Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar- Tímans: lllugi Jökulsson. Ðlaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Ðjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir,lngólfur Hannes- son (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Meirihluti Al- þingis á ad ráða ■ Það er athyglisvert, að Morgunblaðið rifjar upp í forustugrein sinni í gær, hvernig ástatt var á þingi haustið 1958 eftir myndun minnihlutastjórnar Alþýðu- flokksins. Stjórnin naut stuðnings og hlutleysis Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins, sem hét þá Sósíalistaflokkur. Hlutleysi Alþýðubandalagsins var þó bundið því skilyrði, að það myndi ekki styðja efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar, þar sem í því fólst lækkun á umsömdu grunnkaupi. Staðan var þá sú á Alþingi, að Framsóknarflokkur- inn og Alþýðubandalagið höfðu meirihluta í efri deild, en voru í minnihluta í sameinuðu þingi og neðri.deild. Framsóknarflokkurinn, sem var eini stjórnarandstöðuflokkurinn, átti því kost á að fella efnahagsfrumvarpið í efri deild. Hann hafnaði því að nota þessa afstöðu sína. Því réðu tvær ástæður. Fyrri ástæðan var sú, að hann taldi sitthvað í frumvarpinu til bóta og í samræmi við það, sem hann hafði haldið fram. Síðari ástæðan var sú, og hún var jafnvel öllu þýðingarmeiri frá sjónarmiði aðaiforingja flokksins þá, Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, að þingræðislega væri rangt, að minnihluti þingmanna notaði sér öfugsnúið deildafyrirkomulag til að fella mál, sem naut stuðnings meirihluta þingmanna. Niðurstaða Framsóknarflokksins var því sú, að hann sat hjá við atkvæðagreiðslur um frumvarpið. Það liggur ljóst fyrir, að bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar njóta stuðnings 31 þingmanns eða meiri- hluta þingmanna. Það er ekki vitað, hver endanleg afstaða annarra þingmanna verður, þegar atkvæða- greiðslan fer fram í þinginu. Segjum samt, að þeir greiði allir atkvæði móti frumvarpinu, sem er þó harla ólíklegt. Samt yrðu ekki nema 29 þingmenn á móti frumvarpinu eða minnihluti þingsins. Það væri raunverulegt brot á þingræðinu, ef slíkur minnihluti notaði sér úrelt deildafyrirkomulag til þess að koma í veg fyrir, að meirihluti þingsins kæmi vilja sínum fram. Ef þingmenn færu almennt að nota sér þetta úrelta fyrirkomulag, gæti það leitt til upplausnar og stjórnleysis á Alþingi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að Framsóknarflokkurinn hefur lagt til í stjórnarskrárnefnd, að Alþingi verði ein málstofa. Það sýnir öfgarnar og ofstækið, sem nú ríkir í herbúðum forustumanna Geirsarmsins, að þeir ætla að nota úrelt og rangt fyrirkomulag til þess að ná sér niðri á Gunnari Thoroddsen og fella löggjöf, sem þeir í hjarta sínu eru þó fylgjandi. Þessi afstaða Geirsarmsins vekur enn meiri furðu, þegar þess er gætt, að hér er um bráðabirgðalög að ræða, sem eru næstum samhljóða efnahagslögunum, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn beittu sér fyrir í febrúar 1978. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi þá harðlega og réttilega bolabrögðin, sem notuð voru til að koma þeim lögum fyrir kattarnef, en ástand efnahagsmála og atvinnumála væri nú annað og betra, ef lögin hefðu fengið að njóta sín, og einnig hagur launþega. Þrátt fyrir þessa reynslu, hyggst Geirsarmurinn nú grípa til álíka bolabragða með því að hagnýta sér úr- elta deildaskipun til að koma í veg fyrir að þingviljinn fái að njóta sín. Finnst þjóðinni þetta vera traustvekjandi vinnu- brögð? P.Þ. Tómas Árnason, viðski|)tarádherra: Framvinda efnahagsmála — Niðurtalning 1981 skilaði bestum árangri Niðurtalning 1981: Seinast á árinu 1980 var spáð 70-80% verðbólgu á árinu 1981, ef ekkert væri að gert. Með efnahagsáætlun ríkisstjórnar- innar 31. desember 1980 voru eftirfar- andi aðgerðir framkvæmdar: 1) Aðhald í verðlagsmálum, vöru og þjónustu. 