Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 Otgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjórl: Glsll Slgurftsson. Auglýslngastjórl: Stelngrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Slguröur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Ellas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Eirfksson, Friðrik Indriðason, Helður Helgadóttir, Sigurður Helgason (fþróttir), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttir, Skattl Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavfk. Síml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Útgerðarmenn bera líka ábyrgð I y fc !■ Utgeröarmenn hafa nú hótað að stöðva fiskveiðar og ibinda flotann í höfnum bregðist ríkisstjórnin ekki við þeim vanda sem þeir eiga við að glíma, sem sagt að treysta efnahagslegan grundvöll útgerðarinnar. Síðustu fisk- verðhækkun telja þeir alltof litla og segjast þurfa að fá 40 flf hundraði hækkun á fiskverði í stað 15 af hundraði, eins og verðlagsráð sjávarútvegsins samþykkti. Það væri einfalt að hækka fiskverðið um þá upphæð sem útgerðarmenn fara fram á, ef aðeins einhver fengist til að greiða það verð. En fiskvinnslufyrirtækin í landinu þurfa líka að lifa og þeim er ómögulegt að standa undir öllu hærra fiskverði en nú hefur verið ákveðið. Endanlega miðast verðmæti aflans við það verð sem hægt er að fá fyrir hann á mörkuðum erlendis, svo að reipdrátturinn um fiskverð er aðeins spurning um skiptingu markaðs- verðsins milli útgerðar og vinnslu. Útgerðarmenn segjast standa í sömu sporum og áður eftir 13% gengislækkun. Afborganir og vextir af skipunum þyngjast og olíuverð hækkar miðað við ísl. krónur. í ályktun sem trúnaðarmannaráð LÍÚ hefur látið frá sér fara segir m.a. að þorskafli bátanna hafi minnkað um 18% það sem af er árinu og þorskafli togaranna um 31%. Orðrétt segir: „Auk þessarar aflaminnkunar skerðast tekjur hvers skips um meira, vegna þess að aflinn deildist á fleiri skip. Stafar það af fjölgun togara og aukinni þátttöku loðnuskipa í þorskveiðum.“ Útgerðarmenn klifa á að flotinn sé of stór og ekki batnar ástandið þegar fiskigengd minnkar. Þeir hafa fundið blóraböggul sem er, að því er forráðamenn útgerðar segja, höfuðorsök hvorutveggja vandans. Það er sjávarútvegs- ráðherra.Hann á að sjá um að ætíð sé nægur fiskur í sjónum og skammta útgerðarmönnum fiskiskip. Útgerðarmenn hafa á undanförnum árum keppst við að kaupa eins mörg skip til landsins og þeir mögulega hafa getað og fengið færri en vildu. En svo skammast þeir yfir að flotinn sé of stor. Þegar loðnuveiðibann gekk í gildi fengu loðnuskipin leyfi til þorskveiða. Ekki minnkaði sóknin við það og útgerðarmenn kvarta. Það er rétt eins og eigendur loðnuskipanna séu ekki líka útgerðarmenn. En engu er líkara en hagsmunir þeirra komi talsmönnum Landssambands ísl. útgerðarmanna ekki við og aldrei hreyfa þeir andmælum þegar verið er að úthúða stjórnvöldum fyrir að reyna að bjarga því sem bjargað verður af útgerð þeirra. Bændur hafa átt við vandræði að stríða vegna offramleiðslu. Samtök þeirra taka á vandanum af manndómi. Skipulega var dregið úr mjólkurframleiðslu þar til jafnvægi náðist milli framboðs og eftirspurnar. Nú funda Stéttarsamtök bænda um leiðir til að draga úr dilkakjötsframleiðslu, ekki síst vegna markaðshruns þeirrar afurðar erlendis. Útgerðarmenn hafa enga tilraun gert til þess að skipuleggja veiðar og haga rekstri