Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 4
4______ fréttir FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 VIIIEBE FRESTfl URSÖGN GRÆNlflNDS UM ETTTJUt? „Breytir engu um stöðu Grænlands og dagsetningin 1. janúar 1984 stendur eftir sem áður’% segir Jonathan Motzfeld ■ Sú slaöa er nú komin upp innan EBE að möguleiki er á að frestun verði á úrsögn Grænlands úr bandalaginu um eitf ár, eða fram til 1985. Það var hollenski þingmaðurinn J.L. Janssen var Raay sem setti þetta fram og sagði hann að það væri alltof mikil bjartsýni að telja það að þing hinna tíu landa EBE næðu að semja um þær breytingar á Rómar-samkomulaginu sem verða við úrsögn Grænlands fyrir þann 1. jan. 1984 en þá ætla Grænlendingar að draga sig úr EBE. „Þetta breytir engu um stöðu Græn- lands í þessu máli og dagsetningin 1. janúar 1984 stendur eftir sem áður „sagði Jonatahn Motzfeld formaður landsstjórn ar Grænlands í samtali við Tímann er við spurðum. hann um þessi mál. „Við vitum að þessi mál taka sinn tíma á hinum einstöku þingum landanna innan EBE og að það verður að semja um þessa hluti þegar þar að kemur.“ Aðspurður um hvort ekki væri hætt á að erfiðleikar kæmu upp ef þing landanna innan EBE hefðu ekki öll náð að ræða úrsögnina til hlítar fyrir áformaðan tíma, 1. jan. 1984, sagði Jonathan að hann gæti ekki fyllilega gert sér grein fyrir þeirri stöðu sem kæmi upp nú. „Þetta verður samningsatriði en við leggjum áherslu á að þessum málum nú. „Þetta verður samningsatriði.envið leggjum áherslu á að þessum málum verði hraðað eins og kostur er á,“ sagði hann. Aqqaluk Lynge meðlimqr í Anisa grænlensku mótmælahreyfingunni gegn EBE segir í samtali við Politiken á sunnudag að orð van Raay hafi ekki komið þeim á óvart. Þeir hafi vitað um erfiðleikana sem yrðu innan EBE skrifstofuveldisins. Hann tekur í sama streng og Motzfeld og segir að dagsetn- ingin 1. jan. 1984 standi þótt ekki verði búið aö ganga frá málinu endanlega á einstökum þingum landa innan EBE. - FRI ■ Jonathan Motzfeld. FÍB mótmælir nýj- um sköttum á bíla ■ „FÍB harmar að ríkisstjórnin virðist hafa hoifið frá fyrri nýmótaðri stefnu Gamalli konu bjargað úr brennandi rúmi ■ Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að Laugateigi 40 á sextánda tímanum í gær. Þegar komið var á vettvang var talsverður reykur í kjallaraíbúð hússins. Reykkafarar fóru inn. í svefnherberginu gengu þeir framá gamla konu sem var að reyna að komast upp úr brennandi rúmi sínu. Var hún leidd út og flutt á slysavarðstofu. Kom í Ijós að eldur hafði kviknað í rúmdýnu gömlu konunnar. Dýnan var ekki mikið brunnin en þó lagði frá henni mikinn reyk. Gamla konan var ekkert brennd að sjá. Hins vegar lék grunur á að hún hefði fengið reykeitrun. - Sjó. sem fólst í lækkun skatta á sparneytnar bifreiðar. Slíkt verður að telja hörmuleg mistök fremur en efnahagsaðgerð á tímum orkukreppu", segir í nýrri samþykkt stjórnar FÍB, sem mótmælir harðlega þeim nýju sköttum sem lagðir voru á bifreiðar með setningu bráða- birgðalaganna nú fyrir skömmu. En sitji þjóðin uppi nieð þessar nýju skattálögur krefst FÍB þess - með þjóðarhag fyrir brjósti - að hinar nýju skatttekjur og gengishagnaður ríkisins af bifreiðum og