2) Skerðing verðbóta á laun um 7% 1. mars 1981. 3) Samsvarandi lækkun fiskverðs og landbúnaðarvara. 4) Lækkun vaxta. 5) Lækkun skatta á lægri tekjum. 6) Lækkun aðflutningsgjalda. 7) Aðhald í peningamálum, gengismál- um og fjármálum ríkisins. Framsóknarflokkurinn lagði í önd- verðu áherslu á, að þessar aðgerðir væru fyrsta skrefið til raunhæfrar niðurtaln ingar verðbólgu. 1 útvarpsumræðum frá Alþingi 19. maí 1981 sagði ég orðrétt: „Framsóknarflokkurinn leggur ríka áherslu á, að þessum ráðstöfunum verði fylgt eftir með aðgerðum síðar á árinu (1981) til að tryggja áfram hjöðnun verðbólgunnar". f>ví miður var það ekki gert og þess vegna hækkaði verðbólga á nýjan leik í árslokin. Tímabilið frá áramótum til haustsins 1981 er í reynd eina samfellda tímabil niðurtalningar verðbólgu, þótt sú niður- talning hafi ekki verið útfærð nákvæm- lega eins og við framsóknarmenn hefðum kosið. Árangurinn varð sá, að í stað þess, að verðbólga stefndi í 70-80% um áramótin var hún að mati Seðlabank- ans komin niður í 40,2% í ágúst 1981. Jafnframt hafði sparnaður stóraukist innanlands, gjaldeyrisstaðan batnað til mikilla muna og kaupmáttur launa hækkað verulega frá því sem ella hefði orðið. Skýrsla ríkisstjómarinnar um aðgerðir í efnahags- málum, janúar 1982 Vegna þess, að niðurtalningunni var ekki fylgt nægilega eftir haustið 1981 hækkaði verðbólga seinast á árinu, þótt hún yrði 41,2% frá upphafi til loka ársins. Ekki fengust fram aðgerðir fyrir áramót. Pað var svo ekki fyrr en í lok janúar á þessu ári, sem ríkisstjórnin gerði skammtíma ráðstafanir til þess að hamla gegn verðbólgu og reyna að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuvega og kaup- mátt launa. Efnahagsáföllin. Þjóðarframleiðsla fslendinga hefur vaxið frá ári til árs seinustu áratugi, ef frá eru skilin árin 1967 og 1968, þegar síldin hvarf og verðfall varð á útflutn- ingsafurðum og 1975 vegna olíukrepp- unnar. Árið 1981 óx þjóðarframleiðsla um 1,5% og viðskipti við útlönd voru neikvæð um 5% af þjóðarframleiðslu. Þjóðhagsspá frá mars 1982 spáði, að þjóðarframleiðsla myndi minnka á þessu ári um 1% og viðskiptahalli yrði neikvæður um 4,5% af þjóðarfram- leiðslu. Samdráttur fór að gera vart við sig í alþjóðlegum viðskiptum og þetta hafði fljótlega áhrif á íslenskt efnahagslíf. f júní mánuði sáu menn fram á mikil efnahagsáföll vegna aflabrests og sölu- tregðu á útflutningsafurðum og verð- lækkun. Pá spáði Þjóðhagsstofnun allt að 6% minni þjóðartekjum en í fyrra og að viðskipti við útlönd yrðu neikvæð um allt að 9% af þjóðartekjum. Þetta mun nálgast erfiðleikaárin 1974 og 1975, en þá var þetta sama hlutfall -11 % hvort ár. Þessar staðreyndir sýna, hversu mikil áföllin eru og hve skyndilega og óvænt þjóðin stóð frammi fyrir þeim. Auðvitað verður stjórnarandstaðan að viðurkenna, að þessi umskipti hafa haft gróflega mikil áhrif á alla framvindu efnahagsmála og hafa beinlínis lagt þá skyldu á ríkisstjórn að bregðast hart við. Kjarasamningar Þótt rétt sé, að kjarasamningamir frá júnímánuði hafi verið hóflegri en stundum áður, verður þeirri staðreynd ekki haggað, að þjóðin getur ekki hækkað grunnlaun í landinu, sem hækka framleiðslukostnað um 7-8% á sama tíma og þjóðartekjur lækka um allt að 7%. í raun og veru þýðir þetta allt að 15% hækkun verðbólgu, þegar áhrifin eru að fullu komin fram, ofan á það, sem fyrir var. Nei, íslendingar verða að læra að lifa ekki um efni fram. TiIIögur Framsóknar- manna um aðgerðir Samningar stjórnaraðilanna um að- gerðir í efnahagsmálum hafa tekið miklu lengri tíma en æskilegt hefði verið. Þar hafa komið fram ólík sjónarmið, sem ekki er rétt að ræða svo mjög á þessu stigi málsins. Framsóknarflokkurinn samþykkti formlega tillögu af sinni hálfu 21. júlí s.l. og lagði fram í ríkisstjórn. Þessar tillögur