skipanna eftir aðstæðum. Reyndar á þetta að nokkru leyti við um vinnsluna líka. Skreiðarfjöllin vitna um það. Þeir ætlast til að 'ríkisvaldið sjái einhliða um skipulag á atvinnurekstri þeirra. Þegar svo afli minnkar hóta þeir að binda skipin sín mörgu og góðu þar til vandi þeirra verður leystur í stjórnarráðinu. Fiskveiðar voru, eru og verða höfuðatvinnuvegur íslensku þjóðarinnar. Þær standa undir flestum öðrum atvinnurekstri og þjónustu. Fiskveiðum verður að halda gangandi og er eðlilegt að ríkisvaldið hafi þar hönd í bagga og geri útgerðarfyritækjum kleift að starfa. En þeir sem að útgerðinni standa verða líka að sýna forsjálni og verksvit, en kenna ekki einhliða öðrum um þegar þeir hafa fjármagnað um of. OÓ á vettvangi dagsins Launakjör og vísitöluskrúfan eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli menningarmál Samsýning teiknara Norræna húsið. Norrænar teikningar Sarnsýniiig 21.8-5.9. 1982. Opin á venjulegum tíma 126 verk á skrá. Norræn samsýning á teikningu Skömmu eftir miðjan ágúst var opnuð í Norræna húsinu í Reykjavík stór sýning á teikningum eftir listamenn frá Norðurlöndum. Þetta er farandsýning, sem upphaflega varð til í Finnlandi, þar sem ragarar fóru höndum um þúsundir mynda, eða teikninga, með allri þeirri þjáningu og unaði er svoleiðis verk'i fylgir. Menningarleg kjölfesta sýningarinnar eru nokkrir heiðursgestir, reyndir mynd- listarmenn, en þeir eru: Jörgen Römer frá Danmörku Ulla Rantanen, frá Finnlandi, Aase Guldbrandsen frá Noregi. Lena Cronqvist frá Svíþjóð og Kristján Davíðsson, sem er okkar maður í þessu spili. Það er vissulega dálítið frumlegt að velja Kristján til að teikna í þessa sýningu, því hann er alls ekki kunnur hér sem blýantsmaður, eða teiknari, heldur sem málari en reisir verk sín á litum, fremur en öðru. Gengið var framhjá svonefndum teiknurum. En það merkilega er, að Kristján gerir *þarna góða hluti, sýnir nýja og óvænta hlið sem myndlistarmaður, þótt teikn- ingar hans séu með rauðum þræði, en notar túss. Annars eiga nokkrir, eða þrír aðrir íslendingar verk á þessari sýningu, Valgerður Bergsdóttir, Rúna og Þórir Sigurðsson. Þó Valgerður sé nú þarna með húsgögn, en ekki fugla, enþeireru henni svo eðlislægt viðfangsefni, þá mublerar hún úrsynninginn þarna mjög skemmti- lega. En víkjum nú að öðrum. Að fínna undirstöðu í teikningu Svonefnd teikning, hefur lengi verið talin vera eins konar beinafræði allrar myndlistar. Frumatriði allra mynda er unnt að greina í teikningu. Menn geta leynt ýmsu, sem áfátt kann að vera í tækni þeirra, en teikningin rís ávallt gegn skapara sínum ef þar er áfátt. Það er því fróðlegt að sjá sérstaklega hvernig teiknað er á Norðurlöndum núna, og fá með þeim hætti gegnumlýs- ingu á hinum norræna kroppi lista- gyðjunnar. Og í leiðinni að sjá hvaða viðfangscfni svo nefndir teiknarar fást nú við, en margir fara aldrei að ráði úr teikningu, heldur halda sig við hana, blýanta, túss og kol alla tíð. Það er skiljanlega ekki unnt að gera hverjum og einum myndlistarmanni þarna sérstök skil. En ljóst er af sýningunni arWeikning stendur með blóma á Norðun^lum, og hún er líka sjálfstæð, a.m.k. miðað við þær alþjóð- legu sýningar á teikningu, sem undir- ritaður hefur séð á seinustu árum. Heiðursgestir sýningarinnar standa vel undir sinni byrði, nema ég er ekki viss um að hinar ágætu myndir Ullu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.