Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. iíKsraif Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjórl: Glsll Slgurðsson. Auglýslngastjóri: Stelngrimur Gfslason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Eirlksson, Frlðrik Indriðason, Heiður Helgadóttlr, Sigurður Helgason(fþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. LJósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosi Kristjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um hclgar. Áskrlft á mánuði: kr. 130.00. Setning: Tœknldelid Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Hvað vill ihaldið gera í ef nahagsmálum? ¦ Það hefur vakið sérstaka athygli í umræðunum um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, að stjórnarand- stæðingar hafa í engu getað svarað spurningunum um, hvað þeir myndu gera til þess að leysa þá efnahagserfið- leika, sem yið er að etja og allir viðurkenna. Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins víkur sérstaklega að þessari staðreynd í grein, sem hann ritar í blaðið Austra, og segir þar m.a. „Á árinu 1978 greip þáverandi ríkisstjórn til ráðstaf- ana í efnahagsmálum stuttu fyrir kosningar. Alþýðu- bandalagið hafði ekki þolinmæði til að bíða eftir lýðræðislegu kjöri og kallaði saman alþingi götunnar. Sá flokkur hefur broskast síðan og lært það, að stjórnmálaflokkur verður ekki byggður upp með því að ala á óánægju sem víðast í þjóðfélaginu. Viðbrögð íhaldsins eru ótrúlega lík og sýna best þrá þeirra til valda, enda eru þar margir sem telja sig réttborna til ráðherraembætta. Það er óráð að efna til kosninga þegar erfiðleikar steðja að. Áður en til slíks kemur verður starfandi ríkisstjórn að beina mestu hættunni frá. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma í veg fyrir að meirihluti Alþingis geti forðast verstu brotin, verður hann að taka ábyrgðina á sig meðan gengið er til kosninga. Ef ekkert kemur fram annað en skvaldur og jaml ásamt hatursfullum áróðri gegn forsætisráðherra er ekki hægt að taka mennina alvarlega. I stað þess að ganga um kjórdæmin með yfirboð að hætti þeirra sem ala á óánægju ætti íhaldið, jafnt húskarlar Eggerts Haukdals sem aðrir, að gera sér grein fyrir, hvernig þeir ætla að leysa vandamál efnahagslífsins. Stöðug hróp um kosningar og upplausn gilda þar engu. Sjálfstæðisflokkurinn er í upplausn. Þaðan kemur engin samræmd rödd. Þar takast á ýmsar valdaklíkur, sem gerir það að verkum, að flokkurinn er óhæfur til átaka. Að sjálfsögðu er reynt að breiða yfir með upphrópunum og árásum á ríkisstjórnina. Ef flokkurinn væri samrýmdur hefði komið fram ákveðin stefna og aðhaldssöm stjórnarandstaða. í stjórnarandstöðu hafa menn góðan tíma, sem íhaldið telur að sé best notaður til að stunda yfirboð og ala á óánægju. Væri ekki nær að þeir segðu okkur hvað þeir ætla að gera." Lækkun neyslu- vöruverðs Á yfirstandandi afmælisári samvinnuhreyfingarinnar hafa kaupfélögin og Sambandið veitt neytendum um allt land afslátt á ýmsum algengum matvörum. Þessar vörur eru kallaðar Grunnvörur og hafa verið til sölu í öllum matvöruverslunum samvinnumanna frá áramótum. Því er spáð, að þegar afmælisárið sé liðið hafi samvinnumenn með þessum hætti veitt neytendum 5-6 milljón króna afslátt. Þessi verulegi afsláttur á verði ýmissa algengra matvara er einstakur í sinni röð hér á landi m.a. að því leyti, að grunnvörurnar hafa verið seldar á sama lága verðinu um allt land. Þetta er hægt vegna þess hversu öflug hreyfing samvinnumanna er orðin í landinu; skipadeild Sambandsins hefur gefið afslátt af fragt, Samvinnutrygg- ingar af