Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 1
 Helgarpakki dagskrá ríkisfjölmiðlanna 4. sept. - 10. sept. UTVARP BSRB Flugstöd með leiðslukjallara og Þjóðviljaþaki kemurekki til greina ■ Það er ákaflega hxpið að taka einn dag sérstaklega til að dxma dagskrá ríkisfjölmiðla, útvarps og sjónvarps, þótt segja megi sem svo, að svipuð stefna ríki á þessum stofnunum alla þdaga. Útvarp BSRB Að einu leyti var útvarp og sjónvarp þó marktækt til úttektar, um þessar mundir. Gerð aðalkjarasamnings starfs- manna ríkis og bæja, eða BSRB var á lokastigi, og þá skeður það einfaldlega ár eftir ár, að útvarp BSRB hefur allan forgang. Aðalfréttir útvarpsins (fyrsta frétt) og sjónvarpsins voru úr Karp- húsinu, þar sem verið var að fjalla m.a. um kjör starfsmanna þessara stofnana. Smámál eins og hugsanleg stöðvun togaraflotans kom svo síðar og ómerkileg frétt um fyrstu olíuborun við ísland fékk ákaflega takmarkaða umfjöllun. Útvarp BSRB hefur sumsé ekki áhuga á togurum og olíuleit og þess vegna verður þjóðin að bíða þar til starfsmenn útvarpsins hafa lokið sínum málum af, með að fá fréttir af málum útgerðarinnar og olíuleitinni. Eldsvoði í skipi varð líka að bíða, þar til búið var að taka Kristján Thorlacius í karphúsið, og gat fréttastofa BSRB naumast leynt óánægju sinni með að tekist höfðu normal samningar við ríkið. Við í Vesturbænum sem höfðum heyrt vælið í sírenum slökkvibíla og lögreglu um miðnættið, vorum ugg- andi, og ekki síst þegar hljóð véllúðranna virtist berast til hafnar- innar. Við biðum fregna frá höfninni, og þær komu þegar útvarpi BSRB var lokið. Kviknað hafði í báti, útgerð var að brenna, en sjómenn sluppu lífs af, sem var mikið lán, en varla fréttnæmt á stórum stundum. Hógvær fréttaflutningur af samn- ingamálum starfsmanna ríkisfjölmiðl- anna er sjálfsagður, en að gjöra innanhússmál og eigin kjarabaráttu að aðalmáli fréttatíma útvarps og sjón- varps, nær vitaskuld ekki nokkurri átt. Allir menn fagna því að tekist hefur að semja, en útvarp BSRB er hins vegar óþolandi með öllu eins og að því er staðið. Talað er um stjórnina sem óbilgjarnan samningsaðila og ráða- menn fá hinar verstu sendingar, menn ■ Arkitektar Alþýðubandalagsins vilja hafa húsin við hxfi starfseminnar. Þessi húsgagnaverslun, er hluti af sérhúsi Þjóðviljans. Að vísu hefúr upplag Þjóðviljans minnkað um 2500 á síðustu tveim þrem ánim, en varla hefúr það minnkað blaðið um heila hxð og leiðslukjallara. Því miður halda ljósmyndarar Tímans sig við jörðina, en þak Þjóðviljahússins er af sömu gerð og þakið á flugstöðinni fyrírhuguðu á Keflavíkurflugvelli. sem eru þó að gæta hagsmuna almennings á örðugum tímum. Svona yfirtaka á fjölmiðlum, til að nota þá í eiginhagsmunaskyni, verður að hætta. Flugstöð með Þjóðviljaþaki Aðalefni Sjónvarpsins á þriðjudag, var flugstöðvarmálið svonefnda, en það snýst um það, hvort taka eigi við 20 milljón dollara framlagi frá Banda- ríkjunum til að smíða nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Gamla flugstöðin er úrelt, og mun varnarliðið fá það mannvirki, þegar ný flugstöð hefur verið tekin í notkun. Auk þess mun þurfa um 40 milljón dollara til þess að gjöra flugvélastæði og akstursbrautir að nýju flugstöðinni, sem á að vera þannig staðsett, að unnt verði að aðskilja með öllu millilanda- flug okkar, farþega-og vöruflug, frá flugi varnarliðsins. Það var bagalegt að utanríkisráð- herra skyldi ekki geta verið við þessa umræðu, en hann mun nú vera staddur í Finnlandi og því ekki til staðar. f þættinum kom lítið fram, nema að Ólafur Ragnar Grímsson og Alþýðu- bandalagið vilja ekki hafa flugstöðina með leiðslukjallara og með þaki eins og Þjóðviljahúsið, en þök húsanna eru svo til eins. Og hann vill ekki ameríska peninga til að létta undir. Eru þessir peningar þó aðeins greiðsla í maka- skiptasamningi, því Bandaríkjamenn fá gömlu flugstöðina, eða kaupa hana fyrir 20 milljónir dollara. Ekki veit ég hvort leiðslukj allari er í Þjóðviljahúsinu, en allavega er línan þar þó í lagi. Auðvitað vita allir, að flokkur sem vill taka við 40 milljónum dollara af hemámspeningum í formi malbiks og olíukerfa, er aðeins að sýnast, þegar