Tíminn - 08.09.1982, Side 1

Tíminn - 08.09.1982, Side 1
íslendingaþættir fylgja bladinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 8. september 1982 203. tbl. - 66. árgangur. ■ Utanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa tvo menn til að gera hlutlausa úttekt á svokölluðu „bónus- máli“ í Fríhöfninni á Keflavikur- flugvelli, en nokkrar deilur hafa staðið um bónusgreiðslur til starfsmanna hennar eftir að ákveðið var að koma þeim á. „Það stendur til að skipa tvo menn til að gera þessa úttekt. Starfsmenn Fríhafnarinnar voru að einhverju leyti óánægðir með þessar bónusgreiðslur og við viljum leita eftir samkomulagi í málinu“, sagði Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, í samtali við Tímann. Ólafur kvaðst ekki geta sagt til um hve langan tíma slík úttekt tæki, enda ekki formlega búið að skipa mennina. Samkvæmt heimildum Tímans mun þeim Benedikt Sigurjónssyni, fyrr- verandi Hæstaréttardómara, og Eiríki Pálssyni, fyrrverandi skattstjóra, verða falið að hafa úttektina með höndum. Uttektin mun snúa að því að endurskoða útreikning launa starfs- manna í verslun og á lager Frí- hafnarinnar, og hvort vinnuframlag hvers einstaklings sé í samræmi við upphaflegan bónussamning. Bónus- samningurinn sem deilt er um gilti fyrir árið 1981. Ágreiningur varö um það í byrjun þessa árs hvernig ágóðanum yrði skipt innbyrðis á milli starfs- manna, en honum lauk með því að forstjóri Fríhafnarinnar kvað endan- lega upp um það hvernig honum skyldi ráðstafað. Úttektin á aö leiða í ljós hvort þar hafi verið rétt að verki staðið. FRI T ónlistarmenn: FELLDU SAMKOMU- LAG ASÍ ■ „Við felldum samkomulag ASÍ frá því í vor, en það átti einnig að ná til okkar, enda kom það mun lakara út fyrir okkur en aðra launþega“ sagði Finnur Torfi Stefánsson lögfræðingur Félags íslenskra hljómsveitarmanna í samtali við Tímann en félagið stendur nú í kjaradeilu við viðsemjendur sína sem eru Samband veitinga- og gistihúsa. Pessi deila nær þó aðeins til tónlistar- manna á veitingahúsum. „Ástæður þess að ASÍ samkomulagið var okkur svo óhagstætt eru frekar „býrókratísks“ eðlis fremur en að veitingamönnum sé um að kenna. Eftir því sem ég best veit hafa veitingamenn ekkert á móti því að tónlistarmenn fái sömu kauphækkanir og aðrir launþegar. Hinsvegar hafa þeir afsalað sér samn- ingsrétti sínum til ýmissa milliliða þar sem VSÍ er toppurinn á, með þeim afleiðingum að um langt skeið hefur okkur ekki tekist að ná neinum viðræðum við okkar eiginlegu við- semjendur um eitt eða annað heldur þurfum við jafnan að horfast í augu við fulltrúa VSÍ. En fulltrúar VSÍ hafa lítinn áhuga og takmarkaðan skilning á aðstæðum hjá veitingamönnum og hljóðfæraleikurum. Nú er svo komið að mörg atriði kjarasamnings okkar eru orðin úrelt og uppi óskir bæði af hálfu veitingamanna og tónlistarmanna að breyta þar ýmsu. Þetta hefur ekki náð fram að ganga þar sem valdið er í höndum VSÍ og þar líta menn einungis á prósentur og launa- flokka". Hverjar eru kröfur ykkar? „Við höfum sett fram ítarlegar kröfur í þessum viðræðum en aðalatriði þeirra eru að við fáum sambærilega kauphækk- un á við aðra sem samið hafa. Það fengum við ekki á sínum tíma.“ Er verkfall yfirvofandi? „Samningar standa enn og ég vona fastlega að takist að ná samkomulagi, en ég get ekki útilokað þann möguleika að til verkfalls komi“ sagði Finnur Torfi Stefánsson. - FRI Þriðji heimurirm - bls. 7 Ljósasjó Russells — bls. 23 ■ Kartöflur, kartöflur og aftur kartöflur. Kartöfluvertíðin er hafln jafnt hjá háum sem lágum og búist við að uppskeran verði í rúmu meðallagi. Kartöflubændur norðan og sunnan lands byrjuðu að taka upp með stórvirkum vinnuvélum um helgina en hann Ámi Sigurðsson, níu ára sem blaðamenn Tímans hittu í kartöflugörðunum við Korpúlfsstaði í nágrenni Reykjavíkur, lét sér nægja guðsgafflana og uppskeran...hún var bara ágæt. Sjá nánar bls. 5 ESE/Tímamynd Róbert —____^MMMBWwMaMBaaa Utanrlkisráðherra grípur inn í bónusmál Fríhafnarinnar FYRIRSKIPAR HLUTLAUSA ÚTTEKT TVEGGJA MANNA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.