Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 erlent yfirlit erlendar f réttir I ■ Komframleiðsla Bandaríkjamanna vekur öfund og aðdáun um allan heim. Alþjóðleg við- skipti með matvæli stuðla að friði -segir landbúnadarrádherra Bandarfkjanna ■ Bandaríkjastjórn lætur einskis ófreistað til að koma í veg fyrir lagningu gasleiðslunnar frá Sovétríkjunum til Vestur-Evrópu. Telur stjórnin að ríki Vestur-Evrópu verði of háð orkukaup- um frá kommunum, sem síðar geti hvenær sem er lokað fyrir orkustreymið og lamað þannig framleiðslugetu þeirra þjóða sem orkuna kaupa, eða geta að minnsta kosti hótað að skrúfa fyrir, bjóði Rússum svo við að horfa. Evrópumenn hafa ekki orðið við tilmælum Bandaríkjastjómar um að hætta við lagningu leiðslunnar eða rjúfa samninga um orkukaupin. Á sama tíma og Bandadríkjamenn vilja koma í veg fyrir þessi samskipti hinnar frjálsu Evrópu og Rússlands ástunda þeir sjálfir gríðarlega mikil viðskipti við Sovétríkin, sem báðar þjóðirnar eru mjög háðar. Hér er átt við kornsöluna. Landbúnaðarráðherra Bandaríkj- anna, John R. Block, skrifaði nýlega grein um þessi viðskipti í Washington Post. Par kemur glöggt í ljós hve mikilvæg þessi viðskipti eru. Það er fróðlegt fyrir íslendinga, sem eru fyrst og fremst matvælaframleiðendur, að kynnast viðhorfum landbúnaðarráðherr- ans til mikilvægis matarframleiðslu og hve snar þáttur hún er í milliríkjavið- skiptum. Hér fer á eftir endursögn á grein John R. Block. Landbúnaðarvöruframleiðslan í Bandaríkjunum vekur öfund um allan heim og er mikilvægasta framlag til friðar. Hins vegar hefur það lítið gildi ef við notum það ekki. Að nýta þessa aðstöðu okkar, þýðir m.á., að við verðum að framleiða og selja korn okkar til Sovétríkjanna. Ef gasleiðslan frá Sovétríkjunum til Vestur-Evrópu er í þágu Sovétríkjanna, þá ætti „kornleiðslan" frá Bandaríkjun- um til Sovétríkjanna ekki síður að koma Bandaríkjunum til góða. Er það ekki okkar hagur að Soveíríkin eru neydd til að nota 25 af hundraði af naumum gjaldeyristekjum sínum til að kaupa korn, sem er meðal þeirra auðlinda okkar sem endurnýjast sífellt? Erum við ekki að stuðla að friði þegar Sovétríkin verða að verja verulegum hluta auðæfa sinna til kaupa' á korni, í stað vopna? Ef við settum á kornsölubann mundi það aðeins sýna að við höfum ekki kynnt okkur nýleg dæmi um að slíkt bann er einskis virði. Kornsölubannið sem Carter setti í janúar 1980 til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Afganistan voru mistök. Það ár fluttu Sovétríkin inn meira korn en nokkru sinni áður. Þótt ríki sem eru okkur vinveitt hafi fallist á að styðja kornsölubannið eru staðreynd- irnar, að Ástralía þrefaldaði kornút- flutning til Sovétríkjanna 1980 miðað við sölur þangað næsta ár á undan, Kanada tvöfaldaði kornútflutninginn og Efnahagsbandalagsríkin þrefölduðu matvælaútflutning til Sovétríkjanna. Argentína sem ekki vildi fallast á kornsölubann fjórfaldaði sölu á korni til Sovétríkjanna. Vafasamt er að við náum því að vinna aftur þann markað fyrir kom sem við höfðum í Sovétríkjunum fyrir 1980, en þá var hlutdeild bandarísks korns 70 af hundraði af innflutningi þeirra. Keppi- nautar okkar á þessu sviði hafa keppst við að gera langtímasamninga um matvælasölu við Sovétríkin. Með