Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Kennara vantar aö Grunnskóla Eskifjarðar. Meðal kennslugreina er danska. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 97-6182. Raflagnír Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir,gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fullkomna þjónustu sína. Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki 5! SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44666 Bakari Brauðgerð K.B. Borgarnesi óskar eftir að ráða bakara til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefa Albert Þorkelsson og Georg Hermannsson í síma 93-7200. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi. Nýir bílar Leitid upplýsinga - Notaðir bílar ÞÚ KEMUR - OG SEMUR BÍLASALAN BUK s/f SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 Ull MIÐSTÖÐIIV ^AÐALSTRÆTI 9 S. 28133. m FRÉTTASKÝRENDUR bíða mef vaxandi eftirvæntingu eftir fylkiskosn- ingum í Hessen, en úrslit þeirra get; hæglega leitt til stjómarskipta í Bonn. Tæpur mánuður er nú til kosninganna. Urslitin í Hessen geta einnig leitttil þess, að nýr maður bætist í hóp þeirra. sem keppa um að verða kanslaraefni kristilegra demókrata í næstu kosning- um til sambandsþingsins í Bonn. Úrslit í Hessen urðu þau, þegar síðast var kosið til fylkisþingsins, að sósíal- demókratar fengu 46% greiddra at- kvæða, kristilegir demókratar 44,3% og frjálslyndir demókratar 6,6%. Eftir kosningarnar gengu frjálslyndir demókratar til samstarfs við sósíaldemó- krata. Samsteypustjórn þeirra hefur síðan farið með völd í Hessen. Nú er Ijóst, að slík sambræðslustjórn verður ekki mynduð þar aftur. Síðan fylkiskosningamar fóru fram fyrir fjórum árum, benda skoðanakann- anir til að verulegar breytingar hafi orðið á fylgi flokkanna. Mest áberandi er tap sósíaldemókrata. Þeim er spáð í besta falli 40% greiddra atkvæða. Spárnar eru ekki heldur hagstæðar frjálslyndum demókrötum. Það mætti jafnvel draga af spánum þær ályktanir, að frjálslyndir næðu ekki þeim 5% greiddra atkvæða, sem þarf til þess að fá fulltrúa kjörna. Á flokksþingi, sem frjálslyndir í Hessen héldu í júnímánuði síðastliðnum ■ Alfred Dregger Þriggja vikna feröir til BENIDORM 14. september og 5. október. í feröinni 5. október gefst kostur á 2—4 daga viödvöl í London á bakaleiðinni. Benidorm ferð aldraðra: Sérstök ferö eldri borgara 5. október í milt haustið á strönd BENIDORM. Sérlega þægileg ferö, í fylgd hjúkrunarfræöings. Nánar auglýst síðar. c/) O li cú < riðar stjómin í Bonn Úrslitin í varð niðurstaðan sú, að ekki væri ráðlegt að halda áfram stjórnarsamvinnu við sósíaldemókrata. Meirihlutinn ákvað að kjósa heldur samstarf við kristilega demókrata og að lýsa því yfir fyrir kosningarnar. FYLGISTAP sósíaldemókrata og skoðanaskipti frjálsra demókrata gætu bent til þess, að kristilegir demókratar ættu hagstæð úrslit í vændum. Þetta er þó ekki talið öruggt. Flokkur umhverfismanna gæti hér gert strik í reikninginn. Þeir munu draga verulegt fylgi frá sósíaldemó- krötum og frjálslyndum. í fyrra fengu þeir fulltrúa kjöma í borgarstjórnina í Frankfurt, sem er aðalborgin í Hessen. Það þykir ekki útilokað, að þeir fái fulltrúa kjörna á fylkisþingið. Kristilegir demókratar setja sér að sjálfsögðu það mark að fá hreinan meirihluta. Takist það