Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 4 fréttir Gras fór að spretta undir verslunarmannahelgi í Snæfjallahreppi: „STÖNDUM HÉR VIB SÚTT f MEM PEYSUM, MEB TVENNA VETTUNGA” - „en skjótumst inn til kvennanna á milli og hlýjum okkur”, segir Jens Guðmundsson, bóndi á Bæjum ■ „Sem belur fer hefur betur ræst úr en á horfðist í júlí, þannig að heldur er nú bjartara yfir hugum manna. Það fór að spretta undir verslunarmannahelgina og spratt þá nokkuð vel fram undir miðjan ágúst þó víða hafi líka verið ákaflega léleg túnstykki innan um. En síðan hefur verið hálfgerður hraglandi,“ sagði Jens Guðmundsson bóndi á Bæjum í SnxQallahreppi. En þegar Tíminn rxddi síðast við Jens um miðjan júlí voru þar öll tún sviðin og gróðurl íil af margra vikna þurrki og kulda og jafnvel útlit að lítið hey fengist af þeim þetta sumarið. Heyskapinn sagði .lens hafa byrjað snemma í ágústmánuði og alls staðar standa yfir ennþá. Víða yrðu hey þó ekki næg handa þeim skepnum sem menn eiga, en menn væru líka farnir að kaupa hey, heyköggla og annað fóður frekar en að fækka fénaðinum," sagði Jens. - Það lítur þá ekki út fyrir að neinn flosni upp? - Nei það held ég að menn geri hér ekki fyrr en ekkert er eftir nema dauðinn í kringum þá. Hér eru harðjaxlar sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og standa hér úti í hálfgerðum gaddi til að kroppa einhvern andsk... ofan í rollurn- ar. Haust? Já það eru éljadrög hér niður alla dali og norðan strekkingur. Ég held að það sé ekki nema um 3ja stiga hiti hérna núna um hádaginn og jaðrar við frost á nóttunni. Við stöndum hér við slátt í þrem peysum, með tvenna vettlinga og kuldaúlpuna reyrða undir kverk. En síðan skjótumst við inn til kvennanna á milli og hlýjum okkur á kaffi og pönnukökum. En þrátt fyrir allt er þetta miklu betra líf en hjá ykkur með helv.. pappírsdraslið allt milli handanna. - í>að hefur þá verið stutt hjá ykkur sumarið? - Sumar, þetta er ekkert sumar. { mesta lagi svona hálfur mánuður sem kailast getur sumar. - Er ekki gott berjaland í kringum ykkur? - Berin eru að vísu ósköp smá ennþá, en það má ekki vanþakka guði og náttúrunni sem er að reyna að útdeila okkur af ávöxtum sínum. Fólk tínir af fullum krafti, kemur heim með fjórð- ungsfötu í hvorri hendi eftir að tína í dagsstund. En það verður að hafa vettlinga og berja sér á meðan það er að tína. „Jú, mikil ósköp saftin rennur hér í hverju eldhúsi eins og í vínverksmiðju þessa dagana. Og það verður ekki að því að spyrja að menn verða miklir fjörkálfar þegar allur þessi kraftur fer að bera árangur,“ sagði Jens á Bæjum léttur í máli að vanda. - HEI stuttar fréttir „Þetta er ömurlegt - steindauður bær” ■ VESTMANNAEYJAR: „Þctta cr ömurlegt í einu orði sagt, steindauður bær. Það er vonlaust að það geti gengið svona til lengdar að loka öllum stöðvunum í heilan mánuð. Það væri í lagi að þær lokuðu til skiptis, en alveg fráleitt að loka öllu í einu. Það hafa t.d. ekki allir cfni á því að fara í frí í heilan mánuð“, sagði Bergvin Oddsson skipstjóri á Glófaxa í Vestmanna- eyjum þegar við röbbuðum við hann rétt fyrir síðustu helgi, þ.e. rétt áður en frystihúsin opnuðu aftur eftir að hafa verið lokuð frá því í vikunni fyrir þjóðhátíð. Bergvin sagðist bara fiska í net - fer ekki á troll - og auk þess veiða síld á haustin. Hann kvaðst því hafa notað sumarið til að mála bátinn og gera við. En byrjað svo aftur á netum þegar netaveiðibanninu lauk hinn 15. ágúst. „Við fáum fyrst og fremst ufsa. Það er bara ágætt við erum búnir að fá um 25 tonn eftir að hafa dregið 4 sinnum. Fjórir aðrir bátar eru byrjaðir og það er líka þolanlegt kropp hjá þeim. Já, það virðist greinilega vaxandi ufsi á miðunum. Á vertíðinni var mikill ufsi á haustin fyrir nokkrum árum. Hann hvarf svo og hefur varla sést í svona 4-6 ár, en er sem fyrr segir að aukast aftur,“ sagði Bergvin. Hann taldi að 5 Eyjabátar myndi verða á netaveiðum nú næstu vikurnar eða þar til hringnótabátar mega fara að veiða síld þann 20. september. _ hEI Þrír verka- mannabú- stadir af- hentir í Vlk ■ VÍK í MÝRDAL: Stjórn verka- mannabústaða í Hvammshreppi af- henti mánudaginn 16. ágúst þrjár íbúðir af fjórum, sem byggðar hafa verið samkvæmt lögum frá 1980. Formaður stjórnar, Birgir Hinriks- son, afhenti hinum nýju eigendum lykla að íbúðunum. íbúðir þessar eru í tveim húsum, tvær í hvoru húsi, um 120 fermetrar hver á tveim hæðum. Húsin eru byggð úr timbri á steyptum grunni og kla’dd utan með stáli. íbúðunum er skilað fullbúnum með frágenginni lóð. Teiknistofan Óðinstorg sá um hönnun húsanna. Verktakar voru tveir, Kaupfélag Skaftfellinga og Byggingarfélagið Klakkurh.f. Heild- arkostnaður á íbúð var um 736 þús. kr. auk vaxta og verðbóta á byggingartímanum. Málverka- sýning í Skálholti ■ ARNESSÝSLA: í gær opnaði Hjálmar Þorsteinsson málverkasýn- ingu í Skálholti. Á sýningunni eru 15 málverk og 25 vatnslitamyndir. Sýningin er opnuð í tengsjum við orgarnistanámskeið sem Haukur Guðlaugsson sér nú um í Skálholti þessa dagana. Sýningin sem er sölusýning verður opin daglega til 2. september. Haukur Þorsteinsson er frá Akra- nesi, en dvaldi í Danmörku s.l. vetur. Síðast hélt hann sýningu í Listasafni alþýðu í mars s.l. - HEI ■ Einar Birnir, formaður FÍS og Torben Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, ásamt starfsfólki á hinni nýju skrifstofu félagsins á 5. hæð Húss verslunarinnar. Tímamynd: Eila Stórkaupmenn: Flytja í hús verslun- arinnar r ■ Skrifstofa Félags íslenskra stórkaup- manna opnaði í nýju húsnæði í Húsi verslunarinnar. Eigendur hússins eru auk félagsins; Verzlunarbanki íslands, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Kaupmannasamtök ís- lands, Verzlunarráð íslands, Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur og Bílgreina- sambandið, en arkitektar hússins eru Ingimundur Sveinsson og Einar Þor- steinn Ásgeirsson. Skrifstofa Félags íslenskra stórkaup- manna var áður til húsa að Tjarnargötu 14, en skrifstofan er nú staðsett á 5. hæð Húss verslunarinnar. -SVJ ■ Hús verslunarinnar í Kringiumýri,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.