Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 Fundahöld Ársfundur norræna rithöfundaráðsins: „Samvinnan að verða nánari” ■ „Á þessu þingi verður rætt um sameiginleg hagsmunamál rithöfunda og hvernig samstarf hinna norrænu rithöfundasambanda getur orðið nán- ara, en það er nú þegar mjög náið og hefur haft mikið gildi, ekki síst fyrir íslendinga", sagði Birgir Sigurðsson, rithöfundur er Tíminn innti hann eftir höfðumálum á ársfundi Norræna rithöfundaráðsins, sem heldur ársfund sinn í Norræna húsinu í Reykjavík 3. og 4. september. Fundir ráðsins eru haldnir á Norðurlöndunum til skiptis og bjóst Birgir við um 20 rithöfundum erlendis frá. Birgir var spurður hvort „videovæð- ingin“ sé kannski orðin rithöfundum skeinuhætt sem ýmsum öðrum stétt- um. „Videovæðingin er þegar orðin vandamál fyrir rithöfunda í Skandi- navíu í þeim skilningi að þeir eru í hættu með verk sín þó ekki bcri kannski mikið á því enn hér á landi. í Svíþjóð og Noregi hafa hins vegar nú nýlega náðst samningar við fjöl- miðla í sambandi við Videovæð- inguna, þar sem t.d. viðurlög við brotum á höfundarrétti hafa verið þyngd. Þetta er aftur á móti allt í molum hér á landi eins og flestir vita, enda þekkist hvergi annarsstaðar hið villimannlega ástand sem hér tíðkast í þessum málum, þar sem allt er stjórnlaust og vitlaust", sagði Birgir. En kvað hann þó bara einn liðinn í því sem um verður rætt. „Á þinginu verður líka gengið frá gagnkvæmum samningi um rétt höf- unda þegar um endurskoðun á efni er að ræða. Jafnframt felst í þeim samningi að rithöfundasamböndin taka á sig þá ábyrgð að fylgjast með rétti félaga í aðildarfélögunum. Sam- vinnan er því að verða æ nánari. Þó það verði kannski ekki rætt á þessu þingi, þá er nú líka unnið að því að koma á fót Evrópusambandi rithöfunda - má segja að það sé í burðarliðnum. Fundur Vestur - Ev- rópskra rithöfunda var haldinn í Svíþjóð nú í sumar. Með þessu verður reynt að samræma kjör rithöfunda og baráttu þeirra. En réttur rithöfunda er nú víða svo fótum troðinn, að það tekur engu tali. - Horfið þið svo ekki fram á enn hraðari þróun í allri fjölmiðlun? - Það eru miklar breytingar í uppsiglingu og engin spurning um að þær eiga eftir að verða enn hastarlegri. Þar á ég við tölvuvæðinguna, því nú þegar er farið að vinna bækur í tölvu. f sjálfu sér er það ekki svo hastarlegur hlutur bara ef rétt er að því staðið. En þegar hægt verður að fá allar upplýsingar um rithöfund á einni hlið kristalskubbs á stærð við sykurmola, öll verk hans á annarri hlið molans, á 3. hliðinni alla gagnrýni um hann og svo framvegis, þá er auðvitað miklu auðveldara að stela þessu. Og þetta er það sem vofir yfir. „Það er svo ofboðslega mikill hraði á öllu að menn eru ekki fyrr búnir að samþykkja einhver verndandi lög fyrr en þau eru orðin úrelt“, sagði Birgir Sigurðsson. - HEI FÖSTU DAGSKVÖ LD í JIS HÚSINUI í JIS HÚSINU MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN RAFTÆKI RAFLJÖS REIÐHJÓL FÖSTUDAGSKVÖLD OPIÐ DEILDUM TIL KL 10 í KVÖLD Munið okkar stóra og vinsæla kjötborð Munið okkar hagstæðu kaupsamninga Jón Loftsson hf. — Hringbraut 121 — Sími 10600 STEINOLÍU- OFNAR AFftR HAGSPETTVERÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Opið í kvöld til kl. 3. Efri hæð — danssalur. Dansbandió leikur fyrir dansi. Eitthvaö fyrir alla, bæöi gömlu og nýju dansarnir. Neöri hæö diskótek. Boröapantanir í síma 23333. Snyrtilegur klæönaöur. STAÐUR HINNA VANDLÁTU Þú kemur með bílinn við smyrjum hann og geymum meðan þú útréttar í miðbænum. Þjónusta í hjarta borgarinnar. Smurstöðin Hafnarstræti 23. S. 11968. sjónvarp Föstudagur 10. september. 19.4S Fréttaágrip á táknmáll 20.00 Fréttlr og veftur 20.25 Auglýsíngar og dagskrá 20.40 Skonrokk Dcegurlagaþáttur í um- sjón Eddu Andrésdóttur. 21.10 Á dötinnl Þáttur um listir og menningarviðburði. Umsjónamnaður: Kari Sigtryggsson. Kynnir: Blrna Hrólfs- dóttir. 21.20 Gervltunglaöld Finnsk heimildar- mynd um áhrif stóraukins Ijölda sjónvarpsþátta i náinni framtíð. Þýðandi: Trausli Júlíusson. (Nordvision-Finnska sjónvarpið) 22.05 Stúlkan á fremsta bekk (La jeune fille du premier rang) Frönsk sjónvarps- mynd. Leikstjóri: Jacques Trébouta. Aðalhlutverk: Jean-Francois Garr.jd og Sophie Renoir. Myndin sýnir hvað at því getur leitt þegar ungur heimspekikennari verður ástatanginn af einum nemenda sinna. Þýðandi: Ragna Ragnars. 23.30 Dagskrárlok ■ Hjalti Rögnvaldsson, hinn góð- kunni leikari heldur áfram lestrinum á sögunni Bangsimon í Morgunstund barnanna föstudag kl. 9.05. útvarp Föstudagur 10. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bœn. 7 )5 Tónleikar. Þulur velur og kynnir 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Ólafs Oddssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Skúli Möller talar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagb. (útdr.) Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bangsi- mon“ ettlr A. A. Milne. 9,20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Morguntónleikar 11.00 „Méreru fomu minnln kœr“. ' 11.30 Létt morgunlög. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tllkynn- ingar. Á frivaktinni. 15.10 „Myndir daganna", minningar séra Sveins Vfkings. 15.40 Tilkynningar. Tðnleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Litli bamatfmlnn Dómhildur Sigurð- ardóttir stjórnar barnatíma á Akureyri. 16.40 Hefurðu heyrt þetta? Þáttur fyrir böm og unglinga um tónlist og ýmislegt fleira i umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 17.00 Siödegistónleikar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veóurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttlr. Tilkynningar. 19.40 Á vettvangi. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Sumarvaka 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvðldsins 22.35 „ísinn brestur” smásaga ettir Mar- tin A. Hansen. 23.00 Svetnpokinn Umsjón: Páll Þorsteinsson. 00.50 Fréltir. Dagskráriok. föstudagur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.