Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 14
14____________ heimilistfminn ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. Anna Jónacf Alfh. 96 Umsjón: B.St. og K.L. Skólann heim! Kynningarrit um Bréfaskólann 40 ára ■ Bréfaskólinn (em stofnaður var sem Bréfaskóli SÍS) átti nýlega 40 ára afmæli. Nú heitir hann Bréfaskólinn, Suðurlandsbraut 32, og er sameignarstofnun stærstu fjöldasamtaka landsins: ASÍ Alþýðusambands íslands, BSRB Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, FFS Farmanna- og fiskimannasambands ísl., KI Kvenfélagasambands íslands, SÍS Sambands íslenskra samvinnufé- laga, SB Stéttarsambands bænda og UMFÍ Ungmennafélags íslands. Þegar Bréfaskólinn var stofn- aður innrituðust 280 nemendur í 4 námsgreinar, en nú eru námsgrein- ar yfir 40 talsins, svo úrvalið er margvíslegt: Tungumálanám, reikningur, eðlisfræði og sauð- fjárræktun eru meðal þessara 40 námsgreina. Námsefnið greinist í eftirfarandi flokka: Almenn fræði, Atvinnulíf- ið, Bókmenntir og listir, Erlend tungumál, félagssvið, heilsufræði og Tómstundastörf. Námsefni Bréfaskólans í stafrófs- röð: Áfengismál Algebra Arabíska Betri verslunarstjórn Bókfærsla Bókhald verkalýðsfélaga Búreikningar Danska Eðlisfræði Ensk verslunarbréf Enska Esperanto Franska Fundarstjórn og fundarreglur Gísla saga Súrssonar Gríska Flagræðing og vinnurannsóknir Fiandbók í félagsstörfum Heyverkun Hjálp í viðlögum Hollenska íslandsklukkan fslensk bragfræði íslensk málfræði íslensk stafsetning ítalska Kínverska Latína Mótorfræði Norrænar bókmenntir og listir Reikningur ' Rússneska Sauðfjárræktun Serbó króatíska Siðvenjur og háttprýði Siglingafræði Skák Spænska Staða kvenna í heimili og þjóð- félagi Stærðfræði Sænska Um manneldismál Vélritun Við bætum þjónustuna Þýska Námstækni - leiðbeiningar við nám sem fylgir öllu námsefni. Bréfaskólanám hefur þann kost helstan, að fólk getur notað frístundir sínar, hvenær og hvar sem er til lesturs og náms með bréfum og svarað þeim. Nemand- inn getur stundað bréfanámið samhliða vinnu vegna hins frjáls- lega kennslukerfis. Heimanámið er því sérlega hentugt fyrir vinnandi fólk, og þá ekki síður fyrir það fólk, sem á örðugt með að komast heiman að. Með heimanámi í Bréfaskólanum er hægt að auka við menntun sína og leggja þannig grundvöll að nýju námi og nýjum störfum. Einfaldasta leiðin til innritunar er að hringja til Brefaskólans í síma (91) 81255 og fá námsefnið sent í póstkröfu. Einnig má senda skriflega beiðni til skólans, en gæta verður þess að senda ekki peningagreiðsl- ur í almennum bréfum og skrifa skýrt og nákvæmlega nafn, heim- ilisfang, póstnúmer og póststöð. ■ Hún hefur aUt til aö bera svo kjóllinn njóti sín vel. Fljót- saumaður kvöld- kjóll ■ Nú þegar fer að hausta er tilvalið að skoða í klæðaskápinn, og athuga hvað þarf helst að endurnýja - eða kaupa fyrir veturinn. Alltaf kemur sér vel að eiga nýjan kvöldkjól til að grípa til ef eitthvað óvænt boð berst - háðtíðlegt afmæli, eða árshátið. „Ég á bara ekkert til að fara í“; verður margri konunni að orði, þegar hún skoðar í fataskápinn sinn. Þær sem eru vanar saumakonur snara sér þá bara í það að suma sér nýjan kjól, og fara létt með það. Þær sem eru ekki vanar ættu þó að geta saumað sér kjól líkan því, sem við sjáum hér á myndinni ef þær hitta á að fá efni sem hæfir þessu