Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 10
■ „Ég vil kannski ekki segja cð ég sakni stóru fallbyssanna en ..." segir Bent H. Jensen. Bent HJorth Jensen komm- andör um borð í Danne- brog snekkju dönsku kon- ungsfjöl skyld- unnar: ■ Dannebrog, snekkja dönsku konungs- fjölskyldunnar lá hér í Reykjavíkurhöfn um helgina og fram á þriðjudag en hingað kom skipið á leið sinni frá Grænlandi til Danmerkur en í Grænlandi var skipið notað sem híbýli konungsfjölskyldunnar og gesta meðan á hátíðahöldunum stóð vegna 1000 ára afmælis komu Eiríks rauða til landsins. Kommandör, eða skipherra, á Danne- brog er Bent Hjorth Jensen, gamall í hettunni og hefur áður þjónað m.a. á einu stærsta herskipi flotans í Danmörku. „Þetta er gott skip og traustbyggt, smíðað eftir gömlum hefðum og því níðsterkt" sagði Bent H. Jensen í samtali við Tímann er við litum um borð í skipið meðan það lá hér við bryggju. „Skipið er smíðað úr tré, 1300 tonn að stærð, og með 58 í áhöfn að öllu jöfnu en áhöfn fjölgar nokkuð er meðlimir konungs- Tímamyndir ARI Varðmaður um borð í Dannebrog ■ Dannebrog í Reykjavíkurhöfn! fjölskyldunnardveljaumborðþvíþauhafa Skipið varbyggt 1932ogþávar jafnframt tekið eftir gömiu dönsku riddarareglunni sitt sérstaka aðstoðarfólk. gamla Dannebrog lögð niður en nafnið er og skipið tilheyrir danska flotanum. ■ Kommandör Bent H. Jensen t.v. í káetu sinni ásamt Kölle foringja. Nútíma búnaður í máli Bent H. Jensen kemur fram að nýlega voru öll siglingartæki um borð endurnýjuð og er það nú búið öllum nýtísku siglingartækjum... „Það má segja að við höfum byggt skip innan í gamla skrokknum", segir Bent. Skipið er auk þess útbúið nýtískuvélum og tveimurskipsskrúfum en þær liggja utar- lega á skrokknum og vegna þess urðu erf- iðleikar vegna íss á siglingu skipsins til Grænlands því skipsskrokkurinn varði ekki skrúfurnar nógu vel. Bent H. Jensen segir að hann hafi undan- farin tvö ár verið kommandör á Danne- brog. Hann hafi þó verið kunnugur því áður því hann þjónaði um borð á árunum 1958-1961. Á milli þess var hann á ýmsum skipum danska flotans, þ.á.m. einu af stærstu herskipum hans. „Ég vil ekki segja að ég sakni stóru fallbyssanna en...“ segir hann, smellir saman höndunum og brosir angurvært. Mitterrand um borð Dannebrog er aðeins í notkun yfir sum- artímann og ef það er ekki að sigla með höfn í Danmörku. Vinsælt er að bjóða ir Bent að síðast er Mitterrand Frakklands- konungsfjölskylduna þá liggur það við erlendum þjóðhöfðingjum um borð og seg- forseti var í heimsókn í Danmörku var ■ í vinnuberbergi Margrétar drottningar um borð. honum boðið um borð í Dannebrog. Er danska konungsfjölskyldan ferðast á milli staða í Danmörku notar hún iðulega skipið. Næsta ferð þess utan Danmerkur verður til Ósló á næsta ári í tilefni 25 ára afmælis Ólafs Noregskonungs í konungs- stól. Gamlir munir Tímamönnum gafst kostur á skoðunar- ferð um skipið en í því er að finna margt merkra og gamalla muna, m.a. muna sem voru í eigu Kristjáns 10. Danakon- ungs. Þannig hangir t.d. sjónauki Kristjáns á einum veggnum. Um borð er lítið bókasafn og velur Margrét Danadrottnig bækur í það í upphafi hverrar ferðar. Er við komum um borð var til dæmis mjög mikið af bókmenntum um Grænland í bókasafninu. Margrét Danadrottning hefur sérstakt vinnuherbergi um borð í Dannebrog og sagði fylgdarmaður okkar Kölle sjóliðs- foringi að drottningin notaði það mikið á ferðum því hún vill hafa hönd í bagga með öllu hvað varðar dagskrár slíkra ferða eins og til Grænlands. - FRI ■ Áttavita af þessari tegund má finna víða í skipinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.