iðgjöldum, Innflutningsdeild Sambandsins afslátt af heildsöluverði og kaupfélögin af smásöluverði. Með slíku samstarfi hafa öflug samtök fólksins í landinu lækkað vöruverð og þar með heimiliskostnað landsmanna. -ESJ á vettvangi dagsinsj HUSALEIGA OG JÖFNUN LÍFSKJARA eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli ¦ Tíminn birti um verslunarmanna- helgina athyglisverða grein eftir Illuga Jökulsson um leigumál íbúða í Reykja- vík. Það er lýsing á þeim ókjörum sem leigjendur verða oft að sæta. Og vissulega er það vert umhugsunar. Illuga þykir það að vonum harður kostur ef menn verða að gjalda meira en hálf árslaun fyrir húsaskjól í lítilli íbúð. En tvær hliðar eru á þessu sem öðru. Hvers má vænta þegar íbúðaverð er athugað? Nú virðist vera almennt verðlag að ráð fyrir að þær skuldir séu verðtryggðar og hækki í samræmi við verðhækkun hússins. Hér er komið að veigamiklum þætti í verðbólgunni þar sem er sá ójöfnuður sem menn búa við eftir því hverju þeir verða að kosta til húsnæðis. En jafnframt minnir þetta á hversu geysileg kjarabót það yrði fátækum mönnum og lítils megandi ef hjól verðbólgunnar hætti að snúast, verðtrygging yrði óþörf og vextir ekki hærri en á þeim gömlu, ágætt til dæmis. Þar var söfnuður sem þurfti tvo presta. Þar var tvísetinn eða margsetinn barnaskóli. En þegar börnin komust upp námu þau land uppi í Breiðholti og foreldrarnir sátu einir eftir með tóman barnaskóla. Nú er einn eða tveir í þeim íbúðum sem áður voru heimili 5 eða 6 manna fjölskyldu. Fyrir fjörutfu árum þótti það ekki umtalsvert þó að tvö heimili væru saman um eldhús. Þá leigði „barnlaust par" gjarnan eitt herbergi og aðgang að eldhúsi og baði. Þetta fór oft vel þó að var tilboð í litla 'XiM^l^: hver fermetri íbúðar kosti 10 þúsund krónur. Smærri íbúðir eru þó hlutfalls- lega dýrari. Hvað er eðlilegt leigugjald eftir húsnæði sem maður hefur lagt 600 þúsund krónur í? Kannske segja menn að húseigandi þurfi ekki að reikna sér vexti af íbúðarverðinu þar sem íbúðin ávaxti sig sjálf, bæti vöxtum eða verðbótum við gildi sitt að krónutólu. Þess skal þó gætt að hafi hún verið keypt í skuld má gera góðu dögum þegar í gildi voru lög sem bönnuðu okurvexti. Munar ekkert um 600 íbúðir? Illugi veltir því fyrir sér að alltaf vantar húsnæði í Reykjavík þó að fólki fjölgi ekki og mikið sé byggt. Fyrsta skýringin er vitanlega sú að fólk hefur rýmra um sig. Sagan um Langholtið er það hafi eflaust stundum verið nokkuð þvingandi. Þá fannst fólki þegar svo stóð á að það yrði að sætta sig við þetta og koma sér saman um það. Nú virðist það vera næsta algengt að unglingar sem vel gætu búið í foreldra- húsum leigi sér húsnæði annars staðar. Svo er að sjá sem ýmsir róttæklingar sem tala með fyrirlitningu um lífsgæðakapp- hiaup hinna eldri séu engir eftirbátar í kapphlaupinu um eigið húsnæði. Allt á þetta sinn þátt í því að auka eftirspurn á leigumarkaði húsnæðis. Skattgreiðend- um mismunað óhæfilega ¦ Blaðinu hafa borist ályktanir kjör- dæmafundar, sem haldinn var sameigin- lega fyrir Vestur- og Norður-ísafjarðar- sýslur, og fara þær hér á eftir: Kjörmannafundur V. og N. ísa- fjarðarsýslu 1982 telur óhjákvæmilegt að sauðfé verði fækkað og væntir aðstoðar ríkisins við aðgerðir sem dragi úr kjötframleiðslu. Fundurinn telur að við nauðsynlega kvótaskerðingu verði að taka fullt tillit til fastra aukatekna. Þá bendir fundurinn á að. við framleiðsluskerðingu verður að taka mið af því að skerðing smárra búa í strjálbýlum héruðum - sem eingöngu byggja á sauðfjárrækt - leiðir til eyöingar byggðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.