Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 12
MIÐVUOJDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 16 ID ll XII LANDSÞING 8.—10. SEPTEMBER 1982 MiAvMiudBgur, I »Bpt»mb<r Kl 09 00 Skránlrtg fulllrua Afhandinfl gagna. Kl 1p 00 Mngaalnéng- Koaning fora*ta og rltara. Koaning kRJrtorálanafndar. Ávarp MiagamáiaráAharra. Ávarp foraata borgarstitornar. Avarp af báifu art. gaata. Koaning þingnafnda. Bkýrsla um starfsami sambandsins. Álit kRkrbráfanafndar. TUIógur þingfulltrúa. Kl 13.30 Frmdalu- og uppiýslngastarfsami sambandsins. Frsm : Alex- ander Stefánsson, alpm Kl 15.30: Endurskodun sveitarstidrnartaga. Frsm. Stelngr Gautur Krist- Jánsson, héradsd Fimmtudagur, 8. september: Kl. 13 30 : 8kababétaábyrgá avaitarfálaga, erlndi: Arnljotur Björnsson, prófessor. kl. 14 15 8vait»rfálttgin og ahrinnumálin, erindi Siguröur Guömundsson, áastlanafrsBölnflur Kl. 15:45 Mafndaráiit og tillðgur lagttar fram. Fttatudagur, 10. saptambar: Kl 10.00: Mafndaráltt og tillttgur. Umrœöur og afgreiösla. Kl. 13.30: Koaning st)ttmarformanns. Kosning annarra stjttmarmanna. Koaning i fuHtrúarátt sambandsins. Kosning andurskottanda. Kl. 15 00: Kýr óskast Kýr óskast helst af suöurlandi. Upplýsingar í síma 75849. UTB0Ð Tilboð óskast í smíði og endurnýjun anddyris, aðalinngangs húseignarinnar að Borgartúni 7, Reykjavík. Um er að ræða tréverk, múrverk, málningu, flísalagnir og raflýsingu. Verkinu skal lokið fyrir 15.febrúar 1983. Útboðsgögn fást afhent hjá Verkfræðistofunni Fjölhönnun hf. Grensásvegi 8, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í fundarsal húseignarinnar Borgartúni 7, 13. sept. 1982 kl. 11.00. Húseignin Borgartúni 7. GLUGGAR OG HURÐIR Vönduó vinna á hagstœðu veröL Leitiö tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband, PRENTSMIÐJA KDana^ n C^dda h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 Jafntefli hjá yngra liðinu — ísland - Holland 1:1 í Keflavík í gær ■ íslenska unglingalandsliðið undir 21 árs var óheppið að sigra ekki Hollend- inga í leik liðanna í Keflavík í gærkvöldi. Leikurinn sem var liður í Evrópukeppni landsliða var sá fyrsti sem íslendingar leika í keppninni í þeim aldursflokki. Leiknum lauk með jafn- tefli, bæði liðin skoruðu eitt mark. í fyrri hálfleiknum í gærkvöldi lék íslenska liðið á móti allsnörpum vindi, sem gerði þeim erfitt fyrir. Hollend- .ingarnir voru öllu meira með knöttinn, en inn á milli átti íslenska liðið skyndisóknir sem sköpuðu usla í vörn gestanna. Það var um miðbik hálfleiks- ins að skotið var á mark Holiendinga markvörðurinn varði vel, en missti knöttinn til Óla Þórs Magnússonar, sem sendi hann rakleiðis til Sigurjóns Kristjánssonar sem sendi hann í netið. Staðan 1-0 fyrir fslendinga. lslendingar áttu mörg góð færi til að bæta við mörkum en án árangurs. Óli Þór gaf til dæmis á Sigurjón sem skaut yfir í góðu færi. Sigurður órétarsson átti líklegast i besta færið í leiknum er hann lék á markvörð Hollendinganna en fór of langt til hliðar þannig að hann skaut í hliðametið. Þannig hélst staðan þar til rétt fyrir Allan Simonsen í vanda á Spáni Hættir hann að leika með Barcelona? leika með. Áður máttu félögin tilkynna nöfn margra leikmanna frá öðrum löndum sem þau gátu notað til skiptis. Það er nokkuð ljóst, að félag Simonsen keypti Argentínumanninn Maradona ekki til að sitja á varamanna- bekk liðsins og þá eru allar líkur á að Vestur-Þjóðverjinn Bern Schuster verði einnig fyrir valinu. Þar af leiðandi er hætt við að Simonsen geti ekki leikið fyrir Barcelona. Frank Amesen leikur eins og fyrr segir með Valencia og í herbúðum þeirra er að finna