til margra verðlauna fyrir myndir sínar, eins og t.d. heimildamynd um Hong-Kong og margar fleiri. Hann heitir Patrick Turley og þau hjón eiga tvö böm, Ben átta ára og Marie-Claire, sem er þriggja ára. Fjölskyldan á heima í stóru gömlu húsi með garði í úthverfi Lundúna- borgar. „Við erum ánægð yfir hvað okkur gengur báðum vel í starfinu, en peningar eru þó ekki allt. Ég hikaði ekki við að taka nýlega að mér hlutverk í „Villiöndinni“ eftir Ibsen, þótt ég fengi lítið fyrir það,en það var svo áhugavert að fá að reyna sig í slíku leikriti,“ sagði leikkonan. Þau hjónin hafa barafóstra, sein hefur búið hjá þeim í mörg ár, og þau eru sammála um að bömin komi í fyrstu röð hjá þeim, - en starfið svo næst. - Ég var fegin að hætta í hlutverki „Sexí-Söndru“, sagði Nerys nýlega, - það var orðið hálferfitt að leika unga stuttklædda Liverpool-stelpu, þegar maður var að nálgast fertugsaldurinn, og það sem réði úrslitum hjá mér og gerði mér Ijóst að þetta gekk ekki lengur, var - þegar ég kom upp í leigubfl eftir erfiðan dag. Leigubflstjórinn virti mig ekki viðlits, - en hann hafði margar myndir af mér upplímdar í bflnum sínum, þar sera ég var í hlutverki Söndru. Ég skrifaði á eina myndina eiginhandar- áritun fyrir hann, en ég er hálfhrædd um, að hann hafi ekki trúað að ég væri Sandra! Barbra fær sér biór höfðu varla áttað sie á að þarna væri Streisand stórstjarna á ferðinni fyrr en hún var rokin á Farrah tældi ungan prins Það var upplit á fastagestunum á pöbbin- um Duke’s Head í Lond- on, sem er krá í Putney nálægt Thames-ánni, þegar inn sveif þar í mestu hádegisösinni hin fræga Barbra Streisand. Hún gekk rakleiðis að barborðinu og bað um þann sterkasta og besta bjór sem til væri á staðnum. í fylgd með henni var lífvörður, sem var einsog tröll. Hann gekk á hæla hennar inn á krána og stóð eins og klettur bak við Barbra á meðan hún skellti í sig úr bjórkrúsinni á mjög fag- mannlegan hátt. Þama í nánd við Duke’s Head var verið að taka upp kvikmynd sem Barbra lék í og vildi hún fá sér hressingu í hádeginu. Hún spurðist fyrir um það hvað væri vinsælasta hádegishress- ingin þarna í London, og ætlaði greinilega að fara eftir staðarvenjum. Henni var sagt að flestir færu inn á pöbb og fengju sér einn bjór og eitthvaö með. Hún sagð- ist alltaf vera í megrun, svo hún ætlaði bara að fá sér bjórinn, - en láta „eitthvað með“ eiga sig. Útkoman var sú, að stjarnan rauk inn á krána eins og fyrr er sagt, og var svo rösk við að drekka bjórinn sinn, að karlarnir á barnum ■ Farrah Fawcett, ameríska leikkonan margumtalaða, var nýlega á ferð í París ásamt ástmanni sínum Ryan O’Neal, en þau hafa verið saman síðan hún skildi við eiginmann sinn Lee Majors. Ryan cr 40 ára, en Farrah 34 ára, en nú gerðist það í París að Farrah varð hrifin af ungum ítölskum prinsi, Urbano Barberini, sem aðeins er 20 ára. Það byrjaði með óskapa rifrildi þeirra Ryans og Farrah, en bæði eru þau skapstór og í sambúð þeirra hefur gengið á ýmsu. En nú kastaði Farrah sér beint í arma hins unga prins, en Ryan dreif sig í burtu. Sagan segir að í þrjá daga og nætur í París hafi Farrah og prinsinn ckki komið út óríbóf hennar, nema til að borða kvöldverð á hótelinu. Nú eru þau, Farrah og O’Neal bæði í Los Angeles, - en búa ekki lengur undir sama þaki. dyr aftur með tröllaukna fylgdarmanninn á eftir sér. I dyrunum sneri hún sér við og kinkaði kolli til bargesta og þjóns og sagði stundarhátt. „Þetta var góður hádeg- isverður“. Casanova datt snjallræði í hug ■ Þear ríkissjóður okkar - og annarra þjóða - er að reyna að rétta við hag sinn með ríkis- happdrætti, þá skyldu forráða- mennirnir hugsa út í hverjum þeir eiga þá hugmynd að þakka. En það var hinn frægi elskhugi Casanova, sem upp- götvaði þessa aðferð, - eða svo segir sagan. Það var áríð 1764 að Casanova fór (eða hrökklað- ist) frá París, bæði vegna aðgangsharðra skuldheimtu- manna - og ekki síður vegna afbrýðissamra eiginmanna. Þá fór hann til Prússlands en þar stóð þannig á, að konungurinn þar í landi var alveg á hvínandi kúpunni. Þá fékk Casannva þá hue- mynd, að fá fólk til að kaupa ríkishappdrættisskuldabréf, og það þótti kóngi ágætt ráð og fólk varð hrifið af þessu tiltæki, - allir ætluðu að vinna! Happdrættið bjargaði prúss- neska kónginum, og síðan hafa þjóðhöfðngjar óspart notað þetta ráð elskhugans Casanova. Hefur Farrah sagt skilið við Ryan O’Neal?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.