Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.08.1982, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1982 8 9 fréttafrásögn fréttafrásögn Nýjungamar komafrá BRIDGES ÍSGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem viö nefnum „ÍSGRIP11. „ÍSGRIP11 hefur þá eiginleika aö haröna ekki í kuldum, heldur helst þaö mjúkt og gefur þannig sérstaklega góöa spyrnu í snjó og hálku. „ISGRIP“ dekkin eru ennfremur með sérstyrktum hliöum (Superfiller) sem veitir aukiö öryggi við akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veöráttu eins og á íslandi. Öryggiö í fyrirrúmi meö BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. Skoöið Bridgestone „ÍSGRIP“ J j á sýningunni Heimilið og fjölskyldan ’82 j BRIOQE STONE á Islandi BlLABORG HF. Smiðshöföa 23, sími 812 99. vistkona á Droplaugarstöðum ■ „Mcr fcllur vistin bara vel. Ég var áður á svipaðri stofnun við Furugerðið. Þar var mun rólegra, fíerra fólk. En ég kann vel við mig meðal fólks svo ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Guðrún Guðbrandsdóttir, á tíræðisaldri, þegar Tíminn heimsótti hana á Droplaugar- stöðum, nýja visthcimilið fyrir aldraða við Snorrabrautina í Reykjavík. „Það er svo sem ekki margt sem við gerum hérna. Ég geng mest um gólf og spjalla við fólkið. Okkur semur hreint ágætlega þótt ekki séum við öll á sömu skoðun í pólitíkinni. Ég hef alltaf verið með Framsóknarflokknum frá því Jónas frá Hriflu var uppi. Hann var mætur maður sem kom mörgu í verk. Ég hef líka alltaf keypt Tímann. Undanfarin ár hef ég fengið hann ókeypis. Ég er nokkurs konar heiðursáskrifandi. Þegar ég frétti að þið væruð frá Tímanum hélt ég að þið ætluðuð að rukka mig. Mér finnst nefnilega alltaf eins og ég skuldi áskriftargjöldin þótt ég viti að svo er ekki,“ sagði Guðrún. - Sjó. „Verðum að gera það sem við getum sjálf” — segir Valgerdur Þórðardóttir ■ Guðrún Guðbrandsdóttir, hátt á tíræðisaldri og hefur lesið Tímann frá upphafi útgáfu hans. ■ „Ég er eins mikið úti undir bcrum himni og mögulegt er, sérstaklega meðan sólin skín. Hún gerir mann frískan og þar af leiðandi ánægðarí með lífið og tilvcruna," sagði Valgerður Þórðardóttir, þegar við hittum hana þar sem hún var að sóla sig á svölum Droplaugarstaða. „Ég er stundum meiríhluta dagsins héma á svölunum. Mér finnst það nokkuð skrítið að þær em byggðar þannig að sólin skín ekki á þær nema hluta úr degi, hún kemur ekki fyrir þakið fyrr en síðdegis,“ sagði Valgerður. „Það er ýmislegt hægt að gera sér til dægrastyttingar þótt á elliheimili sé komið. Þegar fólk er orðið gamalt, er stundum ærið verkefni að bjarga sér sjálfur. Ef maður gerir það eins og kostur er þarf manni ekki að leiðast vegna verkefnaskorts. Hér em allir elskulegir við okkur og vilja allt fyrir okkur gera, það er auðvitað gott, því óneitanlega þurfum við hjálp við margt, en við verðum að gera það sem við getum sjálf, upp á eigin spýtur,“ sagði Valgerður. ■ „Þótt konur séu í miklum meirihluta, hef ég ekki orðið var við að við karlamir búum við konu- ríki,“ segir Guðmundur I. Guðmundsson. ■ Helga Þorgilsdóttir, fyrrverandi yfírkennari. „Videó er nauðsyn- á svona — segir Guðmundur í. Gudmundsson, fyrrverandi sjómaður ■ „Ég hef veríð hér hátt á annan mánuð og er strax farið að iíka mjög vel. Það er allt gert fyrir okkur og við getum lifað áhyggjulausu lífi,“ sagði