fela í sér þau meginmarkmið, að haldið verði uppi nægri atvinnu, komið á jöfnuði í utanríkisviðskiptum og afkoma útflutningsatvinnuveganna treyst og framleiðsla aukin. Ennfremur að vinna að hjöðnun verðbólgunnar. Framsóknarflokkurinn lagði til, að framkvæmd yrði samræmd stefna í efnahagsmálum, sem byggði á því, sem þjóðin hefur raunverulega úr að spila. Framsóknarflokkurinn hefir alla tíð rekið raunsæispólitík, sem tekur mið af því mögulega og hefur ekki haft uppi áróður um, að hægt sé að halda lífskjörum, sem verðmætasköpun lands- manna stendur ekki undir. Þess vegna þarf Framsóknarflokkurinn ekkert að éta ofan í sig. Han gjörðir eru í samræmi við málflutninginn. Hins vegar leggur flokkurinn megináherslu á, að allar stéttir þjóðfélagsins taki réttlátan þátt í nauðsynlegum efnahagsaðgerðum. Aðgerðir ríkisstjórnar- innar Það liggur fyrir, að án aðgerða myndi verðbólga í landinu verða allt að 80% innan nokkurra mánaða. Enginn ábyrg- ur aðili getur horft á þetta aðgerðarlaus. Þetta viðurkenna allir í einrúmi, en margir foringjar hinna ýmsuþrystihópa setja fram hin hörðustu mótmæli opinberlega. Að mati okkar framsóknarmanna voru eftirtalin atriði í aðgerðum ríkis- stjómarinnar þýðingarmest. 1) Gengislækkun til að bæta stöðu útflutningsatvinnuvega og draga úr viðskiptahalla. 2) Skerðing verðbóta á laun til þess að draga úr víxlgangi verðlags og launa og forða allt að 80% verðbólgu og þar með algerri upplausn og atvinnuleysi. 3) Að verja lægstu laun eins og unnt er fyrir þeim samdrætti, sem orðið hefur í þjóðartekjum. 4) Að undangengnum frekari viðræðum við aðila vinnumarkaðarins, verði tekið upp nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun, með hliðsjón af hugmyndum viðræðu- nefndar um vísitölumál, þannig að Fjölmennum ad Húnavöllum ■ Senn líður að þingi Sambands ungra Framsóknarmanna, sem haldið verður að Húnavöllum 3.-5. sept. n.k. Full ástæða er til að hvetja ungt fólk innan Framsóknarflokksins til að sækja þetta þing svo og ungt fólk sem ekki enn er formlega gengið í flokkinn, en vill kynnast störfum og stefnu Framsóknar- flokksins. Það er velkomið. Stjórn SUF bindur miklar vonir við að þátttaka verði góð og að hin veglega dagskrá hvetji sem flesta til að koma að Húnavöllum, eina helgi og ræða þjóðfélagsmál. Gerum okkur grein fyrir því, að nú eru að harðna byliir á veðurdal íslenskra stjórnmála. Á næstu vikum og mánuðum verður fast sótt að Framsóknarflokknum og forystumönnum hans. Ástæða þess er ekki síst sú, að flokkurinn var sigur- vegari síðustu alþingiskosninga og er kjölfestan í starfi ríkisstjórnarinnar. Þessi ríkisstjórn átti sér háleit mark- mið, mörg þeirra eru í höfn, önnur hefur rekið undan, vegna óvæntra áfalla. Þessum áföllum hefur verið mætt með aðgerðum, sem kannski virðast sár í svip en hafa þegar litið er til baka, orðið þjóðinni heilladrjúg. í raun orðið það heilladrjúg, að þau vandamá! sem okkur hrjá, eru smá- munir hjá þeim gífurlega vanda, sem margar aðrar þjóðir standa nú frammi fyrir. Er þar skemmst að minnast orða forsætisráðherra Danmerkur, sem hann viðhafði hér á dögunum og birt voru í Morgunblaðinu í þessari fyrirsögn: „Vandamál íslendinga eru stór, en okkar vandamál mun alvarlegri". íhaldið í Bretlandi svifti hundrað þúsund manns vinnunni í júlí með stefnu sinni og er nú sjötti hver maður atvinnulaus í því landi. Staðreyndin er auðvitað sú, að við stöndum frammi fyrir vanda, en sá vandi er ekki stærri en það, að ef samstillt átak allra næst, er hann í sjónmáli. Framsóknarflokkurinn hóf það mikla umbótastarf sem átt hefur sér stað hér á landi á síðustu árum, í upphafi síðasta áratugs. Merkiframfarannaogvelmeg - unar eru alls staðar augljós. Húsin, heimilin, bílarnir, ferðalögin og margt fleira segir sína sögu. Hvar sem farið er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.