Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ RÁÐHERRAR varnarmála í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum hafa nýlega látið til sín heyra um kjama - vopnavígbúnaðinn á þann hátt, að það hefur vakið athygli alþjóðlegra fjöl- miðla. Dmitri Ustinof gerði þetta 19. f.m. í viðtali, sem birtist við hann í flokksblaði rússneskra kommúnista, Pravda. Caspar Weinberger gerði þetta í bréfi, sem hann sendi 30 blöðum í Banda- ríkjunum og 40 blöðum í öðrum Natólöndum í síðastliðinni viku, og flest þeirra birtu útdrætti úr því síðastliðinn fimmtudag. A.m.k. tvö blöð á Norður- löndum fengu þetta bréf eða Aften- posten í Oslo og Politiken í Kaup- mannahöfn. í VIÐTALINU við Pravda víkur Ustinof fyrst að því, að nýlega hafi birzt fréttir í bandarískum blöðum frá viðræðum risaveldanna í Genf um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Þetta sé brot á samkomulagi um að segja ekkert frá gangi við- ræðnanna fyrr en þeim sé lokið. Ustinof segir, að í þessum fréttum sé hallað freklega á Sovétríkin og vilji hann því upplýsa eftirfarandi: „í Genf hafa Sovétríkin borið fram tillögur, sem gera ráð fyrir, að myndað verði í Evrópu breitt belti, þar sem kjamavopnum verður fækkað og fjöldi þeirra takmarkaður. Nær það frá ■Framtíð mannkynsins getur oltið á þvi, að risaveldin slíðri svcrðin, Klögumál vamarmála ráðherra ganga á víxl Viðtalið við Ustinof og bréf Weinbergers Norður-tshafi til Afríku, frá Mið- Atlantshafi til Úralfjalla. Lagt er til, að á þessu belti verði þeim meðaldrægu kjarnavopnum, sem nú eru til (vopn, er draga 1000 km eða meir, en ekki milliheimsálfa kjarnavopn), fækkað svo, að þegar samningurinn hefur gilt í fimm ár, hafi hvorki Sovétríkin né Nató meira en 300 einingar slíkra vopna í fórum sínum. Fækkunin á að taka til allra tegunda meðaldrægra kjarna- vopna, bæði eldflauga og flugvéla. Bannað verður að koma fyrir á þessu belti nýjum gerðum kjamavopna, þ.á.m. að sjálfsögðu bæði bandarísku Pershing-2 eldflaugum og stýriflaugum. Sovézku tillögurnar gera ekki ráð fyrir neinum skuldbindingum af hálfu þriðja aðila. En í heildartölunni 300 einingar meðaldrægra kjarnavopna em einnig brezkar og franskar eldflaugar og flugvélar, auk bandarískra. Sovétríkin geta ekki virt að vettugi þá staðreynd, að þessi vopn eru meðal meðaldrægra kjarnavopna Natólandanna. Þeim er beint gegn Sovétríkjunum og banda- mönnum þeirra. Tillögur okkar gera einnig ráð fyrir, að í Evrópu verði gerðar ráðstafanir til þess að takmarka birgðir kjarnavopna, er draga innan við 1000 km. Óþarft er að taka fram, að slík takmörkun á vopnabúnaði myndi vera í þágu allra ríkja Evrópu. Við leggjum einnig til, að meðaldræg kjarnavopn utan þessa beltis í Evrópu verði takmörkuð svo, að þessi vopn annars aðilans skuli ekki draga til skotmarka í löndum hins aðilans á umræddu belti.