Guðmund- ur í. Guðmundsson, áttræður vistmaður á Droplaugarstöðum. „Ég kom hingað beint frá Svíþjóð þar sem ég var í heimsókn hjá sonum mínum. Þeir eru þrír búsettir þar ytra, en sá Ijórði býr héma í Reykjavík. Auðvitað er nokkuð erfitt að eiga þrjú af Ijómm bömum sínum erlcndis. Én þeir hafa það gott ytra og meðan svo er sætti ég mig alveg við það. Svo hef ég líka notað flest tækifærí til að heimsækja þá,“ sagði Guðmundur. - Nú gengur þú við tvær hækjur. Áttu ekki erfitt með að ferðast milli landa? „Það er ekkert auðveldara en að ferðast milli landa. Það er setið á rassinum í öllum farartækjum, bílum, lestum og flugvélum. Ég þreytist ekki einu sinni á því.“ - Hvernig verjið þið deginum? „Það er nú ekki margt sem við gerum, a.m.k. ekki ég. Geng að vísu svolítið um gangana, kíki út annað slagið, horfi á sjónvarp þegar það er og video sem stundum er í gangi hérna. Nú svo spjalla ég við fólkið, starfsfólk og vistfólk." - Þú nefndir video, horfið þið mikið á það? „Já það gerum við. Sérstaklega á fimmtudögum þegar ekkert sjónvarp er. Á svona stað er nauðsynlegt að hafa video, því margir hafa ekki við annað að vera en að horfa á sjónvarp.“ - Er ekki gripið í spil? „Það eru nú spil héma á flestum borðum, en enn sem komið er eru þau lítið notuð. Það breytist kannski þegar fólk kynnist betur. Við höfum verið hérna svo stutt, að það eru ekki allir búnir að kynnast." - Hér eru konur í miklum meirihluta. Finnst þér stundum að þú búir við konuríki? „Nei. Það finnst mér alls ekki. Þótt konurnar séu þrjátíu á móti sex körlum verð ég ekki var við að þær hafi meiri áhrif en við. Þær eru allar elskulegar og skemmtilegar,*' sagði Guðmundur. - Sjó. ■ Valgerður Þórðardóttir notar hvert tækifæri sem gefst til að vera úti undir berum himni. ■ „Ég vildi bara að þjóðin gæti veitt öllu öldruðu og einmana fólki þá aðhlynningu sem við fáum héma á Droplaugarstöðum. Hér er í einu orði sagt dásamlegt að vera,“ sagði Helga Þorgilsdóttir, fyrrvcrandi yflrkennari við Melaskólann í Reykjavík en hún hefur dvalið á Droplaugarstöðum frá því 2. júlí í sumar. „Ég bjó á Víðimelnum í ein 45 ár. Seinast var ég orðin ein þar og það var orðið nokkuð strembið. í fyrravetur varð ég fyrir áfalli sem leiddi til þess að ég hef verið máttlaus og hálfslöpp, a.m.k. ekki til neinna stórræða." - Hvað um félagslíf hérna hjá ykkur? „Ekki get ég sagt að það sé mikið, enda heimilið svo nýlega tekið til starfa, áð það er ekki búið að taka allt í notkun," sagði Helga. Gerður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi: Droplaugarstaðir vistheimili aldraðra við Snorrabraut Litið inn í kaffistofuna á Droplaugarstöðum. Tímamyndir Ari. „Semur ágætlega þrátt fyrir skiptar skoðanir á pólitík” — segir Guðrún Guðbrandsdóttir, ■ Það var 18. ágúst síðastliðinn á afmæli Reykjavíkurborgar sem Drop- laugarstaðir voru formlega opnaðir í fegursta veðri með ræðuhöldum og kaffidrykkju. Það var vjssulega ánægju- leg stund og tilefni til að fagna nýjum áfanga í öldrunarmálum, en Droplaug- arstaðir eru fyrsta vistheimilið sem borgin reisir sjálf og rekur. Þarna sátu til borðs í sólríkum matsalnum íbúar hússins sem þegar eru fluttir inn, þrjátíu konur og sex karlar. Droplaugarstaðir er fimmta húsið sem Reykjavíkurborg byggir sérstaklega fyr- ir aldraða. Hin eru Norðurbrún 1, sem varopnað 1972, Fururgerði 