Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 12 STfmhni heimilistíminn Umsjón: B.St. og K.L. Örbylgjuofnar ■ Margar nýjungar ■ heimilistækjum má sjá á sýningunni „Heimilið ’82“ sem nú stendur í Laugardalshöll. Heimilis- tíminn kynnti sér eina þeirra, það er hinn svokallaði örbylgjuofn. Dröfn Farestveit hússtjórnarkennari kynnir TOSHIBA örbylgjuofninn. Henni fórust orð á þessa leið: „Þessi nýi ofn, sem við erum að kynna hér, hefur upp á algjöra nýjung að bjóða hvað viðkemur dreifingu á örbylgjunum og hvernig þær dreifast meira hnitmiðað á matinn í ofninum. Þetta kerfi er kallað DELTAWAVE. Toshiba-Deltawave ofninn er stórt skerf fram á við í þróun örbylgjuofna og matreiðslan verður auðveldari og fallegri." Þegar fólk kaupir þessa örbylgjuofna er ókeypis matreiðslunámskeið í kaup- bæti. Dröfn sagði, að til að hafa fullt gagn af þessum ágætu heimilistækjum þyrfti að kynna sér vel alla þá fjölbreyttu möguleika í matreiðslu sem þarna bjóðast. Þessir ofnai; eru mjög þægilegir og öruggir, og eru þarna t.d. ofnar, sem sérstaklega eru ætlaðir fyrir blint eða sjónskert fólk. Ofnarnir slökkva á sér sjálfir. Einnig er bent á það í leiðbeiningum með Toshiba-örbylgju- ofnunum, að jafnvel börn frá 6 ára aldri geta notað hann til að hia sér upp mat, búa til poppkorn, eða hita sér kakó. Námskeiðin eru alveg nauðsynleg, sagði Dröfn, þar er svo margt sem hægt er að gera í sambandi við þessa ofna, sem ekki liggur kannski í augum uppi fyrir almenning að átta sig á tilsagnar- laust. Má nefna að upplagt er að þurrka blóm og jurtir í ofninum svo eitthvað sé nefnt, og svo mörg smáatriði eru þannig að það þarf að benda neytendum á þau, svo þeir hafi fullt gagn af ofninum. Best gagn sagði Dröfn að næðist af námskeið- inu, ef neytendur væru búnir að reyna ofninn sjálfir og hefðu átt hann einn eða ■ Dröfn Farestveit kynnir örbylgju- ofninn á sýningunni í Laugardalshöll. Á borðinu eru ýmsar krásir nýkomnar úr ofninum. tvo mánuði, því þá veit fólk um hvað það er að spyrja og ef einhverjir erfiðleikar hafa komið fram þá er gott að fá ráðleggingar. Blaðamaður Heimilis-tímans rakst á kynningu á örbylgjuofnum, í norsku blaði eftir þarlendan hússtjórnarkenn- ara. Hún gat þess, að hún hefði fengið örbylgjuofn um tíma til að prófa hann, en ekki haft nauðsynlegar leiðbeiningar með honum. Því hefði ýmislegt farið úrskeiðis hjá sér við matreiðsluna fyrst í stað. En eftir reynslutímann gæti hún varla hugsað sér að vera án þessa tækis' og hefði ákveðið að kaupa sér ofn fyrir heimilið. Hún taldi helstu kosti þá, að í fyrsta lagi gæti hún tekið mat tilbúinn úr frystinum og matreitt hann á skömmum tíma. Ekki væri nauðsynlegt að ákveða að morgni dags eða jafnvel daginn áður, hvað ætti að vera í matinn. Það væri óneitanlega mikill kostur fyrir útivinn- andi húsmóður. Eins er hægt að hafa tilbúinn mat sem hver og einn getur hitað upp fyrir sig, þegar heimilisfólk kemur heim á mismunandi tímum, eins og oft vill verða. Kost ofnsins kvað hún aðallega vera þennan. Einnig sparast rafmagn með því að nota örbylgjuofn (allt að 75% spamaður, sagði Dröfn), tími sparast líka, lítið þarf að nota smjör og salt við matreiðslu, engin matarlykt kemur í húsið. Dröfn Farestveit vill taka það fram, að fólk þurfi að taka eftir því hvort keramik-skálar og önnur leiríláf hitna mikið í ofninum. Ef þau hitna á svo sem einni mínútu, þá inniheldur glerungur- inn blý - og þá má ekki nota þau undir mat. Þetta þarf fólk að prófa, en það verður að vera matur í ílátunum, því ofninn má ekki ganga tómur. Margir em ragir við að byrja að nota örbylgjuofnana, en það er um að gera að prófa sig áfram, sagði Dröfn. Hún sagði, að komið hefði fyrir, að fólk hefði ekki þorað að kveikja á ofninum, fyrr en það hefði komið til sín á námskeiðið - en það er oftast ekki fyrr en tveim mánuðum eftir að ofninn var keyptur!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.