“ Ustinof segir, að Sovétríkin hafni eindregið þeim tillögum Bandartkj- anna, að þau eyðileggi SS-20 eldflaugar sínar gegn því að Bandaríkin hætti við fyrirætlanirnar um að koma upp Persh- ing-2-eldflaugum og stýriflaugum í Vestur-Evrópu. Synjunin byggist á því, að þetta myndi raska jafnvæginu, sem komizt hafi á í Evrópu. Þá mótmælir Ustinof því eindregið, að Bandaríkin hafi dregizt aftur úr Sovétríkjunum á sviði kjamavopna- vígbúnaðar. Staðreyndin sé sú, að Bandaríkin hafi eignazt kjarnavopn á undan Sovétríkjunum og hafi æ síðan haft forustu um að taka ný og fullkomnari kjarnavopn í notkun. Sovét- ríkin hafa fylgt á eftir af öryggis- ■ Weinberger ástæðum. Jafnræði ríki nú í þessum efnum. Hins vegar stefni Bandaríkin nú að því að ná algerum yfirburðum, svo að úrslit kjarnorkustyrjaldar yrðu Bandaríkjunum sem hagstæðust. Þetta hafi Weinberger sagt í blaðaviðtali 9. ágúst. Að lokum lýsir Ustinof því yfir, að Rússar telji frystingu kjarnavopna mikil- væga sem fyrsta skref til að stöðva kjarnavopnakapphlaupið. BRÉF Weinbergers virðist óbeint svar við viðtalinu, sem Pravda birti við Ustinof, jafnframt því, að hann mót- mælir þeim fréttum í bandarískum blöðum, að vamarmálaráðuneytið í Washington sé að undirbúa nýja áætlun, sem hafi það markmið að tryggja Bandaríkjunum sigur í kjarnorku- styrjöld. Fregnir um þetta hafa bæði birzt í New York Times og Washington Post. Weinberger mótmælir þvf, að stjórnin álíti, að hægt sé að vinna sigur í kjarnorkustyrjöld. Þess vegna hafi það verið stefna Bandaríkjanna, sem enn sé óbreytt, að koma í veg fyrir kjarnorku- styrjöld með svo öflugum búnaði, að hugsanlegur árásaraðili geri sér Ijóst, að það væri verst fyrir hann sjálfan að hefja árás með kjarnorkuvopnum. Weinberger segir, að þessa stefnu megi túlka á þann veg, að Bandaríkin stefni að yfirburðum, því að án þess væri ekki hægt að fæla hugsanlega árásaraðila frá árás. Tilgangurinn með slíkum viðbúnaði sé þó alls ekki að sigra í kjarnorkustyrjöld, því að þar geti enginn orðið sigurvegari, heldur að reyna að afstýra með réttum viðbúnaði að til kjarnorkustyrjaldar komi. Komi þrátt fyrir það til kjarnorku- styrjaldar, verði Bandaríkin að reyna að búa svo um hnútana, að þau þurfi ekki að gefast strax upp og ganga að skilmálum árásaraðilans. Þess vegna megi ekki varnir vera svo veikar, að skyndiárás geti ráðið úrslitum, heldur verði að búa sig undir að geta svarað henni. Vitneskjan um það sé vænlegust til að afstýra kjarnorkustyrjöld. Þetta er ekki órökrétt, en gallinn við þessa kenningu er sá, að þegar keppinauturinn hugsar líkt, leiðir það til vígbúnaðarkapphlaups, sem getur end- að með skelfingu, ef samningar nást ekki um afvopnun í tæka tíð. Þess vegna getur framtíð mannkyns oltið á því, að risaveldin slíðri sverðin. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar TT Atök íVarsjá Til átaka kom á milli lögreglunnar og almennings, sem var að minnast tveggja ára afmælis „Samstöðu“ í ýmsum borgum Póllands í gær. Fólk safnaðist saman á götum ýmissa borga, þrátt fyrir að yfirvöldin hefðu á ýmsan hátt varað fólk við að safnast saman, bæði með tilkynningum í fjölmjðlum og með miklum her- sýningum að undanförnu. Lagði lögreglan til atlögu við ýmsar kröfugöngur og stóð fólkið framan í lögregluliðinu og hrópaði ókvæðisorð um herstjórnina og krafðist lausnar Lech Walesa. Eink- um kvað mikið á óeirðum í Gdansk, þar sem „Samstaða" er stofnuð og í