Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982. 3 Framleidsluaukning í hraðfrystiiðnaði með aðstoð rafeindatækni: GÆTI ORÐIÐ 600 MILUÓNIR framkvæmdastjóri félagsins, telur að mikilvægt sé að rafeindaiðnaðurinn fái mikla aðstoð við uppbygginguna á næstunni og telur hópurinn að þátttaka Iðnrekstrarsjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Norræna Iðnaðarsjóðsins í því sam- bandi geti haft úrslitaáhrif á framtíð rafeindaiðnaðarins hér á landi, auk þess sem mikilvægt sé að opinber fyrirtæki beini viðskiptum sínum í auknum mæli til íslenskra rafeindafyrirtækja. •AB Yfirlýsing vegna auglýsingar frá Reiðhjólaversluninni ERNINUM. Þau leiðu mistök áttu sér stað í síðasta helgarblaði Tímans að eins árs gömul auglýsing frá Reiðhjólaversluninni ERNINUM var notuð af misgáningi í staðinn fyrir auglýsinguna sem birtist hér á síðunni eins og hún er rétt í dag. Dagblaðið TIMINN biður viðkomandi aðila velvirðingar á þessum mistökum. iTimhni Sérverslun i meira en hálfa öld — a Reiðhjólaverslunin . ORNINNP* Spítalastíg 8 og vió Óóinstorg símar: 14661,26888 Allir fylgihlutir sem sjást á myndunum fylgja með, svo sem, Ijósabúnaður, lás, standari, pumpa, teinaglit o.fl. o.fl. Gerið verðsamanburð MEST SELDU HJÓLIN Það er ekki að ástæðulausu að Kalkhoff-hjólin eru lang mest seldu reiðhjólin á íslandi ár eftir ár., Hjá Kalkhoff fara saman þýsk nák- væmni og vandvirkni og veitir verksmiðjan því 10 ára ábyrgð á stelli og gaffli. Vegna mjög hagstæðra samninga við Kalkhoff-Werke GmbH, stærstu og virtustu reiðhjólaverksmiðju Vestur-Þýskalands, bjóðum við nú í haust Kalkhoff-reiöhjólin á ótrúlega lágu verði. Hér eru örfá sýnishorn af úrvalinu. Gerð nr. 6453 5 gira, 53 cm stell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Silfur Verð kr. 3.040.- Til viðmidunar um val á stærri reidhjólum Gerðnr.6411 10 gíra lúxus útgáfa, 58cm stell. Dekk: 27x 1 1/4. Litur: Metal-blátt Verðkr. 3.712,- Gerð nr. 2167, án gira, kr. 2.018-. Gerð nr. 2171,3 gíra, kr. 2.279.-. Gerð nr. 5602, án gíra, kr. 1.952.- 58cmstell. Dekk: 26x1 1/2nema á gerð nr. 5605:26x1.75 (Mjög breið) Litir: Silfur, blátt. Gerð nr. 2622 10 gira, 53 cm stell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Burgundy-rautt. Verðkr. 3.515,- Gerð nr. 6305 5 gíra kr. 2.445.-. Gerð nr. 6309 10 gíra kr. 2.680.- 48 cm stell fyrir aldur frá 9 ára. Dekk: 24x1 3/8 (24x1 3/8) Litir: Silfur, rauð, blá. Gerðnr. 6408 10gira, 58cmstell. Dekk: 27x1 1/4 Litur: Silfur Verð kr. 2.535,- Sendiim í póstkröfu um allt land Þekking - Þjónusta - Reynsla innanfótarmúl 70-73, 74-78, 79 oy hærri stellhæd í cm 48 cm, 53 cm, 5 8cm ■ „Talið er að hægt sé að ná 600 miiljónum ■ framleiðniaukningu í hrað- frystiiðnaðinum þar sem rafeindaiðnað- urinn ætti hlut að máli og hægt er að spara 160 milljónir í olíu með notkun rafeindatækja.“ Þetta kom m.a. fram á fundi sem starfshópur Undirbúningsfélags raf- eindaiðnaðarins hélt í gær með frétta- mönnum þar sem kynnt voru drög að tillögum um 5 ára áætlun og aðstoð við rafeindaiðnaðinn á íslandi. Miða þessar tillögur m.a. að markvissri uppbyggingu sameiginlegs framleiðslufyrirtækis og þjónustumiðstöðvar. Jafnframt er gert ráð fyrir að þjónustumiðstöð fyrir íslensk rafeinda- fyrirtæki verði sett á stofn, auk þess sem innlendir og erlendir ráðgjafar verði fengnir til þess að vinna markaðsathug- anir, rekstraráætlanir, vöruþróunar- verkefni og framleiðslutæknileg efni. Á fundinum kom fram að íslenskur rafeindaiðnaður á sér mikla framtíðar- möguleika og geta þeir m.a. byggst á þeim sviðum sem tengjast sjávarútvegi, en íslensk rafeindafyrirtæki framleiða nú þegar fyrir innlendan og erlendan markað á því sviði. Eins og fram kemur hér að framan er hér um miklar upphæðir að ræða, þannig að ljóst er að rafeindaiðnaðurinn og uppbygging hans getur haft mikla þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf. Fram kom á fundinum að starfshópur- inn, en hann skipa þeir Stefán Guðjohn- sen, Gylfi Aðalsteinsson, Arnlaugur Guðmundsson, Jóhann Briem og Jón Hjaltalín Magnússon, sem er jafnframt Greiðir Gud- mundur J. Guð- mundsson atkvæði með bráðabirgða- lögunum? „Kannað á sama hátt” — ,,og í Fram- sóknar- flokknum”, segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins ■ „Mitt svar við þvi er að það hefur verið kannað á nákvæmlega sama hátt og í Framsóknarflokknum,“ sagði Olaf- ur Ragnar Grímsson, formaður þing- flokks AJþýðubandalagsins þegar blaða- maður Tímans spurði hann í gær hvort það hefði verið kannað innan þingflokks Alþýðubandalagsins, hvort allir þing- menn flokksins hygðust styðja efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarínnar. Menn hafa eins og kunnugt er velt því fyrir sér undanfarna daga hvort Guð- mundur J. Guðmundsson muni greiða bráðabirgðalögunum atkvæði sitt eftir að hafa fengið áskoranirfrá Dagsbrúnar- mönnum í þá veru að greiða þeim ekki atkvæði sitt. Guðmundur hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um það hvort hann hyggist styðja lögin eða ekki og svar þingflokksformannsins hér að ofan skýrir málið lítið frekar, því hann var ekki reiðubúinn til þess að tjá sig frekar um merkingu svars síns. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.