Tíminn - 07.09.1982, Qupperneq 9

Tíminn - 07.09.1982, Qupperneq 9
9 Hér bætist það enn við að fjöldi íbúða er þannig gerður að kalla má að ekki sé hægt að leigja herbergi frá sér út fyrir fjölskylduna. Gömlu íbúðimar voru flestar þannig að hægt var að ganga í eitt herbergi úr forstofu eða stigagangi án þess að koma inn í íbúðina. Pað var miðað við að leigja mætti herbergið frá sér, eins og það var kallað. „Pakkið“ og áhættan En hér er enn á fleira að líta. Illugi „Nú virðist það vera næsta algengt að unglingar sem vel gætu búið í foreldrahús- um leigi sér húsnæði annars staðar. Svo er að sjá sem ýmsir róttæklingar sem tala með fyrirlitningu um lífsgæðakapphlaup hinna eldri séu engir eftirbátar í kapphlaupinu um eigið húsnæði. Allt á þetta sinn þátt í því að auka eftirspurn á leigumarkaði húsnæðis“. skilum, vandræðamennirnir - pakkið. Þeir eru því miður nokkuð margir sem lítt eru í húsum hæfir vegna drykkju- skapar. En það er eins og víðar að við komum ekki auga á skjótvirk úrræði. Engar „patentlausnir“ Sumir halda að mikið húsnæði myndi losna ef aldrað fólk ætti kost á litlum íbúðum. Oft mun þó vera svo að gamla fókið vilji vera áfram í sinni íbúð, þar sem það hefur verið og hafa muni sína hjá sér eins og áður. Þó eru elliheimili mömmu o.s.frv. Við verðum því að þola að húsnæðið sé illa nýtt hvað sem hagspekingar vorir segja um óhag- kvæma fjárfestingu sem sligar þjóðar- búið. Verðbólgan á mesta sök Hlugi segir að Davíð borgarstjóri ætli að „reyna að hjálpa ungu fólki til að byggja sitt eigið húsnæði". Ekki veit ég hver sú hjálp á að vera önnur en að gefa kost á byggingarlóðum. Það er auðvitað ilíffFW* pEiSil ítHISSi '&Btais I MANUÐI! jveggja herbergja íbúð í kjallara segir að margar íbúðir standi auðar, „vegna þess að eigendur þeirra hafa einu sinni lent á slæmum leigjendum - reglulegu pakki - og þori hreinlega ekki að taka áhættuna aftur“. Hann kemur víða við sögu drykkju- skapurinn og er ekki til að spauga með. Jafnvel þó að ekki sé maklegt að nefna fólk „reglulegt pakk“, geta samkvæmi þess orðið svo hávær um nætur að samviskusamt fók hiki við að leiða það inn í sambýlishús. - En svo eru líka þeir sem brjóta og bramla og standa ekki í með litlum íbúðum og aðstoð eftir ástæðum vafalaust æskileg í drjúgum stærri stíl en enn er um að ræða þó að margur vilji ekki fara þangað fyrr en hann má til, og öðrum kunni að þykja langt að bíða þess. Að óbreyttum lífsvenjum og kröfum er örðugt að sjá fljótvirk úrræði til að jafna framboð og eftirspurn leiguhús- næðis. Það er varasamt að beita þvingunum svo sem að skylda húseig- endur til að leigja öðrum, skipa unglingum að vera heima hjá pabba og nauðsynlegt frumskilyrði en ósköp lítil hjálp við að byggja að öðru leyti. Tækifærin í þessu sambandi eru í tengslum við verðbólguna. Fljótvirkasta úrræðið er að hefta hana. En ég sé ekki að um stöðvun og jafnvægi geti orðið að ræða án niðurgreiðslu á húsnæði umfram það sem er. I sambandi við „lausn efnahagsvandans" er opin leið að spara vísitöluhækkanir en „greiða nið- ur“ húsnæði. Spurningin er hvort menn vilja jöfnuð. „Vilji er allt sem þarf“. Fundurinn telur óhæfu að ríkið standi að kjötframleiðslu - h vort sem er með eigin framleiðslu eða árlegum rekstrar- styrk til grænfóðurræktar og áburðar- dreifingar á beitarlönd. Einnig bendir fundurinn á nauðsyn þess að leyfi til loðdýraræktar verði bundin skilyrði um fækkun sauðfjár - ef um stærri bú en vísitölubú er að ræða. í sambandi við skýrslu um sölu dilkakjöts til Danmerkur telur fundur- inn fulla ástæðu til að athuga vel kostnaðarreikninga sláturhúsa. Kjörmannafundurinn bendir á þann aukakostnað sem endurvinnsla túna vegna kalskemmda - auk tjóns á uppskeru - veldur bændum. Greiðsla fyrir áramót á því jarðræktarframlagi myndi létta þá byrði að mun. Fundurinn telur að m ikill verðmunur á fóðurblöndum valdi því að kjamfóður- skattur kemur mjög illa við þá sem verða að sæta þessu háa verði. Kjörmannafundur V. og N. ísa- fjarðarsýslna 1982, átelur harðlega það sleifarlag sem verið hefur á afgreiðslu tilbúins áburðar frá Áburðarverksmiðju ríkisins til bænda í V. ogN. fsafjarðar- sýslu á undanförnum árum. Einnig það að ekki skuli fást afgreiddar að vori þær áburðartegundir sem bændur þó panta að hausti. Gerir fundurinn þá kröfu til Áburðar- verksmiðju ríkisins að flutningi tilbúins áburðar, til áðumefndra sýslna, ljúki fyrir 15. maí ár hvert. Fulltrúar á kjörmannafundi V. og N. ísafjarðarsýslna 1982 lýsa vonbrigðum sínum yfir þeirri útreið sem stjómar- frumvarp