Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.09.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 13 íþróttirl Umsjón: Sigurður Helgason ■ Á myndinni sést Schoenaker skora jöfnunarmark Hollendinga í landsleiknum í gærkvöldi. Timamynd EUa. Aftur jaf ntef li 1-1 ■ í gærkvöldi léku íslendingar annan leik sinn í Evrópukeppni landsliða í knattspymu. Leikið var á Laugardals- velli og voru andstæðingarnir Hollend- ingar. Leiknum lauk með jafntefli bæði liðin skoruðu eitt mark og urðu Islendingar fyrri til að skora. Laugar- dalsvöllurinn var glerháll í gærkvöldi eftir mikla rigningu í gærdag og kom það nokkuð niður á leik liðanna og áttu Jnenn oft á tíðum í örðugleikum með að stýra knettinum í rétta átt. Leikurinn byrjaði fremur rólega og liðin virtust vera að prófa sig áfram. Hollendingamir voru mun meira með knöttinn og á 9. mínútu átti Rud Gullit skalla yfir mark íslands. Einni mínútu síðar átti Wijnstekers skot að markinu sem Þorsteinn Bjamason markvörður varði og skömmu síðar átti Schoenaker skot eftir að hafa fengið knöttinn eftir klaufaskap hjá varnarleikmönnum ís- lands. Á 14. mínútu varð Janus Guðlaugsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og í hans stað kom Gunnar Gíslason KA. Hollendingar sóttu mun meira í fyrri hálfleiknum og raunar allan leikinn, en íslendingar áttu á milli góðar skyndi- sóknir, en ekki gekk nógu vel að brýna sóknarleikinn. Þó má nefna hornspyrnu sem Karl Þórðarson tók og sendi mjög fasta sendingu inn að marki Hollendinga og varð markvörðurinn að slá knöttinn í horn til að koma í veg fyrir að hann færi í netið. Sá yngsti sigradi ■ Á sjöunda tug keppenda mættu á golfvöllinn á Ólafsfirði um helgina er Norðurlandsmótið í golfi fór þar fram. Þessir keppcndur komu frá Siglufirði, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík og að sjálfsögðu heimamenn. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar í karlaflokki, kvennaflokki og unglingaflokki. Kristján Hjálmarsson frá Húsavík varð öruggur sigurvegari í karlaflokki. Hann hafði tvö högg í forskot eftir fyrri keppnisdag á þá Þórhall Pálsson og Einar Guðnason frá Akureyri, og hann jók það forskot sitt síðari daginn. Inga Magnúsdóttir varð öruggur sigurvegari í kvennaflokknum, og er nánast ósigrandi í mótum norðanlands. Jónína Pálsdóttir sem einnig er frá Akureyri varð önnur og Sigríður B. Ólafsdóttir frá Húsavík þriðja. í unglingaflokknum sigraði yngsti keppandinn með yfirburðum, en Krist- ján H. Gylfason frá Akureyri er aðeins 11 ára. Keppendur frá Akureyri hirtu öll verðlaunin í þessum flokki, og þyrfti að gera átak í öðrum golfklúbbum norðan- lands til þess að hæna fleiri unglinga að golfinu. En þá eru það úrslitin. Karlaflokkur: Kristján Hjálmarsson........ GH 159 Þórhallur Pálsson ............. GA 163 Haraldur Friðriksson .......GSS 166 með forgjöf: Haukur Hilmarsson...........GÓ 138 Grímur Þórisson............... GÓ 138 Arnór Þorgeirsson..............GA 139 (Haukur sigraði í bráðabana) Kvennaflokkur: Inga Magnúsdóttir..............GA 171 Jónína Pálsdóttir............. GA 182 Sigríður B. Ólafsdóttir .... GH 201 með forgjöf: Sigríður B.