Tíminn - 02.09.1982, Síða 1

Tíminn - 02.09.1982, Síða 1
ÍSLAND - HOLLAND 1:1 — bls. 13 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAO Fimmtudagur 2. september 1982 198. tbl. -66. árgangur Erlent yfirlit: Léttar æfingar — bls. 12 Æsku- brunnur iViae West — bls. 2 Joseph Haydn - bls. 8-9 Alþjódleg viðskipti — bls. 7 Hagstæðir sérkjarasamningar lyfta upp samkomulagi BSRB við ríkið: MEÐALTALSHÆKKUNIN TAUN NEMA 10- ■ Félagsmenn innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hækka að meðaltali í launum um 10-11% samkvæmt þeim samningi sem náðist á fjórða tímanum í fyrrinótt á milli BSRB og ríkisins. Er hér um að ræða annars vegar nýjan aðalkjarasamning þessara aðila, sem formlega verður undirritaður á morgun, og svo hins vegar sérkjarasamninga hinna ýmsu aðildarfélaga innan BSRB. Allir félagsmenn fá 4% grunnkaups- hækkun frá og með 1. ágúst sl., 2.1% grunnkaupshækkun 1. janúar nk. auk ýmissa flokkatilfærslna sem koma til framkvæmda í mars á næsta ári. Sérkjarsamningar félaganna eru að meðaltali metnir til 4% launahækkun- ar. Sumir hækka meira eða á bilinu 5-7%, og aðrir að sama skapi minna. Það er því ljóst að sumir félagar innan BSRB fá allt að 15% hækkun þegar allt er tekið saman á hinum 14 mánaða samningstíma. „Þarna hafa náðst töluverðar kjara- bætur í gegnum sérkjarasamninga en Tekjur ÍSAL árið 1981: VMmUMRUM 22 MIIIJÓNIR — að mati Coppers & Lybrand ■ Endurskoðunarfýrirtækið Coop- ers &■ Lybrand telur að ISAL hafi vantalið tekjur sínar um rúmar 22 milljónir króna árið 1981, en iðnaðar- ráðuneytið hafði falið því að endur- skoða ársreikninga ISAL. Enda þótt hið reikningslega tap fyrirtækisins sé lækkað um þessa fjárhæð breytir það ekki skattgreiðslum félagsins hér á landi á árinu 1981, þar sem ISAL greiðir þá lágmarksframleiðslugjald, sem nam tuttugu bandaríkjadölum á tonn af útskipuðu áli. í skýrslu Coopers & Lybrand kemur fram að Alusuisse neitaði endur- skoðendum um aðgang að bókhaldi sínu og dótturfélaga sinna til öflunar upplýsinga og gagna um viðskiptin við ÍSAL. Telur iðnaðarráðuneytið að synjun Alusuisse á aðgangi að upplýs- ingum skýlaust brot á aðalsamningi milli ríkisstjórnar Islands og Alusuisse um álbræðslu í Straumsvík. Pílagrímaf lug Flugleiða arðbært: FÉLAGIÐ FÆR130 MILUÓNIR FYRIR ■ Pílagrímsflug Flugleiða hefst á laugardag og verða að þessu sinni fluttir 35 þúsund pflagrímar fram og til baka frá Alsír og Níger til Jeddah í Saudi Arabíu. Er fyrirhugað að pílagrímafluginu verði lokið 19. október, en samkvæmt samningum fá Flugleiðir um tæpar 130 milljónir króna fyrir vikið. Alls munu um 200 íslendingar vinna við pílagrímaflugið í ár, en yfirmaður pílagrímaflugsins er Baldur Marías- son. Notaðar verða fjórar DC-8 og ein Boeing 747 breiðþota við flutningana og hafa Flugleiðir tekið breiðþotuna og tvær DC-8 þotur á leigu hjá SAS með fullum áhöfnum vegna þessa verkefnis. Flutningum pílagrímanna til Jeddah verður að vera lokið fyrir miðnætti 21. september, en heim- flutningar frá Jeddah munu svo standa yfir á tímabilinu 1.-19. október. Er þetta stærsti samningur sem nokkurt flugfélag hefur gert um flutninga á pílagrímum. Auk þessara samninga sem Flugleið- ir náðu í samkeppni við um 40-50 flugfélög, má nefna að félagið hafði einnig milligöngu um að útvega Cargolux samning í sambandi við pílagrímaflug. Mun Cargolux flytja um 15-20 þúsund pílagríma frá Nígeríu til Jeddah. aðalkjarasamningurinn er á mjög svipuðum nótum og ASÍ samkomulag- ið og veitir þvf ekki miklar kjara- bætur", sagði Kristján Thorlacíus, formaður BSRB í samtali við Tímann. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, sagði hins vegar: „Ég tel þennan samning eðlilegan miðað við stöðuna. Hann er í samræmi við það sem aðrar stéttir hafa fengið, jafnhliða því sem leiðrétt eru launin hjá einstökum hópum sem töldu sig hafa dregist aftur Ekki yarð af því að meinatæknar og röntgentæknar gengju frá störfum sínum í gær, þar sem samkomulag náðist einnig við þá. „Við fáum tveggja launaflokka hækkun strax hvað grunnlaunin varðar en síðan koma fjórar aldurshækkanir fyrir utan aðalsamkomulagið og við fáum viður- kenningu á launuðu starfsnámi“, sagði formaður meinatækna í samtali við Tímann í gær, og taldi það vel við unandi. Sjá nánar viðtöl bls. 3 ■ Þessa dagana standa yfir tilraunir í Grímsey með upphitun íbúðarhúsa með vindmyllu sem sett hefur veríð upp á eyjunni, og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hafa prófanir gengið vel tfl þessa. Sjá nánar viðtal bls 3. Tímamynd: GJ-Grímsey.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.