Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.09.1982, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 ■ „Sannleikurinn er sá að með vísitölu- bótunum og því? sem þeim fylgir og fylgja hlýtur, er stundum kölluð yfir skuldugan láglaunamann kjaraskerðing sem mjög er ómakleg. Þess vegna verður hin svo- kallaða „kjaraskerðing“ sem fram kemur í skertum vísitölubótum raunveruleg kjarabót fyrir marga fátæka alþýðumenna. ■ Svo sem vænta má er mikið talað um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í sambandi við efnahagsmál. Hér er ætlunin að ræða um einn þátt þeirra mála. Menn tala nokkuð almennt um vísitölubætur á laun sem kjarabætur og í framhaldi af því nefna þeir skertar vísitölubætur kjara- skerðingu. Að skerða vísitölubætur um 5% kalla menn hispurslaust 5% kjaraskerðingu. Þetta er auðvitað bull og það er ónotaleg lífsreynsla að heyra þraut- reynda þjóðmálamenn og ýmsa áhrifa- menn sem maður hélt að væru sæmilega greindir fjasa þvílíka vitleysu. Kauphækkun dregur dilk á eftir sér Það er nefnilega þannig um launahækkanir, hvort sem eru grunn- kaupshækkanir eða vísitölubætur, að þær draga dilk á eftir sér. Það er t.d. erfitt að hugsa sér annað en að gengissig fylgi í kjölfar kauphækkana 1. september og 1. desember svo sem nú horfir um markað og sölu. Gengislækkun hvers konar hlýtur að fylgja minnkaður kaupmáttur íslenskra peninga. Það er vonandi liðin tíð að menn þurfi að standa í þrefi um það hvort launagreiðslur séu hluti í reksturskostn- aði fyrirtækja og framfærslukostnaði almennt eða ekki. Hitt er annað mál þó menn greini á um hlutfall og því víki við á ýmsa vegu. Það er fljótséð að 10% uppbót á laun veldur því að sá sem hafði 10 þúsund á mánuði fær ellefta þúsundið til ráðstöfunar. Þetta er kallað „kjarabót" en því fylgja ýmsir kjaraskerðingarliðir, misjafnir að vísu eftir efnum og ástæðum manna. Þúsund krónur á mánuði eru 12 þúsund á ári. Hvað má maður skulda mikið til að vera skaðlaus af þessari kauphækkun þegar þannig árar að hún fæst öll með minnkun krónu og gengislækkun? Það er fljótséð að 10% j vaxtafæti kostar 12 þúsund á ári, ef maður skuldar 120 þúsund. Þar gildir einu hvort við köllum það vexti, verðtryggingu eða gengistryggingu. Kostnaðarverð þarf að greiða Hér er ekki mikið svigrúm. Lánsféð er annað hvort innlent sparifé eða erlent lánsfé sem greiða verður í réttri mynt. Við getum enn sem fyrr gert sparifé upptækt en það verður þjóðarbúi dýrt ef enginn vill eiga geymslufé. Við getum lánað erlent fé fyrir minna en það kostar og hækkað söluskattinn til að greiða mismuninn. En einhvern veginn verður að borga fyrir peningana eins og þeir kosta. Þannig verður kauphækk- un kjaraskerðing En sagan er ekki öll sögð þó að við sjáum að maður sem fær 10% kauphækkun missi þá hækkun alla í aukinn fjármagnskostnað ef hann skuldar svo og svo mikið. Hann verður að borga fleira. Verslunin er rekin með lánsfé og raunar flest þjónusta önnur. Gengislækkunin gerir þetta allt dýrara. Kauphækkunin sem kölluð var kjarabót skerðir kaupmáttinn. Aukningin - kauphækkunin - fer hjá mörgum öll í þyngda greiðslubyrði vegna skulda en eftir stendur hann með sama krónufjölda og fyrr en skertan kaupmátt. Verðbólguland er láglaunaland Enn er sagan ekki öll sögð Atvinnan er rekin með lánsfé. Væri unnt að minnka fjármagnskostnað atvinnuveganna gætu þeir greitt hærra kaup. Væri hægt að lækka vexti, eða segjum að ekki þyrfti að þola gengislækkun, sparaðist atvinnuvegun- um fé sem þeir gætu notað til annars. Þannig miðar ótímabær kauphækkun að því að hennar land verði að vera láglaunaland. Hættum þessu bulli Hér er um að ræða flókin dæmi sem ekki verða fullreiknuð í lítilli blaðagrein. Ætlunin er sú ein að minna á liði sem verður að taka með í reikninginn ef menn vilja fá útkomu af einhverju viti. Sannleikurinn er sá að með vísitölu- bótunum og því sem þeim fylgir og fylgja hlýtur er stundum kölluð yfir skuldugan láglaunamann kjaraskerðing sem mjög er ómakleg. Þess vegna verður hin svokallaða „kjaraskerðing" sem fram kemur í skertum vísitölubótum raun- veruleg kjarabót fyrir marga fátæka alþýðumenn. Skrúfugangur verðbólgunnar er mörgum til ills. Menn skyldu nefna vísitölubætur réttu nafni og sömuieiðis skerðingu þeirra en hætta að villa um menn með gaspri um kjaraskerðingu þegar um er að ræða beinar kjarabætur fyrir marga þá sem verst eru settir. Það