Ólafsdóttir .... GH 143 Inga Magnúsdóttir..............GA 145 Jónína Pálsdóttir............. GA 148 Unglingaflokkur: Kristján H. Gylfason........GA 159 Ólafur Þorbergsson..........GA 166 Ólafur A. Gylfason..........GA 169 með forgjöf: Kristján H. Gylfason........ GA 119 Ólafur Þorbergsson.......... GA 130 Ólafur Sæmundsson...........GA 137 Verðlaun til keppninnar gáfu Flug- félag Norðurlands, Dagur og Spari- sjóður Ólafsfjarðar. Þá gaf Tak h.f. á Akureyri aukaverðlaun þeim sem voru næstir holu á 8. braut báða dagana og hlaut þau Amór Þorgeirsson GA og Kristján Guðjónsson GH. Einnig gaf verslunin Álfhóll á Siglufirði aukaverð- laun fyrir bestan 9 holu hring með forgjöf síðari keppnisdaginn og urðu þar jafnir unglingamir ólafur Þorbergsson og Kristján Gylfason og sigraði Ólafur í bráðabana. gk-Akureyri Á 32. mínútu átti Karl svo hörkuskot á hollenska markið sem Breukelen markvörður varði vel í horn. En Breukel* en þessi er nýbyrjaður að leika með Nottingham Forest í Englandi og á þar að feta í fótspor Peter Shilton. Hollendingar áttu nokkur önnur skot á mark íslands, en ekkert þeirra olli verulegri hættu. Staðan í hálfleik var því 0-0 og sannast sagna var hálfleikurinn ekki skemmtilegur á að horfa enda þótt oft brygði fyrir skemmtilegum köflum. Og barátta var í fyrirrúmi hjá báðum liðum, þannig að það hefur áreiðanlega komiðeitthvað niður á knattspyrnunni. íslenskum hjörtum á Laugardalsvelli hlýnaði dálítið t nepjunni á 5. mínútu síðari hálfleiks. Þáskoraði Atli Eðvalds- son fyrsta mark leiksins eftir góðan undirbúning Arnórs Guðjohnsen. Hon- um tókst að leika á nokkra hollenska varnarmenn laglega og renndi knettin- um á Atla sem var á auðum sjó og skoraði af öryggi og staðan orðin 1-0 fyrir íslendinga. En aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu Hollendingar. Marteinn Geirs- son braut á Hollendingi utan við vítateig út undir hliðarlínu og upp úr aukaspyrn- unni sem dæmd var skoraði Schoenaker gott mark með skatla. Þar var vörnin alls ekki nógu vel vakandi og nánast leikur einn fyrir Schoenaker að athafna sig og senda knöttinn í netið framhjá Þorsteini sem kom engum vörnum við. Bestu færin eftir mörkin áttu Godee hjá Hollendingum, en hann tók auka- spyrnu á 42. mínútu og varði Þorsteinn hana snilldarlega. Skömmu síðar komst hann einn á auðan sjó og skaut framhjá. Besta færi íslendinga eftir þetta átti Karl Þórðarson, eftir undirbúning Lárusar, en markvörðurinn varði. Þessi leikur var eins og fyrr er sagt ekki ýkja skemmtilegur á að horfa. Hollendingarnir eiga greinilega marga mjög snjalla leikmenn í sínu liði, en þá vantar mikla samæfingu til að geta talist sannfærandi liðsheild. Erfitt er að nefna að einhver hafi verið öðrum betri, en þó er rétt að nefna miðverðina tvo, cn þeir héldu Lárusi Guðmundssyni í skefjum og það liggur við að óhætt sé að segja í orðanna fýllstu merkingu. Wijnstekers virtist oft á tíðum komast upp með nokkuð grófan leik gegn Lárusi. Það er greinilegt, að Arnór Guðjohn- sen er að verða einn okkar besti knattspyrnumaður fyrr og síðar. Drengurinn lék mjög vel í gær og flestir þeir hlutir sem hann framkvæmir eru vel gerðir. Hann ásamt Karli Þórðarsyni voru bestu menn íslenska liðsins og þá er einnig ástæða til að hrósa Þorsteini Bjarnasyni, sem