Tíminn - 07.09.1982, Qupperneq 12

Tíminn - 07.09.1982, Qupperneq 12
Matur og kynmngar- efni Islands- kynningar- innár vegur nær 3 tonn ■ Nokkur ísiensk fyritæki og stofnanir munu verða með víðtækar lslandskynn- ingar í fimm borgum Bandarfkjanna í sambandi við opnun Norrænu Menn- ingarkynningarinnar Scandinavia To- day og framlag forseta íslands í því sambandi. íslandskynningarnar eru að nokkru unnar i samráði og samvinnu við - fyrirtæki sem aðstöðu hafa á hverjum stað cn þess má geta að matvæli og kynningarefni vegna íslandskynn- inganna vegur hátt á þriðja tonn. Hinir íslensku aðilar sem standa að þessari kynningu eru: Flugleiðir, Ferða- málaráð, Otflutningsmiöstöð Iðnaðar- ins, JJúvörudeild Sambandsins Hilda hf. og flciri. Borgirnar sem sýnt verður í cru Washington, Minneapolis, Seattle, Chi- cago og New York., og hefur um tvö þúsund manns verið boðið á þær. Höfuðáhersla verður lögð á að kynna ísland, ferðamöguleika hingað, íslensk- ar útflutningsvörur, sérstaklega ullar- vörur og aðrar iðnarðarvörur og matvæli. Forseti Islands Vigdís Finnbogadóttir mun mæta g ölium kynningunum. íslensk- ur matur mun verða þar á boðstólum og íslenskar sýningarstúlkur kynna íslenskar ullar-tískuvörur. Sýndar verða íslenskar myndir og kvikmyndir og ambassador (slands í Bandaríkjunum Hans G. Ander- sen mun ávarpa samkomugesti. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir í Bandaríkjunum: GESTUR REAGANS FYRSTU DAGANA ■ Við komnna til Andrews flugvallar. Þar tóku á móti forseta íslands Hans G. Andersen sendiherra, anna á íslandi M. Brement og aðstoðar Evrópumáiaráðherra Bandaríkjanna R.B. Blackwill. Selwa Roosewelt siðameistari Hvíta hússins, sendiherra Bandaríkj- Tímamynd GTK ■ Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, er nú stödd í Wash- ington í Bandaríkjunum en þang- að kom hún á laugardaginn. Á morgun mun hún opna Menn- ingarkynninguna Scandinavia To- day, en fyrstu dagana er forsetinn sérstakur gestur Reagans Banda- ríkjaforseta. Forseti íslands lenti á An- drews flugvellinum þar sem biðu hans og fylgdarliðsins tvær einkaþyrlur Bandaríkjaforseta sem flutti hann til Washington en meðal þeirra sem tóku á móti forsetanum þar var Walter J. Stoessel aöstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna. A sunnudagskvöld sat forset- inn og fylgdarlið hans kvöld- verðarboð sendiherra Islands í Washington, Hans G. Andersen og konu hans frú Ástríðar And- ersen. f gær, mánudag, var svo móttaka fyrir íslenska þátt- takendur menningarkynn- ingarinnar á heimili sendiherra- hjónanna. Forsetinn mun í dag skoða dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Coldwater Seafood Corp. í Cambridge og sitja hádegisverðarboð þeirra en síðdegis býður íslendingafélagið í Washington til móttöku til heiðurs forsetanum. í kvöld verð- ur forsetinn svo viðstaddur flug- eldasýningu sem forráðamenn sýn- ingarinnar Scancinavia Today efna til. Á morgun heldur forseti Islands til fundar við Ronald Reagan í Hvíta húsinu laust fyrir hádegið en situr síðan hádegisverðarboð Bandaríkjaforseta sem haldið er til heiðurs forseta íslands og öðrum þjóðhöfðingjum Norðurlanda sem staddir eru í Washington. í fylgd með forseta íslands eru Ólafur Egilsson, sendiherra, Halldór Reynisson, forsetaritari og Vigdís Bjarnadóttir, deildar- stjóri á forsetaskrifstofunni. Ennfremur verða með í föru- neyti forseta Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra og kona hans frú Ólöf Auður Erlings- dóttir, Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu og kona hans frú Sigríður Thorlacius, Kristinn Hallsson, full- trúi í menntamálaráðuneytinu og Tómas Karlsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu. - FRI VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00 Fóstbræður f Bandarfkjunum ■ Karlakórinn Fóstbræður hélt utan til Banda- ríkjanna á laugardag en kórinn mun koma fram fyrir hönd íslands og annarra Norðulanda á Menningarkynningunni Scandinavia Today. Fyrsti áfangastaður er Washington og þar munu Fóstbræður flytja lög frá öllum Norður- löndunum á setningarhátið Scandinavia Today í Kennedy Center, að aflokinni setningaræðu forseta íslands. Lögin sem kórinn flytur eru eftir Jón Norðdal, F.A. Reissinger, Carl Nielsen, Hugo Alvén og A.O. Förundd. Að síðust flytur kórinn lagið Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson. í Minneapolis þann 9. sept verður svipað upp á teningnum hjá kórnum en þann 13. sept heldur hann í eigin söngferð um ýmis ríki Bandaríkj- anna. - FRl ? ■ Haldið af stað til Washington frá Andrews. Tímamynd GTK MOTOROLA Höfum nú til afgreiðslu strax hina viðurkenndu 100 watta Motorola SSB bílatalstöð fyrir tíónisviðið 2 til 13,2 MHz. Einnig getum við nú boðið nýja Motorola MCX100 25 watta V.H.F. talstöö sem hægt er að aðlaga þörfum hvers notanda. Kristinn Gunnarsson & co Grandagarði 7 Símar: 21811,26677 f

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.