Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. 7 erlent yfirlit ■ Sérstakar sveitir innan lögreglunnar í Stokkhólmi hafa það hlutverk að koma í veg fyrir að upp úr sjóði milli sænskra unglinga og innflytjenda. Hér er lögreglan á taii við nokkra „skalla“. Svíþjód: Kynþáttavanda mál skjóta upp kollinum ■ í Kaupmannahöfn hafa staðið yfir óeirðir um nokkurt skeið þar sem dönsk ungmenni og tyrkneskir innflytjendur eigast við. Sérstök deild innan lögregl- unnar hefur verið styrkt mjög og reynir að koma í veg fyrir að hópunum slái saman. Danir eru felmtri slegnir yfir því að í þeirra eigin landi eru kynþáttaó- eirðir að verða daglegt brauð. Því óraði þá ekki fyrir þegar þeir opnuðu landamæri sín fyrir erlendu vinnuafli. í Svíþjóð er ástandið enn verra, og Svíar botna hvorki upp né niður í því ástandi sem þar er að skapast. Þar í landi eru 1 milljón útlendinga búsettir. Þar af eru 400 þúsund Finnar, en þeir hafa löngum sótt atvinnu til Svíþjóðar. En andúðin beinist ekki gegn Finnum. Þeir samlagast sænsku þjóðlífi. Það eru þeir, sem lengra eru að komnir, sem verða fyrir barðinu á kynþáttaandúðinni. í Svíþjóð eru það ekki aðeins unglingar sem efna til óspekta sín á milli, sem menn hafa áhyggjur af. Félög eru stofnuð, sem hafa það á stefnuskrá sinni að Svíþjóð verði fyrir Svía, og að allir útlendingamir, sem flust hafa til lands- ins verði sendir til síns heima. Það er margt sem bendir til mjög aukinnar útlendingaandúðar í Svíþjóð, og aðfarirnar gegn þeim eru iðulega ruddalegar. í júlímánuði s.l. flutti fjölskylda frá Chile í hús í einu af úthverfum Stokkhólms. Skömmu síðar var fjöl- skyldan vakin upp um miðja nótt er rúður hússins voru brotnar. í garðinum brann kross. Það teikn er ekki óþekkt annars staðar. Þeir sem aðförina veittu hurfu út í náttmyrkrið. Samtök sem nefnast „Bevar Sveriga Svensk“, eða höldum Svíþjóð sænskri, hafa sent frá sér dreifibréf þar sem segir m.a.: „Að fjórum kynslóðum liðnum verð- ur sænsk Svíþjóð ekki lengur til. Aðkomufólk og afkomendur þeirra munu leggja Svíþjóð undir sig, og þá verður Tyrki kannski einræðisherra og svertingi utanríkisráðherra. Þjóðin verður súkkulaðibrún blanda, sem ekki mælir á sænska tungu, en á hrafli úr mörgum málum.“ Andúðin er aðallega gegn þeim innflytjendum, sem hafa annan litarhátt en Svíar og eru upprunnir úr gjörólíkri menningu. Þetta fólk verður að láta sér lynda að búa í fjandsamlegu umhverfi. Það leitar skjóls hvað hjá öðru og gjáin milli innflytjendanna og heimamanna breikkar. í Stokkhólmi eru það aðallega svokallaðir „skallar" sem standa að árásum á innflytjendur. Um svipað leyti og ráðist var á diskótek í eigu Tyrkja í Kaupmannahöfn um næstliðna helgi, réðust skallar í Stokkhólmi á diskótek í miðborginni, en sá skemmtistaður er aðallega sóttur af innflytjendum. Mólo- tofkokteil var kastað að inngangi diskóteksins og um 50 skallar réðust á gestina með hnífa, rörbúta og keðjur að vopnum. Skallarnir og áhangendur þeirra safnast saman í miðborg Stokkhólms um helgar og sérstök deild lögreglunnar hefur það hlutverk að halda þeim í skefjum. Séu þeir með keðjubúta eða hnífa í fórum sínum er það gert upptækt. Með lögreglumönnunum eru félagsráð- gjafar sem reyna að tala um fyrir unga fólkinu. Þeir, sem eru undir 15 ára aldri í þessum hópum, eru teknir í umsjón opinberu starfsmannanna, sem reyna að fá foreldrana til að koma og ná í börn sín og tala um fyrir þeim. Að öðrum kosti eru krakkarnir keyrðir heim og skýrslur samdar. Sænsk yfirvöld eru þess vel meðvit- andi að í óefni stefnir í þessu efni. Mikill áróður er