Mario Kempes og Austurríkismann Kurt Welzl að nafni. Einnig er þriðji leikmaðurinn á leiðinni til félagsins, Urugaymaðurinn Fernando Morena, en hann hefur fyrr leikið fyrir félagið með góðum árangri. Þetta vekur athygli, ekki síst ef hliðsjón er höfð af því, að Simonsen var á síðasta keppnistímabili valinn besti leikmaður deildarkeppninnar og þess vegna ákvað stjóm Barcelona að gera við hann nýjan samning til eins árs. En það er mikil hætta á, að hann verði á þessu ári, að leika með 2. deildarliði í Barcelona Atletico Barcelona, sem er eins konar útibú frá aðalliði Barcelona. Það sama á við um Valencia, nema hvað þeirra „útibú“ leikur í 3-deild, þannig að hætt er við að leikmanni sem leikið hefur með liði á heimsmælikvarða líki ekki að leika í 3. deild. Þetta ástand veldur Sepp Pinotek landsliðsþjálfara Dana miklum áhyggj- um. Hann gerir sér fulla grein fyrir gildi beggja þessara leikmanna fyrir gengi danska landsliðsins og það mun án efa valda honum miklum heilabrotum á hvem hátt hægt verði auðveldast að tryggja að hæfni þessara tveggja lykil- manna danska landsliðsins, sem verið hefur á uppleið á undanfömum árum., Pinotek álítur að leiki þessir tveir leikmenn ekki vikulega a.m.k. þá komi þeir ekki að fullum notum í hörðum landsleikjum, en Danir eiga næst. að leika gegn Englendingum á Idræts- parken 22. september næstkomandi. sh ■ Allar líkur eru á, að breytingar á reglum um hlutgengi erlendra knatt- spyrnumanna með spænskum knatt- spyrnuliðum komi til með að bitna illilega á tveimur dönskum knattspyrnu- mönnum sem leikið hafa á Spáni á undanförnum árum með góðum árangri. Allan Simonsen er annar þeirra, en hann er vel þekktur hér á landi og hinn er Frank Arnesen, danskur landsliðsmað- ui sem leikið hefur með Valencia. Þær reglur hafa gilt, að spænsk félög mega aðeins nota tvo leikmenn í senn í spænskum knattspyrnumótum og sú regla er enn í gildi. En munurinn er sá, að í upphafi keppnis-tímabils þurfa félögin að tilkynna hvaða tvo leikmenn þeir hyggist nota og aðrir mega ekki ■ Hér sjást leikmenn Barcelona, og þar á meðal AUan Simonsen fagna marki, sem Quini skoraði. Ekki er víst að Simonsen fái tækifæri til að fagna mörkum liðsins á þennan hátt í vetur. leikslok er slæm mistök áttu sér stað í íslensku vörninni sem leiddu til þess að einn Hollendinganna náði að senda þrumufleyg í netið. Þar með jöfnuðu þeir, en sanngjarnt hefði verið ef fslendingar hefðu sigrað með tveggja til þriggja marka mun. ■ Sigurjón Kristjánsson. Leikið var við erfiðar aðstæður í gærkvöldi, það var allhvasst af suðri og setti það sitt mark á leikinn. En það kom ekki í veg fyrir að hann væri vel leikinn og mjög fjörugur á að horfa. Hollend- ingamir iéku frekar fínan fótbolta, svokallað dúkkuspil, en Islendingarnir höfðu yfir að ráða ódrepandi baráttu- vilja, en hann hefur oft fleytt íslenskum knattspyrnuliðum yfir flúðimar gegn sterkum þjóðum. Bestu menn íslenska liðsins í gær- kvöldi vom þeir Ólafur Björnsson í vörninni og það má segja að vörnin hafi leikið frábærlega ef mistökin sem leiddu til marksins em undanskilin. Af öðmm leikmönnum er ástæða til að nefna Óla Þór Magnússon sem lék sinn 4. leik á 8 dögum og sýndi á stundum glæsilega takta og hefði átt að geta skorað ein 2 eða þrjú mörk ef ekki hefði komið til snjall hollenskur markmaður. Dómarinn sem dæmdi leikinn er skoskur að þjóðemi og dæmdi hann frábærlega vel. Áhorfendur sem voru aðeins á fjórða hundrað talsins, enda veðrið ekki beint til yndis,skemmtu sér prýðilega, því að leikurinn var mjög skemmtilegur á að horfa. sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.