Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 3
MUÖJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. fréttirl ATKVÆÐAGREIÐSLA UM BSRB SAMNING — allsherjaratkvæðagreiðslunni lýkur 17. sept. nk. ¦ Yfirkjörstjóm starfsmanna ríkis og bseja nndirbýr nú framkvæmd á allsherjaratkvæða- greiðslu um nýgerðan aðalkjarasamning BSRB og ríkisins og mun hún standa 15. til 17. september næstkomandi. Kjörgögn verða send í pósti á vinnustað utan höfuðborgarsvæðisins en á höfuðborgarsvæðinu sjá aðildarfélög ríkisstarfsmanna um framkvæmd kosn- inganna, og sennilega munu trúnaðar- menn félaganna annast um kosninguna sem á að vera skrifleg og leynileg. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðis- ins, sem fá kjörgögn sín send í pósti, verða að hafa póstað atkvæði sín í síðasta lagi 17. september, ella teljast atkvæði þeirra ógild. Ef sú staða kemur upp að félagsmaður hefur ekki fengið kjörgögn sín að kvöldi 15. september, getur hann fengið kjörgögn og kosið á næstu póststöð 16. eða 17. september. Utankjörstaðaat- kvæðagreiðsla fer fram í húsakynnum BSRB frá 8. til 17. september. -AB Skólastjóri Fellaskóla, Arnfinnur U. Jónsson heilsar nemendum sínum. Um 1,5 milljón saf naðist í landssöf nun H jálparstof n- unar kirkjunn- ar og björgunr arsveitanna ¦ „Þetta hefur gengið mjög vei það bendir allt til þess að það verði í kring um 1.5 milljón króna 'sem safnast hefur í þessari landssöfnun," en endanlegar tölur liggja enn ekki fyrir," sagði Gunnlaugur Stefánsson, erindreki Hjálparstofnunar kirkjunnar i viðtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður að því hvernig söfnumn sem Hjáiparstofnunin og björgunarsveitir landsins gengust fyrir, hefði gengið. Sem kunnugt er, þá var markmið þessarar söfunar að safna fé til þess að gera hinum ýmsu björgunarsveitum iandsins kleift aðendurnýja fjarskiptabúnaðsinn, í samræmi við nýja, alþjóðlega reglugeið um slíkan búnað björgunarsveita. Hannes Hafstein, framkvæmdarstjóri Siysavarnafélags fslands sagðíst í gær vera ákaflega ánægðir með undirtektír lands- manna, auk þess sem hann sagði þá sem störfuðu að björgunar - og slysavarnar- málum hér á landi vera Hjálparstofun kirkjunnar afar þákkiáta. -AB Úrskurðud í vikuvarðhald vegna hasssmygls ¦ Stúlka sú sem handtekin var á Keflavíkurflugvelli á föstudagskvöldið og reyndist vera með tæpt kíló af hassi í farangri sínum hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. Hassið"fannst í.fórum stúlkunnar við venjulegt tolleftirlit en hún mun ekki hafa komið við sögu fíkiefnalögregl- unnar áður. -FRI Grunnskólarnir byrjuðu ígær Um 12500 nemendur á grunnskólaaldri í Reykjavík ¦ Um 1300 sex ára börn hófu skólagöngu sína í Reykjavík í gær, en þá hófu grunnskólar höfuðborgarinnar einmitt starf- semi sína. Fjöldi barna á grunnskólaaldri í Reykjavík er því orðinn um 12500, því ef sex ára börnin eru undanskilin, þá er fjöldi nemenda á grunnskóla- aldri um 11.200. Eins og að líkum lætur er mestur fjöldi nemenda í Breið- holtinu. í stærsta skólanum, Fellaskóla eru um 1150 nem- endur, en það er aðeins færra en verið hefur á undanförnum árum. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns J. Gunnarssonar, fræðslustjóra, þá er mesta aukn- ingin nú í Seljaskóla og Öldusels- skóla, en í Breiðhóltsskóla, sem er elsti skólinn í Breiðholti er orðin veruleg fækkun á nemend- um. -AB ¦ Eftirvæntingin skín úr hverju andliti, svona í upphafi skólaárs, en hversu lengi skyldi hún vara? Tímamyndir - Róbert Vogar á Vatnsleysuströnd: Fimm ára clreng- ur drukknaði ¦ Fimm ára gamall drengur, Olafur Helgi Adqjfsson til heimilis að Hafnar- götu 3 Vogum á Vatnsleysuströnd drukknaði í höfninni þar s.I. föstu- dagskvöld. Lögreglunni í Keflavík barst tii- kynning um þennan átburð um 10, íeytið á föstudagskvöld og er hún kom á staðinn var búið aðná drengnum upp úr höfriinni. Ekið var með hann á; sjúkrahúsið í Keflavík og h'fguriartil- raunir reyndat á leiðinni en án árangurs. Er leit hófst að drengnum á föstudagskvöldið fannst reiðhjól hans.., strax á hafnarbakkahum en talið erað ftann hafi failið þar framaf með fyrrgreindum afleiðingum. Enginhald- bær vitni voru að þessum atburði. I -FRI .-' ' í / ' > ¦ v : Brotist inn í Blómaval í Sigtúni: Þjóf urinn grip- inn á staðnum ¦:'¦:¦:-- ¦ Lðgreglan A Reykjavík hand- samaði tvítugan pilt skömmu eftir að honum hafði tekist að brjótast inn í Blómaval í Sigtúni aðfaranótt sunnu- dagsins. Kom lögreglan að manninum í mjðju innbrotínu. Ekki hafði honum tekist að ná í mikið er lögreglan kom að en var með eitthvað af skiptimynt í vasanum. - FRI Vantar þig? vetraríbúö og/eðasumarhús ? Viö kynnum hér stór v-þýsk hjólhýsl sem eru þannlg frágengin aö hsegt er aö búa (þelm basðl •umar og vetur. Húsln eru byggö úr svokölluöum .Sandwlch'-einlngum, sem þýöir afar góo einangrun, þau eru meo tvöföldu gleri og mjög góöum ofni sem blœs heitu lofti eftir sérstökum hitakanðlum um allt húsið. Húsln eru yfir 6 metra löng og 2,30 á breidd, meö svefnplássi fyrir 6 manns í þrem aðskildum hlutum. Klósettklefi, fullkomiö eldhús með ískáp, gufugleypi, innbyggöu útvarpi og fleiru. Húsin eru útbúin þannig aö baaði er hsagt að nota 12 volt (t.d. bilgeymi) og 220 volt. Húsin eru byggö á galvaniseraöa grind og tvöfaldan öxul (4 hjól). Hugmyndin er að húsin séu notuð aö sumarlagi sem sumarhús en aö vetrarlagi sem íbúö t.d. fyrir skólafólk. Gísli Jónsson & Co. hfM Sundaborg 41, sími 86644.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.