Tíminn - 07.09.1982, Síða 22

Tíminn - 07.09.1982, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. eftir helgina Enn um undan rennumusterið ■ Allar árstíðir hafa sína töfra í réttu veðri, og á það ekki síst við haustið, þegar sumarið er borið til grafar í stillilogni og köldu sólskini. Einmitt svona var það hjá okkur á Suðurláglendinu um helgina. Menn voru almennt í garðvinnu, að taka upp hvítar mélmiklar kartöflur, líka hann Eyvind rauða og gullaugað leit til himins í fyrsta sinn, á dýrð sköpunarverksins. Og maður skammast sín fyrir að hafa ekki sett niður í vor, eins og hinir forsjálu, sem munu, ef að líkum lætur, eiga birgðir þar til í ágúst 1983 og þurfa því ekki að lifa á skepnufóðri því er Grænmetisverslun landbúnaðarins kaupir handa íslendingum fyrir slikk, til að falsa með vísitöluna. Og svo voru aðrir að taka upp gulrætur og kippurnar litu út eins og lóðabelgir í fjarska. Sagt er að bestu gulræturnar á Suðurlandi komi úr Mundakoti. Menn töluðu mest um útgerðina og landbúnaðinn. Útgeröin er á hausnum vegna samdráttar í fiski- stofnum, en landbúnaðurinn er á hausnum, vegna þess að þar eru stofnarnir of stórir. Þannig er það alltaf á íslandi. Ýmist í ökla eða eyra. Og menn tala um að það kosti 10 milljónir króna, að fækka fé bænda, um 50 þúsund, sem er nú ekki mikið, því seinast þegar ég vissi til, notuðu menn ritföng fyrir tíu milljónir gamlar við venjulega haust- slátrun, og maður hélt bara að féð hefði verið strokaö hreinlega út með stokleðrum, eða rekið í gegn með blýöntum. En skriffinnskan lætur ekki að sér hæða. Ég heyrði marga tala um, að auka þyrfti hagræðingu í fiskveiðum og fiskvinnslu. Fiskvinnslan virðist nefnilega vera það eina sem menn telja að þurfi að hagræða á íslandi, ef frá er talið bókhaldið hjá ÍSAL, en aðalbókari þar er nú Hjörleifur Guttormsson, sem auk þess hcfur sérstaka draumaráðningamenn á launum, til að finna hvað sé hentugt verð á rafskautum og rafmagni. En merkilegt er það, að Reykjavíkur- borg hefur ekkcrt um raforkureikn- ingana að segja, og á þó hálfa Landsvirkjun á móti ríkinu. Veðrið á Hellisheiðinni var rétt, er við ókum þar um, og hálft í hvoru skammaðist maður sín fyrir þetta góða veður; vitandi um snævi þakin fjöll fyrir vestan og frostkulda í byggðum fyrir norðan. En vcðurguð- inn fer ekki cftir vægi atkvæða og honum er ekki lagið að hafa eins veður á landinu, þótt eigi sé það nú stórt að flatarmáli, miðað við önnur lönd. Við sáum marga bíla á laugardag- inn. Peir voru að koma með grús, eða tómir að sækja grús, því svo einkennilega vill til, að Reykvíking- ar vilja endilega hafa Árnessýslu undir sínum steingólfum, er þeir reisa sér hús. Og sem Árnesingur að ætt, hlýt ég að fagna þessu, sem á sér eiginlega ekki aðra hliðstæðu en þá, að í gamla daga áttu margir sveitamenn erfitt með að pissa á járnþilfari og þeir höfðu með sér torfu á sjóinn til að geta pissað. Þá voru sveitamenn á togurum fyrir sunnanarftakar skútumanna og útróðrarmanna, er áður réru á opnum skipum í opinn dauðann. En það er þetta með hagræðing- una í sjávarútvegi. Af hverju er hún ekki reynd í landbúnaðinum