hann vill ekki 20 milljónir í flugstöð, og þótt margt gott megi segja um þjóðarstolt, þá er það nú býsna hæpið að láta elledu þingmenn Alþýðu- bandalagsins ráða í máli, þar sem líklegt er að 49 þingmenn séu á allt annarri skoðun. Svona atkvæðavægi Jónas Guðmundsson 'ZáJe* skrífar W' hafa kommúnistar hvergi, nema í menningarmálum og í listum, en þar hafa þeir haft ellefu atkvæða meiri- hluta í þingi og stjórnarklaustrum um áratuga skeið. Að vísu tók Ólafur Ragnar það fiam, að byggja mætti nýju flugstöð- ina, sem á að vera lítil, á sama stað og núverandi flugstöð er, og minnir það nokkuð á sóknarnefndina, sem sam- þykkti að reisa nýja kirkju. Nýja kirkjan átti að standa á sama stað og sú gamla, nota átti efni gömlu kirkjunnar í þá nýju, og gamla kirkjan átti að standa, þar til nýja kirkjan hefði verið tekin í notkun! Auðvitað vita allir, að Alþýðu- bandalagið er þarna að leika hernáms- andstöðuflokk, og ef ég þekki málin rétt, munu göngur hefjast á réttum tíma, er líður að kosningum. Þá munu menn þar einnig vilja leiðslukjallara Þjóðviljans í góðu standi. Og það er mergurinn málsins, en ekki það, hvort taka beri við milligjöf í makaskiptum úti á Keflavíkurflugvelli, þar sem Bandaríkjamenn kaupa gamla flug- stöð fyrir 20 milljónir dollara. Mikið var rætt um stærð þessa húss, sem teiknað er af húsameistara ríkisins, eða starfsmönnum hans. Þar vinna arkitektar, sem lært hafa í ýmsum Evrópu- og Austur-Evrópu- löndum og er vandséð hvers vegna þeir teljast ekki hæfir til að teikna rétt hús. Ný Krafla Ólafur Ragnar talaði um, í þessu sambandi, að verið væri að reisa nýja Kröfluvirkjun, sem væri dæmigerð fyrir mistök í fjárfestingu. Það má rétt vera, en þeir sem reistu Kröfluvirkjun voru þeir Jón Sólnes, Ragnar Amalds og Ingvar Gíslason, ef ég man rétt. Og ef Ólafur Ragnar telur að Ragnar og þeir félagar hafi staðið að dæmigerð- um heimskupörum, þá er ég sammála. Kröfluvirkjun var á hinn bóginn tilraun, og leiðslukjallarar þeirrar virkjunar hafa reynst mjög gallaðir, sem alþjóð veit. En það réttlætir á hinn bóginn ekki það, að tafið sé fyrir flugstöð á Keflavíkurflugvelli og að gamla flugstöðin verði seld á 20 milljónir dala. Rætt var um, að við, eða ríkið gæti reist sjúkrahús, án þess að betla peninga í Ameríku. Ólafur Ragnar ætti að kynna sér greiðslustöðu ríkissjóðs vegna Borgarspítalans og vegna skólabygginga og ýmissa opin- berra framkvæmda. Ríklð hefur ekki greitt sinn hluta, og ekki á réttum tíma og, að því er virðist, ekki fyrr en búið er að taka erlend lán. Fiokksbróðir hans Ragnar Arnalds er fjármálaráð- herra, þannig að hæg eru nú heima- tökin. Annars er afstaða Alþýðubanda- lagsins í flugstöðvarmálinu skiljanleg. Fylgi flokksins hefur gegnum tíðina verið byggt á stuðningi verkalýðs- hreyfingarinnar, útvarpi BSRB og Keflavíkurgöngum, sem tryggt hafa flokknum fylgi hernámsandstæðinga, sem stjórnað er af miðnefnd, sem er með óskilgreindan leiðslukjallara í Alþýðubandalagið. Hin ábyrga stefna Alþýðubanda- lagsins í launamálum, kjaraskerðingin og fjármálaöngþveitið er ekki líkleg til þess að afla flokknum aukins kjör- fylgis meðal vinnandi manna. Skyn- samir menn álíta meira að segja, að ef kosið væri nú, fengi Alþýðubanda- lagið minna en seinast. Það hefur nefnilega aldrei borgað sig að vera málefnalegur á íslandi. Og það mun verða til þess, ef að líkum lætur, að ellefu þingmenn Alþýðu- bandalagsins munu hafa betur í flugstöðvarmálinu, en hinir 49 þing- menn borgaraflokkanna, sem vilja ' Flugstöðina með leiðslukjallaranum og Þjóðvlljaþakinu. Akurevri, sími 22770-22970 -k Föstudag: Hljómsveitin Lexía ásamt besta diskótekinu í bænum. + Laugardag: Hljómsveitin Jamaica ásamt besta diskótekinu í bænum. * Sunnudagur: Prófessorinn - Kabarett Aðaisteinn Bergdal - Lilja Þorvaldsdóttir Kl. 21. Síðasta sýning. Veislumaður framreiddur úr veislueldúsinu frá kl. 20.00-22.00 Borðapantanir í síma 2 29 70. Eitt alæsileoasta samkomuhús á landinu er á Akurevri Grétar Laufdal frá diskótek- inu Rooky sér um dansmús- ikina í sal Disco 74. Snyrtilegur kiæönaður. Sfmi: 88220 Boröapantanir 85680

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.