Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7-80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag / '4! V labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 Sinfóníuhljómsveit íslands í hringferð um landið: „STEFNUM AD ÞESSU ARLEGA í FRAMTfDINNI IÞRIÐJUDAGUR 7, SEPTEMBER 1982. ?? segir Sigurður Björnsson framkvæmda stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar ■ „Þetta er þriðja hringferðin sem Sinfóníuhljómsveit Islands fer um land- ið en við stefnum að því að slíkar ferðir verðir farnar árlega í framtíðinni“ sagði Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í saintali við Tímann en á morgun,, þann 8. sept. hefst för hljómsveitarinnar og eru fyrstu tónleikarnir á Blönduósi. „Fyrsta hringferð sinfóníuhljóm- sveitarinnar var 1977 og aftur var farið 1979 en síðan féllu þessar ferðir niður vegna fjárhagsörðugleika. í vor voru síðan sett lög um Sinfóníuhljómsveitina og samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að hljómsveitin fái 10% af skemmtana- skatti sem m.a. fjármagnar ferðir sem þessar. Við ætlum því í framtíðinni að fara tvær stórar ferðir á ári, hringferð og ferð um Vesturland og Vestfirði auk minni ferða um nágrenni Reykjavíkur" sagði Sigurður. Stjórnandi í þessari ferð er Páll P. Pálsson en einsöngvari verður Kristján Jóhannesson og kemur hann gagngert frá Ítalíu til þess að vera með í förinni. Efnisskráin er nokkuð blönduð og reynt að höfða til sem flestra. Meðal verka sem flutt verða eru sinfónía eftir Mozart, óperuforleikir, milliþáttaspil, og aríur úr óperum eftir Verdi og Puccini, þá eru einnig íslensk lög, ítalskar kansónur og vínartónlist á efnisskránni. 60 manns í förinni „Það verða um 60 manns í förinni, þar með talið starfslið, en við ferðumst um á þremur bílum, tveimur farþegabílum og einum eldhúsbíl sem jafnframt er notaður undir hljóðfærin" segir Sig- urður. Hann sagði ennfremur að á flestum stöðunum myndi hljómsveitin leika í félagsheimilum, hljómburður væri mis- jafn en þeir hefðu fengið sviðin á sumum stöðunum stækkuð til að koma hljóm- sveitinni fyrir á þeim. Miðaverð á hverja tónleika verður 120 kr. Eldhúsbfll „Okkur er boðið í mat á flestum stöðum sem við komum til af sveitar eða bæjarstjórnum en með í förinni er sérstakur eldhúsbíll eins og áður er dropar getið. Við höfum áður haft slíkan bíl í för með okkur og reynst vel því oft ferðumst við langar leiðir án þess að til staðar sé veitingahús sem getur tekið okkur öll“ sagði Sigurður og nefndi sem dæmi leiðir eins og Mývatn-Egilsstaðir og Egilsstaðir - Höfn í Hornafirði. Hér fylgja viðkomustaðir Sinfóníu- hljómsveitarinnar úti á landi: 8. sept. 9. sept. 10. sept. 11. sept. 11. sept. 12. sept. 12 sept. 14. sept. 15. sept. 15. sept. 16. sept. 17. sept. 18. sept. Blönduós Sauðárkrókur Siglufjörður Ólafsfjörður Akureyri Húsavík Skjólbrekka. Egilsstaðir Eskifjörður Neskaupstaður Seyðisfjörður Höfn í Hornafirði Kirkjubæjarklaustur FRI fréttir Tvær sprengikúl- ur fundust austan við Sandskeið ■ Tvær sprengikúlur fundust í malarnámum við Bolöldur austan við Sand- skeið en þær komu upp á yfirborðið er jarðýta var að grafa þarna í barði. Tilkynnt var um fundinn á sunnudag. Rúdolf Axelsson sprengjusérfræðingur lög- reglunnar sagði í samtali við Tfmann að sprengikúl- ur þessar hefðu verið frá stríðsárunum, hinsvegar hefðu merkingar á þeim máðst af á þessum tíma sem liðinn væri og því ekki hægt að segja frá hverjum þær væru komnar. „Yfirleitt hefur kúlum af þessari tegund verið skotið á sínum tíma en síðan eitthvað leitt til þess að þær sprungu ekki“ sagði Rúdolf „og virðist þetta vera slíkt tilfelli. Kveikjan var farin framan af annarri og trjónan á hinni sködd- uð.“ Búið er að eyða báðum kúlunum. - FRI Blaðburðarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Hafnarfjörður Hverfisgata Austurgata Gunnarssund Tjarnarbraut Hafnarfjörður Sími: 53703 f^Mtnm.sími: 86300 Bragi í kaup- mennskunni? ■ Kálið er ekki sopið þó í áusuna sé komið. Það hefur best sannast á Fræðsluráði Reykjavíkur undanfarna daga og vikur. Þrátt fyrir að nokkr- ar vikur séu nú liðnar frá því menntamálaráðherra sendi ráðinu til umsagnar þrjár umsóknir um stöðu fræðslu- stjóra í Reykjavík, þá bólar enn ekkert á niðurstöðunni. Fyrir hálfum mánuði voru umsóknimar lagðar fyrir Fræðsluráð. Venja er að halda fundi vikulega ■ ráðinu, en aldrei þessu vant var fundinum sem að öllu forfallalausu hefði átt að halda fyrir viku síðan frestað. Málið er nefnilega að að tveir sjálfstæðismenn sækja um stöðuna, þ.e. Bessí Jó- hannsdóttir og Sigurjón Fjel- sted, og áður en hægt var að halda annan fund í ráðinu varð Sjálfstæðisflokkurinn að gera það upp við sig hvorn um- sækjandann hann ætlaði að styðja. A fundi í Fræðsluráði sem haldinn var í gær kom í Ijós að karlmaðurinn hafði orðið ofan- á, því fulltrúar sjálfstæðis- manna lögðu til að Sigurjóni yrði veitt embættið. Gerður Steinþórsdóttir gerði þá tillögu um að mælt yrði með Áslaugu Brynjólfsdóttur í starfið. Virt- ist vera eðlilegt að gengið yrði frá málinu í framhaldi af því, en þá bregður svo við að Bragi Jósefsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins í ráðinu biður um að afgreiðslu verði frestað. Er það mjög bagalegt þar sem starfið er veitt frá og með 1. október nk., og því eðlilegt að væntanlegur fræðslustjóri hafi nægan tíma til að ganga frá sínum málum. Frestunin kemur enn frekar á óvart þegar litið er til þess að samkomulag mun hafa orðið með minnihlutaflokkunum í Fræðsluráði að styðja Áslaugu til starfans. Virðist af þessu mega ráða að Bragi ætli að ganga í svig við samþykkt flokks síns og reyna að versla með atkvæði sitt á einhvem hátt. Hvort af því verður kemur hins vegar í Ijós á fundi Fræðsluráðs sem haldinn verð- ur eftir viku. Mikið er af varamönnum í Fræðsluráði þessa dagana, því svo háttar í þessu máli, að allir umsækjendur um stöðu fræðslustjóra em jafnframt fulltrúar í Fræðsluráði. Rétt er að undirstrika það að Fræðsluráð er aðeins um- sagnaraðili um hverjum verð- ur veitt staða fræðslustjóra í Reykjavík, en síðasta orðið í þessum efnum hefur mennta- málaráðherra. Krummi ... ...biður til guðs að ekki verði neinar Nato-æflngar hér við land.... a.m.k. verði baunun- um haldið utan við þær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.