sniði. í kjólinn sjálfan er notað teygjuefni með glitþræði, sem oft hefur sést í svokölluðum „toppum", sem notaðir eru við stutt eða síð pils. Hér þarf teyjuefnið að vera a.m.k. 60 sm breitt og er það einfaldlega saumað saman á hliðinni, eins og passar utan um stúlkuna. Síðan er sítt kögur saumað utan um í mittinu, eða niður á mjöðmum, eftir því hvað hver vill hafa kjólinn síðan. Til þess að þessi einfaldi kjóll sé fallegur, þarf sú sem ber hann að vera sérlega vel vaxin og hafa fallega fætur. „Skóhlífar“ á barnavagninn ■ Þegar blautt er um vilja hjólin á bamavagninum safna á sig óhreinindum, og leiöinlegt er að bera þau inn í húsið. Tilvaiið er að hafa fjórar plasthettur tilhúnar í anddyrinu og smokka þcim yfir á hjólin á vagninum. I.áta hettumar svo vera á hjólunum þar til aftur er farið út mcð vagninn. Þá er fyrirhafnarlítið að skola úr plasthettunum og hafa þser svo aftur tilbúnar þegar á þarf að halda. Að geyma þurrkaða ávexti ■ Kúsínur og aðrir þurrkaöir ávextir gcymast vel í þéttum niðursuðuglösum, cða glerkrúsum mcð skrúfuðu loki. Þannig varðveittir geymast ávcxtirnir lengur mjúkir en í rifnum plastpokum í matarskápnum. ■ Það er líklega fátt, sem fólki hættir eins til að gleyma og regnhlífum. - Lagt er af stað að heiman í dynjandi rigningu, og þá er gott að hafa regnhlíf til að bregða yfir sig, meðan beðið cr eftir strætó, eða farið í búðir. Svo styttir upp, og hver getur þá munað eftir regnhlífinni, þcgar sólin er farin að skína - og hún vill verða eftir. Heiðarlegir finnendur regnhlífa hafa lítinn möguleika á að koma þeim til skila, en úr því mætti bæta með þvi að merkja regnhlífina vel og velja svo gagnsæju límbandi yfir, cins og sjá má á myndinni. Á merkispjaldinu þarf helst að vera bæði nafn, og heimisfang og simanúmer. Nuddið Kársvörðinn — það örvar blóðrásina og bætir hárið Regnhlífin „ratar“ heim aftur jafnt og þétt - það er hársvörðurinn sem á að nudda en ekki hárið sjálft. Nuddaðu með smá hring-hreyfingum frá gagnaugum og upp á hvirfil - og svo aftur niður. Fimm sinnum í röð ætti að vera nóg. 2. Nuddið nú frá hnakka, upp á bak við eyrun, og svo aftur til baka sömu leið - fimm sinnum. 3. Þá byrjar nuddið við kollvikin upp að hvirfli og aftur til baka - fimm sinnum. 4. Að síðustu nuddar þú hnakkagróf- ina og hnakkann upp á hvirfil og niður aftur - fimm sinnum. Þegar nuddinu lýkur er ágætt að hvíla hársvörðinn í eins og tíu mínútur, en þvo svo hárið með venjulegu sjampói, sem hæfir hárinu, og skola síðan vel. Ef hárið er mjög slitið má bera hárnæringu í hárbroddana og skola síðan eftir smástund upp úr volgu vatni. ■ Eftir sumarið vill hárið oft vera heldur þurrt og tjásulegt, en þá er gott að nudda vel hársvörðinn, og örva þar með blóðrásina. Ef hárið er þurrt, er hægt að fá í snyrtivörubúðum eða á hárgreiðslustofum hár - „lotion" (hár- vatn) eða næringu til að bera í hársvörðinn eða hárið sjálft eftir notkunarreglum, sem eru á umbúðum. ■ Hárnudd - gott fyrir hár og húð - (En ef hárið er feitt, þá getur nudd á hársverðinum orðið til þess að örva hárfitlukirtlana, svo þá hæfir þessi aðferð ekki) Á meðfylgjandi myndum er sýnt hvemi g best er að bera sig að við nuddið; 1. Notaðu baugfingur og löngutöng á báðum höndum. Settu íinguma fast niður í hársvörðinn og nuddaðu hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.