ekki, munu þeir ekki hafna samvinnu við frjálslynda demókrata. Forustumenn þeirra, þó einkum Alfred Dregger, láta í það skína að þeir hefðu talið eðlilegra að frjálslyndir demókratar stigu sporið til fulls og segðu einnig skilið við sósíaldemókrata í ríkisstjórninni íBonn. Þetta valdi því, að ekki sé fullkomlega hægt að treysta þeim. Þó verði að reyna á það, ef þörf krefur. Af hálfu Hans Dietrich Genscher, formanns frjálslyndra demókrata, er því yfirlýst, að sú breyting, sem hafi orðið á stöðu flokksins í Hessen, gildi ekki um flokkinn í heild. Sú afstaða hans sé óbreytt að halda áfram samvinnunni um ríkisstjómina við sósíaldemókrata til loka kjörtímabilsins, sem er haustið 1984. Það hafi hins vegar ekki áhrif á hvemig flokkurinn hagar samstarfi sínu í fylkjunum. Þar geti oft ráðið önnur sjónarmið. Þrátt fyrir þetta, eru flestir frétta- skýrendur á því máli, að stjórnarsam- vinna sósíaldemókrata og frjálslyndra eigi ekki langt líf fyrir höndum, ef frjálslyndir missa fulltrúa sína á fylkis- þinginu í Bonn eða sósíaldemókratar verði fyrir miklu áfalli, þá geti orðið skammt til samvinnuslita. LEIÐTOGI kristilegra demókrata í Hessen, Alfred Dregger, er meðal umdeildustu stjómmálamanna í Vestur- þýskalandi. Hann er ásamt Franz Josef Strauss aðaldýrlingur hægri arms kristi- legra demókrata. Það eru fimmtán ár síðan Alfred Dregger tók við forustu kristilegra demókrata í Hessen. Flokkurinn hafði í næstu fylkiskosningum á undan ekki hlotið nema 26,6% greiddra atkvæða. Hann tók fljótt að eflast undir fomstu Dreggers og þarf nú ekki að bæta við sig nema örfáum prósentum til að fá hreinan meirihluta. Því verður ekki neitað, að Dregger er áhrifamikill áróðursmaður, og hægri boðskapurinn, sem hann hefur flutt, hefur fallið mörgum í geð. Hann er harður andstæðingur kommúnista en er ekki eins skeleggur gegn öðrum ein- ræðisstefnum. Þannig hefur hann heim- sótt Chile, Braziliu og Argentínu og látið ekki illa af. Hann hefur einnig ferðazt til Suður-Afríku og lætur vel af ýmsu þar. Hann fer ekki dult með, að hann var í hernum á stríðsárunum og ber venjulega á sér byssu til að minna á það. Um skeið var verulega rætt um Dregger sem vænlegt kanslaraefni kristi- Iegra demókrata, þar sem hann full- ■ Holger Bömer, forsætis- ráðherra í Hessen er vinsxll og getur það styrkt sósíaldemó- krata nægði hugmyndum margra um „sterk- an“ foringja. Nokkuð hefur dregið úr þessu í seinni tíð og Dregger heldur horfið í skuggann. Hann hefur dregið þær ályktanir af þessu, að málflutningur hans er ekki með eins miklum hægri svip og áður. Ef kristilegir demókratar fá meiri- hluta í fylkiskosningunum í Hessen, verður það vafalítið vatn á myllu Dreggers. Hann kemst þá áreiðanlega í hóp þeirra, er koma til greina sem kanslaraefni kristilegra dcmókrata. Sennilega gefur hann þó ekki kost á sér, ef Strauss reynir að verða kanslaraefni flokksins áfram. Dragi Strauss sig í hlé, mun Dregger ekki draga sig í hlé. Hins vegar er ekki víst, að hann hljóti stuðning Strauss. Strauss er talinn mótfallinn því að fá „sterkan" kanslara eftir að hann sjálfur er genginn úr leik. Hann stefnir þá sennilega að því að verða utanríkisráðherra og kærir sig þá ekkert um að hafa „sterkan" kanslara sér við hlið. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.