minnkandi kornsölu eru það ekki aðeins bandarískir bændur sem verða fyrir skakkaföllum, heldur allt efnahagslífið. Fyrir hvern milljarð dollara sem við töpum beint með minnkandi komsölu verða 35 þúsund manns atvinnulausir og annar miíljarður tapast vegna annarra atvinnugreina sem byggja á þjónustu við landbúnaðinn og fleira sem við kemur framleiðslunni og sölunni. Málið er svo einfalt að við hreinlega gáfum þau störf og peninga öðmm ríkjum, sem tóku við viðskiptun- um af okkur. Fyrir hverja skreppu af korni sem við ræktum hér í landi og notum sjálfir seljum við tvær úr landi. Það sem við flytjum út getum við ekki neytt sjálfir. Við erum færastir allra til að framleiða matvæli. Það skapar okkur góða aðstöðu, en ekki einokunaraðstöðu. Ef við erum ekki tilbúnir að notfæra okkur yfirburða aðstöðuna og flytja korn út, munu aðrir rækta meira og selja. í mars s.l. lagðiReagan forseti fram áætlun sína um útflutning landbúnaðar- afurða þar sem hann tryggir löndum víða um heim, að það sé ætlun Bandaríkjanna að hægt verði að treysta á matvælaútflutning þeirra. Þetta er skynsamleg stefna sem kemur öllum að gagni, neytendum, skattgreiðendum, bændum og þjóðfélaginu í heild. Hún tryggir að við munum nota umframmat- arbirgðir okkar sem vopn fyrir friði. Fyrrum landbúnaðarráðherra, Clif- ford Hardin, segir, að ef við hefðum selt Japönum eins mikið magn af matvælum 1941 eins og við gerum nú, hefði árásin á Pearl Harbour ekki verið gerð. Ég er á sama máli. Japan er nú háðara víðfeðmara ræktarlandi í Bandaríkjun- um til matvælaframleiðslu heldur en samanlögðu ræktarlandi í Japan. Fyrir áratug voru það viðræður um matvælaviðskipti sem rufu hið þéttriðna járntjald umhverfis Sovétríkin og leiddu til fundar æðstu manna þjóðanna. Matvælaviðskipti opnuðu einnig dyrnar að Kínverska alþýðulýðveldinu. Þannig er styrkur matarins, ef hann er notaður. Þetta eru viðhorf ráðherra í stjórn Reagans. Hann gengur ekki að því gruflandi hve matvælaframleiðsla er mikilvæg, en aðeins ef haldið er uppi eðlilegum viðskiptum með þessa vörutegund. Að þessu ættu þeir íslendingar að leiða hugann sem rótast hafa eins og naut í flagi vegna langtímasamninga sem við höfum gert við Sovétríkin um sölu á matvælum. Oddur Ólafsson skrifar Lögum og reglu komið á í Beirút — brottflutningi PLO-her- manna frá borginni lokið ■ Aðeins fáeinum stundum eftir að síðasti PLO-skæruliðinn yfirgaf Beir- ut í gær tilkynnti innanríkisráðuneyti Líbanons nýjar aðgerðir til að tryggja öryggi í Beirut og koma á lögum og reglu í borginni. í aðgerðum þessum flest m.a. að allir vopnaðir menn eiga að hverfa af götum borgarinnar í dag, og taka verður niður götuvígi. Engar mót- mælaaðgerðir má halda án leyfis frá ríkisstjórninni. Ein af hreyfingum vinstrimanna í borginni hefur þegar ákveðið að láta af fýrirhuguðum mótmælaaðgerðum sínum, taka niður götuvígi og afhenda framvarðarstöður sínar í hendur líbanska hersins. Caspar Weinberger varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna frestaði við- ræðum sínum við líbanska ráðamenn en sagðist vona að beiðni Líbanon- stjómar um hernaðaraðstoð yrði veitt án nokkurra hnökra. Hann sagði að Bandaríkjamönn- um væri einkum umhugað að um líbanska hernum tækist að sameina aö