1, Langahlíð 3, sem hóf starfsemi 1978 og Dalbraut 21-27 sem tók til starfa 1979. Með því að telja Austurbrún 6 með en þar eru einnig íbúðir fyrir aldraða eru þetta 270 íbúðir. Með tilkomu Droplaugarstaða bætast við 32, og eru því íbúðir fyrir aldraða í eigu Reykjavíkurborgar orðn- ar 302. Eitt megineinkenni þessara húsa og jafnframt kostur þeirra er að þar er veitt mismikil þjónusta og umönnun. Aldraðir eru mismunandi sjálfbjarga eins og annað fólk. Hugmyndin er einnig að fólk geti flutt á milli húsa ef heilsunni hrakar og kraftar þverra. Vaktakerfi er allan sólarhringinn á Daibraut og á Droplaugarstöðum, en þar er þjónustan mest. Hins vegar hefur komið í ljós að fólk tengist þeim stað þar sem það býr og líður vel á og vill því síður flytja í nýtt umhverfi. Því hafa heyrst þær raddir að ómannúðlegt sé að ætlast til að fólk flytji. En nú er svo komið að í flestum húsunum býr fólk sem þarf meiri aðstoð en ráð er fyrir gert. Þó hafa nokkrir þeirra sem nú fluttu inn á Droplaugarstaði búið í íbúðum á vegum Reykjavíkurborgar. Byggingaframkvæmdir og rekstur Sérstök bygginganefnd sem skipuð var 1975 hefur séð um byggingu íbúða fyrir aldraða og hefur Albert Guð- mundsson verið formaður hennar þar til nýverið. Undirnefndir hafa síðan séð um framkvæmd einstakra húsa. Kristján Benediktsson var formaður Löngu- hlíðar 3, Adda Bára Sigfúsdóttir Dalbrautarheimilisins og Sigurður E. Guðmundsson Droplaugarstaða. Þann- ig hafa borgarfulltrúar allra flokka tekið höndum saman um þessar framkvæmdir og er það vel, en bygginganefndin hefur 7,5% útsvarstekna til ráðstöfunar ár hvert, fastan tekjustofn. Aðdraganda Droplaugarstaða má rekja til ársins 1979. Áætlað var í upphafi að þar yrði vistheimili fyrir 66 manns. Það voru arkitektarnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir sem teiknuðu húsið en verktakar voru Byggingafélag- ið Ármennsfell. Vegna mikillar umræðu um brýna þörf fyrir hjúkrunarheimili var ákveðið í febrúar 1981 að breyta einni hæðinni í þá veru. Er það gert á þann hátt að þar geti síðar orðið almenn vistdeild þegar hin langþráða B-álma Borgarspítalans verður fullgerð. Áætluð verklok Droplaugarstaða voru 1. mars 1982 en framkvæmdir drógust nokkuð á langinn. Félagsmálastofnunin sér um rekstur hússins. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikilvægt er að fá gott starfsfólk á slíkt heimili því það skapar andrúms- loftið. Forstöðumaður heimilisins var ráðinn í vor, Sigrún Óskarsdóttir frá Dalvík, geðhjúkrunarfræðingur að mennt sem hafði hin bestu meðmæli og félagslega reynslu. Einnig var þá ráðinn forstöðumaður mötuneytis ÓlafurReyn- isson en hann sá um mötuneyti borgarinnar í Austurstræti um skeið með sóma. Sáu þau síðan um frekari mannaráðningar. Úthlutun fór fram á vistheimilið í byrjun maí og var úr vöndu að ráða. 240 umsóknir lágur fyrir frá einstaklingum og 40 hjónum, þ.e. áttundi hver umsækjandi fékk úthlutað einstaklingsíbúð og fjórðu hver hjón. Þörfin er mest meðal einstaklinga og konur í miklum meirihluta. Fyrstu íbúarnir fluttu inn í júnílok og stefnt er að því að hjúkrunardeildin taki til starfa í næsta mánuði en þar verða fyrst um sinn 32, ýmist í ein- eða tvíbýli. Deildarstjóri þar er Jóna Guðmunds- dóttir, hjúkrunarfræðingur. Byggingin Droplaugarstaðir er á þremur hæðum auk kjallara og rishæðar. Húsinu má skipta