til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt, sem flutt var á Alþingi veturinn 1980-1981 sem 290. mál, fékk í meðfömm þingsins er meginatriði þess, sem var afnám 59.gr. laganna, var að engu gert. Við skorum því hér með á Búnaðarfélag íslands og ríkisstjórn að bæta hér um og vinda bráðan bug að afnámi nefndrar greinar svo og 53. gr. laganna, sem er í raun refsivöndur á þá bændur sem á undanförnum ámm hafa byrjað búskap og aðra þá sem í framkvæmdum hafa staðið. Við teljum að umræddar greinar mismuni skattgreiðendum óhæfilega og með þeim sé skattyfirvöldum opnuð leið til að leggja tekjuskatt á annað en tekjur manna, eins og reynslan hefur sýnt að gert er í skjóli þessara ákvæða. Hér hefur það skeð að löggjafinn setur lög sem hæpið er að standist gagnvart stjórnarskrá og brjóta gegn réttarvitund almennings með þeim hætti að ekki verður við unað. landfari FlMVm DACUR 1. StmMKJt tm á vettvang* i Erfidleikar framundari í húsnæðismálum — eftir Guðmund G. t»órarinsson, aiþingismann „Ung hjón, sem fá íbúð t verkamannabústöðum fá 80- 90% íbúðarinnar að láni til 42 ára, en ung hjón sem basla sjálf, við að byggja, fá um 17% af byggingarkostnaði lánað til 26 ára. Hér er auðvítað um feiknar- legan mun að ræða.“ Athugasemd um húsnædismál ■ í vettvangi dagsins hér í blaðinu s.l. fimmtudag birti Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður athyglis- verðar hugleiðingar um þann vanda sem nú er uppi í húsnæðismálum þjóðarinnar. Það er ótvírætt gagn- legt að ræða sem mest opinberlega um þau flóknu og erfiðu vandamál, sem nú eru fremur en oftast áður, að verða þeim ofraun sem í íbúðarbygg- ingum standa. Það sem ég vil gera athugasemd við í grein Guðmundar er að vegna uppsetningar á greininni þá verður það að aðalatriði greinarinnar að óþarflega vel sé við þá gert sem byggja í verkamannabústöðum. Það er að verulegu leyti villandi uppsetn- ing að telja lán Byggingarsjóðs ríkisins aðeins 17% af byggingar- kostnaði íbúða. Sú viðmiðun er rúmgóð íbúð í parhúsi af vandaðri gerð og er ekki sambærileg við þær íbúðir sem víðast hvar eru byggðar í verkamannabústöðum. Lán Bygg- ingarsjóðs ríkisins hafa á undanförn- um árum verið frá 30 til 33% af byggingarkostnaði svonefndrar vísi- töluíbúðar sem er íbúð í 10 íbúða sambýlishúsi. Ef sanngjarnan samanburð á að gera á aðstöðu þess fólks sem er að byggja á eigin vegum eða hjá byggingarfélögum þá verður það að koma fram að þeir eiga almennt kost á láni hjá lífeyrissjóðum, sumir tveimur slíkum lánum, sem þeir fá að sjálfsögðu ekki sem byggja í verkamannabústöðum. Auk þess fá flestir verulega fyrirgreiðslu í sínum viðskiptabanka. Þannig er veitt verulegt lánsfe til íbúðarbygginga þó að það fari ekki í gegn um sjóði húsnæðismálastjórnar. Það hefur aldrei verið meirihluti fyrir því á Alþingi að skipuleggja lánveitingar til húsnæðismála hér á landi í sama mæli og lengi hefur verið gert á Norðurlöndum. Það er fyrst með lögunum frá 1980 um Húsnæðis- stofnun ríkisins sem leitast cr við að taka málin sömu tökum og þar er gert. Að því þarf að vinna að allir geti sem fyrst notið sambærilegra kjara. Olafur Jónsson „Að byggja tillögu gerd” ■ Ég las í blaði að ágætur starfsmaður ríkisins hafi talið „að byggja þyrfti tillögugerð um aðgerðir - á víðari grunni". Hvað er nú að byggja tillögugerð? Skógerð er að búa til skó. Húsagerð er að byggja hús. Tillögu- gerð er að semja tillögu. Það er ekki smíði hússins sem reist er á grunninum, heldur húsið sjálft. Við erum víst ekki farin að tala um að við þurfum stærri grunn undir húsagerðina, heldur undir húsið sjálft. Að „byggja tillögugerð um að- gerðir á víðari grunni“ merkir víst að fleira þurfi að athuga eða taka með í reikninginn, þegar ákveðið sé um aðgerðir. Annars er sjálfsagt allt í lagi að tala um að grunnur sé víður eða þröngur. Glaður tek ég mér í munn met að vonum elju og dyggð okkur vantar víðari grunn svo verði tillögugerðin byggð. Krákur. Afkomendamót ■ Morgunblaðið sagði frá ættar- móti, þar sem saman komu afkom- endur tiltekinna hjóna ásamt mök- um, „til þess að minnast uppruna síns. Einn afkomandi þessara hjóna er enn á lífi. Mótið var vel sótt og voru háttá annað hundrað mættir þar og mátti þar sjá fólk af öllum stéttum og á öllum aldri.“ Ég las um afkomendamót á annað hundrað mættu þar menn dvöldu þar mcð hýrleg hót og höfðu margt til gleðskapar, en merkilegast mér fannt þó er Moggann las í góðri trú að frétta um þetta fólk sem dó og fann þann eina er lifir nú. Krákur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.