Krachow, þar sem lögreglan beitti háþrýstislöngum gegn mannfjöldan- Sýrlensk flug- vél skotinnidur ■ ísraelsmenn hafa skotið niður sýrlenska orrustuflugvél í Líbanon, nokkrum mílum austan við Beirút. Einn úr áhöfnum flugvélarinnar beið bana, en hinir voru teknir höndum. Frásagnir stangast á um það hvemig á því stóð að flugvélin var skotin niður. ísraelsmenn skella allri skuld á áhöfn flugvélarinnar. Útvarp Fal- angista í Líbanon sagði að ísraelskt herskip hefði skotið vélina niður, en síðar sögðu ísraelskar heimildir að vélin hefði verið skotin niður úr eldflaugahreiðri á jörðu niðri. Sagt er að Bandaríkjamenn hafi útvegað ísraelsmönnum eldflaugar með því skilyrði að þær yrðu aðeins notaðar til varnaraðgerða. Segja ísraelir að vélinni hafi verið ætlað að taka ljósmyndir af hernaðarmannvirkjum á jörðu niðri en ekki að gera vopnaða árás. Fréttir frá fsrael herma að með þessu hafi ísraelsmenn viljað undir- strika að þeir létu sýrlenskum flugvélum ekki líðast að fljúga yfir Líbanon. ■ 1300 Palestínuskæruliðar halda á brott frá Beirút. ítalskur herjeppi fer fyrir hópnum. Boda hrydjuverk í ísrael ■ í dag er álitið að brottflutningi sýrlensks herliðs og palestínskra skæruliða muni ljúka. Foringi eins róttækasta arms Palestínumanna, PFLP, hefur sagt að tvístrun PLO sé nú eitt alvar- legasta vandamál Palestínumanna, ekki síst með því að samstilling þeirra stjórnmálalega verði nú örð- ugari viðfangs. Leiðtoginn sagði að haldið yrði áfram vopnuðum aðgerð- um innan ísraels, en ekki mundi verða beitt aðferðum hryðjuverka- manna annars staðar. Mubarak, forseti Egypta, hefur hvatt til viðræðna Bandaríkjanna og PLO og hefur hann bent á að Bandaríkin geti ekki litið fram hjá rétti Palestínumanna til eigin lands. Kvaðst hann mundu ræða þetta mál við Weinberger varnarmálaráð- herra, þegar hann kemur til Cairo nk. föstudag til viðræðna um málefni Mið-Austurlanda. Verstu þurrkar í manna minnum í Ástralíu ■ Ástralska stjórnin hefur nú lýst yfir að neyðarástand ríki víða í álfunni vegna þurrka, hinna verstu í manna minnum. Verstir hafa þurrk- arnir verið í austurhlutanum í Victoria og S-Oueensland. Þarna hefur ekki rignt í nær fjögur ár. Horfir ógnvænlega fyrir bændum á svæðinu. Hafa stjórnvöld lagt fram styrki til þess að forða bændunum frá gjaldþroti og að halda búpeningi lifandi. Hafa bændasamtök og vinnslufyrirtæki landbúnaðarvara sagt að landbúnaður í landinu sé að hrynja saman vegna þessa ástands, en vegna fækkunar fjár og nautgripa er engin von til þess að hægt sé að 1 standa við sölusamninga við erlend ríki. Khomeini boðar sókn ■ Khomeini hefur boðaö að Irans- her kunni á næstunni að sækja fram og hrekja íraka frá Abadan og Corramjar. Sagði erkiklerkurinn að her írana væri nú í mjög góðri vígstöðu og gæti sótt með árangri fram hvar sem væri á víglínunni, sem er 300 mílna löng. Hússein Jórdaníukonungur sagði nýlega að féllust Iranir ekki á að binda enda á stríðið, mundi hann skipa sveitum sínum að sækja að mikilvægum stöðum innan landa- mæra {ran, þar á meðal að olíulind- um og olíuhreinsunarstöðvum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.