Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 3 fréttir Beint flug frá Akureyri til Kaupmannahafnar: „Stórkostleg samgöngubót” ■ Flugleiðir hafa ákveðið að taka upp beint áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar næsta sumar og verður farin ein ferð á viku til að byrja með. Flogið verður frá Kaupmannahöfn um hádegið og brottför frá Akureyri verður kl. 17.00 Helgi Bergs bæjarstjóri á Akureyri sagði í samtali við Flugleiðamenn að þessi ákvörðun hefði í för með sér stórkostlega samgöngubót fyrir Akur- eyringa og væru þeir ánægðir með að geta farið beint til útlanda frá sínum heimabæ. Flugleiðir hafa um nokkurt skeið haft hug á að koma á beinu millilandaflugi til og frá Akureyri, en til þessa hefur flugvöllurinn þar ekki getað tekið við slíku með góðu móti. Nú eru hins vegar allar horfur á að flugbrautin á Akureyri verði lengd um 500 metra í haust, eða upp í tvö þúsund metra. Með þessari framkvæmd verður mögulegt fyrir fullhlaðnar vélar að athafna sig á vellinum. - FRI. ■ Verðlagsráð samþykkti í gær, 8,9% hækkun á bensíni frá og með deginum í dag. Hækkar bensínlítrinn því úr 11.20 kr. í 12.20 krónur. Um áramót kostaði bensínlítrinn 8.45 kr., svo hækkunin síðan er 44,4%. Þá hækkaði gasolía um 14,3% í dag og svartolía um 15,6%. Ekki er enn liðinn mánuður síðan bensín og olíuvörur hækkuðu síðast, en þessi nýja hækkun er afleiðing ný- orðinnar gengisfellingar. Raunar kvað verðlagsstjóri Georg Ólafsson að allt bensín og olíur sem selt hafi verið í þessum mánuði hafi verið selt á undirverði, þar sem verðið er greitt í dollurum eftirá. Aðrar hækkanir sem ákveðnar voru í gær eru 19,9% hækkun á smjörlíki, 24,2% á kafft, 16,5-19,2% á brauðum (þ.e. vísitölubrauðum) og hvorki meira né minna en 31.6% hækkun á saltfiski. Auk þess hækkuðu bíómiðar um 25% og gosdrykkir um 5% vegna mikillar hækkunar á sykri, en stutt er síðan gosdrykkir hækkuðu síðast. Að sögn verðlagsstjóra eru þessar hækkanir að meginhluta til afleiðingar gengisfellingarinnar nú um daginn svo og gengissigsins er var nokkuð mikið síðustu vikurnar þar áður. HEI Borgin lokuð vegna of mikils fjölda gesta: Voru nær 200 yfir kámarki ■ Hér er tínt af krafti, og útivistarinnar notið um leið og aflað er hráefnis í sultur og saft, en berjasprettan hefur víðast hvar á landinu verið mjög góð. Þessari ungu dömu, sem var í berjamó í góða veðrinu, fannst aldeilis óþarii að setja berin í fötu áður en þau voru borðuð, og tíndi bara beint upp í sig. TíntamyndtElla Verðlagsráð samþykkir hækkanir: BENSÍNLÍTERINN HÆKKAR UM 8.9% ,fBitnar fyrst og fremst á kúnnum okkar,” segir Sigurður Gíslason hótelstjóri ■ Skemmtistaðurinn Hótel Borg var lokaður í gærkvöldi vegna þess að fyrr í mánuðinum var of mörgum hleypt inn á staðinn. í tilfellum sem þessum grípur vínveitingaeftirlitið til þess að svipta skemmtistaði svokölluðu framlengingar- leyfi í eitt kvöld, en slíkt leyfi verða skemmtistaðir að hafa til að geta haldið dansleiki til kl. 3 að nóttu. „Þetta bitnar fyrst og fremst á kúnnum okkar“, sagði Sigurður Gísla- son hótelstjóri á Hótel Borg í samtali við Tímann. „í þessu stóra húsi hef ég hámark 446 manns og hef verið óhress með þá tölu, viljað að hún hækkaði en ekki fengið.“ Hvað fjöldann umrætt kvöld varðaði sagði Sigurður að hann hefði heyrt að fjöldinn hefði farið 40% framyfir leyfilegt hámark og því er um nær 200 manns að ræða. „Fjöldinn fór það mikið yfir leyfilegt hámark að ekki þótti stætt á öðru en grípa til þessa úrræðis að synja um framlengingarleyfi þetta kvöld," sagði Signý Sen fulltrúi lögreglustjóra í samtali við Tímann. Hótel Borg verður opin að venju í kvöld. - FRI. Faglegri umsögn Borgarskipulags um fbúðarbyggð norðan Grafarvogs: Hafnad í borgarráði ■ Á fundi borgarráðs í gær var tekin fyrir samhljóða samþykkt Skipulags- nefndar Reykjavíkur þar sem óskað er eftir því að Borgarskipulag Reykjavíkur geft faglega umsögn sína um fyrirhugaða íbúðabyggð sem ætlunin er að rísi norðan Grafarvogs, samkvæmt nýlegri samþykkt meirihluta borgarstjórnar. Var erindið borið upp í borgarráði og hlaut aðeins tvö atkvæði, þe. fulltrúa minnihluta flokkanna, en þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá náði tillagan ekki fram að ganga. Ekki verður því orðið við samhljóða sam- þykkt Skipulagsnefndar um að Borgar- skipulag gefi faglega umsögn um málið. Mikill ágreiningur varð í sumar í borgarstjórn þegar meirihluti borgar- stjórnar ákvað að keyra í gegn ákvörðun um næstu framtíðarbyggingarsvæði borgarinnar á Keldnalandi, áður en Borgarskipulagi væri gefinn kostur á að gefa umsögn sína um stefnubreytinguna. Skipulagsnefnd hefur fengið bakþanka hvað þetta atriði varðar og óskað eftir umsögninni, en nú hefur meirihluti sjálfstæðismanna í borgarráði komið í veg fyrir að samhljóða samþykkt hennar næði fram að ganga. - Kás. Berjasprett- an víðast g ■ Berjasprettan er góð víðast hvar á landinu, og alls staðar virðist vera mun meira af berjum en í fyrra, sem var óvenju lélegt berjaár. Á suður- og suðvesturlandi er víðast mikið af berjum, bæði krækiberjum og bláberjum, og var hljóðið í mönnum gott í sambandi við berjatínsluna. Sömu sögu er að segja af Vestfjörðum, þar er óvenju góð berjasspretta, nema helst að aðlbláberin þar hafa verið eitthvað sein að þroskast. Á Kirkjubæjarklaustri fengust þær fréttir hins vegar að þar væri fremur lítið af berjum, sérstaklega hefðu bláberin lítið látið sjá sig, og var svipaða sögu að segja frá öðrum stöðum á suðaustur- landi. Á norður og austurlandi er víðast mjög góð berjaspretta, til dæmis var heilmikið af berjum í Skagafirðinum, bæði bláber og krækiber, og er mikið af aðalbláberjum á norður og norðaustur- landi. SVJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.