Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 4
ALDREI MÆLST FYRR HÆRRA ÍBÚÐARVERÐ í REYKJAVÍK „Lódaskorturinn rýfur möguleika fólks til ad bera saman söluverð o byggingarkostnad, sérstaklega hvað varðar litlar íbúðir í fjölbýlis- húsum’% segir Stefán Ingólfsson hjá Fasteignamatinu ■ íbúðaverð í Reykjavík fyrstu mánuði þessa árs var mun hærra en nokkru sinni áður hefur mælst, samkvæmt útrekningum Fasteignamats ríkisins. Þannig var meðal söluverð allra íbúða í Reykjavík í aprfl s.l. yfír 40% hærra að raungildi en verið hefur að meðaltali öll árin frá 1966-1980. Litlar íbúðir höfðu þó hækkað hlutfallslega lang mest. Miðað við að söluverð lítilla íbúða (l-2ja herbergja) var að meðaltali 564 þús. krónur í apríl s.l. og að verð þeirra hafi verið um 45% hærra að raungildi en það hefur verið að meðaltali yfir öll árin 1966-1980 þá hafa kaupendur þessara íbúða þurft að greiða um 150-200 þús. krónum hærra verð en jafnaðarverð slíkra íbúða var á fyrrnefndu 15 ára tímabili. En það er hærri upphæð en þetta fólk hefur getað gert sér nokkrar vonir um að fá lánað út úr húsnæðislánakerfinu að undanförnu. Þeir sem þetta ástand bitnar harðast á eru aö sjálfsögðu ungt fólk sem er að hefja lífsbaráttuna með því að koma sér upp sinni fyrstu íbúð og aila jafna hefur þá mjög kröpp fjárráð. Að mati Stefáns Ingólfssonar hjá Fasteignamatinu er það sú stefna sem ríkt hefur í lóðamálum í Reykjavík - og reyndar á öllu höfuðborgarsvæðinu - allar götur frá því um miðjan 8. áratuginn sem er höfuðorsökin í hinum gífurlegu verðhækkunum, sérstaklega á litlum íbúðum í fjölbýlishúsum. „Við erum búnir að benda á það - allt frá árinu 1979 - að lóðaskorturinn á öllu höfuðborgarsvæðinu sé búinn að rjúfa möguleika fólks til þess að bera saman söluverð og byggingarkostnað, sérstak- lega hvað varðar litlar íbúðir í fjölbýlishúsum. Þetta kemureinnig fram en öðruvísi varðandi sérbýlishúsin. Áður fyrr átti t.d. ungt fólk sem var að koma sér upp þaki yfir höfuðið yfirleitt opna möguleika að velja milli tveggja leiða. Annais vegar að byggja sjálft eða kaupa nýjar íbúðir nokkurn- vegin á byggingarkostnaði. Hins vegar að kaupa notaðar íbúðir og þá með afslætti eða álagi eftir staðsetningu eða ástandi íbúðanna. Það sem síðan hefur gerst á öllu höfuðborgarsvæðinu er að búið er að rjúfa þessa viðmiðun. Fólki er ekki lengur gefinn möguleiki á að kaupa þessar litlu íbúðir nýjar og á því engra kosta völ annarra en að kaupa það sem í boði er, eða kaupa ekki. Þá er orðinn opinn möguleiki fyrir markaðinn til að spennast upp úr öllu valdi“. Stefán kvaðst því miður enga hreyfmgu sjá hjá neinum ráðandi aðila í þá átt að hafa áhrif á þennan markað. Mikið sé að vísu rætt um verkamanna- bústaði, en það sé bara um svo lítinn hluta af markaðnum að ræða, að anni ekki nema broti af eftirspurninni. Jafnframt telur Stefán miklar líkur á því að sá samdráttur sem verið hefur í íbúðarbyggingum að undanförnu haldi áfram, auk þess sem byggingartími lengist, þar eð byggingarkostnaður fyrir húsbyggjendur sjálfa hafi aukist verulega. „Áður fyrr voru vextir ávallt lægri en verðbólgan, þannig að komin er upp heil kynslóð sem vön er að slá lán í trausti þess að verðbólgan hjálpi til að éta þau upp. Frá árinu 1979 hafa vextir hækkað stórlega, skattalögum verið breytt varðandi vaxtafrádrátt auk þess sem flest lán eru nú að verða verðtryggð. Miðað við hvernig megnið af húsbygg- ingum er fjármagnað reiknast mér til að þetta þýði frá 15-30% aukna greiðslu- ■ Hér sjáum víð sveiflur í meðalsöluverði íbúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík á árunum 1966 til 1980 á föstu verðlagi. Eins og fram kemur var verðið um eða undir 100 stigum (meðalsöluverð) allar götur frá því um 1967-68 fram undir árið 1978 nema á um tveggja ára bili í kring um Vestmannaeyjagosið. byrði fyrir húsbyggjendur sjálfa, frá því sem áður var“. _ hej ■ Á þessari mynd sjáum við aftur á móti mánaðarlegar verðsveiflur (á föstu verðlagi) frá því síðari hluta árs 1979 og fram í aprfl nú í vor. Allt þetta tímabil hefur verðið verið yfir meðalverði áranna 1966-80 — á föstu verðlagi — og náði hámarki í aprfl s.l., þegar það