nýju kristna og islamska menn í Beirut. Ennfremur sagði hann að væntanlega myndu þeir landgöngu- liðar Bandaríkjaflota sem aðstoðuðu við brottflutning PLO manna frá Beirut yfirgefa þá borg innan örfárra daga. Weinberger er nú staddur í ísrael þar sem ríkisstjórnin þar mun halda sérstakan fund í dag til að ræða bréf frá Reagan forseta. Útvarpið í {srael segir að í bréfinu sé varað við því að innlima Vesturbakkann og Gazasvæðið og að ísraelsmenn setjist ekki frekar að á þessum svæðum, en fyrir tveimur mánuðum sagði Begin að 6000 nýjum ísraelskum heimilum yrði komið upp á þessum svæðum. Yasser Arafat leiðtogi PLO hefur lofað að PLO muni halda áfram baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Palestínumanna með öllum tiltækum ráðum. Þetta sagði hann við komuna til Grikklands í gær. Fyrr um daginn hafði einn af yngri leiðtogum PLO sagt í Damaskus að PLO yrðu að endurskipuleggja sig í Sýrlandi og að hemaðarátök myndu halda áfram svo lengi sem ísraels- menn væru í Líbanou og Palestniu. Thatcher gagnrýnir vegna af stöðu hans til Síberíuleiðslunnar ■ Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands hefur enn á ný gagnrýnt Reagan Bandaríkjaforseta fyrir afstöðu hans til Síberíugas- leiðslunnar. í viðtali við BBC sagði Thatcher að bresku fyrirtæki John Brown Engineering hefði verið sagt að halda áfram við áform sín um að útvega sovéskum gastúrbínur í leiðsl- una...„samningur sem gerður hefur verið verður að standa við“ sagði Thatcher. Hún sagði að samningar vegna gasleiðslunnar væm Bretum mikil- vægir og ætti Reagan að vera það ljóst. Hún sagðist vera særð yfir afstöðu Bandaríkjamanna í þessu máli einkum í ljósi þess að Bretar hefðu verið traustustu bandamenn Bandaríkjamanna. Mexíkó: Einkabankar þjódnýttir ■ Forseti Mexíkó, Portilio, hefur tilkynnt tafarlausa þjóðnýtingu einkabanka í landinu. Hann mun einnig tilkynna þinginu í Mexikó- borg að stjórnun á gjaldeyrisvið- skiptum muni verða komið á fót. Þessar aðgerðir era ætlaðar til að reyna að rétta við mjög bágborinn efnahag landsins. Forsetinn, í ræðu á þinginu, ásakaði bankana að setja framar eigin hagsmuni en hagsmuni þjóðar- heildarinnar, bankarnir hefðu tekið þátt í spákaupmennsku og verið flæktir í gj aldey risflótta út úr landinu. „Hætta er á að Mexikó verði rænt“ sagði hann í ræðu sinni. Fyrr í þessari viku ákváðu vest- rænir bankar að veita Mexikó neyðarlán til að hjálpa ríkinu við að mæta vaxtagreiðslum sínum erlend- is. Mexikó er skuldugasta land veraldar og neyddist til þess fyrir nokkru að fella pesóinn um helming. Opinber rannsókn á láti tveggja mótmælenda ■ Allt mun hafa verið með kyrmrn kjörum í Póllandi í gær eftir mikil mótmæli þar í fyrradag en í þeim fórust tveir menn. Mótmælin voru vegna tveggja ára afmælis Einingar óháðu verkalýðssamtakanna og fóru þau fram í nær öllum hlutum landsins. Opinber rannsókn er hafin á láti mannanna tveggja en sá atburður átti sér stað í kolanámubæ í suð-vesturhluta landsins. Stjórnvöld segja að atburðinn háfi fylgt í kjölfar þess að mannfjöldi réðst á lögreglu- menn með bensínsprengjum, og múrsteinum og hefði,- lögreglan þá skotið á mannfjöldann. Tólf mót- mælendur og tólf Iögreglumenn særðust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.