líka? Verið er að reisa sérstakt undan- rennumusteri, sem líklega verður á stærð við flugstöðina í París, en það mun stærsta hús, sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur séð, öðruvísi en á teikningum. Á sama tíma er verið að hækka mjólkina um 25%, sem er hækkun af argentískri stærðargráðu, eins og það heitir í hagfræðinni. Mjólkurbílar koma fullir af mjólk alla lcið autan úr Skaftafclli og dæla úr sér í Reykjavík og oft fer sú mjólk síðan fluglciöis til Vestfjarða í þotu. Og maður spyr. Hver borgar þetta? Á sama tíma, koma tómir bílar úr Skaftafellssýslum, Árnes- og Rang- árvallasýslu suður til Reykjavíkur til að taka vörur. Þeir koma yfirleitt tómir og aka á eftir fullum mjólkur- bílum. Og svo er það öfugt á austurleiðinni. Þá aka vörubílarnir fullir, en mjólkurbílarnir tómir. Og maður spyr. Af hverju er mjólkin ekki flutt pökkuð suður á brettum, og sömu bílarnir notaðir til að fara með varninginn austur? Spyr sá sem ekki veit. Hefði þurft að hækka mjólkina núna um 25% ef musteris- féð hefði verið notað í hagræðingu í stað þess að kaupa fyrir það sprengiefni og steinsteypu til undir- vinnu í Ártúnshöfða? Mér er sagt að meira sprengiefni hafi þegar verið notað í þetta musteri en í allar aðrar sprengingar á Suðurlandi fyrr og síðar. Mér skilst að nú sé svo komið, að ríkissjóður greiði á fimmtu krónu fyrir hvern seldan lítra af mjólk. Það er mikið fé. En hversu stór hluti fer í musterið? Hversu mikið mætti spara með því að pakka mjólk á réttum stöðum og minnka kannski bílaflotann um helming? Haft er fyrir satt, að kýrnar á Suðurlandi noti nú fleiri bíla en Strætisvagnar Reykjavíkur og allir þéttbýlisbúar vita hvað það kostar. Eíi það er grunsamlegt að aldrei koma neinar tölur um delluaksturinn í sveitunumn, þar sem sérbílar aka mjólk í bæinn og tómir heim og enn aðrir sérbílar aka tómir í bæinn, til að aka heim með hlass. Landbúnaður á íslandi er ekkert einkamál hænda. fbúar á þéttbýlis- stöðum eiga heimtingu á því að landið verði ekki lagt í auðn af misvitrum forystumönnum í land- búnaði og mjólkursölu. Kaupfélögin, mjólkursamlögin og kaupmennirnir úti á landi, eiga að nota tækifærið nú og koma á hagræðingu í landbúnaði, sumsé með því að nota bíla í báðar áttir og pakka mjólk á réttum stöðum. Þá þarf ekki svona 25 prósent hækkun á mjólk að dynja yfir á fögru hausti. Jónas Guðmundsson rithöfundur, skrifar flokksstarf Norðurlandskjördæmi eystra Alþingismenn Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra halda fundi sem hér segir: Idölum Aðaldal.með íbúum Aðaldals Reykjadals og Reykja- hrepps þriðjudaginn 7. sept. kl. 21.00, Skjólbrekku Mývatnssveit miðvikudaginn 8. sept. kl. 21.00, Barnaskólanum Bárðardal fimmtudaginn 9. sept. kl. 20.30, Ljósvetningabúð föstudaginn 10. sept. kl. 14.00 og Sæborg Hrísey, sunnudaginn 12. sept. kl. 14.30. Allir velkomnir. Borgny Rusten uppeldisfræðingur heldur erindi um Sérkennslu einhverfra og félagslega þjónustu við foreldra þeirra í Norræna húsinu miðvikudaginn 8. september kl. 20.30. Umsjónarfélag einhverfra Styrktarfélag vangefinna Sálfræðingafélag íslands