Tíminn - 04.09.1982, Síða 1

Tíminn - 04.09.1982, Síða 1
---,---------------------------------------1 Gífurleg undirbúningsvinna fyrir skólaárið - bls. 8-9 Blað Tvö 1 blöð 1 fdag Helgin 4 - 5. september 1982 200. tbl. - 66. árgangur hiicary.Tsirtv Ibúðarverd: Aldrei verid hærra — bis. 4 Ákvörðun um stöðvun togaraflotans veldur deilum: FARA FRYSTIHÚS SAM VINNUMANNA ÚR UÚ? TTStöðvun fiskveiðiflotans nú myndi koma sér mjög illa markaðs- lega séð fyrir okkur’% segir Árni Benediktsson ■ „Ennþá eru allar útgerðir og útgerðarmenn í Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, en vera kann að það breytist. Sérstaklega ef það á að viöhafa einhver bolabrögð í þessu máli,“ sagði Ámi Benediktsson, for- maður stjómar Sambandsfrystihús- anna i samtali við Tímann er hann var spurður álits á hótun trúnaðarráðs LÍÚ um að stöðva fiskveiðiflotann ef stjómvöld bxttu ekki rekstrarskilyrði útgerðarinnar. Árni Benediktsson var staddur á haustfundi Sambandsfrystihúsanna á Húsavík er Tíminn náði tali af honum. Ekki sagði Ámi að fjallað yrði um þessa ályktun trúnaðarráðsins á haust- fundinum, en menn ræddu síðustu atburði á milli sín og finnist flestum nokkuð langt gengið. „Stöðvun fiskveiðiflotans nú myndi koma sér mjög illa markaðslega séð fyrir okkur, ekki síst ef um langt stopp yrði að ræða,“ sagði Árni Benedikts- son. Stjórn Sambandsfrystihúsanna mun fylgjast náið með þróun viðræðna Hótaöað mywbalSeg- inogArafat - bls. 5 Ekki hjóna- djöfull! — bls. 2 Dauða- gildran — bls. 19 ■ Kjarasamningur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var undirritaður í Karphúsinu laust fyrír hádegið í gxr. Hér takast þeir í hendur Ragnar Amalds, fjármálaráðherra og Kristján Thorlacius, formaður BSRB. í baksýn era þeir Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari og Guðni Haraldsson, lögfrxðingur. Tímamynd Róbert viðræðunefndar LÍÚ og stjórnvalda um rekstrarvanda útgerðarinnar og var ekki annað á Árna Benediktssyni að skilja en að aðild Sambandsfrysti- húsanna yrði tekin til endurskoðunar, ef LÍÚ héldi því til streitu að stöðva flotann. Sjá einnig bls. 3. - ESE Bæjarstjórri Vestmannaeyja: Minnihlutinn meðvantraust á forseta bæjarstjómar ■ Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjóm Vestmannaeyja hafa nú borið fram einskonar vantrauststillögu á hinn nýja forseta bæjarstjómar vegna meintra trúnaðarbrota hans í sambandi við „bæjarritara- málið“ margfræga. Tillagan sem minnihlutinn flutti er svohljóðandi: „Fyrir Iiggur að forseti bæjarstjórn- ar Vestmannaeyja hefur viðurkennt að hafa verið valdur að trúnaðarbroti gagnvart öðrum umsækjandanum um starf bæjarritara, ef um trúnaðarbrot hefur verið að ræða að áiiti bæjarfull- trúa. Þá kom fram á bæjarstjómar- fundunum hinn 26. ágúst s.I., að bæjarfulltrúar töldu að hér væri um afar alvarlegan atburð að ræða, samanber ummæli Amar Sigurmunds- sonar um að hér væri nánast um lögreglumál að ræða og sökin mikil ef sönn væri. Bæjarfulltrúar minnihlut- ans taka undir ummæli Arnars Sigur- mundssonar og telja eðlilegt að forseti bæjarstjórnar taki til gaumgæfilegrar athugunar hvort hann telji sig geta af fyrrgreindum ástæðum haldið áfram að gegna starfi forseta. Vegna þessa máls samþykkir bæjar- ráð að gerðar verði viðeigandi ráðstaf- anir til þess að slíkt endurtaki sig ekki og bréf bæjarstjórnar verði meðhöndl- uð með heiðarlegum hætti“. Tillögu þessa á að taka til afgreiðslu á bæjarstjómarfundi í Vestmanna- eyjum hinn 16. september n.k. En trúnaðarbrotið sem um er rætt í tillögunni beindist gegn öðmm um- sækjandanum um starf bæjarritara, en hann er jafnframt eiginmaður eins bæjarfulltrúa meirihlutans. - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.