hafður í frammi til að koma í veg fyrir kynþáttaóeirðir. Veggspjöld, þar sem varað er við kynþáttahatri eru að verða áberandi í Stokkhólmi. Þar er m.a. lögð áhersla á að þeir sem eru hræddir grípi fyrstir til vopna. Ofbeldi sýnir hugleysi. Foreldrum unglinga eru send bréf, þar sem þeir eru beðnir að tala um fyrir börnum sínum, og foreldrum er ráðlagt að láta ekki börn undir 13 ára aldri fara ein síns liðs í miðborgina á kvöldin. En skólakrakkar taka iðulega þátt í slags- málunum sem út brjótast milli kynþátt- anna. Eitthvað er farið að bera á kynþátta- andúð í skólunum, því skólastjórum er ráðlagt af yfirvöldunum að beita áhrifum sínum til að ekki komi til neikvæðrar afstöðu milli sænskfæddra nemenda og þeirra sem aðfluttir eru. Sænska sjónvarpið mun vera að hefja endursýningar á þáttunum „Flolocaust", sem fjalla um útrýmingarherferð á gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Ríkisstjómin hefur boðað, að um áramót verði lagt fram lagafrumvarp um ný og strangari lög um kynþáttamisrétti. Kosningar fara fram í Svíþjóð í desember n.k. Kynþáttavandamálið er þegar orðið eitt af áróðursmálum í kosningabaráttunni. Þekktur sósíal- demókrati heldur því fram að kynþátta- andúðin sé til komin vegna cfnahags- stefnu borgaraflokkanna. Fálldin for- sætisráðherra svaraði þegar með því að leggja fram stefnuskrá um innflytjenda- vandamál, sem Dagens Nyheter segir að sé ekki nema innihaldslaust málæði. En málæði og góður ásetningur leysir ekki þau vandamál sem eru að skapast í Svíþjóð. Aukin og ófalin andúð á innflytjendunum fylgir í kjölfar öryggis- leysis, sívaxandi atvinnuleysis og efna- hagslegra örðugleika. Þótt hingað til hafi allt verið slétt og fellt á yfirborðinu í sænsku þjóðfélagi, sem löngum hefur verið talið eitt hið umburðalyndasta í heimi, er bersýnilegt að hatrið og óttinn blundar undir yfirborðinu. Oddur Ólafsson skrifar Norrænn starfsmenntunarstyrkur Laus er til umsóknar einn styrkur ætlaður Islendingi til starfsmenntunarnáms í Svíþjóð skólaárið 1982-83. Fjárhæð styrksins er um s.kr. 8.500 miðað við styrk til heils skólaárs. - Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í menntamálaráðu- neytinu (Hverfisgötu 6,101 Reykjavík), og skulu umsóknir hafa borist þangað fyrir 18. þ.m. Menntamátaráðuneytið, 2. september 1982. Laus staða Staða framkvæmdastjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist Sjúkrasamlagi Reykja- víkur fyrir 27. september n.k. Raflagnir Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir,gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fullkomna þjónustu sína. Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(566 Rauði kross íslands heidur barnagæslunámskeið í kennslusal Rauöa krossins Nóatúni 21, Reykjavík 20.-23. sept. n.k. Námskeiöið er ætlað unglingum 12 ára og eldri. Kennt er kl. 18-21. Umsóknir sendist skrifstofu Rauða kross íslands Nóatúni 21 fyrir 14. sept. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru veittar í síma 26722. Rauði kross íslands. ;;; Orðsending frá Hitaveitu Reykjavíkur Þeir húsbyggjendur og aðrir sem ætla að fá tengda hitaveitu í haust og í vetur þurfa að skila beiðni um tengingu fyrir 1. okt. n.k.. Minnt er á, að heimæðar verða ekki lagðar í hús fyrr en þeim hefur verið lokað á fullnægjandi hátt, fyllt hefur verið að þeim lóð jöfnuð sem næst því í þá hæð sem henni er ætlað að vera. Heimæðar verða ekki lagðar ef jörð er frosin nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem að því leiðir en hann er verulegur. Hitaveita Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.