Þroskaþjálfafélag íslands Landssamtökin Þroskahjálp Félag íslenskra sérkennara Félagsráðgjafafélag íslands Hríseyingar Hríseyingamót verður haldið í Atthagasal Hótel Sögu laugardaginn 2. október 1982. Vinsamlegast hafið samband við: Sigurð Brynjólfsson í síma 86481 Valgerði Magnúsdóttur í síma 66610 önnu Fjalarsdóttur í síma 85370 Nefndin. BilaleiganAS CAR RENTAL 29090 5SSSSÍ ftEYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 Nýir bílar Leitið upplýsinga æ - Notaðir bílar ÞÚ KEMUR - OG SEMUR BÍLASALAN BUK s/f SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SfMI: 86477 GLUGGAR 0G HURÐSR Vönduð vinna á hagstæðu veröL Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Frumsýnir stórmyndina The Stunt Man (Staðgengillinn) W DOU WIU> AN0 OtAZY TWNCS BKAUSf y|H HI HAS NOTRINC TO Uttí—tUT HIS UFI. CTIJNTMAN The Stunt Man var útnefnd fyrir 6 GOLDEN GLOBE verðlaun og 3 ÓSKARSVERÐLAUN. Peter OToole ter á kostum I þessari mynd og var kosinn leikari ársins 1981 af National Film Critics. Einnig var Steve Railsback kosinn efnilegasti leikarinn fyrir leik sinn. Aðalhlutv.:Peter 0'Toole, Steve Railsback, Barbara Hershey Leikstjóri: Rlchard Rush Sýnd kl. 5.30, 9 og 11.25 Salur 2 When a Stranger Calls (Dularfullar símhrlnglngar) Pessi mynd er ein spenna frá upphaft til enda. Ung skólastúlka . er fengin til að passa böm á kvöldin, og lifsreynslan sem hún lendir í er ekkert grín. Blaðaummæli: Án efa mest spennandi mynd sem ég hef séð (After dark Magazlne) Spennumynd ársins. (Dally Trlbute) Aðalhlutverk: Charles Duming, Carol Kane, Colleen Dewhurst Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. LÖGREGLUSTÖÐIN Hörkuspennandi lögreglumynd eins og þær gerast bestar, og sýnir hve hættustörf lögreglunnar I New York em mikil. Aðalhltrtveric Paul Newman, Ken Wahl og Edward Asner. Bönnuð Innan 16 ára. Endursýnd kl. 11 Salur 3 Hvellurinn (Blow out) John Travolta varö heimsfrægur fyrir myndirnar Saturday Night Fever og Grease. Núna aftur kemur Travolta fram á sjónar- sviöið í hinni heimstrægu mynd DePalma BLOW.OUT. Myndln er tekln í Dolby og sýnd if 4 rása starscope stereo. Hækkað mlðaveró. Sýndkl.5-7og9. Píkuskrækir (Pussy-talk) Þussy Talk er mjög djörf og jafn- framt fyndin mynd sem kemur öllum á óvart. Myndin sló ðll aðsóknarmet í Frakklandi og Sviþjóð. Aðalhlutverk: Penelope Lamo- ur, Nlls Hortzs. Leikstjóri: Frederic Lansac. Stranglega bönnuó bömum innan 16 ára. Sýnd kl. 11.05. Salur 4 Amerískur varúlfur í London Þaö má meö sanni segja að þetta er mynd I algjörum sérflokki, enda gerði John Landis þessa mynd, en hann gerði grínmyndimar Kentucky Fried, Delta klfkan, og Blue Brotbers. Einnig lagði hann mikið við að skrifa handrit að James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Myndin fékk Óskarsverðlaun fyrir förðun í mars S.L Sýnd kl. 5,7 og 11.20 Fram í sviðsljósið (Belng There) 6. mánuður. Grinmynd í algjörum sérflokki. Aðalhlutverk: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvln Douglas og Jack Warden. Leikstjóri: Hal Ashby. fslenskur tcxtl. Sýnd kl. 9.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.