er komið 43% yfir meðalverð, og hefur aldrei fyrr orðið svo hátt, frá því slíkir útreikningar hófust. Þess má geta að í ársbyrjun 1979 var verðið = 98 stig og aftur um áramót 1980-81 fór það niður undir 100 stig, eins og sjá má á myndinni. Módelsamtökin 20 ára: „Námskeid okkar höfða til allra” segir Unnur Arngrímsdóttir stofnandi samtakanna ■ Andreas Schmidt. — (Tímamynd: EUa) Kantötutónleikar í Hallgrímskirkju ■ Módelsamtökin, elstu samtök sýn- ingarfólks hér á landi, eru tvítug um þessar mundir. í tilefni af afmælinu spjölluðum við aðeins við Unni Arn- grímsdóttur, stofnanda og forustumann samtakanna alla tíð. Henni fórust svo orð: - Það er rétt, að nú eru 20 ár liðin síðan við stofnuðum Módelsamtökin. Tilgangurinn var tvíþættur, annars vegar eru Módelsamtökin samtök sýn- ingarfólks, og hins vegar reka þau skóla. Skólinn er í námskeiðaformi, þar sem ungum stúlkum og konum á öllum aldri, já, m.a.s. piltum líka, er leiðbeint um það, sem getur hjálpað þeim og styrkt þau í starfi. Þar er farið inn á mannleg samskipti, leiðbeint um snyrtingu, hrein- læti, fatnað, borðsiði og venjur, sem sagt um alla framkomu. Við reynum að byggja upp einstaldinginn, svo að hann fái meiri öryggiskennd gagnvart samfél- aginu. Þessi námskeið höfða til allra, en ég er líka með sér námskeið fyrir sýninga- fólk, eða þá, sem hafa áhuga á sýningastörfum og hafa getu og hæfi- leika í þá áttina. En ég vii leggja sérstaka áherslu á, að námskeiðin eru fyrir allan almenning frá 14 ára og upp úr. Þau eru t.d. ekkert síður fyrir fullorðnar konur, sem hafa eytt mestum hluta ævinnar innan veggja heimilanna. Þær fá þá aukið sjálfstraust. Sérstakir hópar, svo sem samstarfsmenn og saumaklúbbar geta tekið sig saman á námskeið og verið út af fyrir sig. Slíkir hópar geta líka valið úr því, sem á boðstólum er. Það er mjög vinsælt. Þar sem samtökin eru nú að komast á þrítugsaldurinn, liggur í augum uppi, að margir nemenda okkar eru nú komnir á miðjan aldur, og ég get nefnt mörg dæmi þess, að þeir hafa staðið sig vel í b'finu. Ein stúlka t.d., sem var hjá okkur, stofnaði samtök í Luxemborg að okkar fyrimiynd. I tilefni afmælisins ætlum við að gera okkur dagamun á ýmsan hátt. Við höldum sýningu og ýmislegt fleira er til athugunar, sagði Unnur að lokum. ■ N.k. sunnudagskvöld kl. 20.30. heldur Hallgrímskirkja í Reykjavík fjáröflunartón - leika til ágóða fyrir orgelsjóð kirkjunnar, þar sem fluttar verða tvær kantötur eftir Joh. Seb. Bach, „lch will den Kreuzstab geme tragen" og „Ich habe genug“, báðar fyrir baritónsöngvara og kammerhljómsveit. Flytjendur eru þýskur söngvari, Andreas Schmidt, Kristján Stephensen óbóleikari, kammersveit skipuð íslenskum hljófæraleik- urum og lítill kór meðlima Mótettukórs Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og konsertmeistari Rut Ingólfs- dóttir. Allir flytjendur láta vinnulaun sín renna í orgelsjóðinn, sem standa á undir kaupum á stóru pípuorgeli í kirkjuna,þegar hún verður tilbúin. Andreas Schmidt er aðeins 22 ára gamall, fæddur í Dússeldorf í Vestur-Þýskalandi, þar sem hann hefur stundað nám hjá sópransöngkonunni Ingeborg Reichelt. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann komið víða fram sem einsöngvari, t.d. í Jóhannesarpass- íunni eftir Bach, Sköpuninni eftir Haydn og Requiem Mozarts og Faurés, en það síðast nefnda var einmitt á tónleikum í Dússeldorf í mars s.l. undir stjórn Harðar Áskelssonar. Auk þessa hefur Andreas haldið Ijóðatón- leika (m.a. með „Vetrarferð" Schuberts) og sungið í óperum. Hann var nýlega valinn ásamt 7 öðrum söngvurum úr stórum hópi ungra söngvara til þátttöku í sérstæðu námskeiði og tónleikum undir leiðsögn hins þekkta söngvara Dietrich Fisher-Dieskau í Kassel nú í haust. Þess má geta i því sambandi að þar varð einnig fyrir valinu íslenska söngkonan Margrét Bóasdóttir, sem búsett er í Heidelberg í V-Þýskalandi. Andreas Schmidt hefur fengið boð frá Fischer-Dieskau að hefja nám hjá honum á vetri komanda. í guðsþjónustunni á sunnudagsmorguninn mun kirkjugestum gefast kostur á að heyra Andreas syngja brot af kantötum kvöldtónleikanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.