er til minnkunnar viti bornum mönnum að einblína á einstaka liði í hinum mikla skrúfugangi verðbólgunnar og láta eins og þeir séu sjálfstæðir og óháðir öllu öðru. Farsælast væri að sem flestir gætu skilið samhengi hlutanna. En nú er villt um marga með óraunhæfu kjaftæði eins og því að kalla 5% skerðingu vísitölubóta 5% kjaraskerð- ingu. Því ætti sæmilegt fólk að hætta. Rantanen passi alveg í hugtakið teikn- ingu, eins og það er skýrt með öðrum myndum. Hún „svindlar" nefnilega svolítið og notar gouache, en myndir hennar eru afbragð, sem slíkar. Athyglisverðustu verkin, auk þeirra, sem áður hefur verið minnst á, þóttu mér verk Bertil Gatu, er vinnur af einskærri fimi, Ame Malmedal, er notar túss með áhrifamiklum mætti, Aase Guldbrandsen er teiknar magnaðar myndir og Olli Reiman sem skerpir ljósið með sérstökum hætti. Þetta fólk merkti ég við, en einnig má nefna myndir Jöm Nilsen fáorðar myndir Ib Agger og formstyrk Tonny Delica sem bókstaflega tálgar landið. Norræna húsið hefur síðan í vor legið í múrverki, þar eð veðurfar í Vatns- mýrinni var á góðri leið með að mylja útverk þessa mikla klausturs hins norræna samstarfs. Það er því góð gangsetning, að hefja starfið með fjölbreyttri og nærrænni sýningu. Jónas Guðmundsson landfari Hasspípa á dyra- þrepunum ■ Mér finnst ástæða til að forustugrein sem danska blað- ið BT birti 20. ágúst s.l. komi fyrir augu íslendinga. Hún þarf ekki langan formála eða skýringar þar sem hún segir sjálf allt sem þarf. Á hitt má minna að í Danmörku eins og hér hafa leiðarar blaðanna mest fjallað um hugsanleg úrræði í efnahagsmálum, hugsanlegan þingmeirihluta um eitthvað o.s.frv Það skiptir engu höfuðmáli í þessu sambandi þó að við vitum ekki hvaða kröfur eða mótmæli lágu til grundvallar setunni við dyr menntamála- ráðuneytisins danska fyrir 12 árum. En greinin í BT ber fyrirsögnin: Hasspípa á dyraþrepunum. Fyrir 12 árum sat Ebbe Kiövedal Reich rithöfundur á dyraþrepum menntamála- ráðuneytisins og reykti hass ásamt fleiri kunnum mönnum í menningarlífinu. Blaðið Politiken hefur nú spurt hann að hvað miklu leyti viðhorf hans gagnvart hassinu séu óbreytt og því svarar hann svo: „Það er glöggt að við erum vaxinTrá þeim barnaskap sem við vorum þá haldin í sam- bandi við hassreykingar. Mér eru nú ljósari skaðleg áhrif hassins.“ Blaðið lét tala við Ebbe Klövedal Reich vegna þess að hann á þátt í bók sem áfengis- og eiturlyfj aráðið danska dreifir nú í skóla og stofnanir í 22 þúsund eintökum. Bókin heitir „Skæv pá fælleskab.“ En Ebbe Reich talar tveim tungum því að í sömu andrá spyr hann hvort ekki væri betra að treysta meira á fræðsluna en láta vera að búa til afbrot með boðum og bönnum sem ekki er hægt að fylgja eftir. Eigum við ekki, spyr hann, að berjast fyrir frjálsri hasssölu í samræmi við réttarvitund, staðrevndir og frjálsan markað? Er það nú betur í samræmi við réttarvitund almennings að afnema bönn sem ekki tekst að framfylgja? Lög- reglunni tekst ekki að upplýsa nema örlítið brot af þeim reiðhjólaþjófnaði sem á sér stað. Tollgæslan getur ekki fundið alla sem sniðganga reglur hennar. Ættum við þá vegna þess að gera reiðhjóla- þjófnað og tollsvik leyfileg? Eigum við að telja okkur trú um að með boðum og bönn- um séum við að gera reið- hjólatökuna vítaverða og gíæpsamlega? Ebbe Klövedal Reich vill gera hasssölu frjálsa. Við þeim óskum er þetta við- eigandi svar: Ættum við ekki heldur að berjast gegn því að þúsundir ungmenna spilli lífi sínu og möguleikum með því að nota vímuefni eins og hass? Spyrjið foreldra barna sem byrjuðu að reykja hass og urðu ofurseld vímuefnum. Spyrjið unga fólkið sjálft sem hefur reynt þetta og er nú sloppið frá þessu helvíti eitur- lyfjanna. Ræðið t.d. við annan rithöfund sem betur en Reich veit um viðbrögð líkamans, listdansarann Eske Holm, sem í sömu bók varar við hassinu: „Reynið fyrst að lifa eðli- legu lífi,“ segir hann. Við getum vel unnt Ebbe Klövedal Reich hassvímu þar sem hann telur að hass sé meinlausara en áfengi. Og auðvitað er honum frjálst að hafa sínar skoðanir og berjast fyrir því að hass verði frjálst. En hann verður þá líka að hafa okkur afsakaða þegar við teljum að málflutningur hans sé skaðlegur og finnst hann enn vera haldinn sama barnaskapnum og þegar hann sat á dyraþrepum mennta- málaráðuneytisins. Það álítur B.T.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.