Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. íspegli tímans I, Umsjón: B.St. og K.L. ~~*W : m TlnliBiiii- ¦¦¦-¦-¦------ ,.. '.-»aiiM anaaaBUBBPE .:-;¦;-; jPngMC :.:... "r*™*»» ^ÍŒBT . - . ¦ :. ¦, ¦ Tato-Jack fyrir utaii stofu sína, sem liann stofnsetti fyrir 43 árum. ¦ í Kaupmannahöfn er mik- ið um húðflúrmeistara, en aðallega halda þeir þó til í Nýhöfninni. Þekktastur þeirra allra er Tato-Jack, sem er einn af þeim elstu í faginu þar í borg. Nú nýlega reis deila milli þessara meistara og skattyfir- valda, sem vilja láta þá greiða söluskatt af list sinni. Tattóveringa-meistararnir risu upp á móti þessari skatt- heimtu, og sögðu að starf þeirra væri list og þess vegna því í blaðaviðtali, hvort ekki kæmi fyrir, að fólk sæi eftir þvi að láta tattóvera sig, t.d. ef það hefði leiðst úr í þetta í ölæði. Hann sagði það varla koma fyrir. í fyrsta lagi af því, að hann hefði það fyrir reglu að taka ekki fullt fólk í stólinn hjá sér. Það væri hreint og beint ekki hægt, því það gæti aldrei setið kyrrt nokkra stund, og svo vegna þess, að daginn eftir gæti það haft allt aðra skoðun á húðflúri heldur en þegar ver- "s :- -k. ':" Tato-Jack í Kaupmannahöfn; í Bandaríkjunum er stundum haldin samkeppni um fallegasta húðflúrið. Hér sjáum við vinningshafa í karla - og kvennaflokki í keppni sem haldin var í Philadelphia í mars 1981. VIÐ NEITUM AÐ HUÐFUIRA FULLT FOIK ætti ekki að skattleggja það. Þetta væri ekki iðnaður. Talsmaður meistaranna sagði: „Ef ég teikna myndina á blað og sel þér blaðið, þá er það ekki skattlagt - því þá er það talið listaverk, en ef ég teikna sömu mynd á öxlina á þér, - þá á ég að borga skatt, því þá er þetta þjónustugrein eða iðnaður." Tato-Jack var spurður að ið væri úti að skemmta sér. Tato-Jack sagði þó, að stundum kæmi það fyrir, að einhver kæmi og segðist vera í vandræðum. Nú hefði trúlof- imiii farið út um þúfur og komin ný kærasta í spilið og þá passar auðvitað ekki nafnið, sem hafði verið flúrað á handlegginn á manninum með- an ástin var sem heitust. „Því bjargar maður með fállegu blómi og skreytingum ofan í nafnið", sagði Jack. Hann var spurður um hvort einhver sérstök tíska væri rikjandi á hverjum tíma. Hann sagði margar myndir vera sígildar, og alltaf beðið um þær, en hann sagði líka, að vissir hópar aðhylltust sömu myndir. T.d. vildu „rokkaram- ir" nú flestir fá hauskúpu- merki, en „pönkaramir" vilja fá krassandi texta, eins og t.d. „Fari allt norður og niður" eða þaðan af verra. - Norðmenn era mjög miklir ættjarðar- vinir, gæti maður haldið, sagði meistarinn glottandi, því þeir vilja hafa norska fánann alls staðar. Svíarnir eru meira alþjóðlegir í sínum óskum. I sænskri rannsókn, sem fór fram í ár, var athugað hvaða starfsstéttir létu helst tattóvera sig. Auðvitað var fyrirfram ákveðið að það hlytu að vera sjómenn, en þegar til kom vora það sótarar! I Svíþjóð era sótarar enn þá heilmikil starfs- stétt, og miðað við fjölda í stéttinni og þá sem höfðu látii húðflúra sig, þá höfðu þeii vinninginn yíir sjómönnum, Það voru aðeins tvær starfs- greinar, þar sem enginn fannst húðflúraður, en það vor barnfóstrur og járnsmiðir, að því að sagði í skýrslunni Harður dómur ¦ Blanche Blair falleg og vel vaxin fyrirsæta í Sacia- mento ¦' Kaliforniu. Hún li'iili l'yrir dómstóli þar i borg, vegna 24. umferðalag- brots á 10 mánuðum. Dóm- ariim ávítaði hana harðlega, og spurði hverju þetta sætli, - hvort hún kynni ekki umferðarlögin? Blanche sagði og brosti liiíll: „Ég veit að þetla er alveg agalegt, herra dómari, en ég hef verið svo ástfangin af yftur og ég fann ekki aðra leið til að sjá yður en að brjóta eitthvað af mér, svo ég yrði dregin fyrír dómslól- inn. Gæti ég kannski fengið Ijósmynd af yður?" Dómarinn svaraði: „Beiðninni er hafnað, á- kærða sektuð um 100 doll- ara og missir ökuleyfið í eitt ár. - Næsti..." SOPHIA ER ORÐIN ÓÞOL- ANDI DYNTÓTT ¦ Enn er hún fögur sem forðum. *;- . ¦? im vT segir Carlo Ponti i .J. ft:. ¦ Hún hel'ur alltaf skapmikil verið, enda hreinræktaður ítali. En upp á síðkasiið er Sophia Loren orðin alveg óútreiknanleg. Það bitnar m.a.s. á fjölskyldu hennar, sem hún liefnr þó alltaf haldið vemdar- hendi yfir. - Hún er orðin aldeilis óþolandi dyntótt, segir Carlo Ponti, maður hennar. - Ég þoli þetta ekki lengur, bætir hann við. Og jafnvel synimir, augasteinamir hennar mömmu sinn- ar, Carlo og Edoardo era óliaui- ingjusamir og segja: - Manna er gerbreytt. Allir, sem kunnugir era, tímasetja nákvæmlega hvenær Sophia breytt- ist. Það var daginn, sem henni var sleppt úr fangelsi á ftalíu, en þar neyddist hún til að sitja af sér dóm fyrir skattsvik, ef hún átti nokkum tíma að fá leyfi til að koma til fósturjarðarinnar framar. Þrátt fyrir Á ýms forréttindi, sem hún hafði í fangelsinu umfram aðra fanga, leið henni mjög illa meðan á fengelsisdvölinni stóð. Vilja sumir kcr.na vistinni í fangelsinu um hina nýju og ógeð- felldu Sophiu, en Romilda móðir hennar er á öðra máli. - Sophia er orðin 47 ára og er einfaldlega komin á breytingaaldurinn. Margar konur verða erfíðar í umgengni á þessum áriim og Sophia er ófáanleg til að / taka nokkur meðul sem gætu létt henni þetta skeið. Sem dæmi um óútreiknaii. ¦ega hegðun Sophiu, má nefna hvemig hún fór að ráði sínu viðkvikmynda leikstjórann Linu Wertmúller, sem hún hafði gert samning VÍð IIIII leik í / ' <#*» . Á v ¦ Carlo Ponti búinn að gefast upp á konu siimi.' kvikmynd, þegar hún kæmi úr fangelsinu. í stað þess að standa við þann samning, stakk Sophia af og gaf þá skýringu að maðiir hennar og synir þörfnuðust hennar svo mjög. Ekki varð þó úr, að hún færi til Genf, þar sem þeir feðgar biðu, heldur vatt hún sér til Ástrah'u og tók við að leika í kvikrnynd þar. Nú má búast við liáum skaðabótakröfum frá Linu Wertmúller fyrir samningsrof.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.