í þjónustuálmu á 1. hæð, íbúðir fyrir vistmenn á 1. og 2. hæð og hjúkrunardeild á 3. hæð. í þjónustuálm- unni eru skrifstofur, setustofur, matsalur fyrir 60 manns, rúmgott eldhús og lítil verslun. Þá er herbergi læknis en samið hefur verið við Borgarspítalann að hann veiti læknisþjónustu. Þá er aðstoð við böð, sjúkra- og iðjuþjálfun, einnig hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Einstaklingsíbúðir eru frekar litlar 23 fermetrar að stærð, eitt herbergi og bað, hjónaíbúðir eru helmingi stærri, tvö herbergi og bað. Vakt er allan sólar- hringinn og neyðarbjalla við rúm og á baðherbergjum og símasamband við vakt. í hvívetna er gætt fyllsta öryggis. Stærð herbergja á hjúkrunardeild er sú sama og á vistdeildinni. Auk þess eru sjónvarps- og vaktherbergi á öllum hæðum. Nafniö Að kvöldi 18. ágúst spurði fréttamað- ur útvarps Sigrúnu forstöðumann Drop- laugarstaða um nafn hússins. Hún sagðist hafa heyrt að þarna hefði legið stígur og staðið bær sem hét þessu nafni. Mér er minnistætt þegar hugmyndin um nafnið varð til. Það var í fámennu hádegisverðarboði á Dalbrautarheimil- inu á útmánuðum 1980 og tilefnið var að búið var að reka smiðshöggið á síðustu hjónaíbúðirnar á staðnum og íbúar fluttir inn. Ég man að Róbert Sigurðsson forstöðumaður heimilisins hafði flaggað og það var gómsæt svínasteik á borðum. Adda Bára var þarna sem formaður byggingarnefndar hússins og ég sem formaður félagsmála- ráðs. Svo kom að talið barst að næstu framkvæmd, vistheimili aldraðra við Snorrabraut. Einhvern tíma hafði legið þarna stígur sem kallaðist Drop- laugarstígur en fáir þekktu. Það var þá sem Adda Bára sagði að vel færi á því að nefna heimilið Droplaugarstaði. Þetta þótti mér ágætt nafn. Á þeim mánuðum sem á eftir fylgdu kom heimilið oft til umræðu innan Félags- málastofnunar og nefndi ég það aldrei annað en Droplaugarstaði, en þá var það ávallt kallað vistheimili aldraðra við Snorrabraut eins og fyrr er sagt. Sigurður E. Guðmundsson áminnti mig eftir að hafa tekið mér þetta nafn í munn í ræðu við opnun dagdeildarinn- ar við Dalbraut. Þó fór svo að nafnið var staðfest í borgarráði í lok síðasta kjörtímabils. En nafngift þessi leiðir hugann að því hvort ekki sé rétt að gefa öðrum íbúðahúsum aldraðra nafn og kem ég því hér með á framfæri. Ósköp er nú heitið Þjónustuíbúðir aldraðra við Dal- braut langt og óþjált í munni. Lokaorð Droplaugarstaðir eru miklir að fer- metramáli, tæpir 5 þúsund fermetrar og er þá kjallari og innréttað þakrými meðtalið. Kostnaður er áætlaður rúmar 36 milljónir króna með útbúnaði sem er mikil fjárhæð. Húsið er hið glæsilegasta, mikið sameiginlegt rými en íbúðir fremur litlar. En þegar þörfin er jafnbrýn og raun ber vitni hvarflar óneitanlega að manni sú hugsun hvort ekki sé hægt að fá meira fyrir minna, en um þetta eru skiptar skoðanir. Þörfin er mikil: 510 einstaklingar og 82 hjón eiga umsókn um íbúðir hjá Félagsmálastofn- un. Á sama tíma skrifaði útlendingur sem skoðaði Dalbrautarheimilið að slíkt heimili ætti enga sína líka í víðri veröld. Næsta verkefni byggingarnefndarinn- ar verður vistheimili í Seljahverfi, teikningar eru næstum tilbúnar. Svo áfram verður haldið á þeirri braut að bæta úr brýnni þörf. „Hér er dásam- legt að vera” — segir Helga Þorgilsdóttir, kennslukona

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.