sýndi öryggi í markinu. Viðar Halldórsson kom inn t' liðið á síðustu stundu fyrir Örn Óskarsson sem á við meiðsli að stríða og lék hann ágætlega, barðist vel og skilaði sinni stöðu eins og til er hægt að ætlast. Sævar lék vel, sérstaklega er líða tók á leikinn, en Marteinn Geirsson hefur oft leikið betur og geröi nokkrar skyssur. Dómarinn McGinley er ekki besti dómari sem hér hefur sést. Voru margir dóma hans vafasamir í meira lagi og komust menn upp með ljót brot og það kom á óvart hversu mjög Hollendingarn- ir beittu grófum leik í vörninni, einkum gegn Lárusi eins og fyrr er nefnt. Kannski eru íslensku dómararnir alls ekki svo slæmir þegar allt kemur til alls. Frekar fáir áhorfendur sáu þennan leik og voru þeir um 4000 talsins. Það hlýtur að teljast mjög viðunandi árangur hjá landsliði íslands að ná jafntefli gegn stórþjóð á knattspyrnu- sviðinu eins og Hollendingar hafa verið, en á góðum degi hefði íslenska liðið áreiðanlega getað unnið þá án teljandi erfiðleika. sh Sagt efiir ieikinn: ■ Janus Guðlaugsson varð að yflrgefa völlinn í gærkvöldi eftir aðeins 13 mínútur vegna meiðsla. Burst hjá Everton ■ Leikið var í ensku knattspyrnunni á þriðjudagskvöld og urðu úrslit leikja þá nokkuð óvænt. Mesta athygli vakti sigur Watford á Southampton, en leikið var í Southampton og lauk leiknum með 4-1 sigri gestanna. Gerry Armstrong og Ross Jenkins skoruðu eitt mark hvor og Niegel Callaghan gerði sér lítið fyrir og sendi knöttinn tvívegis framhjá Peter Shilton í markinu hjá Southampton. Þá sigraði Everton Aston Villa 5-0 á Goodison Park í Liverpool. Liverpool náði aðeins jafntefli gegn Birmingham, og fór sá leikur fram á heimavelli Birmingham. Hvorugu liðinu tókst að skora í þeim leik. Á Highbury í London fengu Arsenal Norwich og lið Arsenal, sem margir álíta að komi til með að verða sterkt í vetur gerðu jafntefli, bæði liðin skoruðu eitt mark. Swansea sigraði Coventry með 2 mörkum gegn einu og West Ham sigraði Luton á útivelli 2-0. Tottenham sigraði loks Ipswich með tveimur mörkum gegn einu og eru markamaskínur Lundúna- liðsins þeir Archibald og Crooks nú komnir í fullan gang, en þeir skoruðu mörkin fyrir Tottenham. Alan Brazil sá hins vegar um að skora fyrir Ipswich. Hann kvaðst hafa fengið spark og ekki treyst sér til að leika lengur. „Það var barátta í þessu“ sagði Janus og við áttum skilið að fá annað stigið. Það vantaði meiri einbeitingu eftir að viðskoruáum markið og þess vegna náðu þeir að jafna.“ ■ Karl Þórðarson sýndi góðan leik í gærkvöldi og þegar hann var spurður álits um leikinn sagði hann. „Ég er ánægður með að við fengum annað stigið. Það var mikil barátta í þessu, en við duttum ansi mikið niður eftir markið. Það var þá full mikil deyfð yflr liðinu.“ ■ „Hollendingar mega þakka fyrir jafnteflið,“ sagði EUert B. Schram formaður KSÍ er blaðamaður Tím- ans hafði tal af honum eftir leikinn. „Það var fín barátta í þessu og mér finnst stórkostlegt að við skulum geta teflt fram tveimur liðum tvo daga í röð og náð jafntefli i þeim báðum gegn HoUandi. Það sem ég held að hafl vantað tU að við gætum unnið þessa leiki er dálítið meira sjálfstraust hjá leikmönnunum.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.