rekstrarvörum þeirra verði strax látnar rcnna til varanlegrar vegagerðar í landinu. Að sögn FÍB-manna hefur Alþjóða vegamálasambandið bent á í skýrslu sinni fyrir árið 1981, að skattlagning á bifreiðar á Íslandi sé hærri en í nokkru öðru landi, sem könnun þeirra nær til, sem eru alls 22 lönd í öllum heimsálfum. - HEI ■ Súlurit þetta sýnir meðaltal af árlegri sköttun á einkabfl, 1500 cc, miðað við 1.500 h'tra bensíneyðslu, árið 1980. ■ Um 120 manns víðs vegar af landinu sóttu aðalfund Skógræktarfélags íslands á Akureyri. Hér sjáum við hluta fulltrúanna. Mynd H.Sv. - Dagur. Aöalfundi Skógræktarfélags íslands lokið: „Okkar hlutverk ad studla að skógrækt á öllum svæðum” — segir Hallgrímur Indriðason, hjá ‘ Eyfirðinga ■ „Skógrækt í þéttbýli og umhvcrfis- mál sveitarfélaganna var aðal þemað fyrir fundinn,“ sagði Haiigrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga er Tíminn spurði hann frétta af aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands er haldinn var á Akureyri um síðustu helgi. Fundurinn stóð í þrjá daga og var sóttur af um 120 manns víðs vcgar að af landinu, en einum fundardeginum var varið til að skoða útivistarsvæðin í kring um Akureyri, þ.e. Vaðlareit, Kjarnaskóg og Grundarreit, sem er innar í firðinum. Varðandi framkvæmd þessara mála. sagði Hallgrímur skógræktarmenn gjarnan vilja að skógræktarfélögin og sveitarstjórnirnar gangi til samstarfs í líkingu við það sem gert hefur verið á Akureyri. Upphafið að því samstarfi kvað Hallgrímur það að Skógræktar- félag Eyfirðinga fékk á sínum tíma land til skógræktar í nágrenni bæjarins, þar sem það hugðist rækta sína nytjaskóga. En jafnframt því sem skógurinn dafnaði hafi komið í ljós að bæjarbúar fóru að sækja í staðinn sem þróaðist í þá áttina að þetta varð að útivistarsvæði. Það hafi aftur haft í för með sér að breyta varð rekstrinum. Bæjarfélagið beri því núna kostnaðinn af rekstri þessa svæðis, en skógræktarfélagið sé framkvæmda- aðilinn. „Á fundinum kom fram tillaga um að skógræktarfélögin í landinu - sem eru virkilega í þörf fyrir ný viðfangsefni - að þau sinni þessu máli, sent er bæði mjög spennandi og mjög þakklátt verk og vinsælt,“ sagði Hallgrímur. - Er trjárækt einstaklinga í lóðum sínum ekki líka skógræktarmál og hvernig er því sinnt? „Við lítum vissulega á það sem eitt af okkar hlutverkum að stuðla að skógrækt á öllum svæðum," sagði Hallgrímur. Kvað hann m.a. það eitt af hlutverkum Skógræktarfélags Eyfirðinga að rækta garðplöntur handa fólki og veita því leiðbeiningar í því sambandi. Einnig kom fram að í Eyjafirði er mikill áhugi fyrir skjólbeltarækt til sveita og hefur félagið unnið að slíku í sambandi við Búnaðarsambandið. En það skorti bara meira fé. Sem dæmi nefndi Hallgrímur að 15-20 jarðir við Eyjafjörð bíði nú eftir gróðursetningu skjólbelta. „En í sumar höfðum við aðeins fjármagn til að vinna á þrem stöðum.“ Um 350 félagar eru nú í Skógræktar- félagi Eyfirðinga. Aðspurður kvað Hallgrímur þá misjafnlega virka, eins og í öðrum félögum, sumir séu brennandi áhugamenn, aðrir séu í félaginu af velvilja og síðan allt þarna á milli. Sjálfboðaliðastarf hafi þó farið minnkandi með árunum. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.