Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 2
ff að giftast Cliff : J':: I...11 ■ Lengi hefur verið orðróm- gir á kreiki þess efnis, að loks hilli undir það, að poppsöngv- arinn sívinsæli, Cliff Richard, sem orðinn er 41 árs, gangi í hjónaband, en honum hefur tekist að skjóta sér undan því til þessa. Sú útvalda átti að vera tennisstjaman Sue Bark- er, sem er 16 árum yngri en Cliff, en þau eiga það sameig- inlegt að vera mjög trúuð. Nú hefur Sue endanlega kveðið upp úr með það, að ekkert hjónaband sé í bígerð hjá þeim tveim. - Satt best að segja hefur það aldrei borið á ; i Það er aðeins trúin, sem tengir þau saman. Sue Barker biður blaðamenn að sjá sig og i CliffRichardífriðiframvegis. góma á milli okkar. Þessi hugmynd hefur orðið til í kollinum á öðru fólki, sagði Sue nýlega við enska blaða- menn. Þeir vildu þá náttúrlega fá að vita eitthvað meira um einkalíf hennar og Cliffs, svo sem eins og hvort Cliff væri búinn að hringja í hana eftir að þau komu úr fríi, sem þau eyddu sitt á hvorri sólarströnd- inni. Sue gaf ekkert svar við þeirri spurningu, en tók fram ótilkvödd, að þau Cliff væra bestu vinir, reyndar eins og systkin, og væri það trúin, sem tengdi þau sterkum böndum. Fyrst hefði þeim þótt svolítið gaman að öllu talinu um væntanlegt hjónaband þeirra, en nú væra þau orðin leið á því. - Ég vildi, að fólk léti okkur í friði, sagði Sue mædd. ■ Sem sjá má er mikið ójafnræði með þessum tveim. Asnalögin þverbrotin ■ Það varð uppi fótur og fit í Bretlandi um daginn, þegar í sjónvarpi var sýnd mynd, þar sem vinsæll grinleikari þar í landi, Les Dawson reið asna um strendur Blackpool. Les Dawson er engin smásmíði, vegur tæp 100 kQó, og þótti nokkuð ójafn leikur með honum og asnanum smávaxna. Hitt var verra, að það upplýstist að hér hafði lögbrot verið framið. Það er nefnilega skýrt tekið fram í reglugerð Blackpooi- borgar, að engum yfir 16 ára aldri (Dawson er 47), sem vegi meira en 50 kðó sé heimðt að sitja asna þar í borg! Asnaunnendur raku upp til handa og fóta, en sættu sig að lokum við að gera ekkert í málinu, annað en að vekja athygli á því, að þarna hefði verið framið ólöglegt athæfi. Les Dawson baðst sjálfur mikillega afsökunar og sagðist ekki hafa haft hugmynd um, að honum væri ekki leyfilegt að fara á asnabak í Blackpool. En hann vUdi líka taka það fram, að eftir reiðtúrinn hefði asninn verið í mun betra ásigkomulagi en knapinn. - Hann hefði getað borið skriðdreka, hann var svo sterkur, segir Les. Mary Stavin er þegar orðin þekkt fyrirsæta. Næsta verkefni hennar er að leika í Bond- mynd. „ÉG ER ENGINN HJÓNADJÖFULL — segir Mary Stavin ■ Mikið umtal hefur samband þeirra George Best og fyrram Ungfrúar heims, Mary Stavin, vakið. Nú hefur Mary tjáð sig um málið við blaðamenn. Ungfrúin upplýsti, að þau væri sem stendur að leita sér að húsnæði, en það væri vandaverk, þar sem þau eru bæði stöðugt á ferð og flugi. Hvort hjónaband sé í sigtinu? Ja, það gæti vel komið til greina, en fyrst yrði George að fá skilnað. Hún segist taka það mjög óstinnt upp, þegar því sé haldið fram, að hún hafi komist upp á milli George og konu hans, Angie, sem enn býr í Kalifomíu. - Þau höfðu þegar skilið að skiptum, þegar ég hitti George fyrst. Mér hefði aldrei dottið í hug að fara að vera með manni, sem byggi í hamingjusömu hjónabandi. En George saknar sonar síns, Callum, sem býr hjá mömmu sinni, segir Mary. Mary, sem orðin er 25 ára, hefur nýlega fengið hlutverk í nýjustu Bond-myndinni, Octopussy, og er þegar eftirsótt fyrirsæta, svo að varla leitar hún félagsskapar við George Best eingöngu tíl að vekja athygU. Hún segist vera óhrædd um, að George taki upp aftur þann gamla ósið að drekka sér til óbóta. - Hann hefur ekki smakkað dropa þann tíma, sem við höfum verið saman. Reyndar var hann fyrst alveg undrandi á því, að hann gæti skemmt sér án áfengis, en nú er hann farinn að venjast þvi, segir Mary Stavin og horfir björtum augum tíl framtíðarinnar. ■ Mary segir George Best steinhættan að drekka og orðinn alveg fyrirmyndar mann í aUa staði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.